Tíminn - 15.02.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.02.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 15. febrúar 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Fteykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason 'Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Lífskjörin í dag renna út þau ákvæði bráðabirgðalaga, sem heimiluðu stöðvun kauphækkana, og er ljóst að tíu félög verða með lausa samninga fyrsta kastið. En þó svo sé er alveg víst að launþegahreyfingin í landinu leitar samstöðu um kjaramálin. Þröngt verður um samninga, og hafa vinnuveitendur þegar lýst því yfir að ekki verði hægt að semja um kauphækkanir. Fyrsta samningalota verður háð af BSRB og fjármálaráðuneytinu, og munu aðrir samningar í landinu fara mjög eftir niðurstöðum þess samkomulags sem hinir fyrrgreindu aðilar gera með sér. Forystumenn BSRB hafa þegar lýst yfir að þeir vilji í viðræðum sínum við fjármála- ráðherra þrýsta á stjórnvöld um ýms efnahags- mál, svo sem vaxtamál og skattamál. Hvað launahækkanir snertir segir fjármála- ráðherra, að ekki verði hægt að gera samninga, sem feli í sér kostnaðarhækkanir fyrir ríkissjóð. Að því leyti er ríkið í sömu aðstöðu og vinnuveitendur þegar gengið verður til samn- inga, en hins vegar bendir ráðherra á, að hægt verði að bæta kjör hinna lægst launuðu með annarri tekjuskiptingu. Prátt fyrir augljósa al- menna erfiðleika er samt stefnt að því að kaupmáttur launa verði óbreyttur í lok ársins. Þær staðreyndir sem nú liggja fyrir þegar kjarasamningar eru að hefjast sýna ótvírætt þá erfiðu stöðu sem launþegahreyfingin og við- semjendur hennar horfast í augu við. Mitt í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem miða að því að halda atvinnuvegunum á floti hafa komið fram hugmyndir um 10% kaup- hækkun frá ASÍ. Ekki verður séð hvernig við slíkri kröfu verður brugðist. Því er hins vegar heitið að halda óbreyttum kaupmætti út árið. Eflaust verður það ekki auðvelt eftir því ástandi að dæma sem nú ríkir á vinnumarkaði. Nú verður samið um lífskjör og það skiptir auðvitað mestu fyrir launþegahreyfinguna og atvinnuveg- ina, að komandi samningar skerði þau ekki. Með samstöðu þjóðarinnar allrar er hægt að vinna sig út úr þeim vanda, sem nú steðjar að þjóðfélaginu. Það hlýtur að vera skylda þeirra sem með samningamál fara, að ætlast til af sjálfum sér og öðrum, að lagst verði á árar til að hindra að nýjar holskeflur ófarnaðar dynji yfir. Óskir BSRB um að ræða vaxtamál og skattamál benda einmitt til þess að holskeflurnar eigi að varast. íslendingar hafa áður átt í erfiðleikum, en okkur hefur tekist að vinna okkur út úr þeim skref fyrir skref. Slík skref ber að taka í komandi samningum, og mörgum öðrum þátt- um atvinnu- og efnahagslífs í landinu á næstu mánuðum. GARRI Ný háskólakennsla Garri hefur dálítið frétt af því hvernig gengið hefur með hið nýja kcnnsluform í Samvinnuskólanum í Bifröst. Eins og margir muna var breytt þar um nýlega og náminu lyft upp á háskólastig. Núna getur fólk án stúdentsprófs stundað þar undirbúningsnám í einn vetur og haldið síðan áfram í tvo vetur við hagnýtt nám í rckstrarfræðum. Þeir sem hafa stúdentspróf geta hins vegar farið beint inn í rekstrar- fræðinámið þar. Það var vissulega spáð misjafn- lega fyrir þvi í upphafi þegar ákveð- ið var að lyfta Samvinnuskólanum í Bifröst upp á háskólastig. Ýmsir töluðu þannig að það værí vonlaust dæmi að ætla sér að reka háskóla lengst uppi í Borgarfjarðardölum. Keynslan til þessa hefur hins vegar ekki sýnt annað en að þetta hafi gcngið vel. Munar þar kannski mestu um stórbættar samgöngur. Núna er nefnilega ekki nema tveggja tíma akstur frá Reykjavík að Bifröst og daglegar ferðir á milli. Með merka sögu Samvinnuskólinn á sér orðið langa og merka sögu. Hann starf- aði lengi í Reykjavík undir öruggri stjórn Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Fyrir hálfum fjórða áratug var ákveðið að flytja hann að Bifröst. Þá, líkt og nú, vantaði raunar ekki hrakspárnar. Það átti að vera óðs manns æði að reka skóla í verslunarfræðum lengst uppi í sveit. Reynslan sýndi hins vegar að skólahald samvinnumanna í Bif- röst tókst ineö eindæmum vel. Þaðan hefur komið stór hópur fólks með trausta og haldgóða verslunarmenntun. Margir hafa haldið til starfa í fyrirtækjum sam- vinnumanna en aðrir hafa leitað annað eins og gengur. Og ánægja nemenda þar ineð skóla sinn hefur hvað best sýnt sig í þeirri tryggð sem þeir sýna honum í verki og meðal annars kcmur fram í öflugu félags- og útgáfustarfi þeirra. Það fer heldur ekki á milli mála að allar menntunarkröfur hér í þjóðfélaginu eru að stóraukast. Núna sækja viðskiptafræðingar í störf sem áður voru skipuð fólki með próf frá Samvinnuskóla eða Verslunarskóla. Menn geta deilt um nauðsyn þessa, en það er samt orðið að staðrcynd. Líka er stúdcntsprófið orðið margfalt algengara núna en var, og raunar hægt að Ijúka þvi mun víðar á landinu en fyrrum. Þessu fylgir að eftirspurn eftir menntun á háskólastigi hcfur einnig stórauk- ist. Þannig hcfur sá hópur fólks stækkað sem vill stunda framhalds- nám eftir stúdentspróf, á sama tíma og menntunarkröfur til hinna ýmsu starfa úti í þjóðfélaginu hafa aukist. Þörfin fyrir að auka fram- boð á námi á háskólastigi er því orðin töluvert brýn. Slátrunarstörf Nú er Garrí langtífrá sérfróður um málefni Háskóla íslands. Hann veit þó að þeirri stofnun er ætlað að taka við því fólki sem lýkur hér stúdentsprófi. Aftur á móti hefur Garri marg- hcyrt það á ungum kunningjum sinum síðustu árin að mörgum þeirra óar beinlínis við því að fara inn í Háskólann. í því sambandi hefur hann hcyrt orð eins og verk- smiðjumenntun og sláturhús notuð um starfsemina þar. Hann hefur heyrt um að kennarar séu þar með hátt á annað hundrað nemendur i tíma í einu, og að helsta verk þeirra í annarlok sé að fella umtalsverðan hluta af nemendahópnum. Nú veit Garri einnig að í kennaraliði Háskóla íslands er mikið af ágætu fólki sem vill vinna störf sín vel. En það hlýtur að vera óskcmmtilegt fyrir kennara að taka kannski við eitt til tvö hundruð nemenda hópi að hausti, vitandi það að hann þarf að fella allt upp í helming í janúar og máski fleiri til viðbótar að vori. Slíkt starf er ckki kennsla af því tagi sem gefur kennara ánægju og nemendum aukinn þroska. Slíkt er siátrunar- starf. Yfirfullur háskóli getur aldrei orðið verulega eftirsóknarverð menntastofnun. Hann er í stór- hættu á að verða að ópersónulegri verksmiðju eða sláturhúsi. Þess vcgna er orðin greinileg þörf fyrir það hérna að námsmöguleikum eftir stúdentspróf sé fjölgað. Meðal annars fyrír það fólk sem vill afla sér haldgóðrar starfsmenntunar, án þess að sökkva sér of djúpt niður í sérfræði hinna akademísku fræða, og halda síðan út í atvinnu- lífið. Þess vegna lofar hin nýja starfsemi að Bifröst í rauninni ákaflega góðu. Garri. Illllllllillllllllllllill VÍTT OG BREITT Púðurkerlingar markaðsfræðinnar „Frelsi almennings til að ráðstafa að vild arði eigin vinnu og hugvits er grundvöllur nútíma hagkerfis." Það er markaðsfræðingur sem upplýsir þessi heilögu sannindi á viðskiptasíðu Mogga í gær og er tími til kominn að kynna okkur grundvöllinn að frjálshyggjunni. Það er ekki ónýtt fyrir þann al- menning sem neyðist til að verja helmingi eða jafnvel meiru af tekj- um sínum í húsaleigu eða afborg- anir af íbúðarholu sem í raun eru í eigu sjóða og banka, að frétta hvernig hann stendur undir hag- kerfinu með því að „ráðstafa að vild arði eigin vinnu og hugvits." Sá almenningur sem þykist góð- ur að geta unnið fyrir nauðþurftum sínum hlýtur að vera upp með sér af að vera hvorki meira né minna en grundvöllur hagkerfisins. Ekki með því að vinna að framleiðslu heldur með því að eyða kaupinu sínu „frjáist." Hugmyndafræði, eða hvað? Markaðsfræðingurinn sem veit allt um grundvöll nútíma hagkerfis stendur á því fastara en fótunum að verðmætin skapist við eftirspurn og að upplýsingaþjónusta sé undir- staða að aukinni framleiðni. Ekki liggur í augum uppi hvers vegna framleiðni skiptir máli í þessu samhengi, þar sem það er eftirspurnin sem skapar verðmæti en ekki framleiðsla. Ef það stendur í einhverjum lesanda að skilja hvað hér er verið að fara skal viðurkennt af þeim sem hér hripar, að hann veit ekki hvort hann er að fjalla um efna- hagsmál eða hugmyndafræði eða kannski það sé bara hagfræði. En til að ná samhengi er skylt að geta þess, að markaðsfræðingurinn er að kenna Steingrími Hermanns- syni, forsætisráðherra, hin æðri markaðsvísindi og er að afsanna þá staðhæfingu Steingríms, að verð- mæti skapist ekki í bönkum, heldur í framleiðslustörfum. „Erfitt er að segja til um á hvaða byggðasafni ráðherrann fann þessa hagfræðikenningu,...“ Hér er ekki um að villast. Það er hin argasta villa að mati markaðs- fræðinnar, að framleiðslan skapi verðmætin og eiga svo aflóga skoðanir í skásta tilfelli heima í byggðasafni. Það er sem sagt þjónustustarf- semin, sér í lagi upplýsingaþjónust- an, og eftirspurnin sem skapa verð- mætin og frelsi almennings og hug- vit við eyðslu á kaupinu sínu sem skapar hagkerfið. Verðmætasköpun eldglæringanna Sé þetta rétt skilið og þau um- mæli að það sé forkastanlegt af forsætisráðherra, að halda því fram að verðmæti skapist við fram- leiðslustörf en ekki í bönkum, er bersýnilegt að framleiðsla er ekk- ert annað en dragbítur á verðmæta- sköpun og hagvexti. Dæmi um mikla verðmætasköp- un í þjóðfélaginu segir markaðs- fræðingurinn að sé þegar flugeld- um fyrir á annað hundrað milljónir er puðrað upp á nokkrum mínútum á gamlárskvöld. Þrír menn í Garðabæ hafa at- vinnu af flugeldagerð allt árið. En megnið er flutt inn frá Austur-| Asíu. Tekjurnar af eldglæringun- um fást með flutningi, tollum, heildsöluálagningu, smásöluálagn- ingu og Hjálparsveit skáta hefur i framfærslu sína af sölu á púður- kerlingum. Svo eru reiknaðar til tekna marg- ar milljónir hér og enn fleiri millj- ónir þar og koma þær öllum til góða. Aðeins gleymist að geta um tekjur þeirra í Hong Kong og Taivan af ljósadýrðinni á íslandi um áramótin. Allt er þetta fögur hugvekja um mátt og markmið markaðsfræðinn- ar, sem sýnir og sannar að fram- leiðsla er aukaatriði í verðmæta- sköpun. Það eru upplýsingarnar, tollatekjurnar og álagningin sem er undirstaða þeirrar verðmæta- aukningar sem heldur þjóðfélaginu gangandi. Um næstu áramót ættum við að reyna að skjóta upp flugeldum fyrir nokkra milljarða í stað hundr- að milljóna og sjá hvor þjóðarbú- inu vegnar ekki enn betur fyrir vikið. Eða kannski að áfram verði farið eftir formúlu forsætisráðherra og haldið verði áfram að framleiða og selja vöru. Það er sama hve hátt lætur í púðurkerlingum markaðs- fræðinnar. Á íslandi verður verð- mætasköpun fyrst og fremst til við veiðar og framleiðslu. Eftirspurnin verður nefnilega seint í askana látin, ef ekkert er framleitt til að fullnægja henni. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.