Tíminn - 09.02.1989, Side 14

Tíminn - 09.02.1989, Side 14
14 Tíminn Fimmtudagur 9. febrúar 1989 / TRYGGVI ÞORHALLSSON Mynd af Tryggva Þórhallssyni og Önnu Kiemensdóttur í móttökusal ráðherrabústaðar um 1930. Framhald Tryggva Þórhallssonar beitti sér fyrir, einkum á árabilinu 1927-1931. Rúmsins vegna verður það ekki gert hér. Meðan heilt var miíli Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins þessi ár markaðist ferill ríkisstjórnarinnar af bjartsýni og framtakssemi. Mikill ljómi stafar enn af Alþingishátíðinni 1930, en þar lét forsætisráðherrann, Tryggvi Þórhallsson, að sjálfsögðu mikið til sín taka. Stórvirki voru unnin í þágu atvinnumála til lands og sjávar, svo og í samgöngumálum og menningarmálum. Þá var m.a. Ríkisútvarpið stofnað og Akureyr- arskóli gerður að menntaskóla, lagð- ur grundvöllur að héraðsskólakerf- inu og gagnfræðaskólum í kaupstöð- um landsins. Innanflokksátök En Tryggvi Þórhallsson átti eftir að reyna það, að pólitísk gæfa er hverful. Síðasta ár ráðherradóms hans var fyrir rnargra hluta sakir erfitt og árin sem á eftir fóru ærið sviptingasöm. Alþýðuflokkurinn hætti að styðja stjórn Tryggva snemma árs 1931 vegna ágreinings um kjördæmaskipun, sem óncitan- lega var Alþýðuflokknum óhagstæð og því ekki undrunarefni, þótt liann vildi breytingar á henni. Um það efni náðu Alþýðuflokkurinn og hinn nýstofnaði Sjálfstæðisflokkur (scm svo heitir enn í dag) nokkurri sam- stöðu og bjuggu sig undir að breyta kosningafyrirkomulagi að óvilja Framsóknarflokksins. Tryggvi greip þá til þess ráðs að rjúfa Alþingi og ákvað nýjar alþingiskosningar um sumarið (1931). Þingrof Tryggva Þórhallssonar er einn frægasti pólitískur atburður á (slandi. allt frá tilkomu þingræðis hér á landi. Andstæðingar Fram- sóknarflokksins kölluðu þingrofið lögleysu og gerræði og Tryggva Þór- hallsson pólitískan gerræðismann. Síðar hafa lögfræðingar staðfest að Tryggvi fór rétt að í þessu máli. Meðan niest æsing var í íhaldsliðinu í Reykjavík vorið 1931 út af þingrofi Tryggva sat múgurinn um ráðherra- bústaðinn við Tjarnargötu og ofsótti fjölskyldu forsætisráðherrans, svo að börnum hans var varla vært í skólanum. Þannig var ofstopi Reykjavíkuríhaldsins á þessum árum. Framsóknarflokkurinn vann mik- ið á í kosningunum um sumarið, fékk hreinan meirihluta í sameinuðu þingi og gat myndað flokksstjórn. En þessa stjórn, þótt meirihluta- stjórn væri að formi til, skorti starf- hæfan meirihluta í annarri þingdeild- inni og þannig líkt sett eins og ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar nú. Vafasöm deildaskipting kom í veg fyrir það þá eins og nú að þingmcirihluti fengið notið sín. Sár sem ekki greri Kosningasigur Framsóknarflokks- ins 1931 reyndist Phyrrusarsigur. Flokkuririn lenti í pattstöðu, sem leiddi brátt af sér innanflokksdeilur, málefnalegar og persónulegar, sem enduðu með opinberum klofningi flokksins síðla árs 1933. Því miður er ckki rúm til þess hér að rekja innanflokksdeilurnar í Framsóknar- flokknum á árunum 1932-1933, þótt fróðlegar séu. Ýmsir hafa gert því máli skil í prentuðum ritum og skal til þeirra vísað, svo sem Sóknar og sigra, Sögu Framsóknarflokksins, eftir Þórarin Þórarinsson, Endur- minningar Bernharðs Stefánssonar og ævisögu Eysteins Jónssonar eftir Vilhjálm á Brekku. Þessar svipt- ingar urðu til þess að Tryggvi Þór- hallsson sagði skilið við Framsókn- arflokkinn. Hann þoldi þar ekki við lengur. Hvað sem segja má um þetta flókna klofningsferli, þá fær sá, sem þessar línur ritar, ekki séð, að Tryggvi Þórhallsson hafi sagt sig úr flokknum í þessum sviptingum út af málefnaágreiningi í eiginlegum skilningi, heldur af því að hann vildi ekki búa við það ranglæti sem hon- um fannst vera, að tveimur þing- mönnum (sem gengu gegn meiri- hlutanum í sambandi við stjórnar- myndunarhugmyndir) væri vikið úr flokknum. Brottför Tryggva var mótmælayfirlýsing gegn ofríki meiri- hlutans, sem honum þótti vera. Framsóknarflokkurinn kom særður úr þessum átökum. Sagt er í bjart- sýni að öll sári grói. Það sár, sem þó gat ekki gróið, var sú ógæfa að missa Tryggva Þórhallsson úr forystusveit Framsóknarflokksins. Ævilok Þegar hér var komið réðst Tryggvi í það með fleiri fyrrverandi frant- sóknarmönnum að stofna nýjan stjórnmálaflokk, Bændaflokkinn. Hann bauð sig fram fyrir flokkinn í kjördæmi sínu, Strandasýslu, í kosn- ingum 1934, en náði ekki kosningu. Þar með mátti heita lokið áhrifarík- um stjórnmálaferli Tryggva Þór- hallssonar. Hann einbeitti sér nú að starfi sínu sem bankastjóri Búnaðar- bankans, en átti skammt eftir ólifað. Hann andaðist úr sjúkdómi, sem hafði bagað hann í mörg ár, 31. júlí 1935. Tryggvi Þórhallsson var glæsilegur stjórnmálaforingi að mati þeirra sem hann þekktu af eigin raun. Sem persóna á pólitísku sviði 20. aldar ber hann afar hátt. Undarlegt má það heita að ævi hans og afrek skuli ekki hafa freistað sagnfræðinga sem viðfangsefni, því að þar er af miklu að taka. Sjálfur varTryggvi Þórhalls- son sagnfræðingur, þótt ekki ætti fyrir honum að liggja að stunda þau fræði svo náið sem hann hafði vilja og upplag til. í sambandi við aldaraf- mæli hans mun koma út áður óprent- að rit hans um Gissur biskup Einars- son og siðskiptatímann. Þá fá ís- lenskir lesendur tækifæri til þess að kynnast fræðimannshliðinni á Tryggva Þórhallssyni. Tryggvi Þórhallsson kvæntist árið 1913 Ónnu Guðrúnu Klemensdóttur landritara Jónssonar. Hún lifði mann sinn f nærri 52 ár, andaðist 27. jan. 1987. Heimili þeirra var alla tíð í Laufási. Þau eignuðust sjö börn sem öll eru á lífi. Þau eru: Klemens, fyrrv. hagstofustjóri, Valgerður, fyrrv. skrifstofustjóri Þjóðleikhúss- ins, Þórhallur, fyrrv. bankastjóri, Agnar, fyrrv. framkvæmdastjóri Búvörudeildar SÍS, Þorbjörg, hús- freyja og framkvæmdastjóri, Björn, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, Anna Guðrún, húsfreyj a og kennari. Ingvar Gíslason. Hjúkrunar- fræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina á Djúpavogi. 2. Staða hjúkrunarforstjóra og hálf staða hjúkrun- arfræðings við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Þórshöfn. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Neskaupstað. 6. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Egilsstöðum. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina á ísafirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 6. febrúar 1989. Drögum úr hraða - ökum af skynsemi! UMFERÐAR RÁÐ MINNING Guðbjörg Ketilsdóttir Kópavogsbraut 20 Fædd 13. mars 1911 Dáin 30. janúar 1989 Við systur kynntumst henni haust- ið 1980, þegar við fluttumst sem leigjendur inn á kvistinn hjá henni og Sveini á Kópavogsbraut 20. Þá hafði önnur okkar búið á 7 stöðum á 5 árum, einsog títt er um skólafólk af landsbyggðinni, en hin var rétt að byrja. Þarna var síðan heimili okkar það sem eftir var af námsárunum, önnur bjó þarna í rúm 4 ár en hin er þarna enn. Það er ólíklegt að margir lcigjendur hafi búið við jafn góðar aðstæður og við gerðum öll þessi ár, bæði lága leigu og notaleg kynni af húsráðendum. Fannst okkur stund- um sem við værum þarna sumpart í svolitlu fóstri. Guðbjörg var að verða sjötug þennan fyrsta vetur. Hún var bæði lágvaxin og grönn, en við fundum fljótt að þarna var mikil persóna. Það er stundum sagt að morgun- stund gefi gull í mund. Eftir þessu lifði Guðbjörg svo sannarlega. Hún var alltaf komin af stað kl. 7 á morgnana. Þá notaði hún gjarnan fyrstu stundir dagsins til að baka, flatkökur, kleinur eða þá vínarbrauð með sultu á milli. Það kom ósjaldan fyrir að þegar við skriðum fram úr á morgnana, væri búið að lauma upp til okkar poka með örlitlu af nýbök- uðu, volgu og ilmandi bakkelsi; „Þetta er ekki neitt, svona rétt með morgunkaffinu," sagði hún. Efsnjór var eða bylgusu hafði gert um nótt- ina fór hún gjarnan út að moka tröppurnar, þannig að þegar við lögðum af stað í skólann fyrir kl. 8, gengum við auðar tröppur. Þetta sagðist Guðbjörg gera til að fá hreyfingu. Það skipti hana engu þótt snjómokstur væri vart talinn fyrir sjötugar konur. Þegar heirn kom, var okkur af og til boðið að líta í blöðin. Síðan var spjallað um heima og geima. Sagði hún þá frá þegar hún var stelpa undir fjöllunum eða í Vestmannaeyjum og þegar hún vann í þvottahúsi spítalans. Ef eitthvað sérstakt var á sjónvarpsdagskránni var okkur boðið að líta á sjónvarpið hjá þeim niðri (okkar var í sauða- litunum). Á eftir fylgdi stundum heitt kakó eða te og meðlæti. Guðbjörg var af þeirri kynslóð sem var alin upp í því að konan helgaði sig fyrst og fremst heimili, eiginmanni og börnum. Þeim skyld- um sinnti hún sýnilega af stakri natni. Fjölskyldan var greinilega samhent og heimilið bar þess merki að um það var farið hirðusömum höndum, því aldrei sást þar blettur eða hrukka á nokkrum hlut. Fjöl- skyldan ræktaði sameiginlega græn- meti í garðinum við húsið og kunni Guðbjörg ýmis húsráð varðandi ræktunina. Hún var líka ein þeirra fjölmörgu kvenna sem helguðu ís- lenskum ullariðnaði hluta síðustu starfskraftanna. Hún prjónaði ósköpin öll af vettlingum og húfum og öðru þessháttar fyrir Hand- prjónasambandið. Allt unnið af sömu vandvirkninni. Hún vann greinilega vinnunnar vegna, því eins og margar konur vita sem vinna við þessa atvinnugrein þá koma greiðsl- ur fyrir vörurnar oft bæði seint og illa. Guðbjörg fylgdist vel með öllu í kringum sig, landsmálum sem öðru. Þar hafði hún greinilega myndað sér sínar sjálfstæðu skoðanir. Hún keypti líka alltaf sitt dagblað þótt bóndinn fengi annað. Þrátt fyrir alla umhyggjusemi, fundum við aldrei til neins sem kalla hefði mátt afskiptasemi af einhverju tagi, eins og oft vill verða þegar tvær kynslóðir búa undir sama þaki og nota sömu útidyrnar. Undruðust vinir okkar og kunningjar oft hvern- ig hægt væri að búa árum saman í svo nánu sambýli án þess að til árekstra kæmi. Þessi sæmdarhjón á Kópavogs- brautinni voru alltaf svolítið eins og afi okkar og amrna. Þegar Helgi Haukur fæddist tóku þau honum með sömu hlýju eins og um þeirra eigið barnabarnabarn væri að ræða. Víst var að þegar sá stutti fór að stækka og brjóta heilann um tilver- una sá hann að fyrst hún Guðbjörg var. svolítið eins og langömmurnar hans þá hlutu langafarnir hans, sem allir voru dánir að hafa verið svolítið eins og hann Sveinn. Fyrir rúmu ári veiktist Guðbjörg. Okkur fannst reyndar ótrúleg mót- staða í þessari litlu, grönnu konu. Nú er hún búin að fá þráða hvíld. Við systur þökkum henni elskuleg kynni. Sveini, Sólveigu, Gilla og Vilborgu sendum við dýpstu samúð- arkveðjur frá okkur og hinum í fjölskyldunni á Sandlæk. Elia og Vala

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.