Tíminn - 11.02.1989, Page 4

Tíminn - 11.02.1989, Page 4
14 HELGIN Laugardagur 11. febrúar 1989 Starf Jóns Aðalsteins við Orða- bók Háskólans er orðið langt, en hann hóf þar störf 1955. Hann hefur lifað miklar breytingar á starfsháttum. (Tímamynd Árni) að undanförnu unnið að aðlögun forritsins að íslensku og það hefur m.a. verið notað við gerð þeirra orðabókartexta sem nú er verið að semja á stofnuninni. Meðal þess sem einkennir forritið er geysileg ná- kvæmni í öllu umbroti og mikill sveigjanleiki í leturvali og stafagerð. Þessir eiginleikar hafa mikið gildi þegar um flókinn orðabókartexta er að ræða með margs konar letri og ýmiss konar óvenjulegum stafatákn- um. Forritið sér einnig um að skipta orðum milli lína með svo mikilli nákvæmni að línuskiptingar eru rétt- ar í u.þ.b. 98% tilvika." Margþætt útgáf ustarfsemi „Það er mikils virði fyrir stofnun- ina að vera að miklu leyti sjálfbjarga á þessu sviði,“ segir Jón Aðalsteinn, „því að með því móti höfum við miklu betri skilyrði en ella til að ráðast í útgáfuverkefni. Þar er ýmis- legt í burðarliðnum. Fyrst er að nefna útgáfu á orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar sem hann vann að um langt árabil samhliða störfum sínum hér á stofnuninni. Textinn er allur kominn inn á tölvu og undanfarið hefur farið fram yfir- róska í starfsemi Orðabókar Háskólans Orðabók Háskólans hefur nú starfað í rösklega 40 ár, en stofnuninni var komið á fót árið 1947 í því skyni að safna efni til að semja sögulega orðabók um íslenskt mál frá upphafi prentaldar um 1540. Síðustu árin hefur Orðabókin lagt vaxandi áherslu á úrvinnslu þess efnis sem safnast hefur og beitt sér fyrir rannsóknum á íslenskum orðaforða. Þá hefur hún látið málræktarstarf til sín taka með samvinnu við IBM á íslandi um umfangsmiklar þýðingar á tölvuleiðbeiningum. Frá þessu er greint í ritinu Orð og tunga sem Orðabók Háskólans gaf út í lok síðasta árs. Áformað er að gefa ritið út því sem næst árlega í framtíðinni og er það hugsað sem vettvangur fyrir greinar um íslenska orð- fræði og orðabókafræði. Greinahöfundar í fyrsta árgangi eru allir starfsmenn Orðabókarinnar, og flestar greinarn- ar fjalla um starfsemi stofnunarinnar. f tilefni af þessu lá leið okkar á dögunum í Árnagarð, þarsem Orða- bók Háskólans er til húsa, til að fræðast um starfsemi Orðabókarinn- ar og þá einkum um ýmis nýmæli sem unnið er að á stofnuninni. Rætt var við þá Jón Aðalstein Jónsson, forstöðumann Orðabókarinnar, og Jón Hilmar Jónsson, ritstjóra Orðs og tungu, en hann er jafnframt deildarstjóri ritstjórnardeildar. Aðspurður um fjölda starfsmanna á stofnuninni sagði Jón Aðalsteinn að þar ynnu nú nálega 30 manns að jafnaði, að vísu ekki allir í fullu starfi. Aðalstarfsemi Orðabókarinn- ar er til húsa í Árnagarði. „Því er ekki að neita,“ segir Jón Aðalsteinn, „að húsnæðið hér er orðið þröngt og óhentugt og hæfir illa þeirri miklu framþróun sem hér hefur orðið og m.a. útheimtir mikinn tölvukost. Við vorum reyndar svo heppin að geta komið þýðindadeildinni fyrir í rúmgóðu leiguhúsnæði í Sigtúni 3, en óneitanlega færi betur á því að hafa alla starfsemina undir sama þaki.“ Tímaritið Orð og tunga Jón Hilmar er spurður um aðdrag- andann að útgáfu Orðs og tungu og efni ritsins: „Það má segja að þetta rit marki viss tímamót í starfseminni því að með því hefst útgáfustarf á vegum Orðabókarinnar. Viðfangs- efnin hér eru í vaxandi mæli tengd úrvinnslu þess efnis sem safnast hefur, rannsóknum á orðaforðanum og orðabókagerð, svo að okkur hefur þótt mikil þörf fyrir tímarit þar sem birtar væru greinar um ýmis efni á þessu fræðasviði. Við höfum hugs- að okkur að Orð og tunga komi út nokkuð reglulega í framtíðinni, helst árlega.“ Orð og tunga er allmikið rit, rösklega 230 síður. Jón Aðalsteinn Jónsson rekur ævi og störf dr. Alex- anders Jóhannessonar prófessors, einkum afskipti hans af orðabókar- málum, í greininni Alexander Jó- hannesson og Orðabók Háskólans, en Alexander var á sínum tíma frumkvöðull að stofnun Orðabókar Háskólans. Guðrún Kvaran ritar greinina Sérsöfn Orðabókar Háskól- ans og Gunnlaugur Ingólfsson gerir grein fyrir Söfnun Orðabókar Há- skólans úr mæltu máli. Jón Hilmar Jónsson ritar greinina Sagnorða- greining Orðabókar Háskólans og Helga Jónsdóttir fjallar um Þýðingar Þessar hillur geyma orðasöfn stofnunarinnar, sem nú er sem óðast verið að tölvuskrá. (Tímamynd Áml) á tölvuleiðbeiningum. Friðrik Magn- ússon gerir grein fyrir könnun Orða- bókarinnar á tíðni orða í íslensku í greininni Hvað er títt? Þá hefur Guðrún Kvaran tekið saman skrá um orðabækur og orðasöfn sem hún birtir undir yfirskriftinni Orðabækur og orðasöfn sem varða íslensku. Loks ritar Jörgen Pind greinina Um- brotsforritið TgX. íslenskun þess og gildi við orðabókagerð. Nýjung í útgáfutækni „Það er rétt að vekja sérstaka athygli á því efni sem Jörgen fjallar um í sinni grein,“ segir Jón Hilmar, „því að forritið sem hann er lýsa hefur valdið byltingu í útgáfutækni sem við erum sem óðast að færa okkur í nyt. Þetta kemur m.a. fram í Orði og tungu, en öll leturskipan, umbrot og annar frágangur fór þar fram með þessu forriti. Jörgen hefur lestur og samræming sem þau Guð- rún Kvaran, Gunnlaugur Ingólfsson og Þórdís Úlfarsdóttir hafa séð um. Nú er verið að ganga frá fyrstu sýnishornum af endanlegum orða- bókartexta, og hefur Jörgen Pind það verk með höndum. Áætlað er að bókin komi út á árinu, og er ekki að efa að hún verður mörgum kærkom- in, enda er í henni afar mikill fróðleikur um uppruna og skyldleika íslenskra orða. Þá hefur verið ákveð- ið að hefja útgáfu á orðfræðiritum fyrri alda, einkum orðabókum, og er þegar búið að tölvuskrá tvö fyrstu ritin í þessum flokki, dansk-íslenska orðabók Gunnlaugs Oddssonar frá upphafi 19. aldar og orðabók Guð- mundar Andréssonar frá miðri 17. öld. Vonir standa til að fyrmefnda bókin komi út á þessu ári. Þar verður ekki einungis birtur texti bókarinnar, heldur einnig stuðnings- Guðrún Kvaran, deildarstjóri Orð- tökudeildar og Gunnlaugur Ing- ólfsson, deildarstjóri Talmáls- deildar. (Tlmamynd Áml)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.