Tíminn - 21.02.1989, Side 2

Tíminn - 21.02.1989, Side 2
2 Tíminrí Seyðisfjarðarkirkja skemmist í eldsvoða Seyðisfjarðarkirkja. Talið er að tjónið vegna eldsins ncmi á annan tug milljóna. Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í Seyðis- fjarðarkirkju kl. rúmlega níu í gærmorgun. Kirkjan sem vígð var 1922 er að mestu brunnin að innan og sagði sóknarpresturinn sr. Kristján Róbertsson í sam- tali við Tímann að tjónið væri gróflega áætlað á ann- an tug milljóna. Eldurinn barst ekki í safnaðarheimil- ið sem er áfast kirkjubygg- ingunni, en það skemmdist hins vegar af sóti og reyk. Eldsupptök eru rakin til gastækis sem verið var að vinna með fyrir utan kirkjuna. Eldur mun hafa komist inn í einangrun og síðan borist í einangruninni um kirkjuna og varð hún alelda á skömmum tíma. Sr. Kristján Róbertsson sagði að slökkviliðið hefði verið komið á staðinn um liálf tíu og unnið gott verk og skynsamlega að hans mati og var búið að slökkva alla elda um hádegi. „Skemmdirn- ar á kirkjunni sjálfri eru mjög miklar. Það má segja að allt innan- dyra sé meira eða minna skemmt. Pípuorgelið sem metið er á margar milljónir króna virðist vera ónýtt," sagði sr. Kristján. Hann sagðist telja að fullur vilji væri fyrir því að endurbyggja kirkjuna. „Síðan slökkvistarfi lauk hefur verið stans- laus straUmur hingað og virðist vera geysilega mikill samhugur um þetta allt saman, cn það cr lleiri mánaða verk að koma kirkjunni í nothæft ástand," sagði sr. Kristján. Altaristafla frá 19. öld við hliðar- altari í kirkjunni varð eldinum að bráð sem og flestir aðrir innan- stokksmunir. Sem áður sagði var kirkjan vígð 1922, byggð úr timbri, með for- kirkju, sönglofti og svölutn og tekur um 300 manns í sæti. A síðustu árum hafa farið fram mikl- ar endurbætur á kirkjunni og var verið að vinna að endurbótum þegar eldurinn kom upp. Safnaðar- heimilið sem er áfast kirkjunni, var byggt á árunum 1977 til 1978 og sagði sr. Kristján að önnur hurðin milli safnaðarhcimilisins og kirkj- unnar hcfði verið lokuð og hefði því eldur ekki komist á miili, en hins vegar hefði mikil reykur borist á milli. „Ég sit nú hér á minni skrifstoíu, sem er í safnaðarheimil- inu, en hér er varla hægt að koma við nokkurn hlut fyrir sóti. Við erum nú ekki byrjuð að þrífa, en það er vérið að líta yfir og athuga hve tjónið er mikið, t.d. í bókum og þess háttar," sagði sr. Kristján. Hann sagði að mjög fjölmenn og ánægjuleg messa hefði verið í kirkjunni á sunnudag og hafi Sig- urður Helgason sýslumaður sem er á förum frá staðnum predikað. -ABÓ Halldór Ásgrímsson og Jón Baldvin Hannibalsson ræöa við Kazuo Shima frá ríkisstjórn Japans: Þvinganir bitni ekki á Islendingum einum Á fundi tveggja ráðherra Islands með samningamanni Japansstjórnar í fiskveiðimálum, Kazuo Shima, var rætt um hvort Japanar gætu keypt þá útflutningsframleiðslu íslendinga, sem ekki er hægt að losna við vegna mótmælaaðgerða á erlendum mörk- uðum okkar. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í viðtali við Tímann í gær að það hafi verið rætt af alvöru um þessa leið til að losna við vörur sem ekki seljast vegna mótmæla og efnahagsþving- ana á evrópskum mörkuðum, sem beitt er gegn íslandi sérstaklega. Skyldir aðilar verði að taka á sameig- inlega í alþjóðlegri kynningu fyrir málstað sjávarútvegsþjóða. „Eins var það rætt að kynningar- starf vegna vísindaáætlunarinnar hefur verið ófullnægjandi á alþjóð- legum vettvangi,“ sagði Halldór, en hann sat fundinn sem haldinn var í Reykjavík um helgina með Shima, ásamt utanríkisráðherra, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Sagði Halldór að það væri ljóst að íslendingar geta ekki staðið að ár- angursríku kynningarátaki fyrir vís- indaáætluninni einir þjóða. „Við getum ekki hafið slíkt kynningar- starf með árangri, einir sér. Þess vegna vorum við sammála um það á þessum fundi að rétt væri að athuga með hvaða hætti þær þjóðir sem mestra hagsmuna hafa að gæta, geti aukið sitt samstarf,“ sagði Halldór. Benti hann á að þetta hafi m.a. verið rætt á ráðstefnu sem Sovétmenn, íslendingar, Japanar, Norðmenn, Grænlendingar, Færeyingar og Kan- adamenn, efndu til fyrir rúmu ári í Reykjavík. Ákveðið er að halda aðra slíka ráðstefnu á þessu ári. „Við gerum ráð fyrir að taka þessi kynningarmál upp á þeint fundi, þannig að ékki verði bara um að ræða Japan og ísland, heldur einnig önnur ríki,“ sagði ráðherrann. „Þegar grænfriðungar fara að Kazuo Shima, samningamaður ríkis- stjórnar Japans í fiskveiðimálum. sækja að okkur með þessum mikla þunga verðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að mæta því. Japanar búa við nokkuð svipaðar aðstæður og við. Þeir eru að berjast fyrir því að geta tekið upp hvalveiðar í sinni landhelgi í smáum stíl. Jafn- framt stunda þeir umfangsmiklar rannsóknir í S-íshafinu, sem hafa leitl í ljós mikilsverðar niðurstöður. Þeir eru þeirrar skoðunar að ef rannsóknir leggist af og þar með vísindaveiðar, þá verði næsta bar- áttumál umhverfissinna að minnka veiðar á fiskistofnum til að sjávar- spendýr hafi örugglega næga fæðu. Slík sjónarmið leynast víða og þar af leiðandi hafa þeir, sem lifa af sjávar- fangi, sameiginlegra hagsmuna að gæta,“ sagði Halldór Ásgrímssori, sjávarútvegsráðherra. Sagði hann að það væri alls ekki hægt að sætta sig við að þessir grænfriðungar nái verulegum árangri með ósannindum og miklum fölsun- um í áróðri sínum, eins og skýrt hafi komið í ljós með nýlegan áróður gegn selveiðum Norðmanna. „Það er ekkert hikað við það að beita hvers kyns aðferðum til að koma á framfæri röngum málstað. Mér sýn- ist að það sé að koma betur og betur í ljós að hér verði skyldir aðilar að taka á sameiginlega," sagði Halldór. KB ■ 2i. febrúar Í989 Fisksölur í Bretlandi og Þýskalandi vikuna 13. til 17. febrúar: tonn seld ytra Rúmlega 634 tonn voru seld af ísfiski á Bretlandsmarkaði í síðustu viku, fyrir rúmar 70 milljónir króna. Eitt skip, Sólbergið OF 12, land- aði í Bretlandshöfnum þessa vikuna samtals 136,5 tonnum, að heildar- verðmæti um 13 milljónir króna. Meðalverð aflans var 96,32 krónur á kílóið. Uppistaðan var þorskur sem fyrreða 114,7 tonn, meðalverð99,74 krónur. Þá voru seld um 2,4 tonn af ýsu, meðalverð 123,41 króna, rúm sjö tonn voru af bæði ufsa og grálúðu og fékkst 88,16 króna meðalverð fyrir grálúðuna og 58,30 fyrir ufsann. Þá landaði Sólbergið einnig3,2tonn- um af karfa og fékkst 55,97 króna meðalverð fyrir hann. Sala á fiski úr gámum nam samtals 497 tonnum í síðustu viku að verð- mæti um 57,6 milljónir króna. Með- alverð gámafisksins var 115,76 krónur. Af þessum 497 tonnum voru 256tonn afþorski, meðalverð 112,74 krónur og 139 tonn af ýsu, meðal- verð 129,99 krónur. Af ufsa voru 13,7 tonn og fengust 54,22 krónur að meðaltali fyrir hvert kíló. Tæp sautj- án tonn voru af karfa, rúm 22 tonn af kola og rúm 24 tonn af grálúðu. Þá voru um 24,6 tonn af blönduðum afla seld úr gámum og fengust 143,75 krónur að meðaltali fyrir kílóið. Þrjú skip seldu í Þýskalandi í síðustu viku, samtals 608 tonn og fengust 71,57 krónur að meðaltali fyrir kílóið af aflanum. Heildarverð- mæti aflans sem seldur var á Þýska- landsmarkaði þessa vikuna nam 43,5 milljónum. 548,9 tonn voru seld af karfa, meðalverð 74,46 krónur á kíló. Af blönduðum afla voru seld um 45 tonn, meðalverð 35,16 krónur, af ufsa voru seld 9,7 tonn, meðalverð 72,32 krónur og af þorski voru 4,6 tonn seld fyrir 80,52 króna meðalverð. Skipin þrjú sem seldu þennan afla voru Víðir HF 201, Viðey RE 6 og Margrét EA 710. -ABÓ Þríðj'udagu'r Bráðabirgða- lög verða lög Bráðabirgðalög er ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar setti í maí á síðasta ári voru afgreidd sem lög frá Alþingi í gær. Lögin voru óbreytt að öðru leyti en því að bætt hafði verið við ákvæðum um Atvinnutryggingarsjóð. Bráðabirgðalögin sem eru á þingskjali 20 frá í haust voru borin undir atkvæði í neðri deild þingsins í gær, eftir að þriðja umræða hafði farið fram á föstu- dag og voru samþykkt af stjórnar- liðum í deildinni en stjórnarand- staðan sat hjá. Bráðabirgðalög þau er ríkis- stjórn Steingríms Hermannsson- ar setti í haust voru einnig af- greidd úr deildinni. -ág

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.