Tíminn - 30.04.1988, Síða 10
HELGIN
Laugardagur 30. apríl 1988
hs nnirnlT
TÍMANS RÁS
Gullfæturnútímans
Það eru komin æði mörg ár
síðan gullfóturinn var grundvallar
viðmiðun í öllu fjármálalífi okkar.
Þá miðuðu öll helstu viðskiptalönd
okkar útreikninga sína við gullið,
eða öllu heldur ákveðinn únsu-
fjölda af gulii. Það var á þeim tíma
er gullið var stöðugt. Síðan þessi
fótur viðskiptalífsins var af lagður
hefur heimurinn stöðugt verið á
höttunum eftir öðrum fótum til að
standa á.
Hér á íslandi hefur leit þessi
ekki farið mjög hátt, enda höfum
við aldrei verið nein sérstök gull-
eignarþjóð. En leitin hefur þó
staðið yfir og verðum við hennar af
og til vör í margslunginni umræðu
um fjármál og efnahagsmál.
Án þess að ég sé nógu gamall til
að geta munað eftir því hvernig
það var að hafa gullfót til að
styðjast við, verð ég að segja að
mér finnst ég nokkuð oft verða var
við leit þessa í flókinni tilvistar-
kreppu samtímans.
Einn daginn í vikunni rann til
dæmis upp fyrir mér að Jóhannes
Nordal, seðlabankastjóri, væri
sjálfur orðinn talandi vitnisburður
um lifandi gullfót. Orð hans, sem
jafnan eru með svolítið spámann-
legum undirtóni, vega þungt þar
sem hann talar. Jóhannes er því
um þessar mundir n.k. gullfótur í
fslenskri efnahagsumræðu, þó að
hann hafi sofnað tvisvar í svo-
kölluðum sjónvarpsumræðum að
kvöldi ársfundar Seðlabankans.
Var það reyndar skiljanlegt þar
sem þessum umræðum stýrði hinn
eini sanni Ingimar hjá Sjónvarp-
inu, en hann er einn fremsti at-
vinnumaður þjóðarinnar í því að
drepa niður alla umræðutilburði
hjá góðu fólki.
Hinni sérstöku stöðu Jóhannesar
gætu stjórnmálamenn aldrei náð.
Það er alltaf verið að rífast við þá
og þeir eru alltaf að lenda í tvísýn-
um skoðanaskiptum. Það er ein
helsta ástæða þess að í mínum
huga er útilokað að menn setji
traust sitt á þá í líkingu við það
traust sem menn setja á gullfætur.
Svo eru til falskir gullfætur líkt
og til eru falskir spámenn. Eitt gott
dæmi er að finna í dæmalausri
umferðarvellu „nýrra viðhorfa". Á
hausum okkar dynur sífelldur nið-
ur af umferðaráróðri. Okkur er
sagt að allir þeir sem aki hratt séu
hættulegir í umferðinni. Svo ramt
kveður að þessu staðlausa bulli að
ökumenn á hárinu einhvern vegar-
spöl, sem teknir væru á hraða yfir
hundrað.
Ég spyr bara eins. Hefur nokkurt
ykkar séð tölulega úttekt á því
hversu oft slys hafa hlotist af völd-
um bílsímanotkunar eða hraðá yfir
hundraðinu? Við vitum öll um
nýleg sorgleg dæmi hörmulegs um-
ferðarslyss sem orsakaðist af hröð-
um akstri. En það var eitt slys.
Hversu oft er sökudólgurinn sá
sem getur ekki fylgt lægstu hraða
allri sök hefur nú verið komið á
herðar ungs fólks sem ekur eilítið
of hratt miðað við lágan hám-
arkshraða. Okkur er líka tjáð sú
viska að allir þeir sem tala í
bílasíma séu vísvitandi að stofna
öryggi þjóðarinnar í voða.
Eg segi ekki annað en að illa er
fyrir okkur komið. í gær mælti t.d.
ein útvarpsstúlkan svo frá eigin
brjósti, að réttast væri að draga þá
mörkum, eða kann ekki nóg til
aksturs að hann ráði við akstur
miðað við aðstæður. Ég er eindreg-
ið þeirrar skoðunar að fólk ætti að
leggja það í vana sinn að vanda
ályktanir og orsakaskýringar sínar.
Hlýtur sú skylda að hvíla sérstak-
lega þungt á þeim sem eru jú að
berjast við það fróma verk að
fækka slysum og dauðsföllum í
umferðinni. En nóg um þetta dæmi
Kristján
Bjarnason
falskra fullyrðinga og gullfótalist-
ar.
{ kirkjunni er líka gullfótur. Það
er ekki herradómurinn Pétur Sig-
urgeirsson eins og einhverjum gæti
flogið í hug. Nei ég held að við
stöndum báðir fastar á því en
fótunum að það sé bara til einn
gullfótur allra kirkna og allrar
kristni. Þ.e. sá sem bjó til heiminn
og boðorðin og gaf mannfólkinu
þetta allt í sængurgjöf.
En fyrst ég er farinn að minnast
á Guð, er líklega rétt að minnast
aðeins gullkálfsins í eyðimörkinni.
Þegar herravald Hebrea var búið
að bjarga þeim út úr Egyptalandi,
með svo lygilegum hætti að við
eigum ennþá erfitt með að trúa
því, tóku þeirað mögla. Hebrearn-
ir tóku sig saman og lögðu allt sitt
verksvit í að smíða gullkálf. Ein
skýring þessa er sú að þeir hafi
verið í svo mikilli þörf fyrir að fá
að falla fram á grúfu fyrir áþreifan-
legum guðdómi.
Skipti engum togum að drottinn
þeirra sló þá heiftarlega. Létu
margir lífið þarna í eyðimörkinni
vegna þeirrar reiði sem þeir tendr-
uðu hjá guði sínum, en fáir fengu
að halda áfram. Margir af þeim
sem fargað var á þennan mi-
skunnarlausa hátt voru herforingj-
ar og yfirmenn lýðsins, jafnt and-
legrar stéttar sem veraldlegrar.
En hvað sem venjulegum kirkju-
prédikunum líður, verð ég að
koma mér aftur að efninu. Ég
minntist á Nordal sem dæmi um
nútíma gullfót í íslenskri efnahags-
umræðu. Ég sagði hins vegar ekki
að hann væri gullfótur tilverunnar
í heild. Það er, held ég, ágætt að
kunna skil á skreytingarlist, eins og
Hebrearnir, og ég held líka að það
sé nauðsynlegt að kunna skil á
fjármálum nútímans. Hvorugt er
þó að mínu mati sá grundvöllur
lífsins að geta kallast hinn eini
sanni gullfótur.
Gettu nú
Það var Systra-
foss á Kirkjubæjar-
klaustri sem við birt-
um mynd af í síð-
ustu getraun.
En nú færum við
okkur um set og
spyrjum hvað víkin
sú arna muni heita,
en það munu þeir
vita sem kannast við
kambinn tröllslega í
forgrunni.
KROSSGATA