Tíminn - 18.09.1988, Síða 2
2
HELGIN
Laugardagur 17. september 1988
SÍDASTA
ÆRIN
tóninn, síðan fylgdi Ómar
Arnbjörns., þá Tjarnarbræður, þeir
Kristján og Hjörleifur, Ingvi bóndi
á Bakka tók síðan undir svo og
skagfirski hetjutenórinn Magnús á
Sökku. Von bráðar sungu allir Af-
réttarmenn sem best þeir gátu brag
Árna Hjartarsonar á Tjörn, Kross-
hólshlátur hinn nýja:
Á Krosshóli við kyrjum hátt
og kneifum vínið blíða.
Klæmumst, bölvum, dönsum dátt
svo dynurinn heyrist víða.
Augafullir erum við í kvöld,
augafullir erum við i kvöld,
augafullir erum við í kvöld
en allsgáðir á morgun!
Tungurétt daginn eftir og jafnvel
fram undir Höfðaball að kvöldi
réttardags, þ.e.a.s. ef raddböndin
halda út allan þann tíma.
Það er gamall og góður siður í
Afréttargöngum að skrá annál
gangna í þar til gerða bók. Til fjölda
ára var nákvæmur annáll skráður í
bókina Krosshólshlátur en arftaki
hennar frá árinu 1985 er svokölluð
„Svarta bók“. Prólógus þeirrar bók-
ar ritaði Þórarinn Hjartarson á Tjörn
og naut við það dyggrar aðstoðar
nokkurra valinkunnra gangna-
manna. í þessum prólógus er getið
um allar jrær skyldur sem hvíla á
annálaritara hverju sinni:
/ „Svörtu bók“ skal setja á blað
sér í lagi og einkum það
allt sem góðir gangnamenn
gerðu fyrr og bralla enn:
Klifur eftir kindunum,
hvíld á fjallatindunum,
var það smali eða var það fé?
sem vinning hafði í glímunni?
Látið svo í letur hér
líka hvernig veðrið er,
skyggni, átt og skýjafar
skráið hitagráðurnar.
Fólk kom í Tungurétt til að sýna sig og sjá aðra. Auðvitað verður að
festa öll herlegheitin á filmu!
Börðust menn í bökkunum?
bognuðu þeir í hnökkunum?
Skripluðu þeir í skriðunni?
skáru þeir margt úr riðunni?
Höfðu þeir nóg af hákarli?
harðfiski og góðmeti?
Þegar vínið vermdi sál
vaknaði þá ei skáldamál?
Rauluðu menn rökkurljóð?
Ríkti kannske grafarhljóð?
Varð þeim illt af veigunum?
Var nokkuð í fleygunum ?
Gleymdist ekkigráturinn?
Glumdi Krosshólshláturinn?
Pytlan var vitanlega dregin á loft og
látin svínga fram og til baka í takt
við sönginn. Og einstaka sinnum var
henni lyft að vörum og sopið duglega
á.
Litla fólkinu fannst lítið til þessara
æfinga þeirra fullorðnu koma. Það
hafði sérstakan áhuga á nokkrum
bleðlum úr veski pabba til þess að
fjárfesta í KEA-pulsu með sinnepi,
tómat og hráum lauk í kaffisöluhúsi
kvenfélagsins Tilraunar. í gegnum
tvær sölulúgur streymdu pylsur, kók
og prins til soltinna viðskiptavina
sem gerðu góðan róm að Tilraunar-
þjónustu. Fullorðna fólkið færði sig
hinsvegar inn í hlýjuna og naut
veglegra kaffiveitinga Tilraunar-
kvenna.
Allan liðlangann daginn unnu þær
Kristín í Dæli, Svana á Melum,
Gagga í Brekku, Helga á Bakka og
fleiri kjarnorkuhúsmæður við að
þjóna svöngum réttargestum og
gangnamönnum. Og nema hvað.
Yfir rjúkandi Bragakaffinu þótti
söngmönnum við hæfi að taka
nokkrar vel valdar gangnamanna-
syrpur. Hvaða Svarfdælingur kann-
ast ekki við vísurnar um Gunnar
Eitthvað er Bakka-
Baldur búinn
að smakka það!
Allt þetta er skylt að skrá,
skal svo ekkert dregið frá.
Þá er talið það sem hér
hylja má og skrifa ber.
Ekkert klám og ekkert níð
í okkar gangnabók ég líð.
Haldið ’ana heilaga
hún er okkar hihlía.
Hefðbundin réttarstörf
Pað var heldur lítilfjörlegt safnið
sem var rekið á Tungurétt úr Sveins-
staðaafrétt að morgni sunnudagsins
11. september sl. Margir höfðu á
orði að samanlagður fjöldi hunda,
klára og gangnamanna væri meiri en
fjöldi fjárins. Hvað sem því líður var
stemmningin kringum þetta alltsam-
an engu síðri en á mörgum undan-
förnum árum. Gífurlegur fólksfjöldi
safnaðist saman á Tungurétt, við
rætur Stólsins, undir hádegi og tók á
móti eldhressum gangnamönnum og
jarmandi búfénaði.
Hefðbundin réttarstörf, sundur-
dráttur fjárins, voru leyst á undra-
skjótan hátt enda lögðu þar ófáir
hönd á plóg. Mönnum gafst því betri
tími til að spjalla um lífið og tilver-
una, stirðleika Steina, Denna og
Jóns Baldvins í ríkisstjórnarsæng-
inni, veðrið eða kartöfluuppskeru.
Söngmönnum úr hópi gangnamanna
bættist fljótt góður liðsauki afburða
söngmanna úr sveitinni og frá
Dalvík. Þarna mátti sjá vígreifa
söngmenn eins og Jóhann Dan.,
Dóra Jó. og Einar bónda á Urðum
taka lagið með Stebba Frið., Ómari
og öllum hinum söngmönnunum.
Á Tungurétt hið röska lið
ríður snemma dagsins.
Dregur fé og daðrar við
dætur byggðarlagsins.
Augafullir erum við í kvöld,
augafullir erum við í kvöld,
augafullir erum við í kvöld
og ef til vill á morgun!
Á Höfðaballi haugfullt stóð
herjar á meyjafansinn.
Undir vegg við fíflum fljóð
og förum svo í dansinn.
Augafullir erum við í kvöld,
augafullir erum við í kvöld,
augafullir erum við í kvöld
og örugglega á morgun!
Augafullir erum við í kvöld,
augafullir crum við í kvöld,
augafullir erum við í kvöld
og alla næstu viku!
Annállinn skráður
í „Svörtu bók“
Á síðari árum hefur þessi bragur
þótt ómissandi innlegg í göngur í
Svarfaðardai. Menn byrja að syngja
hann yfir fleygum fram í Sveins-
staðaafrétt og halda því áfram á
„Kvöldið er fagurt/sól er... “
öflugt söngtríó tekur lagið. Frá
vinstri: Hjörtur E. Þórarinsson,
bóndi að Tjörn og form. Búnaðar-
félags íslands, Stefán Friðgeirs-
son frá Tungufelli, nú búsettur á
Dalvík og Jóhann Daníelsson frá
Syðra-Garðshorni, einnig búsett-
ur á Dalvík.
Það skyldi þó aldrei vera að Hjört-
ur skæruliði á Bakka væri búinn
að fá sér aðeins of mikið neðan i
því?