Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn JÓLABLAÐ Sagan af Hans það bil sem yið vorum að fara. Klukkan mun hafa verið um 12 þegar við komum út að Brekku. Var þá undinn bráður bugur að því að gefa hrakningsmönnum að borða og búa þeim hvílu. Innan tiltölulega lítillar stundar var svo þessi skip- brotsmannahópur sofnaður, hópur- inn, sem samanstóð af einni konu hálffertugri, 16 og 12 ára telpum og fimm börnum frá eins og hálfs til átta ára að aldri. Og þó sváfu ekki ailir. Konan, sem hafði barist náttlangt við beljandi ána, gengið síðan drjúg- an spöl inn með sjó eftir mannhjálp í áframhaldandi húðarvatnsveðri á meðan kolmórautt foraðið hélt áfram að grafa undan húsinu hennar, hún sá enga ástæðu til að fara að sofa um miðjan dag, heldur kom niður í eldhús til konu minnar með sína hálfs annars árs gömlu dóttur, sem heldur ekki var þá þegar tilbúin til svefns. (Hripað í flýti á ritvélina á meðan beðið var eftir því að ná í Hans bónda í síma, en hann er nú staddur á Norðfirði í lækniserindum). Kjarkur í kröggum Framanskráð er til orðið eins og þar segir, og hafa blöðin legið í skrifborði mínu frá þeim degi, er þetta gerðist. Það var ekki skrifað með birtingu á prenti fyrir augum. Ég er þó að hugsa um að láta það fara svona. Vil aðeins bæta við nokkrum orðum til glöggvunar fyrir ókunnuga. Askneseyrin, sem liggur innarlega við Mjóafjörð sunnanverðan, er mynduð af framburði Asknesárinn- ar. Vatnasvæði hennar er tiltöiulega mikið, miðað við smáárnar hérna, enda verður hún vatnsmikil í rign- ingum. Áin rennur í klettagili niður brekkurnar, en þegar gilinu sleppir er farvegurinn grunnur. Hún hefur þó haldið sama farvegi um nokkurt skeið, enda stundum dálítið að því unnið. Hans Guðmundsson og Anna Jónsdóttir kona hans munu hafa búið á Asknesi nálægt tveim tugum ára. „Eyrin“ var grýtt og erfið til ræktunar, en þau stækkuðu túnið og græddu út smám saman. Á síðustu árunum höfðu þau svo brotið til nýræktar grasholt nokkur á hjalla rétt ofan við eyrina. Var þetta nálega eini staðurinn í grenndinni, þar sem um nokkurn verulegan jarðveg var að ræða. Gengu þau að þessu verki með frábærri atorku, að mestu við hin frumstæðustu skilyrði. Nýrækt þessi spratt vel og mun hún vera rúmur hektari að flatarmáli. Ekki voru þó grasholtin nándamærri svona stór. En þau ruddu stærsta grjótinu af melnum í kring, óku þangað jarðvegi og færðu þannig út gróðurlendið. Að kvöldi þess 6. ágúst 1946 er svo Anna húsfreyja ein heima með börnunum. Hans var þá sjúkur og staddur á Norðfirði í lækniserindum eins og fyrr segir. Það verður því hlutverk Önnu að hafa forystuna þá eftirminnilegu nótt, er í hönd fór. Aðstaðan var lík og þegar herir sitja um virkisborg í styrjöld. Anna mun hafa séð þegar um kvöldið til hvers kynni að draga, en hvergi varð komist eins og sakir stóðu. Það dimmdi óðum, regnið buldi á húsum og dunur árinnar heyrðust öðru hvoru - undirbúningur áhlaupsins. Upp úr lágnættinu, þegar aldimmt er orðið, myndast aurstífla við gils- mynnið. Nokkurt vatnsmagn safnast fyrir uns skarð kemur í stífluna - að vestan. Var þá ekki að sökum að spyrja, leiðin var opin beint á bæinn. Það hefur þurft meira en meðal „kvenmannskjark" til þess að fara í náttmyrkrinu ofan í kjallarann, hálf- fullan af vatni, á meðan trylltur flaumurinn beljaði á húsgrunninum með grjótkasti og aurburði, enda sneri Anna frá í fyrstu. En rétt í þeim svifum bauluðu kýrnar aumk- unarlega á básunum. Varð henni það nóg eggjan. Annars hygg ég, að Anna hafi þessa nótt sýnt svo frábært þrek og vaskleik, að meiri viður- kenningar væri vert en orða einna. Það náðist aldrei í Hans bónda í símann þennan dag, 7. ágúst. Fórum við til Norðfjarðar á vélbáti um kvöldið og féll í minn hlut að segja tíðindin. Er ég hafði greint frá vegsummerkjum, hvemig áin hafði grafið undan íbúðarhúsinu og flutt grjót og möl víðsvegar um túnið á eyrinni, þá sagði Hans aðeins þetta: „Jæja, þá er starfi okkar lokið á þessum stað.“ Hans kom svo heim með okkur um kvöldið. Og árla næsta dag héldu þau heim á leið, hjónin og börn þeirra, og hófu störf að nýju. Þetta sama haust fluttu þau búferlum að Reykjum, næsta býli fyrir utan Asknes. Þar er rýmra um og ræktun- arskilyrði betri en á Asknesi, enda munu þau hjónin, þrátt fyrir það að Hans gengur ekki lengur heill til skógar, hyggja gott til að njóta afkasta þeirra stórvirku jarðvinnslu- tækja, er skipað var á land í Mjóa- firði í dag. Á hvítasunnudag 1949.“ Ræktað á Reykjum Enginn ábúandi hafði komið að Reykjum þegar Bjarni Antoníusson flutti til Norðfjarðar 1945. Gísli Wíum (Guðmundsson) kaupmaður í Vestmannaeyjum, hafði þá fyrir nokkru keypt frampartinn, ef til vill með það í huga að bróðir hans kynni að vilja færa sig þangað sem land- kostir væru betri en á Asknesi. En lönd Reykja og Askness liggja saman. Af því varð þó ekki - fyrr en náttúruöflin gripu í taumana. Hjálmar Vilhjálmsson á Brekku átti útpartinn og seldi nú Hans bónda, sem þá hafði eignast alla jörðina svo skipting hennar í tvo hluta var úr sögunni. Þremur árum eftir búferlaflutn- inginn frá Asknesi að Reykjum eign- aðist nýstofnað Ræktunarfélag Mjóafjarðar jarðýtu af minnstu gerð (TD6). Var þegar hafist handa að brjóta leið fyrir ökutæki frá hafnar- stað á Brekku inn fyrir botn fjarðar- ins og út Suðurbyggð. Þetta tókst á tveimur sumrum, og jafnskjótt hófust hjónin á Reykjum handa um sléttun og útfærslu túnsins. Var allt samfellt land heima við unnið á fáum árum. Hús voru lagfærð eftir þörfum en ekki byggt upp að nýju, enda ekki hægt um vik með aðdrætti - ýtuslóðin varð aldrei nema jeppafær. Hans mun yfirleitt ekki hafa stundað sjó að marki í sínum búskap, en lagt í fjörðinn til að fá sér í soðið meðan hann bjó á Asknesi - með ágætum árangri. Og eins og flestir aðrir í sveitinni ræktuðu þau hjónin garðávexti ríflega til heima- nota. Formleg ábúendaskipti urðu ekki á Reykjum meðan Hans Guðmunds- son lifði. Hann var mjög heilsu- hraustur fram eftir ævi, harðskeyttur dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk. En sjóndepra háði honum snemma og mörg seinustu árin sá hann afar illa. Forystan fyrir búskapnum færðist yfir á Önnu þegar Hans var um sjötugt og sjónin nærri þrotin. En Ólafur sonur þeirra og fleiri systkin- in hjálpuðu til og létu foreldra sína ekki eina eftir. Anna var alla tíð mikil búkona, lét sér jafn annt um hvort tveggja, ræktun jarðarinnar og búfjárins. Frjósemi ánna og vænleiki lambanna á Reykjum, einkum seinni árin, var með ólíkindum. Anna Ingigerður Jónsdóttir lést á Reykjum 6. september 1977. Hans Guðmundsson íifði konu sína. Hann andaðist á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 24. júlí 1982. Framlag til framtíðar Anna og Hans eignuðust ellefu börn. Þórunn Stefanía fæddist 16. októ- ber 1928. Hún hefur Iengi átt heima í Fanö í Danaveldi og rekur þar saumastofu og kennir. Guðný Jóna er fædd 3. nóvember 1930, rak um skeið matsölu í Reykjavík en er nú búsett í Nes- kaupstað. Inga Wíum er fædd 24. maí 1933. Maður hennar er Bjami Bjamason lögregluþjónn og búa þau í Reykja- vík. Hún hefur lengi starfað við hjálparstofnanir, nú síðast í Víði- nesi. Sesselja Þórama fæddist 11. janú- ar 1936. Hún ólst upp hjá nöfnu sinni, húsfreyju á Leiti. Hennar maður er Nikulás Brynjólfsson, sjó- maður í Keflavík. Guðmundur Þór stýrimaður, nú búsettur á Húsavík nyrðra, er fædd- ur 2. mars 1938. Hann er kvæntur Kristlaugu Pálsdóttur. Jón Amar stýrimaður í Reykjavík er fæddur 3. mars sama ár og em þeir Guðmundur tvíburar. Kona hans er Jóhanna Einarsdóttir. Gísli Wíum múrari fæddist 10. mars 1941, kvæntur Sigurlínu Sveinsdóttur, og búa í Sandgerði. Ólafur Óskar fæddist 5. júní 1943. Hann býr í Neskaupstað og starfar við sjávarútveg. Nanna Guðfinna fæddist 19. mars 1945, gift Karli Jensen Sigurðssyni flugvallarstarfsmanni og búa í Fella- bæ. Sigríður Lilja fæddist 18. nóvem- ber 1948, gift Steinþóri Hálfdanar- syni sjómanni í Neskaupstað. Arnfríður er fædd 3. janúar 1951. Hennar maður er Stefán Jónsson vélstjóri. Þau eiga heima í Reykja- vík. Að lokum ber þess að geta, að eftir fráfall Önnu 1977 stóðu systkin- in Ólafur og Jóna fyrir búi á Reykj- um meðan faðir þeirra lifði, og dvaldi hann hjá þeim svo lengi sem fært þótti heilsu hans vegna. En að honum látnum hættu þau búskapn- um og fluttust til Neskaupstaðar 1982. Hafa Reykir ekki verið í ábúð síðan. Sölnfélag Austur-Húnvetninga Mjólkursamlag Austur-Húnvetninga Blönduósi óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum nær ogfjœr gleðilegra jóla og farsœls komandi árs Þökkum það liðna i %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.