Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ Tíminn 5 Úr Mjófirðingasögum eftir Vilhjálm Hjálmarsson: „Jæja, þá er störfum okkar lokið á Hans Guðmundsson flutti að Reykjum og hóf þar búskap 1946. Hann fæddist á Minni-Dölum 19. október 1893 (svo í kirkjubók), foreldrar Guðmundur Hansson bóndi, ættaður af Héraði, og kona hans Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Hún var Mjófirðingur, dóttir Sveinbjörns Guttormssonar og Petrúnar Árna- dóttur. Þórunn og Guðmundur bjuggu allan sinn búskap í Mjóafirði og koma því við sögu seinna. Anna Ingigerður Jónsdóttir fædd- ist 1. desember 1908, dóttir Jóns Mikaelssonar frá Djúpavogi og Arn- fríðar Eðvaldsdóttur, sem ættuð var úr Þingeyjarsýslu. Þau bjuggu á Unaósi þegar Jón dó árið 1922. Þau voru efnalaus og heimilið var leyst upp. Anna var 13 ára þegar þetta gerðist. Allt sem hönd á festi, dautt og lifandi, var selt við opinbert uppboð til lúkningar skuldum - svo sem háttur var þá. Þessir atburðir ollu sári sem seint greri. Séra Sigur- jón á Kirkjubæ jarðsöng og gerði „skiptaráðanda“ svo háan reikning sem unnt var. Síðan færði hann ekkjunni andvirðið. Það vermdi á viðkvæmri stund. Árið eftir fráfall föður síns réðst Anna vinnukona að Asknesi, þar sem Hans bjó þá með móður sinni. Eftir það lágu leiðir þeirra saman. Hans og Anna gengu í hjónaband 22. júní 1929. Var hann þá 35 ára og hún 20 ára. Hans var elstur þriggja bræðra er upp komust. Faðir þeirra Guðmund- ur dó þegar Hans var 17 ára, og hafði raunar verið heilsuveill síðustu árin. Forsjá heimilisins hvíldi því snemma á herðum drengsins. Hans var félagslyndur, ræðinn og glaðvær ungur maður og gekkst fyrir dansleikjum meðjafnöldrumsínum. Átti hann grammófóna og heilmikið plötusafn sem kom sér vel. Þótt „kjörin settu á manninn mark“, hann eins og aðra, var hann jafnan hress í viðmóti og einkar góður heim að sækja. Þrjátíu ár á Asknesi Eftir fráfall Guðmundar varð Hans fyrirvinna móður sinnar. Fyrst í Skógum 1910-12, þá á Norðfirði 1912-14, og á Kolableikseyri 1914- 17, raunar skrifaður „bóndi“ í mann- tali frá og með 1915. Yngri bræðurn- ir Jón og Gísli, sem voru innan við fermingu þegar faðir þeirra dó, voru í heimili móður sinnar og eldri bróður fram um tvítugsaldurinn. Um líkt leyti og þeir hleyptu heim- draganum kom svo Anna á heimilið. Þórunn lifði lengi eftir það og andað- ist á Asknesi hjá syni sínum og tengdadóttur 28. janúar 1937. Á Asknesi var aðstaða til bú- rekstrar að mörgu leyti erfið. Túnið var lítið og útgræðsla vægast sagt vandkvæðum bundin, engjahey- skapur torsóttur. Aftur á móti er snjólétt á þessum slóðum, sumar- hagar fyrir sauðfé dágóðir og hættu- laust og að öllu leyti þægilegt við sjóinn. En það skiptir miklu upp á sjávargagn og alla aðdrætti. Eftir að Hans kom frá Norðfirði 1914 ásamt móður sinni og bræðrum tekur hann þegar til við búskapinn, fyrst á Kolableikseyri. Þar eru gras- nytjar af skomum skammti, og voru 40 kindur á fóðmm til að byrja með. Á Asknesi fjölgaði fénu fljótlega þessum staðu Sagan af Hans og Önnu flauminn, farið upp síðan og bjargað sér svo út um glugga á bakhlið hússins með dætrum sínum tveimur, 16 og 12 ára og fimm börnum yngri. Mun þá hafa verið ófært út dyra megin (að norðan) en einnig að sunnan hafði mikið vatn runnið. Öll útihús voru hinum megin við hlaup- ið. Slógu þær því upp tjaldi þarna í rigningunni og héldust þar við, þó tjaldið væri bæði lítið og lekt og ekkert til að skýla sér nema eitthvað af rúmfötum, sem þó fljótlega varð gegndrepa. Ég fór fyrst heim að húsi, tók ekki eftir tjaldinu í brekkunni. Svo áttaði ég mig og hélt að tjaldinu. Þar var þá Jóna og hin börnin. Sat hún uppi með Nönnu litlu, yngsta barnið, í fanginu og reyndi að skýla henni sem verða mátti með hálfblautri ábreiðu. Anna hafði hins vegar farið inn á Miðeyri til þess að reyna að kalla yfir að Skógum og fá hjálp þaðan. Við piltarnir skutumst nú snöggvast út að á. Þótti okkur sem ekki mundi auðvelt að fá hana til að nota sinn gamla farveg að nýju. Við Inga fórum svo að kveikja á olíuvél og reyna að hita upp eitt herbergi, svo að hægt væri að ylja mannskapn- um eitthvað. Var augljóst, að óhætt var að ganga í bæinn, enda þótt áin beljaði undir austurveggnum. Um það bil, sem þau hin skyldu svo koma inn úr tjaldinu, bar þar að Skógafeðga, Þórð og Ellert, og Önnu. Gengu menn nú í bæinn. Var reynt að ylja þeim yngstu eitthvað og klæða í þurrt, kaffi var hitað. Ingólfur og Þórður fóru og mjólk- uðu, en kýrnar voru uppi í nýræktar- girðingu, Borgþór og Ellert fóru út fyrir á og gáfu því sem eftir var af hænsnunum - ungarnir höfðu farið í flóðið - hundunum var einnig gefið vel, enda ætlað að vera eftir heima og gæta bæjar fram eftir deginum a.m.k. Svo var haldið af stað út á leið. Var þá rigningarlaust að kalla. Anna kom að sjálfsögðu með okkur, enda ekkert þarna að gera að svo stöddu og ekki aðstaða til að hlynna að fólkinu eins og á stóð, svo sem þurfti. Jón í Hlíð og Guðmundur á Hesteyri komu á bátum sínum um í rúmt 100, en allt að 130 síðustu árin. Á fyrstu búskaparárum Hans var heimilið kýrlaust. En það breytt- ist þegar börnin komu til sögunnar. Eftir það var ætíð kýr á fóðrum, stundum tvær og stöku sinnum þrjár. Eins og áður segir var erfitt með slægjur á Asknesi. Það lagaðist örlít- ið þegar Hans fékk túnblettinn á Kolableikseyri þegar búskapur lagð- ist af þar. Óg meiru munaði þegar þau hjónin höfðu komið í rækt eina ræktanlega blettinum í nánd við bæinn. En fram eftir öllu sótti Hans engjaheyskapinn af hörku, hátt í hlíðar og oft langt frá bæ. Náttúruhamfarir bundu enda á búskap á Asknesi á einni nóttu. Samadags frásögn mín af þeim at- burði - með skýringum - fer hér á eftir orðrétt, eins og hún birtist í 3. árgangi Gerpis: „Býli eyðist Að morgni hins 7. ágúst 1946, um kl. 7,20, var ég vakinn með þeim tíðindum, að Asknesáin myndi vera búin að breyta um farveg, en það þýddi að hún væri tekin að renna yfir eyri og þá að sjálfsögðu á eða meðfram íbúðarhúsinu. Það hafði rignt óhemju mikið í meira en tvo sólarhringa með aðeins litlum upp- kippum, og vatnavextir því geysi miklir. Sveinn í Hlíð hafði séð að heiman frá sér, að áin var horfin utan á eyrinni. Hann hringdi þá til Ingólfs og bað hann fara inneftir og fá Borgþór með sér. Þeir brugðu við skjótt og bjuggust til ferðar, ég slóst einnig með í förina. Klukkan mun hafa verið um 8,30 þegar við lögðum af stað. Var þá enn úrhellis rigning. Þegar kom inn um Kolableikseyri mætti okkur röst af skrani. Voru það einkum spýtur, stórar og smáar. Við tókum í bátinn þvottabala og kerru- kassa, en héldum annars tafarlaust inneftir. Sáum við þegar nær dró hvernig áin beljaði fast neðan við húsið og síðan áfram inn með melnum, nema hvað kvíslar úr henni tóku að dreifast niður um eyrina, eftir að kom inn hjá íbúðarhúsinu. Inga og Jón litli komu á móti okkur niður í fjöru. Komu þau einhvers staðar ofan af „Hjalla". Sagði Inga, að ekkert hefði orðið að fólkinu og að tekist hefði að ná kúnum út úr kjallaranum, því að mamma sín hefði vakað alla nóttina og verið tilbúin að bjarga þegar flóðið kom. Mun það hafa verið einhvemtíma upp úr lágnættinu. Hafði Anna þá farið niður í mittis- djúpt vatnið í kjallaranum, skorið á böndin og hleypt kúnum út í vatns- Bóndi í Suðurbyggð í sextíu ár inngangur Vilhjálmur á Brekku hefur sent frá sér annan hluta af fyrirhuguðu þriggja binda verki sínu, sem hann nefnir Mjófirðingasögur. Fyrsti hluti verksins kom út í fyrra og fjallaði um forfeður hans, Brekkumenn, afkomendur Hermanns í Firði í beinan karllegg, saga fimm kynslóða mann fram af manni, sem setið hafa höfuðbólið Brekku nokkuð á annað hundrað ár. Sú bók er merk aldarfarslýs- ing og ágætt framlag til austfirskrar sögu. Annar hluti Mjófirðingasagna, sem nú er nýútkominn, er ekki síður athyglisverð lýsing á atvinnu- og lifnaðar- háttum í Mjóafirði, einkum á síðari hluta 19. aldar og f ram eftir 20. öld. í þessum hluta verksins segir frá búnaoar- háttum og bjargræðisvegum mjófirskrar aiþýðu fyrir og eftir aldamótin. í bókinni er mörg fróðleg persónusagan, enda margir nefndir til sögunnar. Frásögnin í öðrum hluta einskorðast við Suðurbyggð, Fjörð og Fjarðarbýli. Eftir er að skrifa þriðju bókina, um Norðurbyggð og Dalakálk, sem svo heitir. Sérstakur kafli er um athafnir Norðmanna á Mjóafirði, hvalveiðarnar þaðan og hval- vinnsluna á Asknesi. Sá kafli Mjóafjarðarsögu varð ekki langur, en eigi að síður merkilegur og afdrifaríkur að mörgu leyti. Mjóifjörður er nú fámennt sveitarfélag og heldur afskekkt á nútíma vísu. í bókum Vilhjálms lifnar hins vegar byggðarlagið og fyllist af fólki og athöfnum, sem fróðlegt er að kynnast. Alla þessa sögu hefur Vilhjálmur á valdi sínu og þekkir sögusviðið betur en nokkur annar maður. Söguna segir hann af miklum skilningi á fólki og fjölskylduhögum, fordómalaust og án allrar tilgerðar eða tiihneigingar til þess að draga menn í dilka sem sveitarstólpa og minni háttar persónur. Hjá honum fá hetjur hversdagslífsins að njóta sín eins og þeir sem meiri þóttu fyrir sér. Hér verður birtur einn kafli úr bókinni, þar sem segir frá Hans Wíum Guðmundssyni og konu hans, önnu Jónsdóttur, sem bjuggu fyrst á Asknesi, síðar á Reykj- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.