Tíminn - 11.02.1989, Side 1
nr*i*vtiT C< t
Hann fór í Kanalinn
Jón Eiríksson viröist hafa verið óaöfinnanlegur í öllu sem hann aðhafðist.
En við úlfana í stjórnardeildunum og kvenfólkið á heimili sínu réði hann ekki
Dagur er að kvöldi kominn í hinu konunglega rentu-
kammeri Kristjáns 7. í Kaupmannahöfn. Að vanda stígur
Jón Eiríksson, konferensráð, upp í vagn sinn og heldur
heimleiðis eftir mæðusaman dag. Hann hefur að vanda
hlýtt á mörg mál um daginn, bænir og áklögur, en sem
5. „depúteraður“ í rentukammerinu hefur hann úrskurð-
arvald í verslunarmálefnum íslands, Grænlands, Finn-
merkur og Færeyja við þessa miklu valdastofnun. Hann
er einn elsti og virtasti embættismaðurinn þarna, 59 ára
að aldri, oftast Ijúfur og hægur við háa sem lága, en á þó
til að fuðra upp svo augun skjóta gneistum. Meira að
segja forseti rentukammersins hefur séð hann í slíkum
ham.
Vagninn skröltir yfir ósléttar götur
dönsku höfuðborgarinnar - leiðin
liggur heim að Stormgötu númer 5,
þar sem hann hefur búið hin síðustu
níu árin. En að þessu sinni ætlar Jón
Eiríksson ekki alla leið. Hann veit
að það er ekki aðeins þessi dagur
sem er að kvöldi kominn, heldur
iíka sjálfs hans ævi. Daprandi sjón,
þrúgandi svefnleysi og slitnir kraftar
af stanslausu erfiði síðustu áratuga
hafa sett mark sitt á magurt og slitið
andlitið og mótstöðuaflið til þess að
spyrna gegn undirróðri metnaðar-
gjarnra úlfa í ráðuneytunum fer
þverrandi. Rentukammerið er sjálf
höll Goðmundar á Glæsivöllum og
þær vistarverur þekkja fáir betur en
Jón. Sjónir hugans hvarfla um æsku-
stöðvarnar í Suðursveit, staðinn í
Skálholti, þar sem Harboe tók hann
upp á arma sína og árin í Þrándheimi
hjá Dass. Hann hefur átt vináttu
bestu og voldugustu manna ríkisins
og hafist til æðstu metorða, án þess
að leita sjálfur eftir þeim. Á íslandi
hefur nafn hans lengi verið vafið
ævintýraljóma, þaðan hafa aliir
mænt út til hans. En allir dagar eiga
sér kvöld...
Hann kallar tii ekilsins og biður
hann að stansa. Ekillinn hlýðir, en
áður en hann getur litið við heyrir
hann skvamp í vatninu. Inni í vagn-
inum liggur aðeins vasaúr Jóns Eir-
íkssonar, hattur hans og yfirhqfn.
Ekillinn hieypur til og fær dregið
húsbónda sinn á land. En hann hefur
hlotið meiðsl á höfði og læknum
tekst ekki að bjarga lífi hans. Með
handabandi þakkar hann þeim
hjálpartilraunir þeirra, áður en hann
gefur upp öndina.
Hann var fæddur að Skálafelli í
Suðursveit þann 28. ágúst 1728.
Ekki var björgulegt um að litast á
íslandi og þá síst í fæðingarsveit
hans er hann sá fyrst dagsins ljós.
Árið áður hafði orðið stórgos í
Öræfajökli og jökulhlaup orðið
þrem mönnum að bana, eytt lönd og
búfénað. Þetta ár urðu og mikil gos
í Mývatnssveit og mátti segja að
eldar og harðindi veittu mönnum
geysilegar búsifjar, en veturinn
1728-29 voru hafþök af ís fyrir
Norðurlandi og Vesturlandi, allt
suður á Suðurnes og fellir afskapleg-
ur.
Það hefur því ekki verið af miklu
að taka hjá Eiríki Jónssyni að Skála-
felli, snauðum bónda með mikinn
barnahóp, en systkini Jóns sem upp
komust voru sjö. En Jón bóndi og
kona hans, Steinunn Jónsdóttir,
voru hins vegar vandað fólk og gott
og talin meðal helstu merkismanna í
almúgaröð. Einkum mun Steinunn
hafa verið orðlögð fyrir góðar gáfur.
Naut Jón eldri sonur hennar snemma
góðs af tilsögn hennar og hvatningu.
í Skálholtsskóla
Það er sagt um Jón Eiríksson, svo
sem til marks um gáfur hans að hann
hafi verið fermdur aðeins átta ára
gamall, því þá var ferming ekki
bundin við aldur heldur námsgáfur
og skynbragð lærdómsins, eins og
Sveinn Pálsson kemst að orði í
æviágripi Jóns. Það er haft eftir
yngra bróður hans, sem raunar hét
einnig Jón, að þegar hann var barn
að aldri hafi hann mjög lagt sig eftir
öllum utanaðbókarlærdómi, sem þá
var í mestum metum. Lærði hann
mikinn fjölda af bænum og sálmum
og eitt sinn er hann hafði eignast nýtt
lærdómskver og þótti sem ekki gengi
nógu fljótt að læra það utan að, þá
reif hann eitt eða tvö blöð úr kverinu
og renndi þeim niður. Mun álíka
lærdómsáhugi vandfundinn nú á
dögum í skólum voruni.
Jón var á barnsaldri settur til
mennta til móðurbróður síns, Vig-
fúsar prests Jónssonar og níu ára var
hann sendur í læri til prestsins í
Einholti á Mýrum í Hornafirði, sem
brátt komst að lærdómsgáfum hans
og tók að segja honum til í latínu.
Frá tíu til fjórtán ára aldurs var hann
svo á ný í umsjá Vigfúsar, sem þá
var orðinn prestur á Stöðvarfirði. Á
sumrin var hann hins vegar hjá
foreldrum sínum og var sendur ein-
samall á milli vor og haust, sem nú
mundi þykja heldur harðneskjulegt.
í æviágripi sínu hefur Jón sagt:
„Svona varð ég strax á unga aldri
að ferðast, oftast aleinn, vor og
haust, þann langa og vegna brattra
fjalla og stórvatna hættulega veg. En
þar með gafst mér á öndverðri ævi
hentugt tilefni að þekkja náðarríka
vernd guðs af eigin reynslu."
Að liðnum námstímanum hjá Vig-
fúsi þótti Jón vel hæfur til inntöku í
Skálholtsskóla. Jón biskup Árnason
hafði hins vegar lagt svo fyrir að
námssveinarnir skyldu sjálfir kosta
sig fyrsta árið og engrar „ölmusu"
njóta, og var þetta gert svo hún
veittist ekki óverðugum. Foreldrar
Jóns rituðu þó biskupi og báðu hann
vægðar gegn þessu ákvæði, vegna
gáfna hans og námshæfileika. Lagði
Jón af stað í góðri trú haustið 1742,
en fékk neitunarbréf frá biskupi á
miðri leið. Sneri hann þá við og var
um veturinn í forcldrahúsum. Jón
biskup andaðist hins vegar skömmu
eftir þetta og fengu góðir menn því
til leiðar komið að stjórnendur Skál-
holtsskóla, ekki síst Finnur biskup
Jónsson, veittu honum strax við-
töku. Fékk hann sæti ofarlega í
neðra bekk.
Fararefnin voru rýr hjá þessuni
unga námssveini og „ölmusa" bauð
ekki upp á beysinn kost og er rétt að
láta Jón Eiríksson sjálfan lýsa kost-
inum, en hann var ekki vanur að
lasta né finna að neinu án orsaka:
„Þar á móti lá við sjálfa garða að
ég minn fyrra vetur í Skálholtsskóla,
ef ekki dæi útaf - þá nálega koðnaði
upp af sulti og órækt, þar vasapyngj-
an var helst til lítt hlaðin, til að ég
gæti keypt mér það ég þurfti og ég
of fjarlægur foreldrum mínum til að
þau gætu hjálpað mér, en skuldum
Jón Eiríksson. Myndin er hluti af
brjóstmynd, sem Bertel Thorvald-
sen gerði af honum í fullri stærð.
Styttan mölbrotnaði hinsvegar í
flutningi til íslands og aðeins andlitið
varðvcittist.
vildi ég ekki safna. Allar viðgerðir
til fæðis og þjónustu voru í sannleika
svo að gáfuvænlegum piltum var ei
viðurvært, því síður að rétt væri af
þeim betalingur heimtaður þar fyrir,
framar en konungleg boð til stóðu.
Það var dýrkeypt nóg að leggja þar
fjör sitt og heilbrigði í sölurnar."
Harboe kemur til sögu
Eftir dvöl í foreldrahúsum um
sumarið hélt Jón enn í skólann og nú
var breyting á orðin, þar sem Ludvig
Harboe, prestur og síðar Sjálands-
biskup sat í Skálholti þennan vetur.
Var hann sendur til íslands af kon-
ungi, til þess að kynna sér ástand
kirkjunnar og skólanna. Gaf hann
m.a. út svonefnda „skólaforordn-
ingu" sem bætti mjög aðbúnað pilta
og þjónustu.
Þess er getið að Jón hafi strax
aðhyllst Harboe öðrum piltum
framar, enda veitti Harboe honum