Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 13
Laugardagur 17. september 1988 HELGIN 13 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL námsmaður í meðallagi, kom vel saman við skólafélaga sína og lék í knattspyrnuliði skólans. Fulltrúi saksóknara lét út ganga að hann hygðist fara fram á dauða- refsingu yfir Damon. Þann 31. janú- ar var Darren Damon svo formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði, innbrot og bílþjófnað. Fjöl- skylda hans hafði þá fengið sér einkalögfræðing frá Columbiu. Málaflækjur og tafir Nú upphófust alls kyns vandræði vegna formgalla á yfirheyrslum og slíku og var réttarhöldum frestað hvað eftir annað í hálfan fjórða mánuð en loks var ákveðið að þau hæfust 12. maí 1987 í Darlington. Úrskurður geðlækna var á þann veg að Damon væri ekki geðbilaður og því fyllilega sakhæfur. Hins vegar sagði í skýrslunni að pilturinn virtist ekki hafa neinar áhyggjur af tíðinni og gerði sér illa grein fyrir hvernig komið væri fyrir honum. Enn kom til ágreinings á milli lögfræðinga og yfirvalda, meðal ann- ars um hver skyldi greiða laun lög- fræðinganna og einnig var heilmikið þrasað um hvort kynþáttafordóma gætti í undirbúningi réttarhaldanna, en þess má geta að Damon var svertingi. Þóttu blaðaskrif fordæma hann óþarflega mikið fyrir það eitt að vera svartur og hafa myrt hvíta stúlku. Enn var réttarhöldum frestað, nú á þeim forsendum að of miklum upplýsingum hefði verið lekið í blöð- in og því fyndist varla óháður kvið- dómur 12 manna í Darlington. Þá var ákveðið að réttarhöldin skyldu færð til Camden og hefjast þar 9. júní. Á hverjum morgni í viku áður en réttarhöldin hófust, prédikaði faðir Damons í anddyrinu og bað þess að Guð lofaði sannleikanum að koma fram og ábyrgðist góða niðurstöðu fyrir son sinn. Öryggisgæsla í dómhúsinu í Camden var með ólíkindum og var öllum dyrum því harðlæst í hvert sinn sem gengið var um þær. Ýmislegt sem Damon hafði sagt lögreglunni við fyrstu yfirheyrslur, var á lista saksóknara sem sönnun- argagn. Hann sagðist til dæmis hafa fundið Söndru látna heima hjá henni og lyft upp náttkjólnum til að leita eftir hjartslætti áður en hann hljóp út úr húsinu. í annað sinn sagðist hann hafa hjólað að bensínstöð beint á móti vinnustað stjúpa Söndru og hringt þaðan úr peningasíma yfir götuna. Þegar honum var sagt að stjúpinn væri farinn heim, hefði hann hjólað þangað og sparkað upp bakdyra- hurðinni. Þar hefði hann mætt Söndru með byssu. Hún hótaði að drepa hann. Skómir í pokanum - Ég fleygði sjónvarpinu í hana, sagði Damon. - En hún stóð upp aftur og æddi að mér. Ég náði byssunni og barði hana með henni en hún henti í mig hamri sem lenti beint í andlitinu á mér. Þá sagðist Damon hafa tekið hamarinn og barið Söndru tvisvar með honum en hlaupið svo út. Rannsóknarlögreglumaðurinn Jay Cox bar fyrir réttinum að auk blóðsins um allt herbergið, hefði fundist blóð í eldhúsvaskinum, á skápnum í eldhúsinu og við bakdyrn- ar. Cox sagði einnig að um klukkan 11, eftir að hafa rætt við nágrannana, hefði hann farið í verslun skammt frá og séð Damon þar með óhrein föt í hálfgagnsæjum plastpoka, með- al annars íþróttaskó. Bíllinn fannst síðan rúmum kílómetra að baki versl- uninni. Þó höfuðhár af svertingja hefðu að vísu fundist í bílnum, sýndi nákvæm rannsókn að þau væru ekki af ákærða. Annað vitni sagðist hafa lánað Damon reiðhjól 30. október en hann hefði ekki skilað því fyrr en tveimur dögum síðar. Málningarflögur af bíl Söndru fundust á hjólbarða á um- ræddu reiðhjóli. Læknirinn sem krufði lík Söndru kom í vitnastúku og bar að 27 mismunandi áverkar hefðu verið á líkinu og sumir mjög miklir. Flestir hefðu verið veittir henni lifandi og allt benti til að hún hefði varist árásarmanninum hraustlega. Arm- band og hringar sem hún var með, hefðu verið svo samanbarnir að það þurfti að rétta þá við til að ná þeim af líkinu, sagði læknirinn. Augljóst væri að sjónvarpstækið hefði lent á andliti Söndru því að á vanga hennar var greinilegt merki eftir loftræsting- argrindina á tækinu. Einn höfuðá- verkanna væri sýnilega eftir plötu- spilarann og einnig hefði Sandra verið barin með símtækinu. Allur efri hluti líkama Söndru hefði verið ein blóðstorka en læknir- inn bætti við að hún hefði ekki lifað nema í nokkrar mínútur eftir að ráðist var á hana. Allir áverkarnir bentu til að árásarmaðurinn hefði verið óður af heift. Að lokum gat læknirinn þess að engin tilraun hefði verið gerð til að nauðga hinni myrtu. Skóförin komu fyllilega heim og saman við skóna sem Damon var með í pokanum þegar Cox sá hann og handarfarið á hurðinni reyndist einnig koma saman við hönd hans. Játaði upp úr þurru Vitni verjanda Damons báru að pilturinn væri ekki heill á geðsmun- um og andlega vanþroska, líklega á borð við 11 ára barn. Fram kont líka frá verjanda að ákærði skildi ekki hvað ýmis lagaleg atriði þýddu og hefði ekki einu sinni skilið hvað fólst í frumrétti hans við handtökuna. Loks kom Damon sjálfur í vitna- stúkuna og sagðist ekki hafa myrt Söndru. Hún hefði verið dáin þegar hann kom inn í húsið en þó gat hann ekki sagt hvort hún hefði verið með opin eða lokuð augun. Augun voru lokuð þegar móðir Söndru fann líkið. Eftir vitnaleiðslur og lokaræður lögfræðinganna tók það kviðdóminn 20 klukkustundir á þremur dögum að komast að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki komist að sameigin- legri niðurstöðu um sekt Damons. En áður en ákveðið var hvað frekar skyldi gert, játaði Damon allt í einu á sig manndráp í réttarsalnum og dómarinn dæmdi hann að bragði í lífstíðarfangelsi. Það var tveimur dögum eftir 19 ára afmæli hans. Hann þarf að sitja inni í að minnsta kosti 20 ár áður en náðun kemur til greina. MILKO- MKII 1 MJÓLKUR- MÆLARNIR ERU TIL ÁLAGER KAUPFELÖGIN BÚNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Litlir vélkústar fyrirliggjandi oc ALFA- LAVAL MJALTAKERFI FLÓRSKÖFUKERFIN hafa létt mörgum bóndanum verkin. Kjarnfóðurvagn HJÓLKVÍSLAR VOTHEYSVAGNAR VÉLBÚNAÐUR í FÓÐRUN OG HIRÐINGU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.