Tíminn - 15.02.1989, Síða 2

Tíminn - 15.02.1989, Síða 2
nr.ífrO r 2 Tíminn .fV.T 'I Miðvikudagur 15. febrúar 1989 Bókanaflóð á fundi borgarráðs í gær um sorpstöðina í Arbæjarhverfi. Borgarstjóri að draga í land varðandi staðsetningu stöðvarinnar: Við hæfi að biðja Árbæinga afsökunar Umdeild staðsetning sorpmóttökustöðvar I Árbæjar- hverfi var til umræðu í borgarráði í gær. Lagt var fram svar við fyrirspurn Alfreðs Þorsteinssonar um hvort það samrýmdist reglugerðum um skipulagsmál að staðsetja sorpmóttöku og skylda starfsemi á svæðum þar sem ekki hefur fyrirfram verið gert ráð fyrir slíku í aðalskipulagi. Alfreð Þorsteinsson lagði fram bókun um málið og í henni segir mcðal annars: „í viðtali við Morgunblaðið laug- ardaginn 11. febrúar viðhafði Davíð Oddsson borgarstjóri um- mæli um stjórn Framfarafélagsins í Árbæjarhverfi sem eru litt sæm- andi borgarstjóranum í Reykjavtk. í umræddu viðtali líkti hann andstöðu íbúa í Árbæjarhverfi vegna staðsetningar sorppökkun- arstöðvar við mótmæli bænda gegn lagningu símastrengs í upphafi aldarinnar. Með þessum ummælum sínum er borgarstjóri tneð óbeinum hætti að koma því á framfæri að íbúar heils bæjarhverfis séu illa upplýstir og á móti framförum í meðferð sorps.“ Þá segir í bókun Alfreðs að íbúarnir hafi síður en svo lagst gegn nýrri tækni í móttöku og meðferð sorps. Peir hafi hins vegar réttilega bent á að fráleitt sé að staðsetja slíka stöð í næsta ná- grenni gróins íbúðahverfis. Það skapi óþarfa mengunarhættu. Hvorki borgarstjóri né aðrir geti svipt fbúa hverfisins réttinum til að hafa skoðun á málinu með hvatvís- lcgum ummælum á borð við þau sem hann viðhafði í Morgunblað- inu. Því beri honum að biðjast opinberlega afsökunar á ummæl- um sínum, ef ekki sem oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, þá setn embættismaður í þjónustu allra borgarbúa. Davíð Oddsson lagði fram bók- Alfreð Þorsteinsson. un í tilefni bókunar Alfreðs. Davíð segir að ummæli sín gefi ekki tilefni til ámæla þeirra sem fram koma í bókun Alfreðs. Hann hafi sagt í viðtalinu að varhugavert væri að mynda sér skoðun þegar þekk- ingargrundvöllurinn væri í molum og stórámælisvert væri af hálfu einstakra borgarfulltrúa að ala á ranghugmyndum og bábiljum í sambandi við þá umhverfisbyltingu sem sorpböggunarstöðin í raun væri. Davtð Oddsson. Þá segir í bókun borgarstjóra: „Frá borgarstjóraembættinu hefur margoft komið fram að á ailar athugasemdir verði hlýtt og margvíslegar aðrar staðsetningar verði kannaðar." Alfreð Þorsteinsson sagði við Tímann í gær að sér sýndist á borgarstjóra að flótti væri tekinn að bresta í borgarstjóra og liði hans í staðsetningarmálinu og niðurlag bókunarinnar sýndi að undanhaldið væri hafið. -sá Einn gæðingur enn, klárhesturinn Óðinnn, horfinn sporlaust: Ekki sést í 4 mán. Hér birtum við mynd af Óðni frá Berserkseyri, er tekin var við sýningu síðastliðið sumar. Knapi er Guðmundur Bæringsson. Halldór Asgrímsson sjávar- útvegsráðherra átti í gær: Viðræður við Red Lobsters Gæðingurinn Óðinn frá Berserkseyri á Snæfellsnesi hefur verið týndur síðan í september sl. og er eigandi hans, Sigurbjörn Bárðar- son, orðinn uggandi um gripinn. Hefur hann nú snúið sér til Tímans með eftirgrennslan, en hann hef- ur spurst ákaft fyrir um gæðinginn um nær allt land. Gæðingurinn hvarf úr girðingu við Skálmholt á bökkum Þjórsár og hefur ekkert til hans spurst síðan. Óðinn er einn af þekktari gæðingum landsins og varð m.a. í öðru sæti í B-flokki gæðinga á fjórðungsmótinu á Kaldármelum sl. sumar. Er talið víst að hann geti náð langt á heims- meistaramóti íslenskra hesta í Dan- mörku á komandi sumri, ef hann á annað borð finnst á næstu vikum. Höfðinglegur Lýsingin á Óðni er þessi: Hann er bleikálóttur á lit, kolóttur á löppum, en ekki mjög brúnn á hausnum, þrekvaxinn og svipmik- ill, höfðinglegur í fasi, vinalegurog frekar spakur. Óðinn er ómarkað- ur klárhestur með tölti og brokkar undir sjálfum sér og má geta þess að faxið liggur að mestu leyti vinstra megin. Eru allir þeir sem veitt geta einhverjar vísbendingar um gæðing er kemur heim við þessar lýsingar, beðnir að hafa samband við Sigurbjörn Bárðarson í síma 685952, eða koma slíkum upplýsingum á framfæri við blaða- menn Tímans. Óðinn komst fyrst í eigu Sigur- björns í sumar sem leið, en hann festi kaup á honum eftir fjórðungs- mótið á Kaldármelum. Óðinn er ættaður frá bænum Berserkseyri við Kolgrafarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi, en Kolgrafarfjörður er næsti fjörður austan við órund- arfjörð. Heim í átthagana? Hross frá Berserkseyri eru m.a. þekkt fyrir að sækja mjög á heima- slóðir. Kom það reyndar í ljós að Óðinn gerði sér ekki far um að samlagast öðrum hestum Sigur- björns á vetrarbeitinni þann rúma hálfa mánuð sem hann tolldi í hólfinu við Skálmholt. Af þeim sökum hefur ein kenningin um hvarf Óðins gengið út frá þeirri forsendu að hann hafi horfið frá Þjórsárbökkum í stroki til átthag- anna. Samkvæmt þeirri kenningu er talið líklegast að Óðinn sé einhvers staðar á svæði sem telur til Suðurland, uppsveitir Borgar- fjarðar, Dalina og Snæfellsnes. Einnig gæti Óðinn hafa villst á heiðar upp frá Suðurlandi og því borið niður nær hvar sem er í byggð. Hafa aðstandendur leitað fyrir sér víða um land af þessum sökum. Hvarf í allt að tvö ár Sá hestur sem lengst hefur týnst úr eigu Sigurbjörns og fjölskyldu, en skilað sér til byggða, var í burtu án þess að til hans spurðist í eitt og hálft ár. Samkvæmt heimildum Tímans hefur það gerst að hross hafi horfið án afspurna í allt að tvö ár, en skyndilega komið fram í einhverju stóðinu. Endurfundir af þessu tagi hafa verið að gerast undanfarin ár, en þá er þess að geta að vetur hafa verið með mildari móti síðustu árin hvað varðar fannfergi og jarðbönn. Margir kunna að velta því fyrir sér hvernig hross geta farið huldu höfði í svona langan tíma, en hestamenn kunna nokkrar skýring- ar á því. Ein þeirra er sú að stakir strokuhestar eiga það til að blanda sér í hópa stóðhesta sem eru á útigangi mest allt árið. Slík stóð geta talið á milli þrjátíu og fimmtíu hross og því er ekki óeðlilegt að eitt hross geti leynst um tíma í stóði, jafnvel þótt þeim sé gefið reglulega á útiganginum. Líkleg- ustu stóðin eru þó þau sem eru samansett úr minni hópum margra eigenda, en slíkt er ekki óalgengt á Suðurlandi, í Borgarfirði og víðar. Við þær aðstæður getur verið erfitt fyrir einn mann að henda reiður á hvort einum hestin- um sé ofaukið eða einum klárnum Hestfrekir álfar? Ekki er úilokað að klárnum hafi verið stolið, eða hann misfarist á einn eða annan hátt á stroki sínu, enda er talið að tugir eða jafnvel hundruð hrossa hverfi með einum hætti eða öðrum á ári hverju, án þess að komist verði til botns í þeim málum. Að lokum er rétt að geta þeirrar kenningar að fyrir dyrum standi hestfrekt mót á meðal álfa í Dölun- um, enda hafa nokkur hross horfið á mjög dularfullan hátt af norðan- verðu Snæfellsnesi og úr Dölunum. Er þá jafn líklegt að mótsstaðurinn verði valinn Nesoddi og ættu bænd- ur að temja sér að líta eftir því svæði og eða þá ef óvenjulegan ljósagang ber við á ólíklegum tím- um á öðrum þekktum mótsstöðum þar í sveit. KB Fulltrúar frá bandaríska stórfyrir- tækinu Red Lobsters komu til lands- ins í gær til viðræðna við íslensk stjórnvöld, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeild SÍS. Þeir snæddu hádegsverð með Hall- dóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráð- herra þar sem hann gerði grein fyrir stefnu íslands í hvalamálinu. Með fulltrúum bandarísku versl- unarkeðjunnar er varaforstjóri landssambands fiskframleiðenda og fiskseljenda í Bandaríkjunum og er hans starf m.a. að koma réttum upplýsingum um hvalveiðar íslend- inga til bandarískra stjórnvalda. Hann segir hvalveiðideiluna mjög Frá áramótum hefur23 milljónum verið varið í snjómokstur í Reykja- vík. Fjárveiting til þessa útgjaldaliðs á árinu er 35 milljónir. í janúarmán- uði fóru 65,4 milljónir í snjómokstur hjá Vegagerðinni, en fjárveiting til snjómoksturs á þjóðvegum verður rúmar 300 milljónir á þessu ári. Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri sagði í samtali við Tímann í gær að innifalið í þessum 23 milljón- um væri kostnaður vegna hálkueyð- ingar, snjóruðnings á götum og gangstéttum. Sumar götur borgarinnar hafa lítið sem ekkert verið ruddar í lengri tíma og eru illfærar. Vegna þessa var Ingi spurður að því hvernig snjó- ruðningurinn væri skipulagður. „Gangur mála er sá að fyrst og fremst er hugsað um aðal leiðirnar og þær leiðir sem strætisvagnamir aka. Síðan er farið út í tengibrautir erfitt mál og landssambandið muni gera allt sem í þess valdi standi til að koma í veg fyrir að samskipti þeirra við S.H. og Sjávarafurðadeild SÍS raskist vegna hennar. Sjávarútvegs- ráðherra skýrði sendinefndinni frá stefnu íslenskra stjórnvalda í hvala- málinu og greindi frá því að villandi upplýsingum væri dreift meðal al- mennings og fyrirtækja í Bandaríkj- unum. Viðræðunefndin mun í framhaldi af fundi sínum með sjávarútvegsráð- herra eiga viðræður við fulltrúa Sam- bandsins og Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. - ág og smám saman út í hverfin. Síðast eru teknar einstakar húsagötur, bíla- stæði og helstu gangstéttar og gang- stígar.“ Ingi var þá spurður að því hvort starfsmenn borgarinnar hefðu nokk- uð komist að því að hreinsa alla þessa staði. „Víða er það nú þannig að snjórinn er það mikill að við myndum spilla fyrir ef við færum að ryðja nema þá að taka snjóinn upp og þá margfaldast kostnaðurinn. Við reynum að gera sem minnst af því, við höfum aðallega keyrt snjó úr miðbænum og frá helstu þjónustu- miðstöðvum." Þó Vegagerðin hafi þurft að verja hárri fjárhæð til snjómoksturs í janú- armánuði, rúmum 65 milljónum, þá búast menn við því að febrúarmán- uður verði enn dýrari hvað þennan útgjaldalið varðar. SSH Snjómokstur hjá Reykjavíkurborg og Vegagerðinni: Mokað og rutt fyrir 90 millj.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.