Tíminn - 21.02.1989, Page 3

Tíminn - 21.02.1989, Page 3
Þriðjudagur 21. febrúar 1989 Tírbinn '3 Japan fór á f imm árum úr 11. í 5. sæti þjóða sem mest kaupa af útf lutningsvörum íslendinjga: Japan þrefaldað vörukaup héðan á aðeins f imm árum Engin þjóð kemst neitt í hálfkvisti við Japana hvað varðar aukningu á vörukaupum af íslendingum á undan- förnum árum. Á aðeins fímm ára tímabili hefur útflutning- ur til Japans aukist úr 2,8% af heildarútflutningi íslendinga upp í 7,8% árið 1987 og 8,5% á tímabilinu jan.okt. á síðasta ári (skýrslur ná ekki lengra ennþá). Útflutningur okkar til Japans hefur því hlutfallslega þrefaldast á 5 árum. Japan er nú orðið í 5. sæti þeirra þjóða sem mest kaupa af útflutningsvörum okkar - fremur skammt á eftir Portúgöl- um og Vestur-Þjóðverjum. Fari þeir til viðbótar að kaupa stóran/stærstan hluta íslensks lagmetis er spurning hvort þeir verði ekki komnir í 3. sæti áður en langt um líður. Þá má benda á að Japan er í hópi þeirra tiltöluiega fáu þjóða sem sem kaupa eins mikið eða meira af okkur heldur en við af þeim. Pótt íslendingar flytji eitthvað út til flestra heimshorna fara yfir 70% af öllum okkar útflutningi til aðeins 7 landa. Hlutfall hvers þess- ara landa í heildarútflutningi fs- lendinga hefur þróast sem hér segir á undanförnum árum (jan./ okt.1988): Hlutfall heildarútflutnings 1983 1986 1988 % % % Bandaríkin 28,3 21,7 12,8 Bretland 11,9 20,4 23,1 Þýskaland 9,7 9,1 9,9 Portúgal 6,1 6,5 9,5 Japan 2,8 4,8 8,5 Sovétríkin 7,4 4,3 4,0 Frakkland 3,7 4,8 4,7 Afheildarútfl: 69,9 71,6 72,5% Sem sjá má hefur mikil breyting átt sér stað á helstu útflutnings- ntörkuðum íslendinga á undan- förnum árum. Mesta athygli vekur hvað útflutningur til Bandaríkj- anna virðist hafa hrapað á s.l. ári, en útflutningur tii Japans hins veg- ar margfaidst. Útflutningur til Sov- étríkjanna hefur minnkað um nær helming á tímabilinu, til Bretlands hins vegar nær tvöfaldast. En Þýskalandsmarkaður hefur nánast staðið í stað á tímabilinu. Þegar litið er á hina hliðina - innflutning til íslands - koma nær 80% frá 10 löndum. Hlutfall þess- ara þjóða af heildarinnflutningi til landsins hefur verið sem hér segir á sama tímabili og að ofan greinir: Hlutfall heildarinnflutnings 1983 1986 1988 % % % Þýskaland 11,8 15,2 14,1 Danmörk 9,7 10,3 9,4 Noregur 8,0 7,2 8,0 Svíþjóð 8,3 8,9 8,7 Bretland 8,8 8,2 8,4 Sovétríkin 10,4 5,5 4,2 Holland 7,3 8,6 8,4 Bandaríkin 7,9 7,0 7,8 Japan 3,9 6,5 7,5 Frakkland 2,3 3,0 3,2 Af hcild.innfl: 78,4 80,4 79,7 Athygli vekur m.a. hvað hlutfall innflutnings frá flestum þessara þjóða breytist lítið frá ári til árs (kaupa heildsalar kannski fremur inn af gömlum vana heldur en eftir verðþróun á mörkuðum?) Margar þeirra þjóða sem við kaupum hvað mest af kaupa á hinn bóginn marg- falt minna af okkur, ekki hvað síst Norðurlandaþjóðirnar. Minni inn- flutningur Sovétmanna skýrist að hluta af stórlækkun olíuverðs á tímabilinu. Hlutfallslega kaupum við orðið lang mest af Þjóðverjum, sem hins vegar hafa lítið sem ekkert aukið innflutning héðan á þessu tímabili, eins og sjá má af fyrri töflunni. - HEI Sýning í fjallasafni í Tórínp: Handrittil Ítalíu Á Ítalíu verður opnuð íslandssýn- ing átjánda apríl næstkomandi. Henni mun síðan ljúka á þjóðhátíð- ardegi íslendinga, sautjánda júní. Sýningin verður í fjallasafninu Duca degli Abruzzi í Tórinó á Ítalíu. Er það hið stærsta sinnar tegundar í heiminum, stofnað af ítalska Alpa- klúbbnum árið 1874. Safnið hefur skipulagt sýninguna og hefur undir- búningur staðið yfir í þrjú ár. fs- lenska menntamálaráðuneytið hefur lýst sig hlynnt sýningunni en Piem- onte héraðið fjármagnar hana. Hér- aðið er eitt nítján héraða á Ítalíu, en nær engu að síður yfir einn tíunda hluta landsins og er eitt af ríkustu svæðum þess. Meðal þess sem sýnt verður eru fimm íslensk handrit forn frá Stofn- un Árna Magnússonar. Handritin hafa aðeins einu sinni áður verið lánuð á sýningu erlendis. Pessi hand- rit eru Islendingabók, Njáls saga, Physologus, Svalbarðsbók (Jónsbók) og Skarðsbók. Eitt öflu- gasta tryggingarfélag Italíu mun tryggja þau. Jónas Kristjánsson fors- töðumaður Árnastofnunar mun halda fyrirlestur um íslenska bók- menntasögu í safninu og í háskólum í Tórínó og Mílanó í tengslum við sýninguna. Þjóðminjasafnið lánar um 50 muni á sýninguna, Listasafn íslands lánar fimm málverk en auk þess verða sýndir ýmsir munir frá Árbæjarsafni og sögulegar myndir frá Ljósmyndasafninu. Sýnt verður í níu sölum auk myndbanda sem verða í gangi allan daginn. Hefur Ríkissjónvarpið lán- að tíu klukkustunda sjónvarpsefni um ísland og náttúru þess. Sýningin hefur verið undirbúin í samvinnu við stjórnvöld hér á landi. f tengslum við hana verður gefin út bók um ísland sem að lang mestum hluta er skrifuð af íslenskum sérf- ræðingum. Vigdís Finnbogadóttir kemur til með að skrifa formála að bókinni og farið hefur verið þess á leit við menntamálaráðherra að hann skrifi einnig stuttan pistil. Menntamálafulltrúi Piemonte héraðs Enrico Nerviani hefur unnið að undirbúningnum. Hann er nú staddur hér á landi og ræddi í gær við Svavar Gestsson og íslenska sam- starfsaðila. Enrico kynnti sýninguna á blaðamannafundi í gær og sagði meðal annars við það tækifæri að hingað til hefði ísland verið svo til óþekkt í Piemonte en vonaðist til að sýningin bætti úr því. Á hverju ári er sett upp ein stór sýning um eitt ákveðið landssvæði. Kynning á íslandi er stóra sýningin þetta árið. Þannig hafa mörg önnur lönd innan Evrópu og í öðrum heimsálfum þegar verið kynnt. ís- land er þó fyrst af Norðurlöndunum sem sett er upp sýning um. Næsta framkvæmd á vegum safnsins verður Ijósmyndasýning um Suður-Heim- skautið. Þar verða allt frá fyrstu ljósmyndum sem teknar hafa verið af Suðurskautinu, til þeirra allra nýjustu til sýnis. jkb Á myndinni eru f.v. Enrico Ben- edetto umsjónarmaður sýningarinn- ar, Brynja Tomer sem unnið hefur við uppsetningu sýningarinnar í Tór- ínó, Enrico Nerviani menntamála- fulltrúi Piemonto héraðs og Aldo Audisro framkvæmdastjóri safnsins. Tímamynd: Pjetur Óli Kr. í Olís: Reyni samningaleiöina þegar mínir viöskiptamenn lenda í vanda en -: „Landsbankinn setur f ram innsetningarkröfu á mig“ „Ég er ekki þannig gerður að ég vilji sparka í mína viðskiptamenn þótt ég lendi sjálfur í erfiðleikum. hefur hins vegar sett fram innsetn- ingarkröfú á mig. Pað er svar bank- ans við því þegar ég vil ná mér út úr þessum vanskilum. Pað er svar Landsbankans, ég get ekki séð annað.“ Þetta voru orð Óla Kr. Sigurðs- sonar við Tímann í gær þegar hann var spurður um samskipti Lands- bankans og Olíss sem verið hafa í fréttum undanfarna daga enn á ný. Talsverð spenna hefur verið í kring um rekstur Olíss um alllangt skeið og er skemmst að minnast fjölmiðlaumfjöllunar um málefni félagsins í nóvember á síðasta ári. Þá sögðu tveir menn sig úr stjórn þess og bankinn hótaði að hætta að gangast í ábyrgð fyrir olíukaupum félagsins. Nú fyrir skömmu stóð bankinn loks við þá hótuú sína og á því söluaðili sá sem Olís keypti af olíu þá sem fyrir skömmu var skipað upp í birgðastöð Olíss. Að sögn Óla Kr. Sigurðssonar er vanskilaskuld fyrirtækisins nú 120 milljónir og haft hefur verið eftir Pétri Sigurðssyni formanni banka- ráðs Landsbankans að Olís hafi verið í gjörgæslu bankans. Gerður hafi verið samningur milli hans og Olíss sem síðarnefndi aðilinn hafi ekki staðið við. Sé það svo að Landsbankinn hætti að ábyrgjast olíukaup fyrir Olís er Ijóst að erfitt verður fyrir félagið að stunda viðskipti sín. Bankamenn segja að í raun sé það aðeins Búnað- arbankinn auk Landsbankans sem hafi bolmagn til að annast bankavið- skipti við Olís. Bæði Stefán Hilmarsson banka- stjóri Búnaðarbankans og Óli Kr. Sigurðsson neituðu því að nokkrar viðræður milli bankans og Olíss ættu sér stað um að bankinn tæki við félaginu af Landsbankanum. - En hafa ummæli formanns bankaráðs Landsbankans skaðað hagsmuni Olíss eða eiga þau eftir að gera það og hvað gengur honum til með þeim? „Ég get ekki svarað því. Það verður hann sjálfur að gera. Ég veit ekkert um hvort hann er að tala fyrir munn bankaráðsins eða sig persónu- lega.“ -En er svona tal ekki slæmt gagn- vart þínum viðskiptavinum? „Jú, þessi umræða hún bætir ekki um fyrir mínu fyrirtæki. í öðru orðinu talar bankinn um banka- leynd, en í hinu er ég á gjörgæslu. En eins og ég hef sagt áður þá er reynt að hlúa sérstaklega að sjúkl- ingum þar. Menn skera ekki á slöng- urnar og slíta allt úr sambandi. Ég segi bara eins og er að ég er hættur að botna í þessu. Mér finnst vera um að ræða ofsóknir gegn mér persónulega. Ástæðan getur ekki verið rekstur fyrirtækisins. Þó að það sé í ákveðnum vanskilum við bankann þá hef ég boðist til að koma málum í lag, m.a. með þessum tilboðum sem ég hef fengið. Þau eru raunveruleg og ekki geta menn hrakið telexin sem ég hef fengið og ekki getur bankinn sagt að hann viti ekki unt þau,“ sagði Óli Kr. Sigurðsson. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.