Tíminn - 18.09.1988, Page 12

Tíminn - 18.09.1988, Page 12
helgin Laugardagur 17. september 1988 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁI Þegar engin fingraför fundust í herberginu, sem allt var atað blóði, var fokið í flest skjól. Árvökull lögreglumaður mundi seinna að hann hefði sama morgun séð pilt í verslun með óhrein föt í poka Stórir flutningabílar með margs konar farm, þ.á.m. matvæli, áburð og húsgögn, komu og fóru allan sólarhringinn við stöðina og þar var mikið að gera. Þarna var fastur viðkomustaður bílanna og bílstjór- arnir fengu sér að borða og röbbuðu saman áður en þeir héldu áfram í allar áttir. Konan við kassann brosti vin- gjarnlega er þeir greiddu reikning- ana. Hún og eiginmaður hennar ráku viðkomustöðina við Lamar í Suður-Karólínu og þckktu marga viðskiptavinina allvel eftir mikil samskipti. Sumir bílstjórarnir höfðu fengið sér hressingu þarna árum saman. Þennan sama morgun, föstudag- inn 31. október 1986, brosti konan ekki jafn glaðlega og endranær. Hún var þreytt eftir aukavakt daginn áður því starfsstúlka hafði veikst skyndilega. Hún leit oft á klukkuna. Dóttir hennar þurfti að fara á fætur bráðum til að fara til tannlæknis klukkan II. Eftir nokkrar mínútur ætlaði ntóðirin að hringja heim til að fullvissa sig um að Sandra væri vöknuð. Sandra Cheryl Blackmon var einkar lagleg 18 ára stúlka scm var heima í löngu helgarleyfi frá menntaskólanum í North Green- wich. Nú greip móðir hennar símann og valdi númerið heima hjá sér. Síminn hringdi en enginn svaraði. Líklega var Sandra í steypibaði og heyrði ekki hringinguna. Nokkra stund hafði konan mikið að gera því að margir bílar komu og ökumenn þeirra þurftu að fá morg- unverðinn sinn. Loks gafst færi á að hringja aftur. Enn svaraði enginn. Móðirin lagði á en gat ekki hætt að hugsa um þetta. f>að var ólíkt Söndru að svara ekki í símann. Venjulega hljóp hún að símanum. Kannski var hann bilaður. Hún hélt áfram að hringja heim öðru hvoru en með sama árangri. Klukkan 9 gátu hjónin farið úr vinnunni því að annað fólk var komið á vaktina. Eiginmaðurinn þurfti að fara til Darlington í banka en kona hans ók rakleitt heim á hinurn bílnum, nokkuð suður fyrir Darlington. Hún andaði léttar þegar hún kom að húsinu því að litli grái bíllinn hennar Söndru var ekki úti fyrir. Sandra hlaut að hafa farið snemma og borðað morgunverð með einhverjum vini sínum. Þá lægju skilaboð um það á sjónvarpinu eins og venjulega. Allt atað blóði Konan opnaði dyrnar og leit beint að sjónvarpinu en þar var engan miða að sjá, og heldur ekkert sjón- varpstæki. Það var horfið! Óttinn greip móðurina heljartökum er hún þaut inn í herbergi dóttur sinnar. Sandra lá á bakinu á gólfinu, klædd náttkjólnum einum sem var ataður blóði. í eins konar leiðslu kraup konan ósjálfrátt niður og lagði eyrað að brjósti Söndru til að hlusta eftir hjartslætti en heyrði ekkert nema sinn eigin eins og hamarshögg. Þó furðulegt mætti teljast hélt kon- an ró sinni enn og hringdi til lögregl- unnar. Á meðan hún beið, hélt hún í hönd dóttur sinnar en fann engan æðaslátt. Hún litaðist um og sá ýmsa hluti, sem ekki áttu að vera í her- berginu, liggja þar á víð og dreif. Hún sá m.a. sjónvarpstækið, raf- magnsdósahníf, síma, hamar, byssu, krullujárn, plötuspilara og möl- brotna kaffivél. Allt var löðrandi í blóði. Raunar var allt herbergið í blóð- slettum, bæði loft og veggir. í ör- væntingu sinni greip móðirin símann aftur. Hún hringdi á vinnustað sinn, til mágs síns, sem þar starfaði og sagði honum hvað gerst hafði. Síðan hringdi hún til bankans og bað um samband við mann sinn, stjúpföður Söndru. Aftur lýsti hún aðkomunni á heimili sínu. Nokkrum mínútum síðar heyrði hún til lögreglubílanna í heimreið- inni og eftir nokkur andartök var húsið fullt af lögreglumönnum. Vettvangsrannsókn hófst strax en engin fingraför fundust. Blóðið úr fórnarlambinu hafði spillt svo miklu að útilokað var að finna morðingj- ann af fingraförunum. Hins vegar fannst far eftir íþróttaskó á laki í herberginu og annað á útidyrahurð- inni bakdyramegin. Morðinginn hafði að líkindum sparkað í hurðina tii að komast inn. Einnig fannst loks hluti af handarfari á sömu hurð. Annað morð í fjölskyldunni Rannsóknarlögreglumenn tóku þegar að yfirheyra nágrannana sem flestir voru raunar samankomnir úti Hin 18 ára Sandra Blackmon var myrt á hroðalegan hátt er hún var ein heima að morgni dags. raunar væri Damon einn þeirra sem fyrst hefði verið rætt við þegar líkið fannst, en þegar grunur féll loks á hann, hefðu hlutirnir gengið hratt fyrir sig. Ekki fékkst upplýst hvers vegna grunurinn hefði farið að bein- ast að honum. Rekinn úr vinnu Talsmaðurinn sagði að Damon hefði þekkt Söndru eftir að hann starfaði fyrir stjúpa hennar á við- komustöðinni og einnig hafði hann starfað á býli sem stjúpinn átti þar skammt frá. Stjúpinn hafði hins vegar rekið Damon þremur mánuð- um fyrir morðið en ekki var gefin upp ástæða fyrir brottrekstrinum. Upplýst var að stjúpi Söndru hafði þekkt Damon í ein sex ár. Pilturinn var sonur prédikara sem bjó skammt frá heimili Söndru. Þá kom fram að lögreglan hefði handtekið annan mann fyrir innbrotið og málin teldust ekki lengur tengd. Tveimur dögum eftir handtökuna var Damon færður aftur til Suður- Karólínu í Iögreglufylgd. Hann kom til Darlington seint um kvöldið. Daginn eftir kom hann fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarð- hald og geðrannsókn án möguleika á tryggingu. Dómarinn tilkynnti að fjölskylda Damons hefði ekki ráð á að kaupa sér einkalögfræðing og tilnefndi því lögfræðing frá hinu opinbera sem verjanda piltsins. Fjölskyldan undi því hins vegar ekki og sagðist reyna hina leiðina einhvem veginn. Þegar fréttist um handtöku Dam- ons voru íbúar þessa litla samfélags þrumu lostnir yfir að hann, prédik- arasonurinn, skyldi geta framið svo viðurstyggilegan glæp. Damon var fyrir þegar hér var komið sögu og fylgdust með öllum bílastraumnum að húsinu. Rannsóknarlögreglu- maðurinn Jay Cox var einn hinna fyrstu á vettvang. Þegar hann var búinn að kynna sér aðkomuna inni fyrir, fór hann með félögum sínum út að ræða við fólkið ef vera kynni að einhver hefði séð til mannaferða milli klukkan 6 um morguninn og þar til líkið fannst. Einnig var lýst eftir bíl Söndru, gráum Nissan Sentry, árgerð 1984. Númer hans var LBS 847 og límmiði með skólamerkinu var á afturstuðar- anum. Einn nágranni kvaðst hafa séð líkan bíl kl. rúmlega 7. Konan sagði hann hafa ekið hægt í átt til Lamar. Annað vitni sá einnig svipaðan bíl en hann hefði ekið hratt. Ökumað- urinn var svartur karlmaður. Þegar fréttist um morðið, linnti ekki hringingum til lögreglunnar með ábendingar um grunsamlega bíla eða menn. Fæstar höfðu við nokkuð að styðjast en allt var athug- að. Samt fannst hvorki bíllinn né morðinginn. Kvöldið eftir var svo brotist inn í fyrirtæki foreldra Söndru, viðkomu- stöð bílstjóranna. Lögreglan sagði að þjófarir hefðu farið inn á karlasal- emið, þaðan upp í gegn um geymslu- loft og niður á skrifstofuna þar sem þeir tóku um það bil 90 þúsund krónur. Útilokað var að segja til um hvort innbrotið tengdist morðinu. Það gæti verið tilviljun en einnig gæti sami maður hafa verið að verki, sagði lögreglan. Piltur handtekinn Síðdegis sama dag og útför Söndru fór fram, laugardaginn 8. nóvember, var bóndi einn á ferð milli akra sinna er hann kom auga á bíl við afskekkt- an slóða. Býlið var tæpa 4 km frá heimili Söndru og bíllinn var hálffal- inn milli þéttra runna við slóðann. Farangursgeymslan var opin. Bónd- inn fór þegar heim til sín og hringdi til lögreglunnar. Lögreglumenn komu á staðinn innan fárra mínútna og þekktu þegar í stað bíll Söndru Blackmon. Blóð var á stýrinu, gírstönginni og mæla- borðinu. Lögreglan taldi nokkra daga geta liðið þar til niðurstöður rannsóknar segðu til um hvort blóðið væri úr Söndru. Á fréttamannafundi nokkrum dögum eftir morðið, sagði talsmaður lögreglunnar, að ekki væri enn hægt að segja til um hvort samband væri á milli innbrotsins í viðkomustöðina og morðsins en farið væri með málin eins og þau væru tengd. Hann sagði einnig að maður sem í fyrstu var grunaður, hefði nú verið hreinsaður af öllum grun. Þann 18. nóvember var gefin út handtökuskipun á Darren nokkurn Damon, 18 ára pilt, frá Lamar. Ljóst þótti að skófarið á hurðinni væri eftir hann. Hann var handtekinn daginn eftir í Kentucky og ákærður fyrir morðið á Söndru. Damon var í starfsþjálfun í Kentucky og yfirmenn hans þar höfðu verið Iögreglunni hjálplegir við að útvega far eftir skó hans. Talsmaður lögreglunnar sagði að Allir voru harmi slegnir vegna morðsins. Fólk ræddi varla um ann- að sín á milli næstu daga. Við þetta rifjaðist upp annar harmleikur í fjölskyldunni. í desember tveimur árum fyrr var náfrændi Söndru, hinn 18 ára Jeffrey van Lee, myrtur í Florence í Suður-Karólínu þar sem hann var í skóla. Jafnaldri Söndru, Darren Damon, sást sama morgun á ferli með óhrein föt í poka.Stjúpi Söndru . hafði rekið hann úr vinnu. Lagleg stúlka í blóðugum náttkjól

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.