Tíminn - 15.02.1989, Side 16

Tíminn - 15.02.1989, Side 16
Miðvikudagur 15. febrúar 1989 16 Tíminn llllllllllllllllllllllll DAGBÓK Sigurður Þórir Sigurðsson. Myndlistasýnina í Sparisjóði Reykjavíkur við Alfabakka 14 Sunnudaginn 29. janúar kl. 14:00- 17:00 mun Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis opna myndlistarsýningu í úti- búinu Álfabakka 14, Breiðholti. Sýnd verða verk eftir Sigurð Þóri Sigurðsson. Sigurður Þórir Sigurðsson er fæddur árið 1948. Hann stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla Islands á árunum 1968-70 og síðan í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn til 1978. Sigurður Þórir hefur haldið margar einkasýningar í Reykjavík nú síðast að Kjarvalsstöðum 1988. Erlendis hefur hann haldið sýningar í Kaupmannahöfn og Þórshöfn í Færeyj- um og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verk Sigurðar Þóris eru m.a. í eigu Listasafns Islands, Listasafns ASl. Sýningin að Álfabakka 14 mun standa yfir til 31. mars og verður opin frá mánudegi til fimmtudags kl. 09:15-16:00 og föstudaga kl. 09:15-18:00. Sýningin er sölusýning. Málverkasýning Iðunnar Ágústsdóttur Iðunn Ágústsdóttir opnar málverka- sýningu fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20:30 í blóma- og veitingaskálanum Vín í Eyjafirði. Á sýningunni verða um 30 myndir unnar í pastel og fleira. BILALEIGA meö utibú allt í kringurri landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar Sýningin er sölusýning og verður hún opin fram til 5. mars. Iðunn Ágústsdóttir hefur haldið nokkr- ar einkasýningar áður og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. “ Ástæðan fyrir því að Iðunn velur þennan dag til að opna sýnirigu sína er sú, að móðir hennar, listakonan Elísabet Geirmundsdóttir, var fædd þennan dag, , og á þessu vori eru 30 ár frá því hún lést. Sýningin er haldin í minningu hennar. Níels Hafstein og ívar Valgarðsson sýna í Nýlistasafninu Laugardaginn 4. febrúar kl. 16:00 opn- ar Níels Hafstein sýningu í Nýlistasafninu á „verkum sem fjalla um listbrögð sem verður að beita til að öðlast heiður, auðsæld, ást og orðstír", eins og segir í fréttatilkynningu. Á síðasta ári átti Níels Hafstein verk á tveim veigamiklum sýningum; hin fyrri var haldin í Ruine der Kúnsste í Berlfn á alþjóðlegrí listahátíð undir nafninu: Berlín, listahöfuðborg Evrópuráðsins. Hin sýningin var á Listasafni Islands: Nýlistasafnið 10 ára (sýnishorn eldri verka safnsins). Sýningunni lýkur 19. febrúar. Laugardaginn 4. febrúar kl. 16:00 opn- ar ívar Valgarðsson sjöundu einkasýn- ingu sína í Nýlistasafninu. Ivar átti á síðasta ári verk á eftirtöldum sýningum: Listasafn Islands „Aldarspegiir, íslensk myndlist í eigu safnsins 1900-1987, Seoul, Suður-Kóreu: The Arts Olympics, sýning í tengslum við Olympíuleikana, Listasafn Islands: Fimm ungir listamenn. Sýning- unni lýkur 19. febrúar. Guðbjórg Lind sýnir i Nýhöfn Guðbjörg Lind Jónsdóttir opnar mál- verkasýningu í Listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugard. 11. febrúar kl. 14:00-16:00. Á sýningunni verða olíumálverk og vatnslitamyndir unnar á síðastliðnu ári. Guðbjörg Lind er fædd á lsafirði árið 1961. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands frá árinu 1979 til 1985. Þetta er önnur einkasýning Guðbjarg- ar, en fyrstu einkasýningu sína hélt hún í heimabæ sínum lsafirði. Hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin er sölusýning. Hún er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Sýningúnni lýkur 22. febrúar. Sýning Gríms í Bókasafni Kópavogs: „STEINN 0G STÁL“ Nú stendur yfir í Listastofu Bókasafns Kópavogs sýning á verkum Gríms M. Steindórssonar. Á sýningunni eru 20 verk, sem unnin eru á síðustu 2 árum og hafa ekki áður komið fyrir almennings- sjónir. Þau eru úr stáli og steini, bæði vegg- og standmyndir. Grímur M. Steindórsson hefur fengist við myndlist frá unga aldri, sótt námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur og m.a. notið handleiðslu Ásmundar Sveinsson- ar, Kjartans Guðjónssonar og Þorvaldar Skúlasonar. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum, síðast með Mynd- höggvarafélagi Reykjavíkur að Kjarvals- stöðum 1987. Grímur hefur fengið viðurkenningar fyrir verk sín og unnið í samkeppnum um listaverk. Hann fæddist 25. maí 1933 í Vestmannaeyjum, en hefur búið í Kópa- vogi sl. 30 ár. Verkin eru til sölu. Sýningin stendur til 28. febrúar. Ásgrímssafn Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaða- stræti 74 er opið á sunnudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13:30-16:00. Tvíæringur F.Í.M. á Kjarvalsstöðum F.I.M., Félag íslenskra myndlistar- manna opnar Tvíæring - félagssýningu sína - á Kjarvalsstöðum laugardaginn 18. febrúar kl. 14:00. Sýningin stendur til 5. mars. Háskólafyririestur: „Kjamorka, vonir og vandkvæði“ Dr. Dean Abrahamson, prófessor við Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum mun flytja þriðja fyrirlestur sinn á vegum Félagsvísindadeildar og Verkfræðideildar Háskóla íslands, miðvikudaginn 15. febrúar kl. 17:15 í stofu 157 í VR-II við Hjarðarhaga 2-6. Fyrirlesturinn nefnist „Kjarnorka, vonir ogvandkvæði" (Nucle- ar Power, Promises and Problems). Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Deildarforsetar Fundur Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund í Félagsheimilinu fimmtudaginn 16. þ.m. kl. 20:30. Eftir fundinn verður spilað bingó. Digranesprestakall Aðalfundur Kirkjufélagsins verður í safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg ann- að kvöld, fimmtud. 16. febr. kl. 20:30. Að loknum aðalfundarstörfum flytur Soffía Eygló Jónsdóttir frásöguþátt. Kaffiveitingar. Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja er opin alla daga nema mánudaga kl. 10:00-18:00. Turninn er opinn á sama tíma. Fríkirkjan í Reykjavík Föstuguðsþjónusta er í kvöld kl. 20:30. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson Fundur K.R.F.f. um svívirt börn: „Sviptum hulunni af svívirðunni" Kvenréttindafélag Islands mun halda fund undir heitinu „Sviptum hulunni af svívirðunni" um kynferðislega misnotkun á börnum, miðvikudaginn 15. febrúarkl. 20:30. Fundarstaður er á Túngötu 14, (Hallveigarstaðir), Reykjavík. Kristín Karlsdóttir setur fundinn og kynnir ræðumenn. Ávörp flytja: 1. Full- trúar frá samtökunum Samhjálp um sifja- spell, 2. Sólveig Pétursdóttir, formaður bamaverndarnefndar, 3. Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, 4. Ingi Björn Albertsson, alþingismaður, 5. Edith Randý Ásgeirsdóttir flytur fmm- flutt ljóð. Vinnuhópur K.R.F.Í. um svívirt böm ÚTVARP/SJÓNVARP e Rás I FM 92,4/93,5 Miðvikudagur 15. febrúar 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Kristinn Ágúst Frið- finnsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn - „Kári litli og Lappi“. Stefán Júlíusson les sögu sína. (2) 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 íslenskur matur. Kynntar gamlar íslenskar mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við hlustendur og samstarfsnefnd um þessa söfnun. Sigrún Björnsdóttir sér um þáttinn. 9.40 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra, bókarkafla, smásögur og Ijóð. Tekið er við óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17.00 og 18.00. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn. Umsjón: Kristján Sigurjóns- son. (Frá Akureyri). 13.35 Miðdegissagan: „Blóðbrúðkaup“ eftir Yann Queffeléc. Guðrún Finnbogadóttir þýddi. Þórarinn Eyfjörð les (15). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Norrænir tónar. 14.30 íslenskir einsöngvarar og kórar. Hreinn Pálsson, Ólafur Magnússon frá Mosfelli, Kór Langholtskirkju og Stefán íslandi syngja íslensk og erlend lög. 15.00 Fréttir. 15.03 Vísindaþátturinn. Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. (Endurtekinn þáttur frá mánu- dagskvöldi). 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 BarnaútvarpiðLitið inn í Vesturbæjar- skólanum. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Dimitri Sjostakovits. -Tvö lög fyrir strengjakvartett. Fitzwilliam strengjakvart- ettinn leikur. - Sinfónía nr. 15. Concertgebouw- hljómsveitin leikur; Bemard Haitink stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. Þáttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn - „Kári litli og Lappi“. Stefán Júlíusson les sögu sína. (2) (Endurtek- inn frá morgni). 20.15 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjömsson kynn- ir verk samtímatónskálda. 21.00 Sænskar smásögur. „Kemur heim og er góður“, eftir Lars Ahlin í þýðingu Guðrúnar Þórarinsdóttur. Erla B. Skúladóttir les. „I helgi- dóminum" eftir Dan Anderson. Jón Daníelsson les þýðingu sína. (Áður á daaskrá í ágúst 1980) 21.30 Skólavarðan. Umsjón: Asgeir Friðgeirsson. (Endurtekinn þáttur frá sl. föstudegi úr þáttaröð- inni „I dagsins önn“). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.07 Frá Alþjóðlega skákmótinu f Reykjavík. Jón Þ. Þórsegirfrá gangi mála í annari umferð. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Ægisdóttir les 21. sálm. 22.30 Samantekt um íslenska bankakerfið. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Einnig útvarpað áföstudag kl. 15.03). 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Ámason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Endurtekinn frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. á FM 91,1 01.10 Vökulögin. 7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum. Fréttir kl. 8.00, veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva Ásrún kl. 9. Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur. - Afmæliskveðjur kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar á hvassan og gamansaman hátt. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Margrét Blöndal og Gestur Einar Jónasson leika þrautreynda gullaldartónlist og gefa gaum að smáblómum í mannlífsreitnum. 14.05 Milli rnála, Óskar Páll á útkíkki og leikur ný og f ín lög. - Útkíkkið uppúr kl. 14. - Spjallað við sjómann vikunnar. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigriður Einarsdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustenda- þjónustan kl. 16.45. - Bréf af landsbyggðinni berst hlustendum eftir kl. 17. - Stóru mál dagsins milli kl. 17 og 18. - Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu að loknum fréttum ki. 18.03. Málin eins og þau horfa við landslýð, sími þjóðarsálarinnar er 38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 B-heimsmeistaramótið í handknattleik. Ísland-Búlgaría. Samúel örn Erlingsson lýsir leiknum frá Frakklandi. 22.07 Á rólinu með önnu Björk Birgisdóttur. 23.45 Frá Aiþjóðlega skákmótinu í Reykjavík. Jón Þ. Þór skýrir valdar skákir úr annari umferð. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 endurtekinn frá í fyrra 7. þáttur syrpunnar „Gullár á gufunni" í umsjá Guðmundar Inga Kristjánssonar. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmálaútvarpi miðvikudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. SJÓNVARP1Ð Miðvikudagur 15. febrúar 16.30 Fræðsluvarp. 1. Astekar (11 mín.) Mynd um Tenochtitlan, hina fornu borg Asteka í Mexíkó. 2. Umræðan (20 mín.) Þáttur um skólamál. Stjórnandi Sigrún Stefánsdóttir. 3. Alles Gute (15 mín.) Þýskuþáttur fyrir byrjend- ur. 4. Entrée Libre (15 mín.) Frönskukennsla fyrir byrjendur. 18.00 Töfragluggi Bomma. Umsjón Árný Jó- hannsdóttir. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson. 19.25 Föðurleifð Franks (18). (Franks Place. Bandarískurgamanmyndaflokkur. Þýðandi Þor- steinn Þórhallsson. 19.54 Ævintýri Tinna. Ferðin til tunglsins (22). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn. Hermann Gunnars- son tekur á móti gestum í Sjónvarpssal í beinni útsendingu. Földu myndavélinni verður komið fyrir þar sem hennar er síst von og brandara- keppnin heldur áfram, einnig kemur í heimsókn tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson og Mic- hael Jackson-æðinu verða gerð skil, svo eitt- hvað sé nefnt. Stjórn útsendingar Björn Emils- son. 21.10 Húsið. Islensk bíómynd frá 1983. Leikstjóri Egill Eðvarðsson. Aðalhlutverk: Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðarson. Tvær ungar manneskj- ur fá leigt gamalt hús og þykjast hafa himin höndum tekið. Brátt fer stúlkan að finna fyrir undarlegum áhrifum í húsinu og óskiljanlegar sýnir fylla hana skelfingu. Myndin var áður á dagskrá 25. okt. 1986. 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Húsið - framhald. 23.55 Dagskrárlok. 'jmz Miðvikudagur 15. febrúar 15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhaldsþátt- ur. NBC. 16.30 Bestur árangur. Personal Best. Samkyn- hneigöar vinkonur sem báðar hafa náð langt í íþróttagrein sinni setja markið hátt. Milli þeirra myndast óhjákvæmilega hörð samkeppni þrátt fyrir sterk vináttubönd. Aðalhlutverk: Mariel Hemingway, Scott Glenn, Patrice Donely og Kenny Moore. Leikstjóri og framleiðandi: Robert Towne. Þýðandi: Ólafur Jónsson. Warner 1982. Sýningartími 120 mín. 18.35 Maraþondansinn. Endursýndur þáttur um uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á söngleikn- um í Broadway þann 29. desember sl. 19.1919:19. Fréttir og fróttaumfjöllun, íþróttir og veður ásamt fréttatengdum innslögum. 20.30 Hell og sæl. Betri heilsa. í þessum lokaþætti verða sýnd brot úr eldri þáttum og viðtöl við ýmsa framámenn um gildi forvarna. Einnig verður rætt við fórnarlömb um mikilvéegi áróðurs og forvamarstarfs í fiölmiðlum. Umsión- Raiunr Nordal. Handrit: Jón Óttar Ragnarsson. Dag- skrárgerð: Sveinn Sveinsson. ~Framleiðandi: Plús-Film. Stöð 2. 21.05 Undir fölsku ftaggi. Charmer. Úrvals bresk- ur framhaldsþáttur. Aðalhlutverk. Nigel Havers, Bernard Hepton, Rosemary Leach og Fiona Fullerton. Leikstjóri: Alan Gibson. Framleiðandi: Nick Elliott. LWT. 22.00 Dagdraumar. Yesterday’s Dreams. Bresk framhaldsmynd í sjö hlutum. Fimmti þáttur. Aðalhlutverk: Paul Freeman, Judy Loe, Trevor Byfield og Damien Lyne. Leikstjóri: lan Sharp. Framleiðandi: Ted Childs. Central. 22.55 Viðskipti. Islenskur þáttur um viðskipti og efnahagsmál í umsjón Sighvatar Blöndahl og Ólafs H. Jónssonar. Dagskrárgerð: María Mar- íusdóttir. Stöð 2. 23.25 Tony Rome. Tony er ungur og glæsilegur piparsveinn sem býr einsamall um borð í lítilli skemmtisnekkju við strendur Flórida. Kvöld eitt fer með honum heim ung dóttir auðkýfings nokkurs. Brátt uppgötva þau að hún hefur tapað dýrmætum gimsteini. Hörkuspenna frá upphafi til enda. Aðalhlutverk: Frank Sinatra, Jill St. John og Richard Conte. Leikstjóri: Gordon Douglas. Framleiðandi: Aaron Rosenberg. 20th Century Fox. Sýningartími 105 mín. Ekki við hæfi barna. 01.10 Dagskrárlok. ró% ÚTVARP Mjölnisholti 14, 3. h. Opið virka dága 15.00-19.00 Sími 623610

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.