Tíminn - 11.02.1989, Page 11
Laugardagur 11. febrúar 1989
HELGIN 21
í BETRI SÆTUM
TIME AFTER TIME:
Nýju Ijósi varpað á
hugmyndaflug H.G. Wells
Aðalhlutverk: Malcolm McDovell, Davld
Warner, Mary Steenburgen.
Lelkstjóri: Nicholas Meyer
Myndband: Steinar hf
Tímavélar hafa lengi verið
uppspretta gagnmerkra vísinda-
skáldsagna. Það fer því vel á því að
gera mynd um H.G. Wells þar sem
hann ferðast í tíma - til framtíðar
- enda rómað hversu sannspár
hann reyndist í ýmsum framtíðar-
lýsjngum sýnum.
Myndin „Time after time“ grein-
ir frá því hvernig H.G. Wells sem
smíðað hefur tímavél eltir kunn-
ingja sinn Dr. Stevenson inn í
framtíðina. Málið æxlaðist þannig
að upp kemst að Dr. Stevenson
sem staddur er í heimsókn hjá
mannvininum Welles, er geðsjúkur
morðingi - enginn annar en „Jack
the ripper" eða Kviðristu-Kobbi.
Kvennamorðinginn kemst undan
með því að stela tímavél H.G.
Wells, en af tæknilegum ástæðum
kemur vélin aftur. Wells tekst að
finna út að vélin hafi flutt Dr.
Stevenson fram til ársins 1979 og
Stjörnugjöf = ★★★
ákveður að elta hann og flytja
hann til baka svo unnt verði að láta
hann svara til saka. Báðir enda
þeir síðan í stórborginni San
Fransisco. í stuttu máli upphefst
nú að hluta til broslegur þáttur og
að hluta til fróðlegur þáttur þar
sem 19. aldar gáfumenni gera hvað
þeir geta til að bjarga sér í nútíma-
þjóðfélagi.
Myndin er spennandi út í gegn
og í henni eru atriði sem verða til
þess að fá áhorfandann til að sjá
samtímann frá nýju sjónarhorni,
þ.e. sjónarhorni 19. aldar
mannsins. Það kemur á óvart í
raun hversu margt hefur gerst á
einni öld og hversu ótrúlegar fram-
farir (eða afturför) hafa í raun
orðið.
Aðalleikararnir eru vel kunnir
og t.d. kemst Malcolm McDowell
sérlega vel frá hlutverki sínu sem
H.G. Wells. Sama má raunar segja
um David Warner sem Kviðristu-
Kobba.
Óhætt er að mæla með þessari
mynd við alla þá sem gaman hafa
af vísindaskáldsögum. Hér er á
ferðinni spennumynd, blandin
bæði kímni og alvarlegum umhugs-
unarverðum atriðum. - BG
WALL STREET:
Kauphallarhéðnum þykir
fégræðgin af hinu góða
Stjörnugjöf = ★★★★
mmmmsaBBamm
Aðalhlutverk: Michael Douglas,
Charlie Sheen, Daryl Hannah, Martin
Sheen
Leikstjóri: Oliver Stone
Hér er á ferðinni stórmynd, eins
og stjörnuflóð leikara ætti að gefa
til kynna. Sögusviðið er jökulkald-
ur og harður fjármálaheimurinn á
Wall Street þar sem allt milli
himins og jarðar fæst fyrir rétt
verð. Skiptir þá engu hvort um er
að ræða fyrirtæki sem keypt eru
eða seld, hugmyndir, „ást“, holl-
usta eða heiður. Fégræðgin er 'í
raun dyggð í augum þessara
manna.
Myndin greinir frá afdrifaríkum
samskiptum tveggja manna, annar
ungur og lítt reyndur verðbréfasali
sem vill allt til vinna að komast
áfram í fjármálaheiminum og hinn
er samviskulaus auðjöfur sem
komist hefur á hátind fjármála-
heimsins með dæmalausu kald-
lyndi, útsjónarsemi og brögðum.
Sú mynd sem dregin er upp af þeim
sem vel gengur í kauphallarbrask-
inu er ekki falleg og raunar undir-
strikuð með því að þeir sem á
annað borð sýna af sér einhverja
mannlega eiginleika, ss. umburð-
arlyndi, siðferði eða tilfinninga-
semi verða undir í kvikmyndinni.
Engu að síður snýst söguþráður
myndarinnar upp í baráttu um
gildismat og þar takast á annars
vegar gengdarlaus peningahyggja
kauphallarmanna og hins vegar
heiður og stolt föður unga manns-
ins sem heldur uppi vörnum fyrir
þá lífsskoðun að ekki sé hægt að fá
allt fyrir peninga.
Leikurinn í myndinni er í háum
gæðaflokki og er tilbreyting að sjá
Michael Douglas í hlutverki hins
tilfinningasnauða og kaldlynda
fjáraflamanns, en áhorfendur eiga
því að venjast að hann leiki
„mýkri“ hlutverk. Sérlega minnis-
stæ'ð er ein orðræða fjáraflamanns-
ins þar sem hann lýsir því hver
galdurinn er við að verða ríkur á
skömmum tíma með því að kaupa
og selja. Hann kunni þann galdur
og hinir sem séu að burðast við að
efnast á framleiðslu muni aldrei
geta skilið eðli viðskiptalífsins eða
leyndardóma kaupsýslunnar.
Raunar er myndin full af athygl-
isverðum samræðum eða einræð-
um um gildi peningahyggju og þess
hvort allt sé á endanum falt fyrir
peninga.
Óhætt er að mæla með þessari
mynd við alla. -BG
„TOPP
ÞRJÁTÍU“
vikuna 1.2-8.2 1989
1. ( 1) Fatal Attraction (Háskólabíó)
2. ( 2) Vice Versa (Skífan)
3. ( 8) Wall Street (Steinar)
4. ( 7) Moonstruck (J.B: Heildsala)
5. ( 9) Colors (Háskólabíó)
6. ( 4) Þrirmennogbarn (Bergvik)
7. ( 6) Shakedown (Skífan)
8. ( 5) Suspect (J.B. Heildsala)
9. (-) Frantic (Steina)
10. (-) Timeaftertime (Steinar)
11. (12) The Principal (Bergvík)
12. (17) Rambo # 3 (J.B. Heildsala)
13. (19) The Untouchables (Háskólabíó)
14. (13) Bestseller (Skífan)
15. (10) Gardensof Stone (Steinar)
16. (16) Casual Sex (Laugarásbíó)
17. (-) Three Kindsof Heat (Myndbox)
18. (21) Tough Guys Don’t Dance (Myndbox)
19. (25) Magnum 44 - Dirty Harry (Steinar)
20. (20) Nuts (Steinar)
21. (11) Stakeout (Bergvik)
22. (20) Emma # 1-2 (Myndform)
23. (-) Enforcer- Dirty Harry (Steinar)
24. (14) Someone to watch over me (Skífan)
25. (26) Batteries not Included (Laugarásbió)
26. (23) Hallo Again (Bergvík)
27. (24) The Bedroom Window (J.B. Heildsala)
28. (28) Hotel Colonial (Skífan)
29. (*) Run if you can (Myndbox)
30. (-) Impulse (J.B. Heildsala)
( - ) Táknar að viðkomandi myndband (titill) er nýtt á
listanum.
(* ) Táknar að viðkomandi myndband (titill) er að koma
inná listann á nýjan leik.
HOUSE OF GAMES: ,
Saga um tru-
verðuga en
óprúttna
bragðarefi
Stjörnugjöf = ★★★
Aðalhlutverk: Lindsay Crouse,
Joe Mantegna
Leikstjóri: David Mamet
Myndband: Skífan
Allt frá því að myndin „Sting“
sló í gegn hefur áhugi manna á
úthugsuðum bragðarefum og
flóknu svindli þeirra aukist. Mynd-
in „House of Games“ er einmitt af
svipaðri gerð. Sagan greinir frá
velmenntuðum sálfræðingi, konu
sem skrifað hefur metsölubók um
það að menn eigi í auknum mæli
að láta stjórnast af tilfinningum
sínum. Sjálf virðist hún þó eiga
nokkuð erfitt með að lifa sam-
kvæmt eigin kenningum og er
gagntekin af vinnu sinni og starfs-
frama þar sem aginn ræður ríkjum.
Henni gengur hins vegar verr að
slappa af og gera þá hluti sem hana
raunverulega langar til að gera.
Þetta tiltölulega örugga og smá-
borgaralega lífsmynstur hennar
raskast þó þegar hún kemst í kynni
við nokkra svindlara og verður
alvarlega skotin í einum þeirra.
Hann sýnir henni hin ýmsu brögð
sem þeir nota til að svindla fé út úr
fólki og í ljós kemur að þessi
virðulegi sáfræðingur og góðborg-
ari fær ákveðna lífsfyllingu út úr
því að brjóta þau gildi sem henni
áður þóttu nokkuð heilög.
Söguþráðurinn er góður og held-
ur spennu í myndinni frá upphafi
til enda. Áhorfandinn er ekki upp-
lýstur um hinar ýmsu leikfléttur
svindlaranna og því kynnist hann
þeim fyrst og fremst í gegnum
sálfræðinginn og verður jafn undr-
andi og hún þegar lokaniðurstaðan
kemur í ljós, þ.e. að svindlararnir
standa eftir með misjafnlega mikið
af peningum en fórnarlambið situr
eftir með sárt ennið og veit ekki
hvaðan á sig stendur veðrið.
Leikurinn gæti þó verið betri, eink-
um hjá Lindsay Crouse sem leikur
sálfræðinginn Margréti Ford. Þó
virðist hún ná sér á strik í seinni
hluta myndarinnar. Joe Mantegna
sem leikur Mike, aðal hugsuð
svindlaranna kemst hins vegar vel
frá sínu og er nokkuð sannfærandi
í sínu hlutverki. Sama má segja um
þá sem leika í aukahlutverkum.
í stuttu máli er hér á ferðinni
ágætis spennumynd sem vel er þess
virði að horfa á. -BG