Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 16
16 ‘tíminn JÓLABLAÐ Formáli að Ijóðasafni Sveins frá Elivogum: Sveinn frá Elivogum. Kannast ekki margir við þetta nafn? Jafnvel enn, þegar Iiðin eru meira en fjöru- tíu ár frá andláti hans, tala menn um hann og skáldskap hans. Flestir samtíðarmanna hans, að ég tali ekki um jafnaldra, eru nú komnir undir | græna torfu. Á næsta ári eru liðin j hundrað ár frá fæðingu þessa minnis- stæða alþýðuskálds og manns. Snemma varð hann landskunnur fyrir smellnar vísur sínar, ekki síst ádeilustökur. Hann var við sjóróðra upp úr tvítugu í Grindavík og lék þá fjúka í kviðlingum. Frá þeim tíma er hin landskunna staka, er þannig hefst: Lífs mér óar ölduskrið. Hann var vinnumaður á Höskuldsstöðum | á Skagaströnd fardagaárið 1910—11' og sendi þar frá sér stökur er flugu manna á milli. Vísast hér til ljóða- safnsins í því efni. f>á var Sveinn í vinnu við byggingu brúarinnar yfir Eystri-Héraðsvötn og orti um alla verkamennina, sem þar stóðu að verki. Með honum þar voru nokkrir sem síðar urðu þjóðkunnir menn, eins og Hermann Jónasson. Sveinn átti afar auðvelt með að yrkja, hann var það sem kallað er bráðhagmælt- ur. Móðir hans mun svo sannarlega ekki hafa latt hann við yrkingarnar, en eitt sinn þótti henni Sveinn full níðskár, þegar hún orti hina frægu vísu, og beindi máli sínu til sonarins: Gættu þess, að Guð er einn gáfuna sem léði. Efþú yrkir svona, Sveinn, sál þfn er í veði. Þetta er rifjað hér upp, þó að fjölmargir muni hafa heyrt þessa vísu og kunni hana jafnvel. Sveinn byrjaði að yrkja sem barn. Skáldgáfa hans var úr báðum ættum. í föðurætt má rekja þetta þannig: Arnþóra Ólafsdóttir, amma Sveins, móðir Hannesar, og Vatnsenda-Rósa Guðmundsdóttir voru systradætur. Rósa var dóttir Guðrúnar Guð- mundsdóttur frá Lönguhlíð í Hörg- árdal og Guðmundar Rögnvaldsson- ar í Fornhaga, manns hennar, en Þóra, systir Guðrúnar, var gift Ólafi Jónssyni. Arnþóra dóttir Þóru og Óiafs, var fædd í Flöguseli í Hörgár- dal. Frekari upplýsingar um föður- og móðurætt Sveins er að finna í riti Rósbergs G. Snædals: Skáldið frá Elivogum og fleira fólk, er út kom hjá Iðunni 1973. Ég vil þó aðeins gera litla grein fyrir móðurætt Sveins. Móðir hans, Þóra, var dóttir Jóns Sveinssonar, Auðunssonar frá Skálahnjúk, en þar dó hann nálægt 1784. Var Auðunn þessi langa- langa-langafi þess sem þetta ritar, og þaðan er nafnið komið. Sveinn frá Elivogum var af alþýðufólki kominn, bjargálna jafnan. Hann var sjálfur aldrei ríkur maður, en ekki fátækur. Honum var það ætíð keppi- kefli að vera sjálfstæður maður og ekki undir aðra gefinn. Sveinn var fæddur í Móbergsseli 3. apríl 1889. Faðir hans, Hannes Kristjánsson, var Húnvetningur, fæddur að Kirkjuskarði á Laxárdal árið 1841, en móðirin, Þóra Jóns- dóttir, var Skagfirðingur, fædd að Sævarlandi árið 1849. Sveinn átti því ættir að rekja til fyrrnefndra ná- grannasýslna. í báðum þessum sýslu- félögum bjó hann; tuttugu síðustu árin rúmlega í Húnava'tnssýslu. Hann var bóndi alla ævi og erfiðis- maður, bjó aldrei stórbúi, en snotru, og fór vel með fénað sinn. Afurðir eftir hverja skepnu voru því jafnan ofan við meðallag. Þrifinn var hann með hey. Hestasár var hann og hlífði sér ekki, bar hey í tóft af túni fremur en að sækja hest til að létta af sér erfiðinu. Hann kunni vel við sig í margmenni við og við, en oft var honum mikil þörf á að vera einn með sjálfum sér. Hefur þá vafalaust verið að yrkja. Um uppvöxt Sveins verð ég fáorð- ur hér, enda er vitneskja mín þar um af skornum skammti. En fráfæðingu og til fermingaraldurs dvelur hann á þremur kotum: Móbergsseli, þar sem hann fæddist, Gvendarstöðum á Víðidal og að Hryggjum í Hryggja- dal. Á þeim bæ missir hann föður sinn, árið 1903, úr lungnabólgu. Grandaði sá sjúkdómur mörgum manninum á besta aldri á þeim tímum. Sveinn var þannig um ferm- ingu, er hann varð föðurlaus. Fluttist þá Þóra með börn sín að Elivogum á Langhoiti, þar sem hún bjó í yfir tvo áratugi. Ándaðist hún á bænum Þröm, ekki langt frá Elivogum. Sveinn var yngstur systkina sinna, en systur átti hann fjórar: Siguríaugu Ingibjörgu, Jónínu, Hannínu og Þóru. Giftust Sigurlaug og Hannína, en hinar ekki. Bróðir Sveins, Árni Frímann, dó á fyrsta árinu. Þau af börnunum sem lengst bjuggu hjá móður sinni voru Jónína og Sveinn. Hann var „fyrir framan" hjá móður sinni og var þar heimilisfastur fram yfír þrítugsaldur, að hann festi ráð sitt og fluttist vestur í Húnavatns- sýslu. Kemur síðar að greina frá því. Lítur út fyrir að Sveinn hafi ekki ætlað sér að flytjast frá Elivogum, því að hann kynntist konu þarna í nágrenni við sig, Sigríði Önundar- dóttur að nafni, og átti með henni tvö börn: Þórarin, f. 1918, og Maríu, f. 1916. Sveinn og Sigríður giftust eigi, og börnin ólust upp á hennar vegum til fullorðinsára. Sveinn frá Elivogum í Skagafirði Þegar Sveinn var orðinn 32 ára og vel það kemst hann í kynni við unga stúlku frá Skollatungu í Göngu- skörðum, er Elín hét. Var hún þá aðeins 18 ára, dóttir Lilju Kristjáns- dóttur og Guðm undar Þorleifssonar, er þá bjuggu að Tungu. Nafninu var síðar breytt í þetta horf. Með Elínu eignaðist Sveinn tvö börn: Þóru Kristínu, sem lengi hefur verið bú- sett í Bandaríkjunum, og þann sem þetta ritar. En vísan sem þannig hefst: Ég úr læðing leyst hefsnák, á við samband Sveins og Sigríðar. Hér að framan hefur verið vikið að uppvexti Sveins. Vitanlega fór hann snemma að taka til hendi, eins og raunar var venja um börn þess tíma. Um nám var ekki að tala. Fræðslulög voru ekki enn gengin í gildi á æskuárum Sveins. Börnunum var þá komið í kennslu eða í læri, eins og það var kallað, til einstakra kennara, sem sjálfir höfðu einhverr- ar menntunar notið; höfðu stundað nám í búnaðar- eða gagnfræðaskóla. Sveini var komið fyrir fyrir ferming- una í þrjár vikur hjá bóndanum á Refsstöðum á Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu, Stefáni Eiríkssyni, er lokið hafði gagnfræðaprófi frá Möðruvallaskóla. Sonur Stefán er hinn virti kennari Eiríkur, afi hins kunna söngvara Eiríks Haukssonar. Þarna lærði Sveinn það sem hann þurfti að læra fyrir Iífið. Þætti víst lítið núna. Og kostnaðurinn varekki hár, eða fimmtán krónur! Eitthvað smávegis mun Sveinn hafa stundað nám í unglingaskóla þeim, er Árni Jónsson, síðar Hafstað, rak að heim- ili sínu að Vík í Skagafirði. Voru þeir jafnan miklir mátar eftir það. En skóli þessi starfaði stutt. Þá er ekki meira af námi Sveins að segja, en við tók lífsins skóli, sem mörgum reyndist notadrjúgur, að minnsta kosti fyrr á tfð. Sveinn las jafnan mikið og hratt. Oft sat þó dagsönnin í fyrirrúmi, eins og nærri má geta um einyrkja í sveit á fyrri hluta þessarar aldar, þegar tæknin hafði ekki enn hafið innreið sína og vöðvaaflið varð að leysa allt erfiði af hendi. Þá var oft staðið við (þúfna) slátt langt fram á nætur eða á nóttunni, til þess að nota rekjuna, er þá var helst til að dreifa. Sveinn bjó á fjallajörðum, nema í þrjú ár er hann bjó úti á Skagaströnd og átti og nýtti stórbýlið Vindhæli. Á Laxárdal fremri bjó hann á þremur býlum: Selhaga á Skörðum í eitt ár, Refs- stöðum á Laxárdal í tveimur áföng- um, alls í átta ár, og á Sneis í sama dal í níu ár. Líklega hefur Sveini vegnað einna best á Sneis. Þá var hann á besta starfsaldri. Á Refsstöð- um bjó hann sjö síðustu æviárin. Þá jörð þótti honum verulega vænt um, eins og fram kemur í ljóðum hans. Það var líka landmikil jörð og kosta- rík á margan hátt. Þangað fluttist hann með fjölskyldu sína vorið 1938 af höfuðbólinu Vindhæli á Skaga- strönd. Þar varð bóndinn fyrir mikl- um áföllum. Missti þriðjungfjársíns í sjóinn í ofsaveðrinu 14. desember 1935. Svo kom mæðiveikin í fénað hans, fyrst í Austur-Húnavatnssýslu. En Sveinn fór þó ekki frá Vindhæli vegna þessara áfalla. Hann kunni einfaldlega ekki við sig þarna. Hann vildi fara fram á dalinn. Þar vildi hann bera beinin, þótt ekki yrði honum að þeirri ósk sinni. Um Vindhælisdvölina kvað hann, samanber ljóðasafnið, og skal það ekki endurtekið hér. En í bréfi til Bjama Gíslasonar, vinar síns, er var Skagfirðingur og fluttist vestur í Dalasýslu, kvað hann þessa vísu um fjárskaðann, 14. desember 1935, og var ekki að barma sér: Ennþá drýgi ég óðarskraf amafrí og kátur, þó að flygju á feigðarhaf fjörutíu skjátur. Hér er um æviágrip en ekki neina ævisögu að ræða. Stiklað er á stóru. Ekki er ólíklegt að ævisaga Sveins verði síðar tekin saman, hver sem kann að sinna því. Hér er engin þörf að gera í smáatriðum grein fyrir ævi þessa skálds, sem alla ævi kenndi sig við Elivoga, og var raunar orðinn goðsögn eða þjóðsaga í lifanda lífi. Ævikjörin voru í engu samræmi við meðfæddar gáfur hans og hæfileika. Hann var á rangri hillu í lífinu, þótt hann væri snotur bóndi í afdal og nyti aldrei aðstoðar samfélagsins. Vafalaust er þetta sú vísan sem lýsir best viðhorfi hans til lífsins, eins og það horfði við honum: Hlaut í fangið hríð og frost, hreppti stranga villu, þreytti gang við knappan kost, komst á ranga hillu. Ég vil benda lesendum þessarar bókar á ljóðið Á slætti. Sjáum við ekki glöggt í þessu ljóði hvers virði skáldgáfan var þessum afdalabónda, hvílík köllun hefur búið innra með honum, sem ógjömingur var að bæla niður, nema með því að eyði- leggja um leið það helgasta og besta í honum sjálfum? Ljóðið Dalabóndinn er ort sumar- ið 1941. Þá var stríðsgróðinn tekinn að streyma inn í landið, góðæri til lands og sjávar. Að vonum verður þetta skáldinu að yrkisefni, og blandast það inn í efni kvæðisins. Mér er nær að halda, að þarna gefi skáldið mest af sjálfu sér í ljóði. Innileikinn, trúin á sveitina, sumar- blíðan og árgæskan auðkenna þetta kvæði, sem alls er 43 erindi. Man sá sem þetta ritar, þá unglingur, eftir þeim dögum er skáldið var að yrkja þetta kvæði. Aldrei var hann frjórri, ef svo má að orði kveða, en þá. En fljótlega upp úr þessu tók hann að kenna þess meins, sem átti eftir að binda enda á líf hans, er hann var aðeins rúmlega hálfsextugur. Mannlýsingar orti Sveinn margar síðustu æviár sín. Þar kemst hann víða hnyttilega að orði. Vísurnar eru hér án fyrirsagna að öðm en yfirskriftinni. Ein vísan er einkar snjöll: Margan blekkti mannsins skraf, miðlaði rógi í eyra. Drengskap þekkti ’ann afspum af, - ekki heldur meira. í lok bókarinnar er vísnaflokkur, sem ber yfirskriftina Síðustu vísur. Jón Sveinsson. Nonrd Bókin Nonni er ..omin út hjá AB Sagan Nonni er ein af . eftirminnilegustu barna- og unglingasögum sem út hafa komið á íslensku. Hún er einnig meðal þeírra íslenskra bóka sem víðast hafa farið um heiminn og mestra vinsælda notið. Jón Sveinsson var aðeins tólf ára þegar undarleg örlög ollu straumhvörfum í lifi hans síðsumars 1870. Faðir hans var látinn og móðir hans stóð ein uppi með börn sín. Þá bar svo til að erlendur maður, mikils metinn og tiginn, bauðst til að taka að sér blásnauðan drenginn, sjá honum fyrir góðu uppeldi og menntun. Varð það úr að þvi boði var tekið og Nonni hélt út í heim. Nonni lagði af stað til Kaupmannahafnar í lok ágústmánaðar 1870. Hann tók sér far með lítilli skútu. Fráskilnaðinum við móðurina og ævintýrum sem Nonni lenti í á leiðinni út segir frá í þessari bók. Nú hefur verið gerð kvikmynd um ævintýri Nonna og bróður hans Manna. Er líklegt að það veki enn áhuga á Nonnasögunum sem hefur alltaf verið mikill, ekki einungis hér á landi heldur víðsvegar um heim. Bókin er 328 bls. að stærð. Prentvinnslu annaðist Steinholt hf. Bókband: Félagsbókbandið- Bókfell hf. Hönnun kápu: Guðjón Ingi Hauksson. Undirheimar íslenskra stjórnmála Reyfarakenndur sannleikur um pólitísk vígaferli eftir Þorleif Friðriksson sagnfræðing „í kjölfar „hallarbyltingar" Hannibals Valdimarssonar í Alþýðuflokknum 1952 hófust einstæð pólitísk vígaferli með margvíslegum og oft á tíðum nýstárlegum vopnaburði. Alþýðuflokkurinn hafði um árabil flotið á fjárhagsaðstoð norrænu bræðraflokkanna en við yfirtöku Hannibals sá Stefán Jóhann Stefánsson til þess að skrúfað var fyrir alla slíka fyrirgreiðslu til flokksins". Þannig hefst kynning á baksíðu hinnar nýju bókar sem Bókaútgáfan öm og örlygur hefur gefið út en samin er af Þorleifi Friðrikssyni sagnfræðingi, en hann hefur um margra ára skeið kynnt sér þessi mál og kannað mikinn fjölda gagna, hérlendis sem erlendis. Ekki er að efa að bók þessi mun vekja mikla athygli og tæpast munu allir vera sammála því sem þar er sagt. í bókarkynningu á kápu segir ennfremur: Launráð að tjaldabaki. Átökin innan Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar náðu hámarki á ámnum 1953-1956, en nú vom það ekki bara norrænir skoðanabræður sem seildust til áhrifa i skjóli fjármálafyrirgreiðslu. Erlendir andstæðingar hins ógnvænlega „hannibalisma", bæði austan hafs og vestan, tóku höndum saman við hægri krata hér heima og beittu gjarnan fyrir sig næsta reyfarakenndum aðferðum. Slík HEIWAR ÍSLENSKRA STJORNMALA KCVrAKAW.,h!?10CR SWKÍiXllUÍK L!M nXíTfSn VíaVTKU ÖRN OG ÖRLYCUR leynd lá yfir aðgerðunum að sumir þeirra sem stóðu mitt í hringiðunni höfðu í raun ekki hugmynd um hvað átti sér stað; hvaða launráð vom bmgguð að tjaldabaki. Þeim kemur þess vegna sumt á óvart af því sem segir frá í þessari bók.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.