Tíminn - 18.09.1988, Síða 4
4
Laugardagur 17. september 1988
j|| HELGIN
Hér segir frá
Gissuri biskup
Einarssyni,
föður siðbótarinnar,
sem ekki
er Ijóst
hvort kalla skal
snilling
eða hundingja
Kokkáluð
guðshetja og
bragðarefur
Há kona og alvörumikil á svip situr í einni af
stofum klaustursins í Kirkjubæ og lítur eftir
hvað líði pári ungs manns, er afritar guðræki-
legt latínukver við púlt. Þessi kona, Halldóra
abbadís, hefur ung gefist Kristi og gáfur
hennar og fagur lifnaður hefur lyft henni í þetta
virðingarsæti. Er breytni hennar öll önnur en
föður hennar, Sigvalda, sem ekki sló hendi við
munaði þessa heims, svo ekki sé minnst á þá
konu sem almannarómurinn telur hina réttu,
ömmu hennar í föðurætt - Ólöfu ríku á Skarði.
Var sú kona sögð laus á kostunum, áður en hún
heitbast Birni hinum ríka Þorleifssyni. - En
Halldóra hefur kosið að hafna heiminum og
þeirrar fórnar nýtur þessi ungi maður við
skrifpúltið, sem hún hefur tekið undir verndar-
væng sinn og ákveðið að mennta. Hann heitir
Gissur Einarsson og ekki er gott að segja hvað
þessi föðursystir hans hefði hugsað vissi hún
hve dýrkeyptur hann átti eftir að verða hinni
kaþólsku trú og öllum helgum lifnaði, þar á
meðal klaustrinu í Kirkjubæ.
-tffl
: ÉFFIGIES ÍU.V5TWSS: Pkiaris CHf«STJANí - HÆRItWS - 1
- NoRVÆGÍ* - SlESVÍcI - HoLSACfÆ Stormaríæ ■ Dvcis - /SS
:ComIt«* ím ■ Aloenhvtvc>et- Delmlmworst. AD • vK'AM -1
EJN'S - ÍMACÍMEM * EX.VRAIA AíJHO ■íTATIS -
swf. vx xíi Imperh vf.ro ' n?
■ A- Chrísto - M.ATO • M: • ■
D ‘ xv.vv
• IM L)pMÍNO Æ, rHEREO SEHPÉR* WES ; f«<A ; MANE8IT - j
ES-aUæ-VAUW- HÍC- MÍHÍ -TVRÍS ■ FRÍT
Ekki eru menn á eitt sáttir um
fæðingarár Gissurar Einarssonar.
En margt þykir hníga að því að hann
sé fæddur árið 1512 eða 1513 og þá
ekki fjarri lagi að staðsetja megi
þessa svipmynd úr Kirkjubæ á árinu
1525, eða þar um bil. Faðir hans var
Einar Sigvaldason, bóndi að Brekku
á Síðu, sem ekki var auðugur maður
og hefur því komið vel að fela
þennan son úr hópi 14 systkina
abbadísinni, systur sinni.
í næði kiaustursins verður Gissur
ekki svo ýkja mikið var við þau
tíðindi sem helst eru að gerast innan
lands sem utan, en margs hlýtur
hann að verða var af ræðum systr-
anna, svo eftirtektarsamur og vel
gefinn unglingur. Þannig veit hann
vel að ábótinn í Viðey, Ögmundur
biskup Pálsson, er sestur á biskups-
stól í Skálholti, þar sem hann forðum
var hvorttveggja í senn, kirkjuprest-
ur og skipstjóri á hafskipi staðarins,
Skálhoitssúðinni. Hann er Vestfirð-
ingur og maður sem vel kann að
halda um stjórnartaumana, þótt
nokkuð sé það á skipstjóralega vísu.
Þá er heldur ekki tíðindalaust
handan íslandsála og bergmál þess
sem þar gerist berst alla leið austur
fyrir Mýrdalssand. Suður á Þýska-
landi hefur risið upp grámunkur
einn, sem hamast gegn páfanum og
kirkjunni og það vekur hrylling með-
al systranna í Kirkjubæ er það spyrst
að hann hefur gengið að eiga nunnu,
eina af hinum vígðu brúðum Krists.
Það er að minnsta kosti vonandi að
engin þeirra sé svo syndug í leynum
hjartans að þetta hneyksli veki kitl-
andi eftirvæntingu.
Þá er hefur ekki verið tíðandalaust
í Danmörku að undanförnu. Krist-
ján konungur annar er flúinn land í
skjól hins kaþólska Þýskalandskeis-
ara Karls V, en hefur þó boðið til sín
villutrúarmönnum og nefnir Witt-
emberg heilaga borg í bréfum
sínum. En heima í Danmörku situr
að ríkjum föðurbróðir hans, Friðrik
1 og siglir beggja skauta byr í
trúmálum. Sonur hans, Kristján her-
togi, dregur opinskátt taum viilutrú-
armanna, bannar sálumessur, leggur
undir sig klaustur og lætur syngja
danskar vísur í kirkjunum. Það er
glöggt hvað vélar þjóðhöfðingjana á
villustigu: hin nýja kenning leggur
þeim í hendur vald yfir kennilýðnum
og þá munar í eignir klaustra og
kirkna.
Það er ekki álitlegt að ganga í
þjónustu kirkjunnar um þessar
mundir. En hitt er líka ljóst að
sjaldan hefur helgri trú verið meiri
þörf öflugra liðsmanna.
Senn þykir abbadísinni í Kirkjubæ
ekki henta að hann sé lengur undir
handarjaðri þeirra klaustursystra.
Hann verður að komast í hendur
hinum lærðustu mönnum og henni
verður ekki skotaskuld úr að koma
því í kring. Hún þekkir biskupinn í
Skálholti mætavel og vafalaust er
það fyrir löngu ráðið að þangað skuli
leið drengsins liggja. Það er sjálfsagt
margt sem abbadísinni og biskupn-
um hefur farið í milli í stóru stofu í
Kirkjubæ. Þegar öllu hefur verið
komið í kring er drengurinn sendur
vestur sveitir í skjól hins rismikla
biskups, sem er jafnfær til forsagnar
á skipi í ólgusjó og á stóli á viðsjár-
verðum tímum.
í biskupsgarði
Og nú grúfir hinn ungi Skaftfell-
ingur sig yfir latínubækur í biskups-
garði á milli þess sem hann gerir bæn
sína í dómkirkjunni fyrir framan
skrín Þorláks biskups og blandar
geði við aðra menn, sem alast upp til
starfa í þágu heilagrar kirkju. Hann
tekur góðum framförum í þeim
menntum sem hann skal tileinka sér
og hin strangi og tilætlunarsami
biskup rennir æ hýrara auga til þessa
pilts, sem honum hefur borist að
austan yfir vötn og sanda. Hann er
kannske langur og slánalegur, en
það bregst varla að þar fer mannsefni
- iðnin með ágætum og reglusemin
svo mikil að hann lætur aldrei neitt
af hendi né þiggur, án þess að hann
færi það sér til minnis á blað.
En þó að Ögmundur gleðjist yfir
lærisveininum úr Landbrotinu, þá er
sem fyrr margt annað sem þyngir
geð hans. Það er sök sér þó að
stormasamt sé um hann innanlands
á köflum. En alvarlegra er að ugg-
vænlegum fréttum utan úr heimi
linnir ekki. Siglingin er ekki fyrr
komin á vorum, hvort sem það eru
Hamborgarar eða skip hirðstjór-
anna, en ótíðindin berast um landið:
Friðrik kóngur hefur skipað svo fyrir
að prestar megi ganga í hjónaband
gegn gjaldi í féhirslu ríkisins og
granni hans, Gústaf Svíakonungur
hefur veitt villukenningunni við-
töku.
Ekki er gott að segja hvort Ög-
mundi Pálssyni hafi verið nokkur
kvíði í hug er hann réði með sér að
búa Gissur hinn unga til náms er-
lendis árið 1531. Líklega þó ekki.
Svo vel hefur hann kynnst þessum
pilti að hann hefur talið öruggt að
honum yrði ekki hált á svellinu, þótt
Nikulásarbikar í Odda á Rangár-
völlum. Ógrynni fjár safnaðist í
kistur konungs, er skrautið hafði
verið slitið af slíkum gripum og
það brætt til að gjalda botnlausan
stríðskostnað.
Kristján konungur III.
vænta mætti að árar lúthersvillunnar
mundu hvísla honum ýmsu í eyra í
útlandinu.
Á bökkum Saxelfar
Það er í Hamborg að áliðnum
vetri 1532. í einu hinna risháu húsa
sem standa með stöllóttum stöfnum I
meðfram þröngum götum, situr ung-
ur maður og er nokkuð framandleg-
ur í þessari umsvifamiklu borg
þýskra kaupmanna. Hann er grann-
ur og hávaxinn og ekki prjállega
búinn og handleikur fjaðrapenna.
Þessi piltur, sem nú er kominn á
bakka Saxelfar, hefur hingað til
þekkt Skaftá á Síðu allra vatnsfalla
best. Þetta er sem sé Gissur Einars-
son frá Hrauni, kominn þeirra er-
inda til Hamborgar að sitja um hríð
við þá menntabrunna sem þar eru
bestir. Hann er nú að skrifa vel-.
gerðamanni sínum, sem fól hann á
hendur skiptavinum sínum, Ham-
borgurum í fyrrasumar:
„Velæruverðugi herra! Viti yðar
háæruverðugheit að ég mun ekki
gleyma í hverju skyni ég er hingað
kominn, víslega til þess að koma
aftur lærðari og betri. Og til þess að
þér gerið yður ekki ófyrirsynju von
um mig, mun ég leggja mig fram af
kostgæfni við verk mín, eftir því sem
tramast megna... að aldrei iðrist þér
yðar tilkostnaðar. Guð varðveiti
okkur yðar háæruverðugheit með
heilbrigði."
Þakklátssemin ólgar í brjósti þessa
unga manns sem hlotnast hefur það
hnoss, fátækum og umkomuiitlum,
er harla fáum jafnöldrum hans gat
fallið í skaut. Hann finnur hvíla á sér
þá skyldu að bregðast ekki trausti
biskupsins í Skálholti. Því fé sem
hann ver honum til menningar og
ekki hefur verið skorið við nögl skal
ekki á glæ kastað. Og vafalaust
hlýnar grjótpálnum á biskupsstóln-
um í huga þegar hann les þetta bréf.
Honum veitir heldur ekki af að
njóta stopulla gleðigeisla sem
bjóðast, því þetta sama ár brennur
sjálf dómkirkjan í Skálholti til kaldra
kola. Þetta er ægilegt áfall og biskup-
inn verður að búast til að reisa nýja
kirkju af grunni, sem ekki er
áhlaupaverk í landi sem enga viðu á
nema rekadrumba þá sem að landi
skolar á fjörrum ströndum. Því verð-
ur að sækja timbur utan og 1533
siglir Ögmundur. Þó er ekki víst að
hann hefði siglt sjálfur, ef trúvillu-
kóngurinn Friðrik 1. hefði ekki sálast
þetta ár og biskupi mikils virði að
komast að raun um hvernig vindar
munu blása á næstunni fyrir heilagri
trú. En þar reynist allt í óvissu,
borgarstyrjöld er í uppsiglingu um
ríkiserfðirnar og hvorki kaþólskur
né lútherskur kóngur í augsýn í
bráð. Hins vegarverðurförin honum