Tíminn - 11.02.1989, Side 3

Tíminn - 11.02.1989, Side 3
Laugardagur 11. febrúar 1989 HELGIN 13 Árið 1774 færist yfirstjórn verslun- armála Grænlands og Finnmerkur einnig yfir á hendur Jóns Eiríksson- ar. 1776 var hann 5. „depúteraður“ í rentukammerinu og 2. „depúterað- ur“ í aðaltollskrifstofunni. (Kommitteraðir voru þeir nefndir á þessum tíma, sem rétt höfðu til að segja skoðanir sínar á málum í stjórnardeildunum, en depúteraðir voru hærra settir, því þeirra var að taka ákvarðanir á tillögum hinna. Tignarstöður Jóns voru því með þeim æðstu á þessum vettvangi.) Á konunglega bókasafninu Áður er getið um hinn mikla áhuga Jóns á norrænum fræðum. sem vaknaði er hann tók að lesa hin gömlu rit ættjarðar sinnar á safni Áma Magnússonar. í>að var því að vonum að hann yrði glaður við þegar hann árið 1781 var gerður vörður eða hirðir hins stóra konunglega bókasafns í Kaupmannahöfn. Þetta embætti stundaði hann með slíkri alúð að allir sem til þekktu dáðust að og víðfrægðu. Auk þess sem hann vann í safninu tvær klukkustundir á hverjum morgni og iðulega á kvöldum. barðist hann fyrir því að fé var veitt til þess að gera nýja skrá um handrit safnsins og var það verk sem nýttist mörgum þá óbornum kynslóðum. Tók þetta á kraftana, þar sem enn var aukið á embættisskyldur hans. Hann varð meðlimur í stjórnarráði fyrir ísland, Grænland, Finnmörk og Færeyjar, skólastjórnarmeðlimur Sóreyjarhá- skóla og umsjónarmaður með nýju korti yfir Noreg. Heimiliserfíðleikar áttu ásamt and- róðri í stjórnardeildunum þátt í að hann lést aðeins 59 ára að aldri. í höllu Goðmundar Maður sem svo var innvígður orðinn í æðstu embætti og kunnur leiðum til valda og áhrifa í ríkinufór ekki á mis við þá öfund og baktjalda- makk, sem slíku fylgir jafnan. Nógir voru þeir sem sjálfir vildu skipa slík embætti og ná þeim vegtyllum, sem Jóni Eiríkssyni höfðu hlotnast. Var það heldur ekki óalgengt að ýmsir menn settu fótinn fyrir framgang þeirra mála sem honum voru hjart- fólgnust, svo stundum hlutu þau aðra afgreislu en hann hefði kosið. Þessa beisku reynslu áttu síðar hátt- settir valdamenn íslenskir eftir að öðlast, sbr. Grím Thomsen, er hann gegndi störfum í dönsku utanríkis- þjónustunni og lýsti eftirminnilega í kvæðinu um Goðmund á Glæsivöll- um. Eitt slíkra mála var sala Skál- holtsstóls og eigna hans og flutningur skólans til Reykjavíkur. Varð úr að skólinn var fluttur og er víst um að ekki varð sú ráðstöfun islenskum skólamálum til heilla, a. m. k. fram- an af. Varð Jóni þessi niðurstaða mála til mikillar skapraunar. Þá vildi Jón hafa allt annan hátt á afnámi einokunarverslunarinnar en varð, ekki síst leist honum miður á að verslunarmál íslands voru nú sniðin eftir því lagi sem tíðkaðist í dönsku nýlendunum. Marga menn mætti nefna sem Jóni urðu þungir í skauti og báru mál hans af leið. Einn þeirra var Eggers nokkur, metnaðargjarn gáfumaður og harðduglegur, sem mjög var í náðinni hjá ráðherrunum Schimm- elmann og Reventlow, en sá fyrr- nefndi er talinn eitt mesta fjármála- séní danskrar stjórnmálasögu, slæg- ur maður, sem stóð af sér miklar pólitískar sviptingar í áratugi. Er talið að Eggers hafi haft hönd í bagga með sölu Skálholtsstóls og flutningi skólans og fríhöndlunartil- skipuninni, sem lögfest var 1787, árið sem Jón andaðist. Mikill mannamunur hefur verið á þeim Jóni og Eggers. Þar sem Jón ástund- aði mikla hófsemi í framgöngu og var hinn ljúfasti við æðri sem lægri var Eggers annarrar tegundar. Hann náði frama með því að vekja sem mesta athygli á sjálfum sér og verk- um sínum, sem oft höfðu ekki annað en nýjungina og breytingagirnina sér til gildis. Hann náði og skjótum frama, sem ekki mun hafa verið vel þokkað af lærðum mönnum í Kaup- mannahöfn. Jón mun hins vegar aldrei hafa sótt um embætti né vegtyllu að prófessorsembættinu í Sórey frátöldu. Skyldan framar skemmtun Mönnum í stöðu Jóns Eiríkssonar stóðu opin næg tækifæri til sam- kvæmislífs. Jafnt við hirðina sem hjá ýmsum fyrirmönnum gekk ekki á öðru en veislum og heimboðum, þar sem gjarna voru tugir rétta á boðstól- um og var skylda að endurgjajda slík boð með nýjum er tækifæri byðist. Það lýsir Jóni Eiríkssyni að hann tók mjög takmarkaðan þátt í þessu samkvæmislífi og ef hann þá heim- boð þá gerði hann það jafnan með þeim fyrirvara að hann mætti fara úr boðinu er hæst stæði, til þess að sinna skyldustörfum eða öðrum önnum. Þá hafði hann fyrir sið að bjóða heim íslenskum stúdentum á haustin og var þá jafnan íslenskur matur á borðum. Honum var afar umhugað um ættmenni sín á íslandi og greiddi fyrir skólagöngu bræðra sinna eftir megni. Einkennilegt og eftirminni- legt dæmi um ræktarsemi hans er þó viðurgjörningur hans við gamla og hruma tengdamóður sína, sem hann tók á heimili sitt. Hann var varla nokkru sinni svo önnum kafinn að hann ekki settist drjúga stund hjá henni á kvöldin og ræddi við hana, gömlu konunni til skemmtunar. Var sama þótt vinir væru í heimsókn, ekki brá Jón Eiríksson þessum sið. Hús hans stóð við Stormgaden nr. 5 og keypti hann það á fyrstu Hafnarárum sínum. Síðar Iét hann breyta húsinu og stækka það. Nú stendur Þjóðminjasafn Dana þar sem húsið stóð og getur það því ekki lengur að líta, en skrautlega og útskorna útidyrahurð þess má enn líta á Þjóðminjasafninu. Að æfilokum Á átjándu öldini voru tímabil æsku, manndómsára og elli að jafn- aði skemmri en nú er og þegar Jón Eiríksson andaðist 59 ára gamall var hann saddur lífdaga. Eljusemi hans og vinnuharka var líka með þeirn eindæmum að við var brugðið. Þegar hann tók við embættum sínum í rentukammerinu er sagt að hann hafi byrjað að kynna sér öll máls- skjöl þar frá eldri og nýrri málum af slíkrum ákafa að hann las viðstöðu- laust heilu næturnar og skemmdi loks í sér sjónina að því marki að i hann beið þess ekki bætur. En sama j var upp frá því út í hvaða mál hann var spurður - öll þekkti hann þau út I í hörgul. Samur var ákafi hans við störfin í Konunglega bókasafninu. Er hann var að ganga frá ýmsum fornprents- bókum sem safninu höfðu borist að gjöf, lét hann sig ekki muna um að bera bækurnar sjálfur yfir þvera sali Isafnsins og gekk þá eitt sinn svo nærri sér að um kvöldið pissaði hann blóði. Var hann milli heims og helju í nokkrar vikur, en náði sér þó um skeið. Síðasta árið sem hann lifði var Jón þorrinn að kröftum. Samt lagði hann nú harðar að sér en nokkru sinni, sat uppi og skrifaði eða las og svaf sjaldnast nema 2-4 klukkustundir í einu. Dæmi eru mörg um að slíkt hafi sótt að þeim sem ekki eiga langt eftir. Löngum hefur verið talið að and- róðurinn gegn Jóni í stjómardeild- [ unum hafi átt mestan þátt í að stytta líf hans og liggja fyrir orð hans sjálfs í því að svo hefur verið. Hitt hefur verið hljóðara um að hann mun hafa átt mjög erfitt heima fyrir, þar sem kona hans, Christine Marie og dæt- urnar tvær, Anne Margarethe og Steinunn, munu hafa verið haldnar ýmsum skap og persónubrestum, sem gerðu honum lífið í meira lagi leitt. Síðustu vikuna sem hann lifði sótti slíkt svefnleysi eða sálsýki að honum að engu var líkt. Lá hann þá og svitnaði úr hófi, og bættist við það slík hræðsla að væri t. d. barið á dyrnar vissi hann ekki hvað hann ætti af sér að gera. Fram til hins síðasta sótti hann þó störfin í rentu- kammerinu, uns dagur leið að kvöldi hins 29. mars 1787, er hann „gekk sjálfviljugur af þessum heimi, kraft- vana af erfiði, sem allt stuðlaði hans konungi, ríkinu og fósturjörðu hans til gagnsemdar,“ eins og Sveinn Pálsson kemst að orði í æfisögu hans. Fræg eru orð eins hans mesta vinar, Skúla Magnússonar, landfó- geta, er hann frétti lát hans: „Þar gátu þeir farið með hann. Nú er úti um ísland." Jón Eiríksson var einstæður maður, sé litið yfir æviferil hans, þótt ekki sé nema af þessu stutta ágripi hér í Helgar-Tímanum. Ekki hafði það gerst á umliðnum öldum íslands að umkomulítill drengur fengi risið til slíkra metorða, enda voru gáfur og starfsþrek Jóns Eiríkssonar með fádæmum. Miklir hafa og persónutöfrar hans verið og drenglund, sem réði því hve bestu menn greiddu götu hans frá því fyrsta og þess lét hann fósturjörð sína njóta sem best hann gat, er áhrifamikil embætti söfnuðust á hendur hans. Hann efldi álit íslend- inga ómælt meðal Dana og átti þátt í með fordæmi sínu að lýsa veg þeirra manna, sem síðar hösluðu sér völl á stjórnmálavettvangi í barátt- unni fyrir frelsi landsins. Stór átsala Dæmi um verð Dömudeild Straufrí sængurverasett Hlírabolir Herradeild 250,- 1275,- Buxur 250,- Straufrílök 450,- Hálfermabolir 290,- Teygjulök 650,- Síðar buxur 390,- Handklæði 150,- Sokkar 90,- parið Diskaþurrkur 80,- Peysur 800,- Þvottastykki 75,- Vatteraðir frakkar.... 5.800 Kjólaefni metravara Vatteraðar blússur..frá 2.900 Ótrúlega légt verð Buxur ull og terelyne 2.000 Notið tækifærið og gerið hagstæð innkaup. ■■ ■ 1 ■ — ■ sgm jacoDsen Austurstræti 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.