Tíminn - 09.02.1989, Side 16

Tíminn - 09.02.1989, Side 16
Fimmtudagur 9. febrúar 1989 16 Tíminn DAGBÓK llllllllli Karólína Eiríksdóttir tónskáld Þorsteinn Hauksson tónskáld Myrkir músíkdagar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Fyrstu tónleikar „Myrkra músíkdaga“ verða á laugardag 11. febr. kl. 17:00 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laug- arnestanga 70. Flytjendur á tónleikunum eru Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari, Kristinn Sigmundsson baritónsöngvari og Guðríð- ur S. Sigurðardóttir píanóleikari. Flutt verða verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Forstein Hauksson, Vladimir Agopov og Önnu Jastrzebska. Vcrkin fjögur, sem heyrast á þessum tónleikum voru samin að tilhlutan Norrænu Tónlistarháskólanna og NOMUS. Myndakvöld Útivistar Jötunheimar - Aðalvík Myndakvöld Útivistar veröur í kvöld, fiinmtud. 9. febrúar kl. 20:30 í Fóst- bræðraheimilinu Langholtsvegi 109. Fyrir hlé veröa sýndar myndir úr vel- heppnaöri gönguferö Útivistar um Jötun- heima í Noregi 20.-28. ágúst 1989. Jötun- heimar eru að hluta til þjóðgarður og eitt fjölbreyttasta og þekktasta fjallasvæöi Noregs. Ný ferð þangað með brottför 18. ágúst verður kynnt. Eftir hlé sýnir Sigurður Sigurðarson myndir úr ferð í Aöalvík á sl. sumri. Sambærileg ferð verður á dagskrá Útivist- ar 20.-25. júlí. Nýja ferðaáætlunin liggur frammi. Góðar kaffiveitingar kvenna- nefndar í hléi. Athugið að myndakvöldið er öllum opið jafnt félögum sem öðrum. Muniö árshátíðina í Skíðaskálanum þann 18. febr. Sjáumst! Útivist. ferðafélag Aukasýningar á Kossi kóngulóarkonunnar Vegna mikillar aðsóknar hefur Alþýðu- leikhúsið tvær aukasýningar á leikriti Manuels Puig, Kossi kóngulóarkonunn- ar. Sýningarnar verða á föstudag kl. 20:30 og sunnudaginn kl. 17:00 í Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni - fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelii 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg, Búðargérði 10, Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Skákþing Hafnarf jarðar Skákþing Hafnarfjarðar hefst sunn- udaginn 12. febrúar kl. 20. Teflt verður þrisvar í viku, sunnudaga, þriðjudaga og föstudaga kl. 20. Umhugsunartími verður 2 tímar á 40 leiki og síðan biðskák. Teflt verður í húsi Dvergs h/f við Lækjargötu. Öllum er hcimil þátttaka í mótinu. Myndlistasýning í Sparisjóði Reykjavíkur við Alfabakka 14 Sunnudaginn 29. janúar kl. 14:00-17:00 mun Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis opna myndlistarsýningu í útibú- inu Álfabakka 14, Breiðholti. Sýnd verða verk eftir Sigurð Þóri Sigurðsson. Sigurður Þörir Sigurðsson er fæddur árið 1948. Hann stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands á árunum 1968-’70 og síðan í Listaháskólanum í Kaupinannahöfn til 1978. Sigurður Þórir hefur haldið margar einkasýningar í Reykjavík nú síðast að Kjarvalsstöðum 1988. Erlendis hefur hann haldið sýningar í Kaupmannahöfn og Þórshöfn í Færeyj- um og tekiö þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlcndis. Vcrk Sigurðar Þóris eru m.a. í eigu Listasafns íslands, Listasafns ASÍ. Sýningin að Álfabakka 14 mun standa yfir til 31. mars og verður opin frá mánudegi til fiinmtudags kl. 09:15-16:00 og föstudaga kl. 09:15- 18:00. Sýningin er sölusýning. Krabbameinsfélag íslands: „Opið hús“ í Skógarhlíð í dag ( Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra í dag, og á hverjum fimmtud., kl. 17:00-19:00. Bækur og blöð liggja frammi, einnig spil og töfl. Umræöuhópar settir í gang og félagsleg og sálfræðileg þjónusta veitt þeim sem þess óska. Gestir í dag verða Lilja Þormar og Bryndís Konráðsdóttir og kynna starf- semi heimaaðhlynningar Safnaðarfélag Ásprestakalls Kaffisala félagsins verður sunnudaginn 12. fcbrúar í félagsheimilinu eftir messu. sem hefst kl. 14.00. Allir velkomnir. BILALEIGA meö utibú allt i kringum landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum slað og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar '. FARFUGLAR á íslandi 50 ára Föstudaginn 10. febrúar verður Far- fuglahreyfingin á íslandi 50 ára, en hún var stofnuð í Menntaskólanum í Reykja- vík þann dag 1939. Fyrst framan af starfaði hún sem ferða- klúbbur í ýmsum skólum landsins. Fljót- lega var ráðist í að koma upp „Hreiðrum" í nágrenni Reykjavíkur og víðar. Síðan í fyrstu ferð Farfugla í Þórsmörk 1942 hefur Sleppugil verið sérstakur griðastað- ur þeirra og þar hafa Farfuglar séð um gróðurrækt síðustu 35 árin. Valaból, sem er hellir í Valahnjúkum, sunnan Hafnar- fjarðar, er annar áningarstaður Farfugla. Nú hefur starfsemi Farfugla færst meira í rekstur Farfuglaheimila vítt og breitt um landið. Farfuglar reka einnig ferðaskrif- stofu sem sérhæfir sig í innanlandsferð- um. íslenska Farfuglahreyfingin er aðili í Alþjóðasamtökum Farfugla IYHF, sem starfar nú í yfir 60 löndum um allan heim og teljast innan samtakanna rúmlega 6000 Farfuglaheimili. Ýmislcgt er fyrirhugað til tiibreytingar á afmælisárinu, og veröur haldinn afmæl- isfundur á afmælisdaginn, en laugardag- inn 11. febrúar verður haldin árshátíð í nýja Farfuglaheimilinu. Sundlaugavegi 34. Félag eldri borgara Opiö hús í Goðheiinum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag. Kl. 14.00 er frjáls spila- mennska. KI. 19.30 er félagsvist og kl. 21.00 dansað. Okeypis hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI 680001 Til sölu MAZDA 626 GLX 4ra dyra Sjálfskiptur, árg. ’85, rafmagn í rúðum, vökvastýri/veltistýri, centrallæsingar, ný snjódekk, dráttarkúla. Ekinn 55 þús., í toppstandi. Aðeins bein sala eða skuldabréf. Upplýsingar í síma 685582. ÚTVARP/SJÓNVARP Rás I FM 92,4/93.5 Fimmtudagur 9. febrúar 6.45 Veöurfiegnir. Bæn, séra Irma Sjöfn Úskars- dóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið meö Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið út forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Baldur Sigurðsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn - „Sitji guðs englar“ Höfundurinn Guðrún Helgadóttir les. (4) (Einnig um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 Sans - Frá sjónarhóli neytenda Jón Gunn- ar Grjetarsson sér um þáttinn. (Einnig útvarpað kl. 18.20 síðdegis). 9.40 Landpósturinn - Frá Norðurlandi Umsjón: Pálmi Matthíasson á Akureyri. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. horfa við landslýð, sími þjóðarsálarinnar er 38500. 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Áfram ísland Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins Meðal efnis: „Kista Drakúla" eftir Denriis Jörgensen í útvarpsleik- gerð Vernharðs Linnets. Lokaþáttur. (Áður flutt í Barnaútvarpinu). 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum ensku Ensku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslu- nefndar og Málaskólans Mímis. Tólfti þáttur endurtekinn frá liðnu hausti. 22.07 Sperrið eyrun Anna Björk Birgisdóttir leikur þungarokk á ellefta tímanum. 01.10 Vökulögin Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá mánudegi þátturinn „Á frívakt- inni“ þar sem Póra Marteinsdóttirkynniróskalög sjómanna. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmálaútvarpi fimmtudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlands 11.03 Samhljómur Umsjón: Leifur Pórarinsson. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Nornir Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Blóðbrúðkaup" eftir Yann Queffeléc Guðrún Finnbogadóttir þýddi. Þórarinn Eyfjörð les (11). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Fimmtudagssyrpa Magnúsar Einarssonar. (Endurflutt aðfaranótt sunnudags eftir fréttir kl.2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Morð í mannlausu húsi“, framhaldsleikrit eftir Michael Hardwick byggt á sögu eftir Arthur Conan Doyle. (Endur- tekið frá þriðjudagskvöldi). 15.45 Þingfréttir 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - „Virgill litli“ eftir Ole Lund Kirkegaard. Sigurlaug Jónasdóttir les 3. lestur. Þýðing: Þorvaldur Kristinsson. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Mozart og Boccherini -Fiðlusónata í A-dúr K.526 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. György Pauk leikur á fiðlu og Peter Frankl á píanó. - Kvintett í e-moll fyrir gítar og strengjakvartett eftir Luigi Boccherini. Julian Bream leikur með Cremona-kvartettinum. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan Fréttaþáttur um eriend málefni. 18.20 Sans - Frá sjónarhóli neytenda Jón Gunn- ar Grjetarsson sér um þáttinn. (Endurtekinn frá morgni). Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.32 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni sem Baldur Sigurðsson flytur. 19.37 Kviksjá Páttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn - „Sitji guðs englar“ Höfundurinn Guðrún Helgadóttirles. (4) (Endur- tekinn frá morgni). 20.15 Tónlistarkvöld Útvarpsins -Frá tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur 18. des. sl. í Áskirkju. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Stjórnandi: Ann Wallström. Á efnisskránni eru verk eftir Jean-Baptiste Lully, Jean-Philippe Rameau, Marin Marais, André Campra og Jean-Marie Leclair. Leikið er á barrokkhljóðfæri. - Sinfóníuhljómsveit íslands leikur konsert í B-dúr fyrir fagott og hljómsveit eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Stjórnandi og einleikari: Ar- thur Weisberg. Kynnir: Bergþóra Jónsdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma Guðrún Ægisdóttir les 10. sálm. 22.30 Aldarminning Tryggva Þórhallssonar Gunnar Stefánsson tók saman (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 15.03). 23.10 Fimmtudagsumræðan 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Leifur Þórarinsson. (Endurtekinn frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin 7.03 Morgunútvarpið Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum. 9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva Ásrún kl. 9 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur. - Afmæliskveðjur kl. 10.30. 11.03 Stefnumót Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Umhverfis landið á áttatíu Margrét Blöndal og Gestur Einar Jónasson leika þrautreynda gullaldartónlist og gefa gaum að smáblómum í mannlífsreitnum. 14.05 Milli mála, Óskar Páll á útkíkkl - Útkíkkið kl. 14.14, allt sem þú þarft að vita um það sem fólk er að aera í mannbótaskyni. - Hvað er í bíó? - Olafur H. Torfason. - Fimmtudagsgetraunin endurtekin. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigríður Einarsdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustenda- þjónustan kl. 16.45. -Meinhomið kl. 17.30, kvartanir og nöldur, sérstakur þáttur helgaður öllu því sem hlustend- ur telja að fari aflaga. - Stóru mál dagsins milli kl. 17 og 18. - Pjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu að loknum fréttum kl. 18.03. Málin eins og þau SJÓNVARPIÐ Fimmtudagur 9. febrúar 18.00 Heiða. (33). Teiknimyndaflokkur byggður á skáldsögu Jóhönnu Spyri. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. Leikraddir: Sigrún Edda Björns- dóttir. 18.25 Stundin okkar - endursýning. Umsjón Helga Steffensen. Stjórn upptöku Pór Elís Pálsson. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Jörðin. Annar þáttur. Bresk fræðslumynd í þremur þáttum. Þulur Guðmundur Ingi Kristjáns- son. 19.55 Ævintýri Tinna. Ferðin til tunglsins (16). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 í pokahorninu - Eyðing. Þáttur um mynd- listarnemann Guðmund Rúnar Lúðvíksson. Umsjón og stjóm upptöku Þór Elís Pálsson. 20.45 Á sólgylltum vængjum. (Birds of the Sun God). Bresk náttúrulífsmynd um kólibrífugla. Þýðandi óskar Ingimarsson. 21.15 Matlock. Bandarískur myndaflokkur um lög- fræðinginn snjalla leikinn af Andy Griffith. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.00 íþróttasyrpa. Ingólfur Hannesson stiklar á stóru í íþróttaheiminum og sýnir svipmyndir af innlendum og erlendum íþróttaviðburðum. 22.30 Atli Heimir í Finnlandi. Finnskur tónlistar- þáttur þar sem meðal annars er fjallað um tónsmíðar Atla Heimis Sveinssonar. Þýðandi Trausti Júlíusson. (Nordvision - Finnska sjón- varpið). 23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok. Fimmtudagur 9. febrúar 15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhaldsþátt- ur. New World International. 16.30 Með Afa. Endurtekinn þáttur frá síðastliðn- um laugardegi. Afi sýnir ykkur myndirnar Skelja- vík, Túni og Tella, Skófólkið, Glóálfarnir, Sögu- stund með Janusi, Popparnir og margt fleira. Leikraddir: Árni Pétur Guðjónsson, Elfa Gísla- dóttir, Eyþór Árnason, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Þórðardóttir, Jóhann Sigurðsson, Júlíus Brjánsson, Randver Þorláksson, Saga Jóns- dóttir og Sólveig Pálsdóttir. Dagskrárgerð: Guðrún Pórðardóttir. Stöð 2. 18.00 Fimmtudagsbitinn. Blandaður tónlistarþátt- ur. Music Box. 18.50 Kim Larsen. Söngvarinn flytur nokkur sinna bestu laga. 19:19 19:19 Lifandifréttaflutningurásamtumfjöllun um málefni líðandi stundar. 20.30 Morðgáta. Murder She Wrote. Jessica leysir morðmálin af sinni alkunnu snilld. Aðalhlutverk: Angela Lansbury. Þýðandi: Örnólfur Árnason. MCA. 21.20 Forskot á Pepsí popp. Kynning á helstu atriðum tónlistarþáttarins Pepsí popp sem verð- ur á dagskrá á morgun. Stöo 2. 21.30 Þríeykið. Rude Health. Breskur gaman- myndaflokkur í sjö hlutum. 5. hluti. Aðalhlutverk: John Wells, John Bett og Paul Mari. LWT. 21.55Crunch. Spennumynd sem fjallar um lög- reglumann í morð- og innbrotadeild lögreglunn- ar í L.A. og ungan samstarfsmann hans. Aðalhlutverk: Yaphet Kotto, Stephen Nathan og Richard Venture. Leikstjóri: E.W. Swackhamer. Framleiðendur: M.J. Frankowich og William Self. Þýðandi: Sveinn Eiríksson. 20th Century Fox. Sýningartími 100 min. Ekki við hæfi barna. Aukasyning 26. mars. 23.35 Blað skilur bakka og egg. The Razor s Edge. Sígild mynd sem byggir á sögu eftir W. Somerset Maugham. Aðalhlutverk: Tyrone Power, Gene Tiemey, Clifton Webb, Herbert Marshall og Anne Baxter. Leikstjóri: Edmund Goulding. Framleiðandi: Darryl F. Zanuck. Pýð- andi: Hersteinn Pálsson. 20th Century Fox 1946. Sýningartími 140 mín. s/h. Lokasýning. 01:55 Dagskrárlok. TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 121 Á Rás 2 kl. 16.05 á sunnudag

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.