Tíminn - 31.01.1989, Síða 4

Tíminn - 31.01.1989, Síða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 31. janúar 1989 Fjölda einstaklinga gæti brugðiö í brún við afhendingu álagningarseðla með vorinu: Dæmi um ógreidda stað- greiðslu allt árið 1988 Áætluð staðgreiðsla skatta á fyrirtæki sem ekki hafa gert grein fyrir sér gagnvart skattstjóra er taiin nema 1,4 milljörðum króna fyrir síðasta ár. Talið er raunhæft að 5-800 milljónir króna innheimtist af þessari áætiun hjá gjaldheimt- um sveitarfélaga. Nokkur fyrirtæki hafa auk þessa dregið staðgreiðslu launaskatts af launþegum sínum en ekki staðið í skilum við innheimtumenn skattsins. Dæmi eru um fyrirtæki í fullum rekstri sem ekki hafa greitt krónu af staðgreiðslunni til skattstjóra, en reiknað hana samviskusamlega af launþegum sínum. Þessir launþegar eiga á hættu að fá fulla álagningu í útreikningum skattsins á miðju þessu ári, þegar farið verður að bera saman skattaskýrslur og greidda skatta. Nokkur fjöldi launþega getur átt á hættu að fá fulla álagningu skatta, sem það taldi sig hafa staðgreitt samkvæmt launaseðlum sínum. Ljóst er að þessi uppákoma á eftir að valda þeim verulegum óþægind- um við að sanna mál sitt. Það scnt skatturinn tekur gilt í þessum efnum er að launþegi kæri slíka álagningu og geti lagt fram launaseðla þar sem óhrekjandi er að staðgreiðslan hefur verið reiknuð af laununum. Geti þeir það ekki er útlit fyrir að þeir þurfi á eigin kostnað að leggja út fyrir sköttum sínum þrátt fyrir að þeir hafi staðið í þeirri nteiningu að vera skilamenn. Abyrgð launagreið- anda er því mun meiri í staðgreiðslu- kerfinu en áður hefur þekkst og ljóst er að ekki hafa allir launagreiðendur sýnt því skilning. Getur orðið skellur Samkvæmt upplýsingunt hjá Skúla Eggerti Pórðarsyni, deildarstjóra staðgreiðslu, er framkvæmdin þann- ig að lagt er á einstaklinga samkvæmt skattframtali, eins og gert var í eftirágreiðslukerfi, en nú er álagn- ingin borin saman við það sem launagreiðandi hefur skilað inn á nafni launþegans. Það sem á vantar er lagt á einstaklinginn og ef eitthvað vantar á vegna vanskila, er það einfaldlega lagt á einstaklinginn. „Fyrir viðkomandi einstakling getur það verið umtalsverður skellur, ef launagreiðandi hans hefur ekki stað- ið í skilum og honum tekst ekki að sýna fram á að skatturinn hafi verið tekinn af launum hans,“ sagði Skúli Eggert. Er hér skírskotað til al- mennrar skyldu einstaklinga um að halda grundvallargögnum til haga í ákveðinn lágmarkstíma. 1.400 milljónir áætlaðar f staðgreiðsludcildinni fengust einnig þær upplýsingar að alls hefur verið lagt á einstaklinga og fyrirtæki um 1.400 milljónir króna í áætlaðan skatt. Er hér um að ræða fyrirtæki og einstaklinga sem ekki hafa gert grein fyrir rekstri sínum eða stöðu með skattframtali. Að sögn Skúla Eggerts er ekki gert ráð fyrir að innheimtuaðilar nái þessu fé inn nema að þriðja hluta, eða um fimm til átta hundruð milljónum króna. Nokkur hluti fyrirtækja sem héreiga hlut að máli er ekki í starfrækslu eða hefur t.d. orðið gjaldþrota síðan síðastu skattaskýrslu var skilað inn, án þess að tilkynning hafi borist skatttjóra þar um. Flestir aðilar fá á sig áætlun skattgreiðslna öðru hvoru megin við eina milljón króna, en á nokkra aðila er áætfað tugum milij- óna króna. Tapaður söluskattur Innheimta söluskatts gekk misvel á síðasta ári. Björn Hermannsson, tollstjóri í Reykjavík, sagði að inn- heimst hefðu um 97% ails söluskatts sem gert var ráð fyrir að innheimta. Fað er því ljóst að um 3% alls söluskatts sem innheimtast átti í Reykjavík hefur verið afskrifaður eða er í vanskilum innan ársins. f viðtali á öðrum stað í Tímanum í dag, er haft eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, fjármálaráðherra, að veruiegir fjármunir hafi tapast í innheimtu söluskatts með ýmsum hætti og meðal annars með því að menn hafa gerst gjaldþrota án þess að þrotabú þeirra hafi getað greitt upp áfallinn söluskatt. Segir Ólafur Regnar ennfremur að allt of mörg dæmi séu um að menn hafi ekki fyrr verið gjaldþrota en þeir hafi stofnað ný fyrirtæki og oft í sömu atvinnu- grein. Á slíkt sé hægt að líta sem tilraun til að komast hjá söluskatt- greiðslum og öðrum skuldum. Gjaldþrot hafa meiri áhrif á inn- heimtu söluskatts en skil á stað- greiðslu skatta. Ástæða þess er sú að söluskattur hefur lakari lagalega stöðu við gjaldþrotaskipti en stað- greiðsla, þannig að hann getur fallið niður óbættur. Staðgreiðsla skatta er hins vegar eyrnamerkt greiðsla á ákveðinn einstakling og hefur því algeran forgang á flestar aðrar kröfur. KB Valgeir Guðjónsson afliendir nemendum Réttarholtsskóla endurskinsmerki frá umferðarráði og Landsbanka íslands. Tímamynd: Árni Bjarna ÁTAK í UMFERÐAR' FRÆÐSLU NEMENDA Undanfarið hefur verið í fram- kvæntd tilraun til sameiginlegs átaks umferðarráðs, grunnskóla, þjóð- arátaksnefndar og fleiri aðila í um- ferðarfræðslu nemenda. Enn sem komið er aðeins í Réttarholtsskóla en ef vel tekst til verða ef til vill fleiri grunnskólar inni í myndinni seinna meir. í Réttarholtsskóla var fyrir nokkru farið af stað með svokallaða þema-viku. Þar unnu krakkarnir að ýmsunt verkefnum, meðal annars varðandi umferðarntál. Þá hefur untferðarráð einnig stað- ið fyrir fræðslufundum fyrir krakka sem komnir eru í níundá bekk. í framhaldi af þema-vikunni tók við samþætting umferðarfræðslu við samfélagsfræði. Par komu fyrirlesar- ar til að ræða um umferðarmál og ýmislegt tengt þeim. Fyrirlesararnir skildu eftir gögn sem krakkarnir unnu úr í samráði við kennarana. „Það heimsóttu skólann menn frá FÍB, ökukennarafélaginu, trygging- arsamtökunum og lögreglunni. Síð- an kont fatlaður unglingur og skýrði undanbragðalaust frá sínum ölvun- arakstri og afleiðingum hans, þar sem félagi drengsins lét lífið í um- ferðarslysi, sagði Guðmundur Þor- steinsson námsstjóri umferðar- fræðslu er Tíminn hafði samband við hann. Umferðarráð færði síðan öllunt nemendum Réttarholtsskóla endur- skinsmerki í samvinnu við Lands- banka íslands. Til mikillar ánægju viðtakenda var Valgeir Guðjónsson fenginn til að afhenda merkin. Fá stóð umferðarráð í samvinnu við námsgagnastofnun einnig fyrir umferðarfræðslu fyrir kennara og lögregluþjóna. Þar varmeðal annars kynnt tölvuforrit sem nota á í tengsl- um við umferðarfræðslu í skólunt. jkb Siglingamálastofnun veitir viðurkenningu í' skyndiskoðun fiskiskipa: Bestu f iski- skipin 1988 Þriðja árið í röð hefur Siglinga- málastofnun ríkisins staðið fyrir skyndikönnun á ástandi fiskiskipa. Hafa skoðunarmenn farið fyrirvara- laust um borð í fiskiskip þegar þau hafa komiö að landi og kannað ítarlega 6-K) öryggisatriði í hverju skipi. Er þetta könnun á viðhaldi milli árlegrar skoðunar. Útkoman var sú ttö skip sem skráð eru í Eyjafjarðarsýslu og á Akureyri pieð skráningunni EA. töldust best árið I988. Áriö 1987 féll þessi eftirsótti titill í hendur skipstjórnarmönnum í Árnessýslu og árið 1986 töldust Vestmannaeyingar bestir. Fór verð- launaafhendingin fram þriðjudaginn 24. janúar sl. og þáðu þá félög útgerðarmanna og sjómanna í Eyja- firði virðurkenningu úr hendi Magn- úsar Jóhannessonar, siglingamála- stjóra. I Ijós kom að algengustu 'athuga- sentdir við öryggisatriði voru varð- andi skipsflautu, lokunarbúnað lesta. austurkcrfi og neyðarstöðvun í vindum. Einnig var áberandi að skipstjórnarmenn eru ekki nægilcga hirðusantir með skipsskjöl. Árið 1988 voru skyndiskoðuð I3l fiski- skip og voru alls skoðuð 1190 örygg- isatriði. Alls reyndust tæplega 80% atriðanna vera í lagi, en nieðaltalið fyrir ,.þá bestu" var rúmlega 90%. I 18 skipum af þessum 131 var ásRtndið þannig að krafist var tafar- lausra lagfæringa. í einu þeirra var haffærniskírteinið fellt úr gildi með- an lagfæringar fóru fram, en hjá hinum var veittur skantmur frestur til lagfæringa. KB Umhverfismálaráð Reykjavíkurborgar: Reglur um kvíar Umhverfismálaráð hefur lagt til að borgaryfirvöld beini því til lög- gjafarvaldsins að settar verði reglur varöandi sjókvíaeldi og hafbeit. Reglurnar sem Umhverfismála- ráð vill að samþykktar verði eru fyrir það fyrsta að í sjókvíaeldi verði stefnt að notkun geldra stofna, sem ekki geta breytt erfð- um náttúrulegra stofna. I annan stað leggja þeir til að í hafbeit verði stefnt að notkun stofna sem eiga uppruna sinn að rekja til viðkom- andi svæða, til að minnka líkur á meintum áhrifunt flökkulaxa úr hafbeit. Þessar ráðstafanir telur Um- hverfisverndarráð nauðsynlegar vegna uggs um að flökkulax úr eldi kunni að spilla laxastofni Elliða- ánna. Einkum er hættan fyrir hendi ef áætlanir um aukna hafbeit í grennd við höfuðborgina standast og þar með aukning fjölda flökku- laxa. Þá hefur Umhverfisverndarráð farið þess á leit að því verði kynntar rannsóknir Rafmagnsveitu Reykjavíkur á lífríki Elliðaánna og fyrirhugað framkvæmdir í þeim efnum. jkb

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.