Tíminn - 18.09.1988, Side 10

Tíminn - 18.09.1988, Side 10
10 HELGIN Laugardagur 17. september 1988 «1 Árlega minnast milljónir manna goðsins sem lést fyrir 11 árum. Nú segir kona ein að Elvis sé vel lifandi og hafi bara viljað sleppa úr þeirri prísund sem frægðin var honum. Það hljomar næsta ótrúlega - þangað til búið er að kynna sér rökin. Máliö cr dularfullt í meira lagi. Allir vissu að hann var dáinn og hafði verið í 11 ár. Síðan kemur fram á sjónarsviðið kona sem færir svo sterk rök gegn því, að margir efast, meira að segja virtir sér- fræðingar og sumir þeirra telja fulla ástæðu til að láta fara fram rannsókn á dauða Eivis Presley. Ef trúa á því sem opinbert er og söguleg staðreynd, þá hvílir Elvis Presley undir legsteininum í Grace- land, en ef maður kýs að trúa ótal röksemdum Gail Giorgio, er líkið undir steininum af nafnlausum manni sem líktist Elvis aðeins lítil- lega. Rokkkóngurinn sjálfur lifir hins vegar góðu lífi á tilteknum stað. Gail þessi Giorgio er ekki vitund undarleg, heldur ósköp venjuleg 49 ára, þybbin amma og ekki einu sinni sérstakur aðdáandi Elvis. Það var fyrir tilviljun að hún fór að safna sönnunum þess að Elvis lifði, eftir að fyrir hana kom nokkuð sem hún kunni engá skýringu á. Meira um það síðar. Gail hefur nú í áratug safnað að sér skjölum, snældum, ljósmyndum og viðtölum við vitni og hún er alveg sannfærð um að Elvis sé lifandi. Nú er komin út bók hennar um efnið og æ fleiri hallast að skoðun hennar. ' Vissulega var sagt frá dauðsfallinu í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi, aðdáendur höfðu gengið hjá kistunni og meira að segja myndir af líkinu ! höfðu birst. Heimurinn sannfærðist j um að kóngurinn væri látinn og sagan var öll. Eins og oft hefur gerst um fleiri goð, komust fljótlega á kreik alls kyns sögur. Einhver þóttist hafa séð Elvis ásamt engri annarri en Marilyn Monroe á Hawaii. Tvær manneskjur báru að Elvis hefði verið að versla í stórverslun og enn einn sá hann standa við glugga á efri hæð Grace- land. Árin liðu og skyndilega kvað sér hljóðs kona frá smábænum Marietta í Georgíu, sem hélt því fram að dauði Elvis væri stórfenglegasta sjónarspil hans og eitt mesta gabb allra tíma. Skjöl og skýrslur hverfa I Gail fullyrðir að Elvis hafi sett1 dauða sinn á svið með aðstoð all- margra manna. Það þarf vissulega kjark til að kyngja því að kóngurinn sé ljóslifandi einhvers staðar án þess að neinn þekki hann. Telja má næsta ólíklegt að honum tækist að ganga um meðal fólks án þess að þekkjast.. nema að allir tryðu að hann væri dáinn. Þá horfir málið öðruvísi við. Nú skulum við snöggvast losa okkur við alla fyrri sannfæringu og færa tímann aftur til þeirrar stundar er fréttist af dauða Elvis, 16. ágúst 1977. Forðumst líka að dæma fyrir- fram og sjáum hvaða röksemdir Gail Giorgio hefur fram að færa. Eins og svo margir, man hún hvað hún var að gera, þegar fréttin barst. - Ég var í bílnum á leið úr búðinni. Þegar ég kom heim, varð ég forviða á látunum. Þetta var á öllum útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Það var engu líkara en að forsetinn væri dáinn, en ekki rokksöngvari. Kóngurinn var látinn. Hvernig lést hann? Hver var orsökin? Hvað gerðist? Svörin virtust nógu skýr: Elvis hafði verið hjartveikur en það aldrei vitnast. Samt sem áður var sagt að hann hefði sama morgun iðkað veggjatennis, íþrótt sem hlýt- ur að reyna mjög á hjartað. Af- leiðingin var sem sagt hjartaáfall. - Þetta fannst mér skrýtið, segir Gail. - Hvergi er neitt að finna um að Elvis hafi fengið sprautur eða lost til að reyna að lífga hann við, sem er þó venja við hjartaáfall. Síðan var líkið krufið með leynd og meira að segja var ekki hafist handa við það fyrr en allt starfsfólk líkhússins við Baptistasjúkrahúsið í Memphis var farið heim. Merkilegast er þó að hvergi er hægt að finna neina krufn- ingsskýrslu. Það er ekki einu sinni hægt að fá upplýsingar um algeng- ustu og sjálfsögðustu atriði, t.d. innihald magans. Ekkert er á skrám og hafi einhvemtíma verið til skýrsla, er hún horfin. Sama máli gegnir um upprunalega dánarvottorðið. Það hvarf svo gefa varð út annað tveimur mánuðum síðar, 20. október. Erekki undarlegt að hversu mikið af skjölum varðandi svo mikilvæga manneskju bara gufar upp? Líkið léttist um 30 kg Gail segir að læknar sjúkrahússins hafi aldrei viljað ræða krufninguna eða gefa upplýsingar um einstök atriði. Þó séu allir sammála um að dánarorsökin hafi ekki verið hjarta- áfall. Nú, 11 ámm síðar eru spurning- arnar varðandi dauða Elvis orðnar mun fleiri en svörin. Raunar eru mörg svörin næsta þokukennd. Allt sem til er opinberlega skjalfest um dauða Elvis er dagsetningin. Horfn- ar eru ljósmyndir af líkinu eins og það fannst, krufningsskýrslan og skýrsla um lyfjanotkun. Eftirstanda „staðreyndir" sem stangast illa á, óstaðfestar skýrslur og staðhæfingar. Nefna má atriði eins og þyngd líksins. Það vóg rúm 77 kíló, sem er svipað og kóngurinn, þegar hann var upp á sitt besta á yngri árum. Hitt er svo annað mál að allir vissu að Elvis var orðin akfeitur, að minnsta kosti 105 kíló, þegar síðast var staðfest. Nokkurra kílóa munur væri eðlileg- ur en 25 er allt of mikið. - Þetta finnst mér benda til að líkið sem vegið var, hafi ekki verið af Elvis, segir Gail. Það kæmi svo sem ekki sjúkralið- unum á óvart sem komu til Grace- land. Ómögulegt er að segja hvort þeir fóru þar höndum um Elvis látinn eða lifandi, þar sem frásagnir stangast mjög á. Samkvæmt lög- regluskýrslu fannst hann meðvitund- arlaus, en læknirinn sagði að hann hefði verið látinn. Hvað um sjúkra- Iiðana á sjúkrabílnum? - Þeir þekktu ekki líkið og datt ekki í hug að þetta væri Elvis, fullyrðir Gail. Hún heldur áfram: - Svo vantar hálfa aðra klukkustund í atburðarás- ina frá því Elvis fannst á gólfinu, þar til hringt var á sjúkrabílinn. Því tók það svo langan tíma? Auðvitað rykju flestir í næsta síma til að kalla á hjálp sem fyrst. Hvað gerðist á þessum 90 mínútum? Þegar svo komið var með líkið aftur til Graceland, gerðist eitthvað furðulegt. Margir nánustu samstarfs- menn Elvis fengu ekki að sjá hann, en allmargir aðdáendur fengu hins vegar að ganga fram hjá kistunni í flýti. - Hvers vegna mátti visst fólk ekki sjá hann? spyr Gail. - Sumir þeirra sem ég hef rætt við, segja að líkið hafi alls ekki líkst Elvis. Nefið var styttra og breiðara, hálsinn og hakan allt öðruvísi og heildarsvipur- inn ólíkur. Hafa ber í huga að aðdáendur þekkja hvern drátt og hvert hár á goðum sínum. Ég talaði við fólk sem hafði fylgt Elvis á hljómleikaferðum árum saman og vissi bókstaflega allt um hann og kunni hverja hreyfingu hans. Stórfé fyrir skáldsögu Einkennilegt kann að þykja, að þó Gail hafi rannsakað dauða Elvis í áratue, hefur hún aldrei verið Gail Giorgio hefur aldrei verið aðdáandi Elvis og tók að rann- saka rr.álið af tilviljun. Það hófst allt með því að hún skrifaði skáld- sögu sem hvarf... sérstakur aödáandi hans og á ekki einu sinni plötu með honum. Þegar hún var ung og allir dáðu Elvis, hélt hún mest upp á Mario Lanza og Eddie Fisher. Það var fyrir tilviljun að Gail flækist í Elvismálið. - Ég hafði svo sannarlega ekki áhuga á að þyrla upp moldviðri til að halda kónginum lifandi, segir hún fastmælt. Hún hafði skrifað bók og játar að hafa að vissu leyti notað persónu Elvis við að skapa söguhetjuna, en þetta átti alls ekki að vera Élvis. Bókin fjallar um rokkstjörnuna Óríon, sem var orðinn svo háður frægðinni að hann sá ekki fram á að geta lifað eðlilegu lífi nema setja dauða sinn á svið til að sleppa frá öllu saman. Hann notaði vaxmynd af sér til gabbsins. Nú fer frásögn Gail að gerast reyfarakennd, en hún getur sýnt gögn allt frá 1978, löngu áður en bækur um Elvis tóku að streyma á markaðinn. SöguhetjahennarÓríon virtist samt líkur Élvis og var til dæmis alveg vitlaus í samlokur með hnetusmjöri, banönum og majónesi, rétt eins og Elvis var og alheimur vissi. Þá gerist það að stórt og virt útgáfufyrirtæki býður Gail gull og græna skóga fyrir útgáfuréttinn að bókinni. - Þetta var stórfurðulegt, segir Gail. - Þeir heimsóttu mig, hvað þá annað, til að ræða málin og sögðust hafa hug á að láta kvik- mynda söguna að auki. Þeir voru allir uppveðraðir og greiddu mér 40 þúsund dollara fyrirfram, sem voru hrein auðæfi fyrir mig. (1.8 millj. IKR). Fram til þessa höfðu ritstörf Gail takmarkast við smásögur og greinar í tímaritum.Hún fékk greitt fyrir það sem birtist, en annað var endursent og hún segir það hafa verið mun meira. Nú varð hún skyndilega mið- depillinn sem allt virtist snúast um hjá einu stærsta og virtasta útgáfu- fyrirtæki Bandaríkjanna. Henni fannst það furðulegt. Dularfullar hringingar - Ég komst ekki að því fyrr en alllöngu síðar, að Elvisbáknið átti vel innangengt í fyrirtækið. En bókin kom út og nokkrum dögum seinna hvarf hún úr hillum verslana. Hún fannst hvergi og allt tal um kvik- myndun var úr sögunnmi. Það var rétt eins og bókin hefði aldrei verið til. Þá byrjuðu hringingarnar, heldur Gail áfram. -Maðurinn sem hringdi, var alveg eins í málrómnum og Elvis. Hann talaði um Elvis í þriðju persónu, sagðist reka búgarð og rækta hesta. Hann hringdi alltaf seint á kvöldin og ekki í neinum sérstökum tilgangi. Einu sinni spurði ég hann, hvort hann væri Elvis og hann neitaði því. Hins vegar gaf hann vel í skyn að hann væri Óríon, sem flækti málið enn frekar. Um þær mundir var kominn fram á sjónarsviðið söngvari að nafni Jimmy Ellis, sem tekið hafði nafnið úr bók Gail og kallaði sig Óríon á sviðinu og söng jafnan með grímu. - Ég spurði Ellis sjálf hvort hann væri að hringja til mín, hann sór að hafa aldrei gert það. Raunar líktist rödd hans heldur ekki rödd Elvis, segir Gail. Ótal slíka undarlega hluti er að finna í rökum Gail og ekkert af þessu er sannað, en þegar öllu er safnað saman, renna gjarnan tvær grímur á fólk. Aðrir fullyrða bara að Gail sé að reyna að auðgast á öllu saman. Gail bætir við sannanirnar: - Auð- vitað ætlast ég ekki til að fólk trúi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.