Tíminn - 30.04.1988, Page 2
12 gH HEUGIN
Laugardagur 30. apríl 1988
Tveir hluaparar, 8 lakeyar og 2 skyttur þjónuðu til borðs...
digrari en þá ég var hér seinast og
var hinn náðugasti.
3. Frá konungi keyrði ég til prins
Kristjáns. Var þar fullt fyrir af
höfðingjum til að heilsa honum og
votta heiðrun. Hann spurði mig
ítarlega frá íslandi og hvort ég ei
vissi að hann léti sér um það annt?
Ég ansaði því síðara jú, og hinu sem
ég gat. Hann kvaðst lengi hafa í
huga haft að sjá ísland og nú einkum
að sumri. Það mundi kosta rúma tvo
mánuði. Eg kvað ísland hlakka til
þeirrar náðar og heiðurs að sjá sinn
tilkomandi konung í fyrsta sinni á
lóð sinni, en mega fyrirverða sig
hvergi að geta boðið þvílíkum herra
undir sitt þak. Hann tók því náðug-
lega, spurði mig um Viðey og æðar-
fuglinn og hvað liði byggingu bisk-
upshússins, um eldgosin, um
trjávöxt, um hverana. Spurði hvert
eg ei hefði verið hér seinast sér
samtíða. Ég kvað nei við. Hann
kvað okkar fundum oftar mundi í
vetur saman bera. Með það kvaddi
ég hann, mikinn skynsemdar, góð-
semdar og ljúflyndis herra.“
HENNAR HÁTIGNAR
STAKLEGA NÁÐ
Magnús Stephensen átti eftir að
sitja margar veislur og miklar með
hinum dönsku hátignum. Oft var
fyrirvarinn lítill og dæmi um slíkt
gæti verið það sem skrifað var í
dagbókina 9. nóvember:
„Nú kom ég heim klukkan 1 um
miðdegi. Stökk vertinna mín móti
mér með öndina í hálsinum og kvað
hiaupara kóngs hafa verið hér með
skipun um að eg borða skyldi í dag
við borð konungs. Fór ég strax að
pússa mig og lét panta mér vagn, þar
regn og for á strætum var. Keyrði
svo með toppuðum hestum og þén-
ara aftan á upp að sloti drottningar
kl. 2VL í forsal þar söfnuðust 5
prinsar, prinsessur og allir statsmin-
istrar, því statsráð var þann dag og
fjöldi borðgesta meðal hverra ég
heilsaði þar og hjalaði við statsmin-
ister Mösting og aftur við Kaas og
prins Kristján kom til mín og skraf-
aði um ýmislegt náðuglega. Stats-
minister Sehested fagnaði mér og
minntist á kappróður okkar anno
1800 á Bagsværdsvatni, kammer-
herra Oldenborg, etatsráðin Mandix
og Schleyer. Þá konungur og drottn-
ing komu með fylgd þeirra dró
marskálkur Brockenhus mig fram úr
röðinni og sagði drottningu hver ég
væri. Hún gekk blíð og náðug beint
að mér með heilsunum. Kvaðst
fagna komu minni hingað, spurði
ítarlega af ferðum mínum og hversu
langt væri síðan hún hefði seinast
séð mig, um ætt mína heima og
árferðið, um húsakynni embættis-
manna á íslandi. Kvaðst vita að
erfitt væri um þau, þar biskup
Steingrímur ekkert hefði haft eða
getað fengið. Talaði þá Kaas við
hvers vinstri hlið ég stóð frammí og
tjáði drottningu að eg hefði það
besta hús og ætti þá bestu jörð á
íslandi. Spurði drottning mig um
nafn hennar og kosti og um æðar-
fuglinn mikið og ýmislegt. Kvaðst á
mér heyra að eg hefði fengið kvef á
ferðinni og óskaði að Danmerkur
mildara loft fljótt mætti bæta úr því
og veran hér til vors verða mér
ánægjusöm. Ég laut henni til jarðar
og þakkaði hennar hátignar staklegu
náð. Prins Kristján spurði mig hvort
refar á íslandi voguðu að ráðast á
gamla sauði og játaði ég því.“
LAKEYAR, HLAUPARAR
OGSKYTTUR
„Drottning talaði síðan með sömu
blíðu við flesta boðsgesti af karl-
mönnunum, en kóngur á meðan við
hoffrúr. Þegar hún hætti gekk fram
prins Kristján, tók drottning í arm
honum og leiddi hann hana þannig
til borðs í næsta sal fyrir miðju
langvegs á borðinu og settist við hlið
hennar. Strax eftir kom konungur
eins með prinsessuna, konu prins
Kristjáns, settist hjá drottningu en
hin kóngi til hægri handar. Hún er
fögur kona og þægileg. Friðrik sonur
prins Kristjáns tók krónprinsessu
Karólínu, prins Ferdinand krón-
prinsessu Vilhelminu og settust hjá
þeim, prinsar hinir hver eina prins-
essu, svo statsministrar hoffrú 1
hver. Eg lenti hinum megin and-
spænis skáhallt móti kóngi og drottn-
ingu milli tveggja kammerherra.
Annar var kunningi minn Oldenborg
og þeim næstir etatsráð Mandix og
Schleyer og voru ræðnir vel við
borðið. 20 pager, ungir offiserar og
aðalsmenn báru á borð, 8 lakeyer, 2
hlauparar og 2 skyttur. 1 kammer-
júnkur stóð bak við drottningarstól.
15 réttir, allir vel ætir, voru á
borðum, þar á meðal östers, karper,
posteyer, ís, ný vínþrúgnaber græn
með honum og portvín, annars
rauðvín, ekkert madera eða annað
vín. 60 sátu til borðs. Konungur reis
fyrstur frá borðum og hver fór með
sína frú í sömu röð í næsta sal aftur,
hvar allir söfnuðust og kóngur og
drottning hjöluðu við ýmsa, meðan
kaffi var af lakeyum í fjölda bolla á
stórum presenterfötum borið á milli
og boðið. Eg drakk einn lítinn og
fann að betra var hér heima. Þar
gengu menn svo aftur og fram litla
stund eftir það konungur og drottn-
ing og hirð þeirra fór burt og smá-
tíndust svo heim í vögnum. Eg kom
heim klukkan lítið yfir sex um
kvöldið."
DAGLEGT AMSTUR
Sem fyrr er á minnst hafði Magnús
mikilvægum erindum að sinna, ekki
síst lagaverkinu, sem hann gekk nú
að með mikilli elju, en ýmsu daglegu
amstri þarf hann að gegna á milli,
eins og dagbókin sýnir dagana 22. til
24. nóvember 1825:
22. Votviðri, Tók eg saman og
raðaði í bunka sérhverju Jónsbókar-
handriti á borð mitt. Tók svo til að
skrifa tvisvar á íslensku og einu sinni
á dönsku saman taka og inn í auka
formálana frásögn um fundi, yfir-
skoðun og álit mitt um þær 4 skinn-
bækur, við nú bárum saman frá
kóngs mikla bókasafni og Sívalí-
turni, sem ég þar fann og náði til, og
varð það alllangt. Kom til mín, sat
hér og rabbaði lengi prófessor Bor-
nemann, svo Benedikt Bergsson.
Missti hann allt sitt að heiman með
Wulfs strandaða skipi, hans benefi-
cia (styrkir) eru þrotin og hann því í
fári. Falaði að skrifa fyrir peninga og
tók eg hann til þess. Svaf ei í nótt
enn.
23. Sama veður. Hélt eg áfram að,
auka inn í formálana og lauk við um
kvöldið, en varð að láta skrifa þá
upp alla 3. Fékk Benedikt Bergsson
það. Fékk nýja sóla í mín gömlu
stígvél. Kom etatsráð Thorkelín til
mín, var hér góða stund og gaf mér
framhald af enskri bók, Danmark
delineatet með koparstykkjum. 1
part á eg á fslandi. Hér kom og
stúdent Westey Petræus og Pétur
Sú góða matmóðir kvað hægðatregðuna stafa af hreyfingarleysi og
skipaði konferensráðinu að fara út að ganga um „vollana“, svo hratt
sem hann gæti.
Jónsson með honum í húsvitjun hjá
mér. Enn fór eg ekkert út, en sat að
veislu heima hér með proprietaire
(landeiganda) Jörgensen utan úr
Sjálandi, sem með konu sinni, er
kennt hafði prins Kristjáns konu
ungri frönsku og aðra kvenkosti.
Kom því hingað til að finna prinsess-
una, en var vinkona vertinnu
minnar, og voru þau hjón því boðin
hingað til miðdags. Átum allra bestu
kjötbollusúpu, spánýjan lax á hálf-
vættar stærð, uxasteik með langkáli
og tvennslags syltetöj og þá bestu
köku eg hefi smakkað, en veit ei að
nefna, öngulvarma. Við Jörgensen
drukkum upp okkar flösku víns til
samans og skálir.
24. Hrakviðri. Sá eg ei til að klóra
þetta við gluggann fyrr en kl SVi
vegna dimmviðris. Fór svo að laga
dönsku útleggingu Jónsbókar eftir
því nú inn í aukna úrskinnbókunum,
sem var býsna mikið. Fékk mér hjá
skraddara Halldorsen íslendingi
saumaðan hversdagsfrakka bláan úr
.
i?
Spurði konungur um hreindýrin á íslandi, hvort ekki væru skaðlega mörg og hvort þau ekki yrðu tamin.
Skinnbækur bornar frá kóngs
mikla bókasafni á Sívalaturni.
ódýru töi, kalmuk, svipuðu, næstum
snöggu, alin kostar 8 mörk og dökk-
gráar klæðisbuxur víðar. Keypti 6
smá vínglös til að bjóða þeim vín í,
helstu kunningjum, er mig heim-
sæktu, hvert á 20 sk. Lét mína 4
rakhnífa slípa fagra og beitta, svo
ágætir urðu og gaf 1 mark á hvern.
Fékk Benedikt Bergsson nóg að
skrifa. Sat eg heima við umbreyting
dönsku Jónsbókar, komst langt inn
í Mannhelgi."
JARÐARFÖR
Magnús hafði mörgum skyldum
að gegna gagnvart því fólki sem
hann þekkti í gleði og sorg. Þannig
er hann þann 1. desember 1825
viðstaddur útför gamallar kunn-
ingjakonu:
„Fylgdi eg sálugu maddömu
Knudsen til Grafar. Vorum 30 í 15
vögnum, allir í sorgarkápum, út á
gamla Assistentskirkjugarði utan
fyrir Norðurporti. Ekki var eitt orð
sungið og ekki eitt gott orð við
líkkistu eða gröf mælt. Prestur snar-
aði á þeim 3 moldarspöðum og sagði
þartil heyrandi orð og gekk svo burt.
Eg sá líkið dýrðlega til moldar búið.
Var það í andliti ekkert afmyndað,
þótt hún í 5 dægur eða 60 klukku-
tíma ætti í harðasta andláti og sí-
felldum slögum. Vagn, sorgarkápa,
etc. kostuðu mig rúma 2 rbd. Veitt
var á hospitalstofunni áður en líkið
var út hafið, maderavín og sæta-
brauðskaka sælgætakryddara.
Knudsen og Petræus mjög sorgandi.
Komu til mín kaupmaður Christen-
sen að austan, Bregsen, Kristján
Skúlason etc. Fór Jakob Thoraren-
sen út á Friðrikshospital um tíma til
lækninga þar við heyrnardeyfu. Reit
eg athugsemdir á dönsku til Jóns-
bókar.“
HÆGDATREGÐA
í allri velsældinni á Hafnarslóð
hefur Magnús sjálfsagt átt til að
borða yfir sig og það ásamt kyrrset-
unum við skriftimar varð til þess að
lengi desembermánaðar þjáðist
hann af hægðatregðu, uns bót fékkst
þann 14. mánaðarins:
„Sama veður. Engar hægðir, en
eg miklu lakari. í dögun setti vert-
inna mín á eldinn mikið af sveskjum
og sennesblöðum handa mér, sem
eg borðaði, en þar kom ekkert út af.
Rak hún mig svo út um hádegi upp
á staðarvollana, því veður var gott
til að ganga um, þá,. sem hraðast eg
gæti í 2 klukkutíma og kvað þetta
orsakast af langvarandi kyrrsetum
við skriftir. Eg fann að eg lasnaðist
dag frá degi og gjörði svo með
veikan mátt. Sá þaðan yfir staðinn,
forstaðina og landið, yndisleg sjón.
Mætti þar á rölti frú Magnússen,