Tíminn - 15.02.1989, Síða 14

Tíminn - 15.02.1989, Síða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 15. febrúar 1989 orðið við flutning forsetahjónanna aftur til Kaliforníu, breytingar sem bæði hafa verið kostnaðarsamar og umdeildar. Flutningarnir hafa verið reknir eins og meiri háttar hernaðarað- gerð. Risastórar flutningaflugvélar af gerðinni C-5A með vopnaða verði um borð hafa hafið flutning á yfir 60 milljónum skjala úr Hvíta húsinu til Los Angeles þar sem þau verða í geymslu þar til lokið verður byggingu bókasafns yfir þau, sem á að kosta 43 milljónir dollara. Áætlanir Reagan-hjónanna um hvernig þau ætla að verja efri árunum snúast um bókasafnið, skrifstofur í þakhýsi í Century City og 2.5 milljón dollara húseignina nr. 668 við St. Cloud-veg sem vinir þeirra hafa keypt og búið húsmun- um og forsetahjónin leigja nú á Ronald Reagan er orðinn 78 ára en kona hans er 10 árum yngri. Hér taka þau fyrstu skóflustunguna að bókasafninu. Ronald Reagan hefur aldrei þóst vera sérstakur lestrarhestur. Þess vegna hefur komið fram sú tillaga að sníða bókasafnið hans eftir vexti! 15.000 dollara á mánuði með for- kaupsrétti. f húsinu, einnar hæðar múr- steinsbyggingu í búgarðsstíl, eru tvær svefníbúðir fyrir húsbændur og herbergi fyrir þrjá þjóna. Úr svefnherbergjunum má sjá Kyrra- hafið í aðeins 10 mílna fjarlægð. Frá hinni hlið hússins má sjá yfir Los Angeles. Leyniþjónustan hef- ur byggt hús fyrir verði sína og varðturn þar sem komið hefur verið fyrir flóknum öryggisútbún- aði til að geta fylgst með öllu sem gerist innan lóðarmarkanna. Flutningurinn til Bel-Air táknar afturhvarf Reagan-hjónanna til fortíðarinnar. Stórhýsi Elizabeth Taylor er við sömu götu og neðar í hlíðinni búa Robert Stack, Jerry Lewis og Anthony Quinn. hann settist að í Hvíta húsinu. Þeir eiga von á að hann starfi við útvarp og fjalli þar um það sem efst er á baugi hverju sinni. Það er m.a.s. orðrómur á kreiki um að hann kunni að taka að sér vikulegan þátt í sjónvarpi. Það er ekki hætta á að Reagan- hjónin komist á vonarvöl. Yfirvöld leggja fram 1,25 milljón dollara til að auðvelda þeim flutninginn til einkalífs á ný. Auk þess greiða bandarískir skattborgarar fyrir rekstur skrifstofanna í Century City. Þar að auki nema eftirlaunin yfir 90.000 dollurum á ári og þá má loks nefna einkaauðæfi þeirra hjóna sem hafa hlaðið utan á sig í sjóði á forsetaárunum. Vinir hjónanna, sem keyptu hús- ið í Bel-Air en þeir eru flestir kalifornískir iðnjöfrar, ætla að tryggja hjónunum ánægjulegelliár, og það sama gildir um nágranna þeirra sem taka á móti þeim í hverfið með skiltum í görðum sínum þar sem letrað er: Velkom- in, Nancy og Ron. Satan varö að rýma fyrir Reagan: Nancy og Ronald Reagan flutt til Kaliforníu í þessu stórhýsi í Bel-Air hverfinu í Los Angeles ætla Nancy og Ron- ald Reagan að eyða ævikvöldinu. En þau eiga annað heimili á bú- garði rétt norðan við Santa Bar- bara. Enginn annar forseti hefurtekið eins mikið með sér af skjölum Það er bókasafnið sem byggt verður til að halda nafni Ronalds Reagan hátt á loft framvegis, sem á hug forsetans fyrrverandi allan. Það á að byggja í Simi-dalnum, norður af Los Angeles. Reagan er orðinn 78 ára og hefur enginn annar bandarískur forseti verið svo aldraður þegar hann hefur látið af embætti. Hann tekur með sér mun meira af skjölum úr Hvíta húsinu en nokkur forveri hans. Richard Nixon átti metið áður, 44 milljónum skjala safnaði hann saman. Bókasafn Reagans, sem byggt verður fyrir gjafafé en stjórnunin verður í höndum stjórnvalda, á að verða tilbúið 1991, en nú er ákaft deilt um hver eigi að standa skil á þeim mörgu milljónum dollara sem reksturinn kemur til með að kosta árlega. Hinn gífurlegi kostnaður af rekstri forsetabókasafna - þetta er það áttunda - varð til þess að þingið samþykkti lög 1986 sem gera þeim einkasjóðum sem reisa söfnin í upphafi skylt að reka þau. Starfslið þjóðskjalasafns Banda- ríkjanna tók til við rannsókn á skjölum Reagans fyrir hálfu ári og vonast til að hafa flokkað og skráð meirihluta þeirra svo að þau verði aðgengileg almenningi og fræði- mönnum að þrem árum liðnum. Þá á hver sem er að eiga aðgang að þeim og það eru ekki nema alleyni- legustu skjölin sem almenningur fær ekki að sjá fyrr en eftir 12 ár. Einkafjárhagurinn í góðu lagi Þó að hvíldarheimili Reagan- hjónanna sé utan alfaravegar er ekki álitið líklegt að Ronald Rea- gan dragi sig algerlega í hlé. Vinir hans spá því að hann taki aftur til við þar sem hann hvarf frá þegar Á fasteignaskrám Los Angeles-borgar hefur hús- númerinu á 8 hektara stórri landareign í hinu íburðar- mikla Bel-Air hverfi verið breytt. A ryðgaða svarta póstkassanum við St. Cloud Road hefur verið skráð númerið 668 í stað 666 eins og áður var. Lóðin við St. Cloud-veg er lítil á mælikvarða Hollywood. Hún er ekki merkt sérstaklega í neinum þeirra ferðamannapésa sem laða forvitna að heimilum kvikmynda- stjarnanna og til þessa hefur enginn litið á hana tvisvar nema vegna húsnúmersins, en 666 er sagt núm- er kölska sjálfs. En héðan í frá á það eftir að vekja athygli og fór- vitni, þegar það er orðið heimili hjónanna sem höfðu það í gegn að fá húsnúmerinu breytt. Nancy og Ronald Reagan eru nýflutt þarna inn. Flóknir flutningar Þann 20. janúar sl. fluttist Rea- gan forseti til Bel-Air þegar hann settist í helgan stein eftir átta ára dvöl í Hvíta húsinu. Nýja húsnúm- erið, og tvær fjarstýrðar myndavél- ar hvor sínum megin við innkeyrsl- una, voru fyrstu merkin um þær gífurlegu breytingar sem á hafa

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.