Tíminn - 21.02.1989, Side 5

Tíminn - 21.02.1989, Side 5
Þriðjudagur 21. febrúar 1989 Tíminn 5 Fjárlagahallinn á síðasta ári var um 7 milljaröar, þar af voru: AUKAFJÁRVEITINGAR UM ÞRÍR MILUARDAR? Ólafur Ragnar segir breytt fyrirkomulag aukafjárveitinga verði rætt í ríkisstjórninni á næstu vikum Tíminn hefur rökstuddan grun um aö aukafjárveitingar á síðasta ári hafi numið tæpum þremur milljörðum. Sighvat- ur Björgvinsson formaður fjárveitinganefndar vildi ekki tjá sig um málið er haft var samband við hann í gærkvöldi. Hann vildi ekki heldur tjá sig um hvenær tölur þessar yrðu gerðar opinberar og benti á fjármálaráðherra í því sambandi. Ekki náðist í Ólaf Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra til að bera málið undir hann, né forvera hans Jón Baldvin Hannibalsson. 1 viðtali við Tímann í gærdag sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra að á næstu vikum verði breytt fy rirkomulag aukafj ár- veitinga tekið til umfjöllunar í ríkisstjórninni. Ráðherrann vildi ekki segja til um að svo stöddu hvort hann legði til að aukafjárveit- ingar yrðu iagðar af með öllu, en þessi mál væru til skoðunar í ráðu- neyti hans. Ólafur Þ. Þórðarson annar af fulltrúum framsóknarmanna í fjár- veitinganefnd hefur lagst mjög á móti því að aukafjárveitingar væru veittar og telur að allar þær fjár- veitingar sem ekki eru samþykktar af löggjafarvaldinu, þ.e. Alþingi, séu brot á stjórnarskránni. Rök- stuðningur Ólafs fyrir því er sá að ráðherra sé fulltrúi framkvæmda- valdsins og að ekki sé löglegt að framkvæmdavaldið úthluti pening- um sem löggjafarvaldið samþykki síðan eftirá. Aðrir hafa bent á að þessi túlkun sé ekki að öllu leyti rétt þar sem margar aukafjárveit- ingar séu til komnar vegna verk- efna sem Alþingi samþykki að framkvæma, eftir að fjárlög við- komandi árs hafi verið samþykkt og í öðrum tilfellum reynist kostn- aðaráætlanir við verkefni á vegum ríkisins rangar. Á valdi þingsins Ólafur Ragnar mælti fyrir fjár- aukalögum vegna ríkisreikninga árin 1979 og 1981-1986 ísameinuðu þingi í gær. Samþykkt aukafjár- veitinga frá þessum árum er nánast Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra mun leggja tillögur sínar um endurskoðun aukafjárveitinga fyrir ríkisstjórnina á næstu vikum. formsatriði, þar sem venja er að fjárveitingar umfram fjárlög séu færðar inn á lánsfjárlög. Fjármála- ráðherra sagðist ekki vilja gefa út yfirlýsingar um þessi mál fyrr en þau hefðu verið rædd í ríkisstjórn- inni, en kvaðst persónulega þeirrar Ólafur Þ. Þórðarson telur allar fjárveitingar umfram fjárlög brot á stjórnarskránni. skoðunar að úr aukafjárveitingum þyrfti að draga verulega. „Endan- leg ákvörðun er í höndum Alþing- is, og það verður að koma í ljós hvort vilji er fyrir því á Alþingi að draga mjög verulega úr aukafjár- veitingum," sagði Ólafur Ragnar. Fjáraukalög að vori og hausti? Viðræður hafa átt sér stað á milli fjármálaráðherra og fjárveitinga- nefndar sameinaðs þings, cr fjallar m.a. um fjárlög milli umræðna, um hvernig snúa megi þeirri þróun við að kostnaður ríkisins fari milljörð- um fram úr áætlunum ár hvert vegna aukafjárveitinga. Sú hug- mynd hefur verið viðruð að á vori hverju verði gefin út fjáraukalög frá Alþingi, enda sé þá raunveruleg fjárþörf ríkisins á því ári nokkurn veginn Ijós. Sé mikil verðbólga ríkjandi og forsendur fjárlaga standist ekki þess vegna sé og unnt að gefa út önnur fjáraukalög að hausti. Þetta hefur þann kost að Alþingi mundi samþykkja öll fjár- útlát svo til jafn óðum og hafa mun betri yfirsýn fyrir eyðslu ríkisins á hverjum tíma. Eins og áður segir munu þessi mál tekin fyrir af ríkisstjórninni í næsta rnánuði og er búist við að þá verði lagt til að heimildir ráðherra til aukafjárveitinga verði þrengdar verulega. Ekki getur samt talist líklegt að þær verði afnumdar með öllu, enda slíkt erfitt í framkvæmd. ____________________________1ÍÍL Uthlutun launa til listamanna Úthlutunarnefnd listamannalauna hefur lokið úthlutun fyrir árið 1989. Samkvæmt undanþágu frá lögum var aðeins einn flokkur listamanna- launa á síðasta ári og svo verður einnig nú. Þeir sem einu sinni hafa komist á þennan lista detta ekki út af honum nema þeir látist eða óski sérstaklega eftir því. Á þessu ári óskaði Atli Heimir Sveinsson eftir því að hljóta ekki þessi laun á árinu. Fjórir listamenn hafa flust upp í heiðurslaunaflokk samkvæmt ák- vörðun Alþingis og sex látist. Tólf listamönnum var því bætt í hópinn en þau eru Birgir Sigurðsson, Filipp- ía Kristjánsdóttir, Geir Kristjáns- son, Guðmundur Karl Ásbjörnsson, Guðný Guðmundsdóttir, Gylfi Gröndal, Hafsteinn Austmann, Hjörleifur Sigurðsson, Leifur Breið- fjörð, Rut Ingólfsdóttir, Steingrímur St. Th. Sigurðsson og Þórarinn Eldjárn. Launin nema sjötíu þúsund krón- um en voru 68 þúsund á 99 listamenn á síðasta ári. Samkvæmt fjárlögum 1989 hafa framlög til lista hækkað milli ára um 34% að meðaltali en listamannalaunin aðeins um 4%. Að mati nefndarinnar er því í raun um 20% lækkun að ræða. jkb Góð loðnuveiði út af Vík í Mýrdal um helgina: Verð á loðnu til frystingar frjálst Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum á föstudag að gefa frjálsa verðlagningu á loðnu til frystingar, beitu og skepnufóð- urs á loðnuvertíð vorið 1989. Það var hins vegar ákveðið að fresta ákvörðun um verðlagningu á loðnuhrognum. Hörður Árnason hjá Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja sagði í samtali við Tímann að nú væru 12 krónur borgaðar fyrir hvert kíló af loðnu sem færi til frystingar. Á föstudagsmorgun fannst loðna um 10 mílur fyrir austan Eyjar og voru tveir bátar komir að landi um hádegi með fullfermi. Sem kunn- ygt er var bræla frá fimmtudegi í fyrri viku fram á mánudagsmorg- un. Þá fóru bátarnir út, en fremur lítil veiði var framan af vikunni, þar til á föstudag. Á miðvikudag var einhver smá veiði vestan við, Ingólfshöfða og við Alviðru í fyrra- dag. i • Á föstudag var tilkyhnt um 12.190 tonn af loðnu frá samtals 19 bátum. Á laugardag tilkynntu einnig 19 bátar um afla, samtals 12.790 tonn og á sunnudag til- kynntu 26 bátar um samtals 22.430 tonn. Þennan afla fengu bátarnir aðallega út af Vík í Mýrdal. -ABÓ KIRKJUVÍGSLA A SELTJARNARNESI Á sunnudaginn fór fram vígsla Seltjarnarneskirkju. Fyrsta skóflu- stungan var tekin 16. ágúst 1981 en byggipgaframkvæmdir hófust vorið ’82. I aöal kirkjuskiginu er gert ráð fyrir 250 manns í sæti. Salur safnað- arheimilisinslekur 100 manns í sæti, en framkvæmdum við safnaðarheim- ilið er ekki að fullu lokið. Hörður Björnsson bygginga- tæknifræðingur hannaði kirkjuna en sonur hans Hörður Harðarson tók þátt í hönnun hennar á seinni stigum framkvæmdanna. Vígsluguðsþjónustan á sunnudag- inn var ekki fyrsta messan sem haldin hefur verið í kirkju Seltirn- inga, því á jólum 1985 var vígður guðsþjónustusalur í kjallara kirkj- unnar. Þar áður var messað bæði í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi og í félagsheimilinu. Sóknarprestur í Seltjarnarnes- sókn er sr. Sólveig Lára Guðmunds- dóttir. SSH ökum ávallt með tillltt tll aðstœðna ekkl of hæyt — ekklof hratt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.