Tíminn - 11.01.1989, Side 4

Tíminn - 11.01.1989, Side 4
4 Tíminn Miðvikudagur 11. janúar 1989 íslendingar selja hermönnunum á Keflavíkurflugvelli einungis lítið brot af því kjöti sem þeir neyta, en íslenskir bændur gætu samt selt meira: KANARNIR ÆSTIRI KJÚKLING OG SVÍN íslendingar selja varnarliðinu í Keflavík einungis 6% af því svínakjöti sem það neytir, 5% af nautakjötinu, 11% af kjúklingunum og loks um 55% af þeim eggjum sem varnarliðið neytir. Árið 1987 var samið um sölu íslenskra landbúnaðarafurða til bandaríska hersins á Keflavíkurflug- velli en íslenskir framleiðendur sáu sér hvorki fært að selja jafn mikið af kjúklingum eða svínarifjum og samið var um. Þetta kom fram í svari utanríkis- ráðherra viö fyrirspurn Guðna Ág- ústssonar um liversu mikið af land- búnaðarafurðum íslendingar seldu varnarliðinu á árunum 1985, 1986 og 1987 og hvcrsu mikill innflutningur á kjötvörum var á vegum varnarliðs- ins á sama tíma. Kaup varnarliðs- manna á kjöti, eggjum, mjólkuraf- urðum og brauðvörum frá íslenskum aðilum námu samtals tæplega 62000 dollurum, eða sem svarar 2,8 millj- ónum kr. Fyrir tæplega tveimur árum var samið við herinn á Kefla- víkurflugvelli um kaup á 16 tonnum af nautakjöti, um 50 tonnum af eggjum, en sala á kjúklingum var talsvert undir því 34 tonna marki sem um var samið, enda telja kjúkl- ingabændur sig ekki geta annað þeirri eftirspurn sem samið var um. Þá var einnig samið um sölu á 4,5 tonnum á svínarifjum en ekki reynd- ist unnt að anna þeirri eftirspurn þegar til kom. Kjötvörur keyptar innanlands eru einungis lítill hluti þess sem flutt er inn. Á árinu 1987 voru til dæmisflutt inn 504 tonn af kjöti, þar með töldu kjúklingakjöti og einnig flutti herinn á Keflavíkurflugvelli inn 40 tonn af eggjum. Unnar landbúnaðarafurðir voru fluttar inn fyrir jafnvirði 24 milljóna ísl. króna og landbúnaðar- afurðir fyrir um jafnvirði. 7,2 millj- óna. Guðni Ágústsson sagði innflutn- ing á kjöti og það jafnvel hráu kjöti mjög varhugaverðan og taldi tíma- bært að ríkisstjórn íslands hæfi við- ræður við varnarliðið um að íslenskir bændur önnuöu allri eftirspurn eftir kjöti fyrir þennan markað út frá öryggissjónarmiðum um sjúkdóm- avarnir. Steingrímur J. Sigfússon landbún- Guðni Ágústsson alþingismaður tel- ur tímabært að Islendingar sjái Bandaríkjamönnum á Keflavíkur- flugvelli fyrir kjöti. aðarráðherra tók í sama streng og sagði þennan innflutning hreina lög- leysu af því tagi er gengi í gegnum öll samskipti við herinn og helgaðist af því að einhver æðri lög þættust hafa verið búin til með svo nefndum varnarsamningi sem tæki af almenn ákvæði íslenskra laga að því er ýmsir vildu meina. - ág Miklilax stækkar Ujá Miklalaxi hf. í Fljótum er nú um það bil að ljúka vinnu við byggingu mannvirkja og eldiskcrja fyrir matfiskeldisstöð fyrirtækisins við Miklavatn, cn eins og áöur hefur komið fram hentar Mikla- vatn í Fljótum mjög vel til fiskeldis frá náttúrunnar hendi. Frá því í september hefur verið unniö sleitulaust við byggingu fjögurra eldiskerja, miölunar- tanks, dælu og lagerhúss ásamt röralögnum úr Miklavatni að dælu- liúsi og frá eldiskerjum til sjávar. Þarna cr aðeins um fyrri áfanga framkvæmdanna að ræða sem gerir kleift að koma í eldisker á landi allri gönguseiðaframleiðslu þessa árs sem fram til þessa hefur verið í netkvíum í Miklavatni. Næsta vor er fyrirhugað að hefjast handa við nokkur eldisker til viðbótar, einnig byggingu sláturhúss og íbúðar- húsnæðis fyrir starfsmenn. Þegar uppbyggingu Miklalax hf. verður lokið mun eldisrými í útikerjum verða um 18 þús. rúmmetrar. Áætl- uö framleiðslugeta er 800-1000 tonn af laxi á ári. Þegar áframeldið verður komið í fullan gang er reiknað með að 25-30 manns muni að jafnaði vinna hjá fyrirtækinu. Eins og áður sagði hefur verið unnið síðan í haust við þessa uppbyggingu. Þrátt fyrir hagstætt tíðarfar það sem af er vetri hcfur ýmislegt orðið til að tefja fram- kvæmdir þannig að ekki er enn Ijóst hvenær hægt vcröur að flytja seiðin, sem nú eru raunar orðin 3-500 gramma þungir fiskar. í kerin. Eins og gefur að skilja hafa þessar framkvæmdir skapað mikla atvinnu, meiri en svo að Fljóta- menn næðu að anna henni einir og unnu allmargir Siglfirðingar hjá Miklalaxi meðan hvað mest var að gera. ÖÞ Fljótuni Erföamengun villta íslenska refastofnsins af völdum alidýra er hugsanlega aö veröa stórt vandamál: KEMUR UPP NYR ST0FN VILLTRA SILFURREFA? Tíminn skýrði frá því fyrir nokkrum mánuðum að íslenska refastofninum stafaði hugsanlega hætta af erfðamengun frá blárefum er slyppu úr búrum og blönduðust stofninum. Nú hafa þeir sem fylgjast með íslenska refastofninum vaxandi áhyggjur af annarri ógnun og hættulegri, að silfurrefur er sloppið hefur úr búrum nái að fjölga sér úti í náttúrunni og ógni þar lífsafkomu villtra refa. Af og til verða refaskyttur og aðrir varir við silfurrefsblendinga sem sloppið hafa út úr búrum og var til dæmis einn slíkur skotinn skammt frá Dalvík s.l. haust. Alkvæmi silfur- refs og íslenska refsins og silfurrefs og blárefs eru ófrjó og ná ekki að fjölga sér. Takist silfurref á hinn bóginn að para sig úti í náttúrunni gæti það þýtt nýjan stofn villtra silfurrefa. Sá ættbálkur gæti ógnað verulega þeim stofni villtra refa sem fyrir er í landinu. Nú er vitað um allnokkra silfurrefi er hafa sloppið af refabúum og ekki náðst aftur. Að sögn Páls Hersteins- sonar veiðistjóra hafa ekki enn fund- ist nein greni villtra silfurrefa hér á landi, en þeir eru að stofni til bæði stærri og styggari og þar sem þessir tveir stofnar, villtur heimskautarefur og silfurrefur, hafa keppt sín á milli úti í náttúrunni hafi silfurrefurinn yfirburði. Lappar, samar og aðrir er kynnst hafa þessum tveimur tegund- um eru sammála um að mun erfiðara sé að veiða silfurrefinn, þar sem hann sé mun varkárari en bæði blárefurinn og heimskautarefur. Það er ekki í fyrsta skiptið nú á undanförnum árum að silfurrefir sleppi út af búum. Það gerðist einnig á 4. og 5. áratugnum, en þá í svo litlum mæli að viðkomandi dýr náðu ekki að tímgast. í þessu sambandi verður að líta á gífurlega fjölgun alirefa á þessum áratug og má sem dæmi nefna að árið 1980 voru full- orðnir refir aldir í búrum hér á landi 280 talsins. Einungis sex árum síðar, eða árið 1986 voru þeir komnir yfir 20.000. - áe

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.