Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ Tíminn 17 Mér er engin launung á að lýsa því yfir, að hér muni vera um að ræða bestu vísur Sveins. Og allra síðasta vísan, sem hann orti til konu sinnar, mun verða langlíf í landi ljóðsins, en það leyfi ég mér að nefna ísland öðrum löndum fremur. Sveinn mat konu sína mikils, og þau háðu sitt lífsstríð saman í um aldarfjórðung. Þau skildi ekki neitt annað en sjáifur dauðinn, en Sveinn lést í Reykjavík hinn 2. júlí 1945. Kona hans kvaddi þetta jarðlíf hinn 19. apríl 1958. Hvíla þau hlið við hlið í Fossvogs- kirkjugarði. Hvorugt þeirra náði háum aldri. Bæði létust úr sama sjúkdómnum: Krabbameini. En það er önnur saga. Yrkisefni Sveins, hver voru þau? Vitanlega hið daglega líf í sveitinni; árstíðimar. Þar var honum vorið kærast, hann beinlínis varð sem nýr maður á hverju vori. Skammdegið átti hins vegar afar illa við hann. Þá voru mannlegar tilfinningar, eins og ástin, honum ofarlega í huga. Um ágimdina orti Sveinn nokkuð og taldi hana lága hvöt. Sjálfur safnaði hann ekki auði, en vildi vera sjálfum sér nægur. í ljóðinu Húnvetningur í tuttugu ár segir hann meðal annars þetta um auðssöfnun: Ég öfunda sem sagt engan mann, og allra síst þá sem mestu safna. Peim kennir að lokum lífsreynslan, að lendingin gerir alla jafna. Vitanlega móta lífskjörin mjög ljóð skáldanna, og þar var Sveinn engin undantekning. Ákaflega víða bregður fyrir bölsýni í ljóðum hans. Hann trúði svo sannarlega ekki á nein kraftaverk. Til marks um það em þessar ljóðlínur: Bresti lengi Ijós og yl, lamast strengjatakið. Það sem gengur grafar til getur enginn vakið. Sveinn notaði ljóðlistina sem vopn í lífsbaráttunni, einkum þó á yngri árum. Skáldið segir það í bundnu máli, sem það vill segja, og verður það oft býsna lífseigt. Um það segir Sveinn þetta: Efskáldinu verðurgeðið gramt, þá grípur það vopn sem næst er hendi. Þessar línur eru úr kvæðinu Hún- vetningur í tuttugu ár. Þetta kvæði bið ég lesendur að lesa með athygli. Þarna segir Sveinn ævisögu sína eins og hún horfir við honum. Nokkurrar beiskju gætir þarna. Ljóð þetta las Sveinn í Útvarpið í september 1943. Var það í síðasta sinn sem hann kom þar fram. Annars las hann nokkrum sinnum upp í útvarp og kvað, en kvæðamaður var hann nokkur. Og mikið rétt: Eftir hann em varðveittar tvær stemmurd stemmusafni Kvæða- mannafélagsins Iðunnar í Reykja- vík. *_" Nokkmm sinnum las Sveinn upp ljóð á samkomum, bæði eftir sig og aðra. Allt kunni hann þetta utanbók- ar. Mér er minnisstæður síðasti upp- lestur hans á ljóðum. Var það í Engihlíð í Langadal sumarið 1944. Þar flutti hann ljóðið Svarkurínn eftir Grím Thomsen, svo og Amljót- ur gellini eftir sama. Þá flutti hann tvö kvæði eftir Jakob Thorarensen: Hildigunnur og Eyjólfur Bölverks- son. Hvort tveggja mikil listaverk. Ljóðasafn það sem hér birtist er að stofni til saman sett úr tveimur ljóðakvemm eftir Svein: Andstæð- um, er út komu 1933 á vegum Hagyrðinga- og kvæðamannafélags Reykjavíkur, og Nýjum andstæðum, er út vom gefnar árið 1935 á kostnað höfundar. Báðar vom bækur þessar í fremur litlu broti. Fyrri bókin var 98 bls., en sú síðari 64 bls. Em þær löngu uppseldar. Ef eintak hefur sést hjá fombókasölum, hefur það óðar selst og þá við háu verði. Margir hafa spurst fyrir um endurút- gáfu þessara ljóða á undanfömum ámm. Loks féllst bókaútgáfan Skuggsjá í Hafnarfirði á að taka ljóð Sveins frá Elivogum til útgáfu, bæði prentuð og óprentuð. Er mér, sem hefi annast um þessa útgáfu, það mikið ánægjuefni. Nú er líka sér- stakt tilefni til að gefa út ljóð Sveins frá Elivogum. Aldarafmæli hans er ekki langt undan. Þegar Sveinn lést, árið 1945, tók ég til handargagns og varðveislu öll handrit hans. Er það allmikið safn. Höfundurinn skildi eftir sig skrifaðar bækur nokkrar, en mikið var á lausum blöðum. Skrifaði ég upp af þeim drjúgt efni, sem ella hefði smám saman farið forgörðum. Hefi ég valið úr þessum handritum Sveins. Alltaf er álitamál, hvað taka skuli til útgáfu og hverju skuli hafna, þegar um sýnisbók ljóðskálds er að ræða. Ég hefi reynt að velja þau ljóð, sem mér finnst lýsa höfundin- um best, svo og lífínu í kringum hann. Þegar þessi bók kemur út, verður enn mikið eftir af óprentuð- um ljóðum eftir Svein. Handrit hans eru varðveitt hjá mér enn. Væntan- lega fara þau á Landsbókasafnið eftir minn dag. Vera má, að þá taki sig til einhver fræðimaður og geri úttekt á ljóðagerð skáldsins, sem mörgum fannst minna á Bólu- Hjálmar. Og mér er til efs, að nokkurt alþýðuskáld á þessari öld hafi komist nær anda skáldskapar skáldsins í Bólu. Og það er trú mín, að Skuggsjá vinni gott verk með því að stuðla að því að þessi ljóð Sveins frá Elivogum geti enn á ný litið dagsins ljós, svo og ljóð þau er hvergi hafa áður birst, eða svo gott sem. Væntanlega verða þær ekki margar ljóðabækumar, sem koma út fyrir þessi jól, sem innihalda jafn háttbundin ljóð og þessi. En eins og kunnugt er hefur ljóðagerðin að miklu leyti horfið frá stuðlum og rími í seinni tíð. Sveinn hlaut einu sinni svokölluð skáldalaun. Varþað árið 1935. Ekki var um háa upphæð að ræða, eða sléttar 500 krónur. Þó gat hann keypt fyrir hana nokkrar ær, loðnar og lembdar, um vorið er hann hóf búskap eftir árs hlé á þeim vettvangi. En þetta var meiri viðurkenning en Sveinn hafði gert sér vonir um. Dalabóndinn var allt í einu orðinn frægur maður í höfuðstað landsins, já, um allt land. Sveini þótti vænt um þessa viðurkenningu. Ekki hlaut hann oftar skáldalaun, enda komu aldrei nema tvö ljóðakver frá honum, og þau ekkert auglýst. Nokkuð þöglara var um þessar bæk- ur á sínum tíma en þurft hefði, en Sveinn var frábitinn auglýsinga- mennsku og naut ekki styrks skáld- bræðra og samstöðu. Sveinn frá Elivogum var dæmi- gerður dalabóndi. Af þeim jörðum, sem hann bjó á, er aðeins ein enn í byggð: Vindhæli á Skagaströnd, enda sannarlega engin dalajörð. Ekki söng Sveinn veðráttunni í daln- um lof í ljóðum sínum, en þó var því líkast að hann yndi sér hvergi nema þar. Á Laxárdal vildi hann lifa - og deyja: Oft þó fellin fölni á kjól fyrir svellastrokum, hér í elli hef ég skjól; héma fell að lokum. Dauðagrunurinn setti mjög mark sitt á síðustu ljóð Sveins. Hann vissi allt frá árinu 1941, að illvígur sjúk- dómur væri að búa um sig. Hann fór til Reykjavíkur ýmissa erinda í júní- mánuði þetta sama ár. Kom þá til vinar síns, Jónasar Sveinssonar læknis, og leitaði ráða hjá honum. Sveinn hafði undanfarið fundið fyrir særindum við endaþarm. Jónas læknir fann að þar var einhver þrimill. Hann vildi nema þennan þrimil á brott, og taldi það litla aðgerð. En þetta var rétt fyrir slátt og Sveinn taldi sig ekki hafa tíma til að láta framkvæma þetta, hey- skapurinn mætti ekki bíða. Meinið óx vitanlega, fyrst ekkert var að gert, og svo var komið sumarið 1944, að hann fór að finna til óþæginda innvortis. Hann fékk smyrsl hjá Páli Kolka lækni, og virtist það heldur slá á óþægindin. Svo var komið á útmánuðum 1945, að Sveinn var lagður inn á sjúkrahús í Reykjavík, Landakotsspítala, sam- kvæmt tilvísun Páls Kolka, sem var héraðslæknir á Blönduósi. Af sjúkrahúsinu fór hann helsjúkur í banni lækna norður til að ganga frá málum sínum þar. Hann vissi, að dauðinn var á næsta leiti. Uppboð var haldið á lausafjármunum og bústofni á Refsstöðum hinn 28. apríl um vorið. Allt varð að gera upp, hann vildi geta gengið frá öllu, áður en maðurinn með ljáinn kæmi f heimsókn. Eiga Ijóð Sveins erindi á prent á ný, ásamt þeim sem aldrei hafa á þrykk gengið fyrr, þegar háttleysa í ljóðagerð er jafn algeng og raun ber vitni? Eru líkur til, að þjóðin kunni að meta ljóð, sem ort voru fyrir 40-50, jafnvel 70 árum? Jú, viss hópur fólks kann áreiðanlega að meta vel ortar vísur og kjamyrtar. Sveinn segir jafnan eitthvað með ljóðum sínum. Ég er á þeirri skoðun, að hér birtist öðmvísi ljóð en títt er nú á dögum. Var Sveini ljóst, að ljóð hans myndu lifa lengur en búskapar- baslið, sem hann stóð í um dagana? Ekki er það ólíklegt. Á einum stað segir hann þetta: Vel þó kynni ei karlsins Ijóð kerlingin hún Samtfð, á þau minnir aftur þjóð ungmærin hún Framtíð. Reykjavík, í júlí 1988, Auðunn Bragi Sveinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.