Tíminn - 31.01.1989, Síða 10

Tíminn - 31.01.1989, Síða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 31. janúar 1989 Þriðjudagur 31. janúar 1989 Tíminn 11 Enska knattspyrnan: Rush og Aldridge sáu um Millwall Meistarar Liverpool slógu Mill- wall út úr ensku bikarkeppninni á sunnudaginn með 2-0 sigri. Það var John Barnes sem var maðurinn á bak við sigur Liverpool, hann lagði upp bæði niörkin fyrir þá John Aldridge og Ian Rush. Norwich unnu stærsta sigurinn í 4. umferð bikarkeppninnar er þeir slógu utandeildaliö Sutton úr kcppn- inni. Sutton sem sló Coventry út í þriðju umferð, þurftu 8 sinnum að hirða knöttinn úr netinu. Malcolm Allen skoraði 4 mörk, þar af 3 í síðari hálfleik og Robcrt Fleck gerði þrennu á 19. mín. kafla. Bikarmeistarar Wimbledon geta þakkað markverði sínum, Hans Segers, fyrir sigurinn á Aston Villa. Segers varði vítaspyrnu frá Allan Evens á 75. mín. cn áður hafði Vinny Jones skorað eina mark leiks- ins fyrir Wimbledon. Watford gerði bikardraum Derby County að engu. Watford sigraði 2-1 og það voru þeir Rick Holdcn og Niel Redfern. Fyrir Derby skoraði Gary Micklewhitc. Colin West var rekinn af lcikvelli á55. mín. leiks Sheffield Wednesday og Blackburn. Wednesday var þá ! I 515 kr.kg 295 - 590 _ 570 _ 695 - 821 _ 720 _ 379 _ 490 - 1.590 _ I Hvalrengi Bringukollar Hrútspungar Lundabaggar Sviðasulta súr Sviðasulta ný Pressuð svið Svínasulta Eistnavefjur Hákarl Hangilæri soðið 1.555 Hangiftp.soð. 1.155 Úrb. hangilæri 965 Úrb. hangifrp. 721 Harðfiskur 2.194 Flatkökur Rófustappa Sviðakjammar Marineruð síld Reykt síld Hverabrauð Seytt rúgbrauð Lifrarpylsa Blóðmör Blandaður súrmatur í fötu 389 - Smjör 15 gr. 6.70 kr.stk. 43 kr. 130 kr.kg 420 _ 45 flakið 45 kr.stk. 78 kr. 41 _ 507 kr.kg 427 _ KjöfcsfeöðÍR Glæsibæ SS 68 5168. 0-1 undir, en liðið var mjög að koma inní leikinn. Eftir brottrekstur West náði Blackburn aftur undirtökunum og liöiö sigraði 2-1. Mörkin fyrir 2. deildarliðið gerðu Simon Garner og Tony Finnigan, en David Hirst minnkaði muninn fyrir Sheffield Wednesday. Lengi vel leit út fyrir að Plymouth legði Everton að velli. Sean McCarthy skoraði fyrir Plymouth á 65. mín. en Kevin Sheedy bjargaði deginum fyrir Everton, með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Manchester United átti náðugan dag gegn Oxford. United liðið, vel stutt af tæplega 48 þúsund áhorfend- um, skoraði 4 mörk gegn engu marki Oxford. Mark Hughes, Steve Bruce og Brian Robson gerðu mörkin, en citt markið var sjálfsmark Oxford. Úrslitin í 4. umferð bikarkeppn- innar: Aston Villa-Wimbledon...... 0-1 Blackburn-SheHield Wed. .. 2-1 Bradford-Hull ............. 1-2 BrenHord-Man.City.......... 3-1 Charlton-KeHering.......... 2-1 Grimsby-Reading............ 1-1 Hartlepool-Boumemouth ... 1-1 Man. United-Oxford ........ Norwich-SuHon.............. NoH.Forest-Leeds........... Plymouth-Everton........... SheH.United-Colchester.... Stoke-Barnsley............. Swindon-West Ham .......... WaHord-Derby .............. Míllwall-Liverpool......... Úrslitin í 3. deild: Bristol Rovers-Bolton...... Bury-Fulham................ CardiH-Port Vale .......... Chesterfield-Northamton ... Gillingham-Huddersfield ... Mansfield-Blackpool ....... Preston-Bristol City ...... Southend-Aldershot......... NoHs County-Wolverhampt. . Úrslitin í 4. deild: Burnley-Stockport ......... Cambr. United-Tranmere ... Carlisle-Halifax........... Darlington-Crewe........... Exeter-Rochdale............ Lincoln-Peterborough....... Scarborough-Hereford....... Scunthorpe-York ........... Torquay-Doncaster.......... 4-0 8-0 2-0 1-1 3-3 3-3 0-0 2-1 0-2 2-0 3-1 3-0 1-1 1-2 0-1 2-0 1-1 1-1 1-0 1-1 3- 1 1-1 5-1 1-1 0-2 4- 2 3-2 Körfuknattleikur: Hraustir strákar í körfubolta Frí Júhannesi Bjarnasyni fréttamanni Tfmans: Það voru ekki notuð nein vettl- ingatök þegar Þór og ÍR mættust í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik á sunnudagskvöld, er leikið var nyrðra. Leikmcnn skiptust á pústrum og álíka vinsamlegum sendingum og samræður manna á milli voru síður en svo uppbyggilegar. Leikurinn sjálfur burt séð frá hörkunni var þokkalega leikinn og margar fallegar körfur litu dagsins Ijós. ÍR-ingar leiddu allan fyrri hálfleik, en Þórsur- um tókst þó að jafna einu sinni, 35-35, en aðkomumenn höfðu náð 7 stiga forskoti í hálfleik 47-40. Fyrri hluti síðari hálfleiks var besti kafli heimamanna, en þá sigu þeir yfir og náðu 5 stiga forystu 66-61. En þá hrökk allt í baklás og ÍR-ingar náðu frumkvæðinu á ný. Hægt og sígandi náðu þeir tökum á leiknum og í lokin munaði 12 stigum á liðunum, 92-80. Það ætlar að reynast Þórsurum erfitt að spila heilan leik á eðlilegu getustigi, Auðvitað spilar margt inní þetta dæmi, en undirritaður minnist þess ekki að hafa séð leik meö liðinu þar sem leikmcnn eru ekki sínöldr- andi í dómurum og einbeiting leik- ntanna gufar upp í réttu hlutfalli við nöldrið. Ekki er öll sagan sögð enn, því í uppnáminuyfirsjóndeprudóm- ara brjóta Þórsarar oft gróflega og Leikur: Þór-ÍR 80-92 Lið: Þór Nófn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST stiq BjörnSv. 6-4 3-1 1 3 1 _ 2 12 Kristján 1-0 - 1 1 - _ - 0 Stefán 3-2 - - 2 - - _ 4 Johann 12-7 - - 1 _ - 2 17 Guðmundur 13-4 3-2 1 3 3 _ _ 16 Eiríkur 12-4 1-1 1 4 1 _ _ 11 Konráð 9-6 6-2 1 3 - - 2 20 Leikur: Þór-ÍR 80-92 Lið: ÍR N6tn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stifl BjörnSt. 9-3 _ 1 3 _ _ _ 6 Karl 2-1 7-4 1 1 1 1 _ 18 Sturla 9-3 4-1 2 8 2 - - 16 Ragnar 3-1 - 1 2 - - - 4 Jóhannes 7-5 - 2 2 1 3 - 17 Gunnar 1-1 - 1 - - - - 2 Bragi 6-4 - 2 - - - - 11 JónÖrn 8-5 2-0 1 1 1 - - 18 algjörlega óþarflega af sér. Svona hefur þetta gengið hingað til, en hugsanlega verður einhver breyting á þessu í næstu heimaleikjum, því Rafn Benediktsson dómari hér á Akureyri lýsti því yfir að hann væri hættur dómgæslu á heimaleikjum Þórs og kemur það satt best að segja ekki á óvart eftir það svívirðingaflóð sem dunið hefur á honum frá áhor- fendum og leikmönnum. En Þórsar- ar geta nagað sig í handarbökin, liðið sem hefur getuna ekki einbeit- inguna. Konráð Óskarsson var þeirra best- ur í leiknum og þeir Jóhann Sigurðs- son og Guðmundur Björnsson áttu báðir þokkalegan leik. Hjá ÍR-ing- um voru bakverðirnir Karl Guð- laugsson og Jón Örn Guðmundsson skæðir, en auk þeirra var Jóhannes Sveinsson góður. Sturla Örlygsson þjálfari skoraði mikilvægar körfur, en ljótur blettur á leik hans voru pústrar og kjaftshögg sem hann að ástæðulausu gaf. Dómarar voru þeir Rafn Bene- diktsson og Magnús Jónatansson, sem hljóp í skarðið á síðustu stundu. Þeir félagar gerðu sín mistök, en þeir höfðu þá alls ekki úrslitaáhrif á leikinn þrátt fyrir gífuryrði Þórsara. Þeirra stærstu mistök í leiknum voru að vísa ekki Sturlu þjálfara úr úr húsinu. JB Leikur: S-UMFT 65-84 Lið: ÍS Nitn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stifl Helgi 13-4 - 3 5 3 - - 8 Sólmundur 2-2 - _ 1 2 - - 4 Heimir 7-4 - _ - 1 - - 8 Gísli 2-0 - - - 1 3 - 1 Kristján 1-0 1-0 - 1 1 - - 0 Auðunn 1-0 2-0 2 1 1 - - 0 Þorsteinn 2-1 2-1 - 1 1 5 - 7 Valdimar 17-9 5-1 1 2 5 3 _ 23 Jón 9-4 3-0 3 4 3 3 1 8 Bjarni 6-2 - 2 3 - 1 - 6 Leikur: S-UMFT 65-84 Lið: UMFT Nðtn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Kárí 3-2 1-1 - 1 1 _ 1 8 Sverrir 10-5 1-1 - 2 3 8 _ 15 Eyjólfur 6-4 11-4 1 2 4 2 6 32 Björn 3-2 1-0 _ 2 - 1 _ 2 Haraldur 5-5 1-0 3 4 2 1 - 10 Valur 11-5 4-1 3 9 2 3 1 17 Síðari hálfleikurinn gefur góð fyrirheit Þoreils Óttar Mathiesen leiddi íslenska liðið til sigurs gegn Tékkum á laugardaginn. Tfmamynd PJetur. íslendingar unnu sannfærandi sigur á Tékkum 28-23 í síðari landsleik þjóðanna í handknattleik í Laugardalshöll á laugar- dag. íslenska liðið sýndi allar sínar bestu hliðar í síðari hálfleiknum, eftir brösótt gengi í fyrri hálfleik. Það var hinn hættulegi hornamaður Tékka, Sovadina sem gerði fyrsta mark leiksins, en Þorgils Óttar jafnaði fyrir ísland. Jafnræði var framan af 3-3, en Tékkar náðu síðan undirtökunum 3-5. íslendingar náðu að jafna 7-7 og síðan 10-10, en þá gerðu Tékkar 3 mörk í röð og staðan í hálfleik var síðan 11-14 fyrir Tékka. íslendingar mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og gerðu 4 fyrstu mörkin og komust yfir 15-14. Tékkar jöfnuðu 15-15, en eftir það var forystan ávallt okkar manna. Þrjú mörk í röð breyttu stöðunni í 18-15. Áfram hélt íslenska liðið góðum leik sínum og með 5 mörkum gegn 1 breyttist staðan í 28-21, þegar skammt var til leiksloka. Liptak gerði 2 síðustu mörk leiksins fyrir Tékka og lokatölur urðu 28-23 fyrir ísland. Síðari hálfleikurinn er með því besta sem lengi hefur sést til íslenska liðsins. Liðið náði sér ekki á strik í fyrri leiknufn á föstudag og lengi vel í fyrri hálfleiknum á laugardag. Sóknarleikuinn gekk illa gegn tékknesku vörninni, sem kom vel út á móti okkar mönnum, en í síðari hálfleiknum í leiknum á laugardag fékk. einstaklings- framtakið að njóta sín og menn fóru á kostum. Varnarleikurinn gekk einnig betur, en íslenska vörnin var hriplek í Firðinum á föstudagskvöld. Kristján Arason átti sinn besta landsleik í langan tíma, þó sérstaklega í síðari hálfleik er hann gerði 6 af 7 mörkum sínum í leiknum. Sömu sögu er að segja um Sigurð Gunnarsson sem allur er að koma til eftir dapurt gengi með liðinu nokkurn tíma. Þorgils Óttar, Bjarki og Alfreð náðu sér einnig vel á strik í þessum leik. Með þessum sigri sýndi íslenska liðið fram á að það getur leikið mjög vel ef svo ber undir. Aftur á móti er einnig ljóst að stöðugleiki í leik liðsins er ekki fyrir hendi og því í raun lítil von um að liðið vinni stórafrek í B-keppninni í Frakklandi í næsta mánuði. Þó má gera ráð fyrir að liðið verði með í baráttunni um sæti í A-keppn- inni, en eins og áður segir eru sveiflur í leik liðsins of miklar til þess að bóka megi sigur fyrirfram, hvað þá í móti þar sem leikið er dag eftir dag. Síðustu leikir íslenska liðsins áður en haldið verður til Frakklands, verða gegn Norðmönnum og þá ætti að koma í ljós hvar íslenska liðið stendur í keppni við B-þjóðir. Mörkin ísland: Kristján Arason 7, Sig- urður Gunnarsson 5/1. Alfreð Gíslason 4/1, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Bjarki Sigurðsson 4, Guðmundur Guðmundsson 3 og Valdimar Grímsson 1. Liptak var markahæstur Tékka með 6 mörk. BL Körfuknattleikur: Eyjólfur skaut ÍS á bólakaf Stúdentar réðu ekki við Saúðkræking- inn Eyjólf Sverrisson í Kcnnaraháskólan- um á sunnudagskvöldið, er fS og Tinda- stóll mættust í Flugleiðadeildinni í körfu- knattlcik. Eyjólfur gerði 32 stig nurðanmanna í leiknuni, en þeir fóru með 2 stig með sér norður. í fyrri hálfleik höfðu Stúdentar undir- tökin framan af, cn Tindstælingar tóku síðan við sér og höfðu yfir í leikhléinu 46-32. Síðari hálfleikur var jafn munurinn breyttist lítið. Þegar upp var staðið var munurinn IV stig, 84-65. Eyjólfur var mjög góður í þessum leik og Siúdentur náðu ekki að halda honuni niðri. Valur Ingimundarson var einnig stcrkur undir körfunni. Hjá ÍS var Valdimar Guðlaugs- son bestur. Helgi Gústafsson lék nú á ný sinn fyrsta leik i vetur með ÍS-liðinu. „Ég er bjartsýnn á að við höldum okkur í deildinni. Leikurinn við Þórsara 2. mars verður hreinn úrslitalcikur um fallið og þar nægir okkur að sigra með nokkurra stiga mun,“ sagði Valdimar Guðiaugsson þjálfari ÍS í samtali við Tímann eftir leikinn. Það lið sem hafnar í neðsta sæti Flugleiðadeildarinnar fellur beint í 1. deild, en liðið sem verður næst neðst þarf að leika gegn liðinu sen hafnar í öðru sæti i 1. deild. BL Körfuknattleikur: Fyrsti sigur KR-inga á Njarðvíkingum í fimm ár Fimm ára bið KR-inga eftir sigri á Njarðvíkingum er nú á cnda. Á sunnudaginn biðu Suðurnesja- mennirnir sinn annan ósigur í vetur gegn Vesturbæingunum í Haga- skóla. Úrslitin 83-78, eftir að Njarð- víkingar höfðu haft yflr í hálfleik 34-38. Gestirnir voru öllu aðgangsharð- ari framan af leiknum, en heima- menn voru þó aldrei langt undan. Blaðið snérist þó við í síðari hálfleik er KR-ingar sigu frarn úr og á spennandi og skemmtilegum loka- mínútum náðu KR-ingar að sigra 83-78. Leikurinn var mjög skemmti- legur og góðir dómarár leiksins voru þeir Gunnar Valgeirsson og William Joncs. Stigin KR: Birgir 19, Guðni 18, Ólafur 17, Matthfas 12, Jóhannes 10, fvar 4 og Lárus Valgarðs. 3. UMFN: Teitur29, ísak 18, Helgi 10, Hreiðar 10, Friðrik Ragnars 7 og Friðrik Rúnars 4. BL ■■■ ■ ii ■ Staðan i Ohittmr Valsmenn deildinni Möguleikar Valsmanna á að kom- ast í úrslitakeppni íslandsmótsins í körfuknattleik fara nú stöðugt minnkandi. Á sama tíma og Grind- víkingar vinna hvern leikinn á fætur öðrum, þá tapa Valsmenn leik eftir leik. Á sunnudaginn voru það væng- brotnir Keflvíkingar sem tóku Vals- menn í bakaríið að Hlíðarenda. Lokatölur leiksins voru 79-91, eftir að Keflavík var yfir í hálfleik 32-50. Óhittni Valsmanna var slík í þess- um leik að með eindæmum var. Matthías Matthíasson og Arnar Guðmundsson voru einu mennirnir í Valsliðinu sem hittu eitthvað, en Matthías átti sinn besta leik með Val í vetur. Einar Ólafsson var ekki með Val vegna meiðsla og Þorvaldur Geirsson kvað vera hættur að leika með Valsliðinu. Forföll voru einnig í herbúðum Keflvíkinga. Magnús Guðfinnsson er meiddur og Axel Nikulásson er ekki sáttur við brott- rekstur Lee Nober þjálfara og óvíst hvort hann leiki meira með liðinu. Jón Kr. Gíslason stóð sig vel í erfiðu hlutverki leikstjórnanda og þjálfara, en það var Falur Harðarson sem átti stórleik að þessu sinni og var maðurinn á bak við sigur Kefl- víkinga. 8L UMFGIURSLIT? Körfuknattleikslið Grindvíkinga er án efa það lið sem mest hefur komið á óvart í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik í vetur. Aðeins mikil óheppni getur nú komið í veg fyrir að liðið leiki í fjögurra liða úrslitun- um um íslandsmeistaratitilinn, en liðið er nú á sínu öðru ári í efstu deild körfuknattleiksins. Á sunnudagskvöld voru það ís- landsmeistar Hauka úr Hafnarfirði sem voru fórnarlömb Grindvíkinga. Jafnræði var með liðunum allan leikinn og spenna mikil í troðfullu íþróttahúsinu. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti undir lokin og það dugði þeim til sigurs í leiknum. Munurinn var 5 stig þegar upp var staðið 78-73. " " BL Leikur: Valur-ÍBK 79-91 Lið: Valur Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Matthias 16-13 _ 3 1 3 1 - 31 Hreinn 5-1 3-0 1 2 1 1 2 4 Ragnar 14-3 2-0 2 4 4 1 2 6 Aðalsteinn _ - - - - _ 0 Bárdur 9-3 10 4 3 2 _ 9 8 Björn 4-1 - 1 4 0 4 2 4 Jóhann 3-0 _ 1 - 1 1 1 0 Arnar 6-4 - 3 5 4 - - 8 Tómas 16-6 2-0 - 3 - 3 5 18 Ari - - - - - - - 0 Leikur: Valur-ÍBK 79-91 Lið: ÍBK Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Falur 16-10 3-2 4 - 1 1 4 32 Guðbjöm - - - - - - - 0 Gestur - - - - - - - 0 Albert 8-4 _ 3 5 3 _ - 8 Egill x8-4 - 3 4 2 1 - 9 Einar 2-0 2-1 1 3 2 1 1 3 Guðjón 6-3 9-1 - 6 6 4 5 10 Kristinn 2-2 _ 1 - 2 _ - 4 JónKr. 13-5 2-2 4 4 2 1 4 19 Brynjar 7-3 - 1 1 1 2 - 6 Keflavík .... 19 15 4 1668-1416 30 KR .......... 20 14 6 1577-1474 28 Haukar...... 20 11 9 1756-1624 22 ÍR........... 20 10 10 1562-1559 20 Tindastóll ..19 4 15 1525-1656 8 Njardvík ... 20 18 2 1781-1498 36 Grindavik .. 20 13 7 ,1620-1482 26 Valur....... 19 10 9 1604-1493 20 Þór.......... 19 2 17 1461-1786 4 ÍS .......... 20 1 19 1272-1867 2 AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGEJRA SPARISKÍFfTEINA RÍKISSJÓEJS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl. 1984-1. fl.SDR 01.02.89-01.08.89 06.02.89 kr. 349,16 kr. ** ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextirog verðbót. **Á gjalddaga, mánudaginn 6. febrúar 1989, eruspariskírteini í þessum flokki innleyst miðað við breytingar á kaupgengi SDR frá 6. febrúar 1984, sem var 30,5988, til innlausnardags hinn 6. febrúar n.k. auk 9% fastra ársvaxta á ofangreindu tímabili að viðbáettum vaxtavöxtum. Eftir 6. febrúar 1989 greiðast hvorki vextir af spariskírteinum í þessum flokki né verða breytingar á innlausnarverði þeirra vegna skráningar á kaupgengi SDR eftir þann dag, nema ákvæði 4. gr. skilmála skírteinanna eigi við. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.