Tíminn - 21.02.1989, Side 6

Tíminn - 21.02.1989, Side 6
6 Tíminn Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Kópavogur Linda Jónsdóttir Holtagerði 28 45228 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Keflavik GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Margrét Magnúsdóttir Hjallagötu 4 92-37771 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740 Stykkishólmur ErlaLárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 ísafjörður JensMarkússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdótti r Brimnesvegi2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503 Bíldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Níelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavik Ólafur Geir Magnússon Hjarðarhóli 2 96-41729 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Ftaufarhöfn Ófeigurl. G'yltason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaður Kristín Árnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlið 19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur Óskar Guðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 98-31198 Stokkseyri Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Sólvöllum 1 98-31005 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur JónínaogÁrnýJóna Króktún 17 98-78335 Vik VíðirGylfason Austurveg 27 98-71216 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut29 98-12192 TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Við höfum einnig úrval af tölvupappír á lager. Reynið viðskiptin. Smíðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 BILALEIGA með utibú allt í kringum landið, gera þer mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaieiga Akureyrar 6863001 > > ► . . J - - - ■ ^ fc- i , \ -i Þriðjudagur 21. febrúar 1989 Drög að reglugerð um hlutafjársjóð Byggðastofnunar kynnt á Alþingi: Hlutabréf með og án ríkisábyrgðar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kynnti í neðri deild Alþingis á föstudag, drög að reglugerð um væntanlegan hlutafjársjóð útflutningsatvinnugreina. Hlutverk sjóðsins er að taka þátt i fjárhagslegri endurskipulagningu útflutnings- greina með kaupum á hlutabréfum í starfandi fyrirtækjum og þátttöku í stofnun nýrra fyrirtækja er taki við starfsemi eldri ú t flut ningsfy rirt ækj a. Steingrímur tók fram í ræðu sinni að sjóðurinn tæki ekki þátt í endur- skipulagningu fyrirtækja með nei- kvæða eiginfjárstöðu, fyrirtækjum er ekki ættu eignir fyrir skuldum. Sjóðnum er þó í kjölfar árangurs- lausra nauðasamninga eða gjald- þrots fyrirtækja heimilt að taka þátt í stofnun nýrra fyrirtækja með hluta- fjárkaupum. Þá eru þau skilyrði sett fyrir því að sjóðnum sé hcimilt að kaupa bréf í fyrirtæki að viðkomandi fyrirtæki teljist vera meginuppistaða í útflutningi og atvinnurekstri á við- komandi starfssvæði samkvæmt regl- um sjóðstjórnar og að sýnt þyki að þau fyrirtæki sem sjóðurinn taki þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu á, hafi jákvæða rekstrarafkomu að henni lokinni. Fjármögnun hlutdeildarskírteina Hlutafjársjóðurinn kaupir hluta- bréf í fyrirtækjum og selur aftur til lánastofnana og annarra kröfuhafa viðkomandi fyrirtækja og verður þá andvirði hlutabréfanna notað til skuldaskila samkvæmt reglum sjóðsins. Önnur fjármögnun bréfa verður framlag til hlutafjársjóðsins úr ríkissjóði, ef Alþingi ákveður svo, og einnig er sveitarfélögum, sjóðum, fyrirtækjum og einstakling- um heimilt að kaupa bréf sjóðsins. Hlutdeildarskírteinum er að sögn forsætisráðherra skipt í tvennt. Ann- ars vegar svo kölluð a-skírteini og hins vegar b-skírteini. Ríkissjóður ábyrgist gengistryggt nafnvirði a- skírteinanna en b-hlutdeildarskírt- eini eru án ríkisábyrgðar. Mun þá miðað við að kröfuhafar er hafa trygg veð fyrir kröfum sínum í því fyrirtæki sem hlutabréfin eru keypt í skuli að jafnaði eiga kost á a-skírt- einum, við endurskipulagningu fyrirtækisins eða komi til gjaldþrota- skipta. Ábyrgð ríkisins skal þó ekki nema hærri upphæð en 600 milljón- um. Stjórnin skipuð af forsætisráðherra Þrír menn skipa stjórn Hlutafjár- sjóðs Byggðastofnunar og eru þrír menn til vara. Þessir aðilar eru skipaðir af forsætisráðherra til fjög- urra ára í senn og tók Steingrímur það sérstaklega fram að fulltrúar í stjórn sjóðsins mættu ekki vera háðir neinum pólitískum samtökum. Hlut- verk þeirra væri að meta stöðu þeirra fyrirtækja sem sæktu um að- stoð sjóðsins á faglegum grundvelli. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokk- anna hafa fengið drögin að reglu- gerðinni til umsagnar, málið hefur þegar fengið umfjöllun í þingflokk- um stjórnarflokkanna. Forsætisráð- herra tók fram að þetta væri ekki endilega reglugerðin í sinni endan- legu mynd og hún gæti átt eftir að taka breytingum áður en hún verður lögð fram í næstu viku. - ág Kvikmyndaklúbbur íslands tekur til starfa með sýningar í kvikmyndahúsinu Regnboganum: Starfið hófst með „Vettvangi glæps“ Úr næstu niynd Kvikmyndaklúbbs íslands, „Býf1ugnabóndinn“, sem sýnd verður nk. fímmtudag og laugardag í Regnboganum. Kvikmyndaklúbbur íslands tók formlega til starfa í Regnboganum á laugardaginn var, er Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, setti dagskrá klúbbsins við sýningu frönsku myndarinnar „Vettvangur glæps“ eftir André Techiné. Er yfir- lýst stefna klúbbsins að sýna merkar og áhugaverðar nryndir, sem að öörum kosti koma ekki til með að verða sýndar í kvikmyndahúsum hér á landi. Hafði menntamálaráðherra á orði við þetta tækifæri, að nafn klúbbsins væri auðsýnilega metnað- arfullt líkt og segja mætti um Barna- skóla íslands á Akureyri. Sagðist hann vona að klúbbur þessi yrði ekki síður starfandi víða um land en í Reykjavík, og það væri reyndar skylda klúbbstjórnar að sjá til þess að búseta manna komi ekki í veg fyrir að sem flestir íslendingar fái að njóta efnisins. í inngangi sínum að sýningardag- skrá klúbbsins, ritar Kristín Jóhann- esdóttir, kvikmyndaleikstjóri, m.a.: „Hvernig á að ala fólk, og þá einkum ungt fólk, upp í að lesa myndmál ef hvergi er klassískar myndir að fá? Það er eins og að ætla fólki að læra að meta bókmenntir af því lesefni sem hægt er að fá í sjoppum. Hugsíð ykkur að engar bókabúðir væru til og engin bókasöfn, bara sjoppur. ... í ljósi þessa ástands sem ríkir í myndbanda-, sjónvarps- og kvik- myndahúsaframboði nú, er þessi klúbbur lífsnauðsyn!" Undirbúningur að stofnun þessa klúbbs, sem Kvikmyndasafn íslands stendur að, hefur staðið í nokkra mánuði. Þeir sem standa að klúbbn- um og áttu fulltrúa í undirbúnings- nefndinni, eru Kvikmyndasafn íslands, Félag kvikmyndagerðar- manna, Kvikmyndasamtökin Grímur, Félag áhugamanna um kvikmyndir í Háskóla íslands og Listafélag Menntaskólans í Reykja- vík. KB Síðbúin myndbirting Þriðjudaginn 7. febrúar s.l. birt- ist í Tímanum grein eftir Jóhannes Arason sem býr í Múla í Gufudals- hreppi. Fyrir handvömm birtist mynd af höfundi ekki með grein- inni og er hér bætt úr því og Jóhannes Arason beðinn velvirð- ingar á mistökunum. Jóhannes Arason, Múla Gufudals- sveif.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.