Tíminn - 09.02.1989, Side 5

Tíminn - 09.02.1989, Side 5
Fimmtudagur 9. febrúar 1989 Tíminn 5 Þorsteinsarmurinn“ aftúr af stað við að tefja störf Alþingis, þar sem fyrir liggur að keyra þarf mál í gegnum þingið með hraði: Halldór Blöndal flðskuháls við afgreiðslu mála á þingi Menn velta nú fyrir sér hvort „Þorsteinsarmurinn“, svo kallaði innan þingflokks sjálfstæðismanna, með Halldór Blöndal í fararbroddi ætli að halda áfram að tefja störf þingsins eins og þeir gerðu fyrir jól. Gífurleg óánægja er nú ríkjandi með framkomu Halldórs í fjárhags- og viðskipta- nefnd efri deildar, þar sem fullyrt er að hann sé að tefja afgreiðslu mála eins og lánsfjárlaganna. Halldór Blöndal horfir til himins. Verða maraþonfundir á þingi til að buga hann? Ýmislegt bendir einnig til þéss að „Þorsteinsarmurinn" ætli sér að stunda málþóf, vitandi það að stjórn- inni liggur mikið á að koma efna- hagsráðstöfunum í gegn um þingið fyrir lok þessa mánaðar. Það var eftir Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra haft í gær að fyrstu dagar þingsins hefðu farið í lítið sem ekki neitt. í gær voru ummæli Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra til um- fjöllunar, er hann lét út úr sér á Akureyri fyrir skemmstu þess efnis að 150 af 166 starfsmönnum Seðla- bankans ynnu við að naga blýanta. f þetta fór tæpur klukkutími af tíma þingmanna þann daginn. Upphaf- legur tími til að ræða þessi ummæli var áætlaður hálfur klukkutími, en óskað var eftir umræðunum af Frið- riki Sophussyni. Er sá tími var liðinn tóku menn til máls á þeim forsemd- um að þeir væru að ræða þingsköp, en ræddu áfram blýantanag. Hér eftir getur það orðið mönnum dýrt spaug að starfa hjá vinnuveit- endum sem eru svo greiðviknir að þeir skaffa starfsmönnum sínum góða bíia á kostnað fyrirtækisins. Launþegi sem nýtur slíkra hlunninda getur í ár þurft að greiða hátt í hálfa milljón í staðgreiðsluskatt, eða tæp- lega 38 þús. krónur á mánuði, fyrir það eitt að hafa frí afnot af bíl af fínustu og dýrustu gerð. Hvort hlunnindi af Trabant eru alveg skattfrjáls liggur ekki alveg Ijóst fyrir. Launþegi sem hins vegar léti sér nægja gamlan Skoda og borgaði bensínið á hann sjálfur sleppur aftur á móti með rúmlega 800 kr. í skatt á mánuði af þeim hlunnindum - eða álíka eins og sá sem hefði góðan Benz til umráða þyrfti að greiða sérstaklega fyrir það eitt að hann væri með leðurklædd sæti. Enginn slumpreikningur Ríkisskattstjóri hefur gefið út skattmat í staðgreiðslu fyrir bifreiða- hlunnindi á árinu 1989 og er greini- legt að hann ætlar ekki að sætta sig við neinn slumpareikning á þessum fríðindum. t 22ja blaðsíðna skatta- matsskrá verður ekki annað séð en að rakið sé viðmiðunarverð á öllum bílategundum sem falar eru á íslandi (með einni undantekningu þó). Sérstaka athygli hefur þó vakið hversu nákvæmlega er kveðið á um útreikninga á hinum fjölbreytileg- asta aukaútbúnaði sem bílaáhuga- Þver í deildum og nefndum Það má segja að Halldór Blöndal hafi haldið þinginu í greip sér í gær. Fyrirhugað var að klára fyrstu um- ræðu um ný lög í vaxtamálum og frumvarp um aðgerðir í efnahags- málum í neðri deild þingsins. Bæði frumvörpin eru lógð fram af ríkis- stjórninni. í efri deild var fyrsta mál á dagskrá stjórnarfrumvarp um Seðlabankann. Halldór Blöndal lét kalla til Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra og hélt honum uppi á snakki í deildinni og varð að fresta umræðum um stjórnarfrumvörpin tvö í neðri deild, vegna þess að Jón komst ekki til að mæla fyrir þeini. Þeir sem mest kvarta segja að ekki sé nóg með að Halldór leiði þófið í deildum þingsins, hann hefur tekið upp ný vinnubrögð í nefndarstörf- um. Hann á sæti í fjárhags og viðskiptanefnd efri deildar og kvarta aðrir nefndarmenn sáran yfir frekju Halldórs og lítið málefnalegum menn bæta í farartæki sín. Þannig ber framteljanda að greina frá því ef bifreiðin sem hann hefur til afnota er búin t.a.m. rafmagnslæsingum, dráttarkúlu, hátölurum og/ eða höfuðpúðum að aftan, sóllúgu - og þá hvort hún er hand- eða rafdregin og svo framvegis. Lítum á eftirtalin verðdæmi á aukahlutum í Mercedes Bens úr bifreiðaskrá ríkisskatt- stjóra: Leðuráklæði............ 109.400 kr. Velúráklæði............. 88.000 kr. Leðurlíki (MB-Tex) . . 12.200 kr. Sjálfskipting......... 110.200 kr. Dráttarkúla ............ 52.500 kr. Litað gler.............. 32.800 kr. Rafhituð framsæti . . . 31.200 kr. Léttmálmsfelgur .... 67.800 kr. Höfuðpúðar aftan . . . 17.900 kr. Rafdrifnar rúður (2) . . 38.000 kr. Rafdrifnar rúður (4) . . 67.600 kr. Skattur af fimmtungi bílverðsins í hlunnindamati ríkisskattstjóra er höfuðreglan sú að af bíl sem fyrirtæki lætur launþega í té til fullra umráða og endurgjaldslaust, skal reikna 20% af kostnaðarverði bílsins til tekna hjá launþeganum - og sé ofangreindur aukabúnaður í bílnum skal verð hans bætast við heildarverð hans. ' Af þeim 20% bílverðsins verður launþeginn að borga fullan stað- vinnubrögðum hans þar. Eiður Guðnason formaður nefndarinnar vildi ekki segja á þessu stigi málsins að Halldór tefði störf hennar, en tók fram að hann gæti ekki sagt að Halldóri Blöndal væri beinlínis annt um að störf hennargengjugreiðlega. Aðrir taka dýpra í árinni og segja Halldór tefja vísvitandi fyrir m.a. með því að heimta að kallaðir séu fyrir sömu umsagnaraðilar f tvígang til að fjalla um mál án þess að forsendur hafi breyst í millitíðinni. Mætir hart hörðu? Margir þingmenn stjórnarinnar hafa áhyggjur af framferði Halldórs og vilja að hart verði látið mæta hörðu og hann keyrður niður af hörku á maraþonfundum er stæðu daga og nætur. Aðrir vilja bíða og sjá hvort hamurinn renni ekki af þingmanninum og sagði einn af sam- þingmönnum hans við Tíntann að þetta væri spurning um hvenær Hall- dór sætti sig við það klaufaverk að drepa ríkisstjórn Þorsteins Pálsson- ar. Það er mjög mikilvægt fyrir ríkis- stjórnina að koma þeim sex frum- vörpum sem fylgja nýjuni ráðstöfun- um í efnahagsmálum í gegn fyrir aukaþing Norðurlandaráðs, en það hefst 27. febrúar n.k. og fellur þá greiðsluskatt á ári hverju. Petta 20% hlutfall á við um bíla sem teknir voru/eru í notkun 1987, 1988 og 1989 og kostnaðarverðið er miðað við verð á nýjum samskonar bíl frá umboði á þessu ári. Sé bíllinn eldri sleppur launþegi með að borga skatt af 15% af verði nýs bíls. Borgi launþegi aftur á móti sjálfur bensín og smurningu á bílnum verð- ur hlunnindamatið 4 hundraðshlut- um lægra, þ.e. 16% eða 11% af verði nýs bíls. Trabant (skynsemin) skattfrjals? Sem fyrr segir virðist ein undan- tekning í bílaskrá ríkisskattstjóra - sú, að Trabant finnst þar ekki. Sá varnagli er að vísu sleginn í matsregl- unum, að miða skuli við sambærileg- an bíl ef sá bíll sem meta á er eigi lengur á markaði. Spurningin er; hvaða bíll er sambærilegur við Trabant? Um 75.500 í skatt af bíl fyrir milljon Til að átta sig betur á hlunninda- matinu er ágætt að taka dæmi af nýlegum bíl sem fyrirtæki lætur laun- þega í té og kostar nú nýr eina milljón króna. Samkvæmt framan- þinghald niður í viku vegna þess. Einnig þarf að afgreiða bráðabirgða- lögin og lög um gráa fjármagnsmark- aðinn. sögðu reiknast launþeganum afnotin af bílnum sem 200.000 kr. hlunnindi á árinu, hvar af hann þarf þá að greiða 75.480 kr. í staðgreiðsluskatt, eða 6.290 kr. í viðbótarskatt á mán- uði. Borgi hann bensínið sjálfur lækka hlunnindin í í 160.000 kr. og skatturinn í 60.400 kr., eða 5.030 kr. á mánuði. Af ódýrasta Skoda eða Lada, sem aðeins kosta í kring um fjórðung milljónar yrðu skattar hins vegar aðeins um fjórðungur framangreind- ra upphæða, eða allt niður í rúmlega þúsund krónur á mánuði, og enn minna ef um væri að ræða eldri bíl en 1987 árgerð. Ókeypis afnot af dýrasta BMW 750ÍL, sem kostar tæplega 6 milljón- ir, mundu hins vegar reiknast laun- þeganum sem 1,2 milljóna króna hlunnindi hvar af hann þyrfti að snara út tæplega 453.000 kr. í stað- greiðsluskatt á ári, eða tæplega 38 þús.krónur á mánuði. Þess má geta að aðeins áðurnefnd- ur aukabúnaður sem hægt er að panta með Mercedes Benz getur kostað allt upp undir eina milljón króna - og notendur hans því allt upp í 75 þús. króna viðbótarskatt á ári. Þannig mundi það t.d. kosta laun- þega á fyrirtækis-Benz um 6.000 kr. Tíminn sem er til stefnu er stuttur, einungis það sem eftir er af þessari viku og tvær þær næstu. -ág ■ vv - ”23%, . Með rafdrífna sóllúgu, af henni þarf að greiða 6000 króna skatt. í skatt að hafa rafdrifna þaklúgu á bílnum - um 4.000 kr. skatt til viðbótar ef hann er með dráttarkúlu - og enn um 2.500 kr. skattahækkun fyrir að hafa rafhitun undir sitjand- anum. Forstjora-Skodar í framtíðinni? Af þessu má.ljóst vera að afnot af dýrum bíl í eigu atvinnurekanda geta lækkað summu útborgaðra launa í umslagi launþega verulega. Spurning er hvort einhverjir sem notið hafa slíkra hlunninda fara kannski að óska eftir íburðarminna farartæki? Samningar um slíkt eru vitanlega enn auðveldari þegar launþeginn er um leið eigin vinnu- veitandi, t.d. forstjóri eigin hlutafé- lags. Skyldu „forstjóra-Skodar og forstjóra-Lödur“ kannski að verða algengari við fyrirtæki landsins? - HEI Góöir vinnuveitendur geta oröiö launþegum dýrkeyptir: „Frír“ bíll kostar allt að450.000 kr. í skatt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.