Tíminn - 30.04.1988, Page 8
HELGIN
Laugardagur 30. apríl 1988
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK
Allt of margir voru grunaðir, enda hafði lengi verið
haft á orði, að einhvern tíma yrði Lanzolla myrtur
og rændur. Hann var þó ekki myrtur vegna
peninganna sem hann faldi í húsinu, þó morðinginn
hefði greinilega leitað þeirra á eftir. *
Q
uðvestur af borginni Bari
við Adríahaf, rétt ofan við hælinn á
{talíustígvélinu, er landið slétt og
frjósamt á stóru svæði. Þarna er eitt
drýgsta jarðræktarsvæði í Evrópu og
býlin standa hlið við hlið innan um
ávaxta- og grænmetisgarða sína.
Flestir bændur þarna eru rosknir,
því unga fólkið leitar til borganna í
færibandavinnu, sem er ekki jafn
erfið og ræktunin. Þarna fækkar
fólki, eins og annars staðar í heimin-
um, þar sem jarðrækt er stunduð.
Ekki er svo sem af ýkja miklu að
taka. Stærsta þorpið á svæðinu,
Acquaviva delle Fonti, er 35 km
suður af Bari og þar eru íbúar aðeins
3000, voru 5000, þegar best lét.
Aðalstarfsemin í þorpinu er þjón-
usta við enn smærri þorp í kring. Þar
er lögreglustöð og sérstök glæpa-
deild hennar, en verkefnin eru flest
þess eðlis, að sætta bændur, sem oft
deila hart um landskika, varla stærri
en biljarðborð. Eins og bændur um
allan heim, vilja þeir ítölsku halda
sínu, hvað sem það kostar og helst
öðlast meira, ef tækifæri gefst.
Grunsamlegur eldsvoði
í Della Fonte er líka slökkvistöð
fyrir allt svæðið og aðfaranótt 11.
október 1982, rétt eftir miðnættið,
var hringt á slökkviliðið frá smá-
þorpinu Colle. Maðurinn sagðist
telja, að eldur logaði í Santeramo-
býlinu litlu austar. Hann kvaðst hafa
hringt þangað, en enginn svaraði.
Eigandi býlisins var hinn sextugi
Giuseppe Lanzolla.
Santeramo-býlið var eitt hinna
stærri á svæðinu og þar var mikið af
útihúsum, fullum af .hálmi, heyi og
öðru eldfimu. Báðir slökkvibílar
stöðvarinnar fóru þegar á vgttvang
og eftir skamma stund mátti sjá
reykinn í tunglsljósinu. Logn var úti
og svo virtist sem allt býlið væri að
brenna.
En þegar slökkviliðsmenn komu á
leiðarenda, urðu þeir hissa á að sjá,
að það voru ekki útihúsin, sem
brunnu, heldur íbúðarhúsið sjálft.
Það logaði ekki eins glatt og fullar
hlöður af hálmi hefðu gert, en reyk-
urinn var mikill og þykkur. Farið var
inn, enda allar dyr ólæstar og fljót-
lega var ráðið niðurlögum eldsins.
Skemmdir á innviðum hússins, eink-
um gríðarstóru, gamaldags eldhús-
inu, voru miklar, og gat var brunnið
á þakið, tveimur hæðum ofan við
eldhúsið.
Slökkviliðsmenn vissu eldsupp-
tök, því í eldhúsinu fundust brot úr
gaskút, eins og þeim sem mikið eru
notaðir til eldunar á þessum slóðum.
Ef til vill hafði Lanzolla verið að
skipta um kút og neisti hrokkið í
gasið. Slík slys voru sjaldgæf, en þó
voru dæmi þeirra.
Líkid stirðnað
Lík Lanzollas lá á grúfu á eldhús-
gólfinu og þar sem það var óbrennt,
var talið að maðurinn hefði látist af
eitruðum gufum frá eldinum.
Undarlegt þótti samt, að hann var
aðeins klæddur skyrtu og stígvélum,
en nakinn að öðru leyti.
Þegar eldurinn hafði verið
slökktur, var farið að skoða líkið
nánar. Þegar hafði verið leitað að
lífsmarki, sem ekkert var, en hitt var
einkennilegra, að líkið var kalt og
stirðnað, eins og maðurinn hefði
verið látinn nokkurn tíma. Væri það
rétt, hver hafði þá valdið eldsvoðan-
um? Ekki gat hafa kviknað í fyrir
meira en klukkustund, en slökkvi-
liðsstjórinn var viss um að Lanzolla
hefði látist löngu áður. Er hann velti
líkinu við, kom í ljós að á höfðinu
og andlitinu voru mörg gapandi sár
og blóðið í þeim löngu storknað.
Lanzolla hafði þá ekki látist af
eiturgufum, eftir allt saman.
Gætu sárin verið eftir brotin úr
gaskútnum? Slökkviliðsstjórinn var
að velta þessu fyrir sér, meðan menn
hans gengu úr skugga um að allt væri
annars með felldu á staðnum. En
þeir komu aftur með þær fréttir, að
allt væri á tjá og tundri, eins og leitað
hefði verið í öllu húsinu.
Slökkviliðsmennirnir litu hver á
annan. - Jæja, sagði yfirmaður
þeirra. - Það hlaut að koma að
þessu. Athugið hvort síminn er í lagi
og hringið í glæpadeildina.
Síminn var í lagi og yfirmaður
glæpadeildarinnar, Mario Viletti,
var dreginn fram úr rúminu rétt fyrir
tvö um nóttina og tilkynnt, að svo
virtist sem morð hefði verið framið
á Santeramo-býlinu við Colle. Ekki
var farið í smáatriði í símanum, en
Viletti vissi jafnvel og hver annar á
svæðinu, hver átti býlið og hvers
vegna einhverjum þætti ástæða til að
myrða hann.
Fádæma nískur
Giuseppe Lanzolla var þekktur
fyrir nísku. Hann vann hörðum-
höndum og býli hans gaf vel af sér,
svo hann hlaut að vera mjög vel
stæður. Hins vegar var ekki vitað til
að hann hefði eytt nokkru fé síðan.
kona hans lést 1972 og hann búið.
Carlo Sollazzo var seinastl vinnu-
maður Lanzollas og var fleygt á
dyr launalausum og eins og hann
stóð.
einn. Hjónin áttu tvær dætur, en þær
höfðu nánast liðið skort heima fyrir
og því leitað til Bari. Önnur var gift
þar, en hin vann á skrifstofu. Þær
voru báðar um fertugt.
Enginn bóndi á svæðinu þótti
eyðslusamur, en sparsemi Lanzollas
gekk úr hófi og var orðlögð. Hann
var enginn kjáni, en slunginn, tor-
trygginn náungi, sem treysti engum
og lét aldrei gabbast.
Talið var að hann geymdi öll
auðæfi sín á góðum stað í húsinu,
því hann treysti ekki bönkum fremur
en öðrum. Haft hafði verið marg-
sinnis á orði, að aðeins væri tíma-
spursmál, hvenær einhver réðist inn
og myrti hann til að ná aurunum.
Þegar Viletti virti líkið fyrir sér, sá
hann strax, að áverkarnir á höfðinu
gátu ekki verið eftir brot úr gaskút.
Þeir voru eftir hvasst barefli, ef til
vill öxi. Það kæmi í Ijós við læknis-
rannsókn. Hins vegar var læknirinn
á sjötugsaldri og ekki við því að
búast að hann stykki framúr um
miðja nótt.
Læknirinn reyndist þó óvenju
snöggur í þetta sinn, enda voru
morð sjaldgæf þarna. Hann kvað '
strax upp úr með að Lanzolla hefði
látist af þungum höfuðhöggum, lík-
lega ekki þó með öxi, heldur ein-
hverju þynnra. Lanzolla hafði reynt
að verja sig, því hann var skrámaður
á höndum og handleggjum. Morðið
hafði að líkindum verið framið síð-
degis og aðeins örskömmu áður
hafði Lanzolla haft samfarir. Sýni
yrðu tekin við krufningu og jafn-
framt ákvarðað nákvæmar, hvenær
hann hefði látist.
m
Maria Mastrofrancesco, 46
ára. Var ráðskona og ástkona
Lanzollas, en fékk ekkert í
aðra hönd fyrir viðvikin.
Ræningjar á ferð
Meðan á þessu stóð, fundu að-
stoðarmenn Vilettis morðvopnið,
þunga sveðju, eins og notaðar eru á
ökrunum. Hún var ötuð blóði, sem
reyndist við rannsókn vera úr Lanz-
olla. Sveðjan vóg alls hálft fimmta
kíló. Síðan var líkið flutt burtu og
læknirinn fór með því.
Viletti og slökkviðliðsmenn voru
fram undir morgun að rannsaka
húsið og útihúsin, í því skyni að
komast að, hvort morðinginn hefði
fundið falda fjársjóðinn. Að lokum
voru dregnar þær ályktanir, að leitin
hefði verið löng, því húsið var stórt
og hver einasta hirsla virtist hafa
verið könnuð. Þá benti allt til að
morðingjarnir hefðu verið að
minnsta kosti tveir. Loks var að sjá,
sem þeir hefðu ekki fundið það sem
þeir leituðu.
Það seinasta var mikilvægt.
Hvorki Viletti né aðrir drógu í efa,
að Lanzolla átti álitlega fjárfúlgu
einhvers staðar. Hefði einhver illa
staddur nágranni fundið það, hefði
það sannarlega orðið áberandi og
lögregluna farið að gruna margt.
Ræninginn hefði líkast til haft vit á
að berast ekki á heima fyrir, heldur
flutt burt í hvelli. Ekkert slíkt
gerðist, svo sýnt þótti, að peningarn-
ir væru enn ófundnir.
Hvort dæturnar höfðu fengið pen-
inga, var vafasamt. Hvorug þeirra
hafði heimsótt föður sinn árum sam-
an og hann jafnan talað illa um þær.
Hann var hins vegar þekktur fyrir
ljótan munnsöfnuð, þó illviljinn væri
ekki í samræmi við það.
Fórnarlambið, Giuseppe Lanzolla
var einkar nískur við vinnufólk
sitt, en var talinn liggja á stórfé.
Vissulega þurfti að tilkynna dætr-
unum um lát föður þeirra og gera
ráðstafanir til að hver sem var gæti
ekki komið og leitað að peningun-
um. Hvort sem þeir fyndust eða
ekki, var býlið sjálft mikils virði og
dæturnar voru einkaerfingjar Lanz-
ollas.
Sú staðreynd gerði þær líka grun-
samlegar. Hvorug þeirra hafði að
vísu komið heim og myrt föður sinn
með eigin höndum. f fyrsta lagi var
Lanzolla stórvaxinn maður og sterk-
ur sem björn, svo kona hefði ekki
haft neitt í hann að gera. Hins vegar
var leigumorðingi ekki útilokaður.
Viletti fannst það samt ólíklegt.
Enginn ókunnugur maður hafði sést
á svæðinu undanfarið og allir þekktu
alla þarna. Eftir nánari rannsóknir
og yfirheyrslur, þótti sýnt, að dætur
Lanzollas hefðu hvergi nærri morð-
inu komið.
Stöðugar grannadeilur
Þá var farið að athuga heimafólk,
sem til greina gæti komið. Meðal
þess var ungt par sem komið hafði
frá Norður-Italíu og ætlað að hefja
búskap. Það voru hinn 23 ára Pietro
Caraballo og 15 ára unnusta hans,
Dar.iella Marinelli, sem leigðu smá-
skika af meðalgóðu, afskekktu
landi, sem enginn hafði kært sig um.
Parinu virtist þó takast að fá töluvert
út úr því, að minnsta kosti áttu þau
nýlegan bíl og bárust töluvert á. Um
hríð hafði jafnvel verið talið, að þau
stunduðu eitthvað ólöglegt meðfram
búskapnum, ef til vill í sambandi við
fíkniefni, en þar sem ekkert kom
upp, þótti ekki ástæða til að rann-
saka hagi þeirra sérstaklega. Hins
vegar hafði innbrotum fjölgað mjög,
einkum á afskekktum býlum, síðan
Marinelli og Caraballo komu á
svæðið, fyrir rúmu ári.
Einnig lá nágranninn undir grun,
hinn 44 ára Giovanni Venturini.
Hann hafði kvænst tveimur árum
áður, hinni 34 ára Juliu, sem var frá
Bari og sagan sagði, að hún hefði
verið þar vændiskona. Ýmsir í smá-
þorpunum héldu því fram og svo
sannarlega var hún meira fyrir augað
en aðrar bændakonur.
Venturini var þó ekki grunaður
vegna konu sinnar, heldur hins, að
þeir Lanzolla höfðu alla tíð átt í
nánast stöðugum þrætum og Ventur-