Tíminn - 11.02.1989, Qupperneq 8

Tíminn - 11.02.1989, Qupperneq 8
18 HELGIN Laugardagur 11. febrúar 1989 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Afmælisveislan breyttist í blóðbað Var hann brjálaður eða ekki? Hann myrti þrjár manneskjur að tilefnislausu. Hins vegar var hann það vel með sjálfum sér að hann þvoði morðvopnið og ók milli ríkja til að komast undan lögreglunni. Allt hófst það með tvöfaldri af- mælisveislu en endaði á þreföldu morði. Cook-fjölskyldan hafði lengi átt heima í Omaha í Nebraska. Barbara Cook var 45 ára og hafði verið fráskilin í 12 ár. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á her- sjúkrahúsinu og lenti í vanda þegar henni var boðin staða yfirmanns á hjartadeild við sjúkrahús í Denver í Colorado. Barbara ræddi málið við 16 ára son sinn, Kevin og dæturnar sem voru 18 og 20 ára. Þær hvöttu móður sína til að þiggja stöðuna en sögðust sjálfar ætla að verða um kyrrt í Omaha. Báðar voru þar í störfum og sú yngri beið þess að fá flugfreyju- stöðu. Kevin var ekki ýkja hrifinn af að flytja til Colorado og skiljá við vini sína og skólann, en hann fór þó og systurnar urðu eftir. Kevin og Barbara vöndust fljótt nýjum aðstæðum í Aurora en í október kom þeim saman um að mál væri komið til að heimsækja fornar slóðir. Báðar dætur Barböru voru fæddar í október og kjörið tækifæri gafst þvf til að halda upp á afmælin í einni ferð. Kevin og móðir hans lentu á flugvellinum í Omaha, föstudaginn 2. október 1987 og yngri dóttirin tók á móti þeim. Systurnar höfðu ákveð- ið að Kevin og Barbara byggju hjá henni. Hún bjó ein í lítilli íbúð, en svstir hennar bjó með annarri stúlku. A leiðinni heim útskýrði hún að meðan hún biði eftir flugfreyjustarf- inu, ynni hún á næturvakt á veitinga- stað, frá kl. 23 til 04. Þá hefðu mæðginin íbúðina ein alla nóttina, því hún kæmi sjaldan heim fyrr en undir morgun. Á föstudagskvöldið fóru Barbara Cook og eldri dóttirin á veitingastað- inn þar sem hin systirin vann en Kevin í heimsókn til vina sinna. Þær ræddu áætlanir um afmælisveisluna og ákváðu að halda hana á sunnu- dagskvöldið. Eldri dóttirin sagðist ætla að bjóða vinafólki sínu og koma við til að sækja móður sína, bróður og systur og þau færu síðan öll út að borða. Eldri systirin og vinir hennar komu stundvíslega síðdegis á sunnu- dag og fóru upp á þriðju hæð, þar sem íbúðin var. Þau urðu hissa þegar enginn kom til dyra og allt var læst. Hópurinn ákvað að bíða örlítið ef ske kynni að þau hefðu skroppið út og tafist. Öll myrt í svefni Piltur í hópnum benti á að auðvelt vasri að klifra út á svalirnar og opna rennihurðina inn í íbúðina. Það væri notalegra en að standa í ganginum. Hann lét ekki sitja við orðin tóm og andartaki síðar kom hann út úr íbúðinni og skellti dyrunum í lás á eftir sér. -Ekki fara þarna inn, sagði hann með andköfum. - Þau eru öll dáin og það er alveg hrylliegt. Lögreglumenn á eftirlitsferð í grenndinni svöruðu kalli og fóru inn í íbúðina, rétt til að ganga úr skugga um að fórnarlömbin væru látin, en innsigluðu hana síðan og kölluðu út lið morðdeildarinnar. Þeir sögðu þrjár manneskjur látn- ar í íbúðinni, miðaldra konu og aðra yngri, sem báðar voru í náttkjólum í svefnherberginu og ungan mann, fullklæddan á bedda í stofunni. Öll höfðu þau verið barin svo í höfuðið að þar var lítið annað að sjá en blóðuga kássu. Eldri systirnin bar kennsl á þau sem móður sína, systur og bróður. Að vonum var þetta henni mikið áfall og hún gat engar skýringar gefið eða ímyndað sér hver gæti hafa verið að verki. Meðan tæknimenn voru að störf- um með tæki sín og tól var reynt að ræða sem nánast við eldri dótturina en hún gat aðeins sagt að móðir sín og bróðir hefðu komið frá Colorado til að halda upp á tvöfalt afmæli þeirra systra þá um kvöldið. Síðan var farið með stúlkuna á sjúkrahús þar sem hún fékk róandi lyf. Rætt var við aðra íbúa hússins en þeir höfðu lítið þekkt Danae Cook enda vann hún á nóttunni og var heima á daginn þegar aðrir voru í vinnu. Sú staðreynd að báðar konurnar voru í náttkjólum benti til að morðin hefðu verið framin um nóttina eða snemma morguns. Nokkrir grannar höfðu heyrt háværa tónlist úr íbúð- inni kvöldið áður og fólk hefði komið og farið en ekkert hefði verið óvenjulegt við það. Bíllinn horfinn Þegar vettvangsrannsókn var lokið, tilkynntu tæknimenn og lækn- ir að ekkert benti til að konurnar hefðu verið áreittar kynferðislega eða að neinu hefði verið stolið úr íbúðinni. Ekki var ljóst með hvernig vopni fórnarlömbin höfðu verið myrt en það gat verið rör eða járnstöng. Ekki fundust nein merki um innbrot. Morðinginn gat vissu- lega hafa farið inn um svaladymar eins og pilturinn sem fann líkin. Einkennilegt þótti að engin merki fundust um átök og því var talið að maðurinn hefði ráðist að fólkinu sofandi. Kevin var í gallabuxum og bol en berfættur og álitið var að hann hefði sofnað í fötunum. Lögreglumenn fóru á vinnustað Danae til að kanna hvort nokkuð óvenjulegt hefði borið við þar eða hvort nokkur gæti ímyndað sér ástæðu morðanna. Einu upplýsing- arnar sem fengust þar voru að Danae hefði unnið eins og venjulega til 4 að morgni en þá farið að hitta vini sína sem störfuðu á öðrum slíkum stað skammt frá heimili hennar. Þar sat hún að spjalli í klukkustund eða svo, fékk sér súkkulaðibolla og hélt svo heimleiðis. Vinirnir voru vissir um að hún hefði verið ein á ferð. Bíll Danae var ekki á bílastæðinu við húsið, en hann var tveggja dyra Chevrolet Monte Carlo 1974, silf- urgrár með hvítum toppi. Hann var með krómfelgum að aftan, skemmd í framstuðara og hliðarspegilinn vinstra megin vantaði. Númerið var l-AG-458. Lýsing á bílnum var þeg- ar send út. Larry Roberts lögregluforingja var falin rannsókn málsins og þegar hann hafði kynnt sér málavexti, velti hann fyrir sér hvort morðin hefðu verið fyrirfram ákveðin eða hvort tilviljun hefði ráðið atburðum. Hann hallaðist að síðari kenningunni. Danae Cook hafði verið lagleg stúlka og einhver gat hafa komið auga á hana á veitingastaðnum, elt hana heim, klifið upp á svaiirnar og farið inn. Þegar hún reyndist ekki ein, hefði maðurinn hugsanlega ráð- ist fyrst á Kevin án þess að vekja konurnar. Síðan hefði hann ráðist að þeim sofandi. Patrick Hankins í handjárnum. Hann myrti þrjár mannneskjur af því honum var ekki boðið í af- mælisveislu. Hvar var meðleigjandinn? Eini gallinn á kenningunni var sá að bílinn vantaði og líklegast var að morðinginn hefði tekið hann. Það gat bent til að hann hefði verið fótgangandi og séð Danae þegar hún kom akandi. Ástæðan gat einnig verið eitthvað persónulegt og sú manneskja sem líklegust var til að þekkja til einka- mála Danae var systir hennar. Þegar hún var farin að jafna sig var hún spurð hvort Danae hefði sagt henni eitthvað sem gæti hugsanlega verið ástæða til morðanna. Hún sagði m.a. að þær systur hefðu þekkt 23 ára mann síðan á skólaárunum og hann væri vinur þeirra, öllu nánari Danae en sér en þó aðeins vinur. Hann hefði starfað á vörubílamiðstöð á daginn og þau Danae hefðu komið sér saman um að hann tæki þátt í húsaleigunni með henni og svæfi í íbúðinni á næturnar, meðan hún ynni. Systirin var handviss um að ekkert hefði verið á milli Danae og mannsins, fyrirkomulagið hefði ein- ungis verið svona af hagkvæmni. Þegar Barbara og Kevin boðuðu komu sína frá Colorado, bað Danae manninn að fara úr íbúðinni meðan

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.