Tíminn - 18.09.1988, Page 15
Laugardagur17. september 1988 HELGIN «ffc? 15
r---------------------------------------------■-------------------------------------------------------------------------------n
Samaran bara opnast á alla kanta
og hliðar og það getur verið raf-
magnað að setjast undir stýri um
stund á þessum hræbillega bfl.
Túnamyndir Ámi Bjaraa
I
I
I
I
I
Á fjórum hjólum - Reynsluakstur:
Lada Samara fimm dyra 1300
Kærkominn valkostur
fyrir venjulegt fólk
Klárhestur krafsar
I>að er helst að hann skorti
árangursríkt grip uppímóti á mal-
arvegum, en þá spóíar hann bara
eins og þegar trekktur klárhestur
missir þolinmæðina og byrjar að
krafsa, af því hann fær ekki að
renna af stað.
Innréttingin er frekar fáguð
miðað við það sem við eigum að
venjast og þá vísa ég aftur til fyrri
pólitískra skýringa. t>að er þó enn
eitt lítið atriði sem pirrar mig
óskaplega og það er öskubakkinn.
Hann veltur alltaf upp og niður á
i holóttum vegi. Ég nenni nú ekki að
j vera að eyða öllu plássi mínu í það
aftur að skýra út af hverju ég vil að
öskubakkinn opnist ekki nema
þegar ég vil að hann opnist. Þið
verðið bara að fara að laga þetta
stóra smaátriði, góðir rússneskir
hálsar.
Flest á sínum stað
Flest allt annað var á sínum stað.
Takkarnir voru allir á góðuni stað
og í góðu lagi. Stílhreinir og virkir.
Sama er að segja um mælana og
það sama um næstum því allt
innanstokks. Það sem helst kvaldi
mig núna var að öryggisbeltið fyrir
farþega mína í framsæti var ónot-
hæft. Það var bara ekki nokkur
leið að vinda því niður og spenna
það fast. Helst er ég á því að það’
hafi þjáðst af „ofurnæmi". Slagaði
reynsla þessi hátt í barninginn við
fyrstu rúllubeltin sem Svíar settu í
Volvóana og alls ekki var hægt að
notast við nema eyða allri sinni
rósemi og þolinmæði fyrir daginn.
Það var nú haft á orði við mig að ekki væri langt
síðan Tíminn reynsluók Samarabíl og ég spurður að
því hvaða Lödusnobb þetta væri eiginlega. Eg svaraði
því þannig að þessi bíll væri fimm dyra og auk þess
væri hér um að ræða 1300 gerðina með aðeins fjórum
gírum til að spila úr. Samaran í vor var aðeins þriggja
dyra, en með 1500 rúmsentílítra vél og fimm gírum.
Hér er því á ferðinni annar bíll sem byggður er á allt
öðrum nýtingarforsendum. Þar að auki hefur ekki
verið nógu mikið fjallað um Lödur í bílaþáttum miðað
við hversu margir eiga þennan ódýra, vinsæla fjöl-
skyldubíl.
Það er fyrst fyrir að taka að þessi
bíll er alveg nógu kraftmikill fyrir
venjulegan akstur þótt eflaust
mætti segja að aflið þyrfti að vera
meira við akstur á bílnum full-
hlöðnum, í glímu við erfiðar heið-
arbrekkur. Þetta er þó þannig
útilátið að ekki er hægt að kvarta
þótt ég ætli að sjálfsögðu að kvarta
undan öðru eins og venjulega. Ég
er bara svona gerður að sjá allt
með göllunum líka.
Íklípu
komið
Þrátt fyrir miklar og ítarlegar
æfingar á malarvegum og á þjóð-
vegum öðrum verð ég að segja að
varla varð honum í klípu komið
sem ekki var hægt að afsaka með
því hversu ódýr bíllinn er miðað
við japanska, v-evrópska og amer-
íska fjölskyldubíla. Það er annars
furðulegt að þessi bíll skuli ekki
hafa verið settur á markaðinn fyrst
og síðan yrði farið af stað með
aflmeiri og sportlegri þriggja dyra
bílinn. Þessi svarar venjulegum
flutningsþörfum á fjölskyldum og
vinaliði. Það er bara þægilegt að
bera sig á milli staða með þeim
hætti að hoppa upp í þessa Samöru
og ræsa hreyflana.
Lyfti löpp
Við erfiðar aðstæður, svo sem í
mikilli inngjöf og sveigjum og
beygjum þeim sem á greyið voru
lagðar á malarvegarspotta sem
Tíminn notar venjulega til endan-
legrar reynslu, kom í ljós að ekki
er hér um að ræða neinn afgerandi
góðan bíl, eins og fáein dæmi hér
á síðunni hafa sannað að til eru á
markaðnum. Til dæmis er það rétt
og satt að hann á það til að lyfta
lítið eitt því framhjóli sem snýr inn
1 beygjuna hverju sinni. Þetta þýðir
svolítinn skjálfta á framhjólum og
einnig upp í stýrið. Þannig missir
hann einnig gripið niður í það að
vera aðeins þolanlegt og veitir
djörfum ökumanni agnarlítið ör-
yggisleysi við aksturinn. Takmark-
anir þessar á aksturseiginleikum
bílsins eru þó ekki þess eðlis að
venjulegur ökumaður í venjuleg-
um akstri á aldrei að þurfa að
verða var við þær.
13tommur
Samaran er á margan hátt með
betri fólksbílum í akstri úti á
vegum og liggur alveg dæmalaust
vel, ef ekki er verið að hamast neitt
á honum í kröppum danssporum.
Hann er til dæmis hár undir lægsta
flöt á undirvagni og eru dekkin á
13 tommu felgum í stað 11 og 12
tommu felgum sem víðast hvar
hafa tekið við á síðustu árum,
dreifbýlisbúum til mikillar skap-
Hvað með það þótt grillið sé ekki eins fallegt og á 1500 bílnum. Hann er ágætur samt.
En nú er Samaran með fjórum
farþegadyrum og einni að auki
fyrir farangur að aftan. Gott er að
ganga um þesar dyr og þær eru á
margan hátt þægilegri en þessar
stóru sem eru á þriggja dyra Sam-
ara. Mér fannst satt að segja frekar
þreytandi í fyrri akstri mínum á
þeim bíl að þurfa alltaf að taka
hálfa hliðina úr farartækinu til þess
eins að komast inn fyrir og undir
stýrið. Var þetta allt að því hvim-
leið útfærsla fyrir þann sem gerir
mikið af því að stíga út úr og inn í
bílinn sinn í innanbæjarakstri.Þá
var líka alltaf sú hætta yfirvofandi
að þessir miklu hlerar fykju hrein-
lega í loft upp þegar hvasst var í
veðri.
Mýkt, vinnsla,
verð, hæð undir
vagninn,
stöðugleiki.
Ýmis smálegur
frágangur,
öskubakkinn,
grip.
Traustar dyr
Þessar hurðir eru því valkostur
sem er mjög til bóta fyrir Samara-
unnendur. Frágangur þessara
hurða er líka alveg ágætur. Dyra-
karmar og gluggaspangir eru með
traustlegri útfærslu. Þessar litlu og
nettu hurðir falla nokkuð vel að
falsi sínum og er ekki að sjá að þar
sé nein misfella í handverki Rúss-
anna. Það er greinilegt að þeir eru
komnir út um vesturgluggann í
einhverjum skilningi þessa frasa og
að perestrojkan er farin að virka
alveg út í skrúfjárnið hjá verka-
mönnunum þótt enn eigi hún tals-
vert í land í stjórnsýslunni. (Smá
pólitík á engan að skaða, eða er
það nokkuð?)
En viðbragðið er enn óafgreitt
þótt ekki sé minnst á allt innbúið.
I mati á viðbragði er ekki annað
hægt en að segja að það sé frekar
til sóma en hitt. Hann rífur sig upp
á frekar skömmum tíma miðað við
það sem þörf er á í venjulegum
akstri óbreytts fjölskylduföður eða
,,-móður“ (svo maður geri nú ekki
allt vitlaust í jafnréttiskreðsum.
Aftur er rétt að hafa mömmuna
með þótt hún aki nú sjaldnast
þegar hann er með).
Vælinu svarað
Eyðslan á þessum bíl held ég að
sé í góðu lagi og ekki hefur verið
hægt að kvarta undan varahluta-
þjónustu umboðsins um árabil.
Verð á varahlutum er einnig lágt,
þótt það verði að segjast eins og er
að endursöluverð bílsins er talið
vera frekar kúrfukennt án þess að
það sé eins lélegt og þekktist með
gömlu Lödurnar. Þetta er ég bara
að þylja upp fyrir umbrotsmanninn
okkar á Tímanum, lhannBegga, af.
því hann er alltaf að væla yfir því
að ég meti aldrei hagkvæmnisþætti
bílanna sem ég er að skrifa um.
Það er líka í mjög mörgum tilfell-
um afar erfitt þar sem yfirleitt er
verið að reynsluaka nýjum bílum
og skrifin miðast oftast við einnar
helgar ævintýr en ekki ævilöng
kynni. Því er það sem ég segi hérna
aðallega bull upp úr sjálfum mér
og það sem ég hef um málið að
segja. Þetta með varahlutaverðið
er t.d. sett á blað miðað við það
sem ég hef fyrir satt og hef persónu-
lega reynslu af, en er alls ekki
byggt á ítarlegri og hundleiðinlegri
könnun Verðlagsstofnunar. Sjá-
umst í næsta þætti, ef ég hef þá
ekki verið rekinn í millitíðinni.
Kristján Bjömsson
I