Tíminn - 21.02.1989, Qupperneq 7

Tíminn - 21.02.1989, Qupperneq 7
Þriðjudagur 21. febrúar 1989 Tíminn 7 Helgi Skúlason segir ávítur Félags leikstjóra hálfgeröan brandara: „Samtr ygging hinna < >hæfu“ Helgi Skúlason segist standa fast við ummæli sín þess efnis að Inga Bjarnason hefði ekki valdið hiutverki leikstjóra verksins „Hver er hræddur við Viginíu Woolf?“ Félag leikstjóra á Islandi hefur tekið ummæli hans óstinnt upp en Helgi segist helst sjá broslegu hliðina á því máli. Helgi Skúlason og Helga Bachmann í hlutverkum sínum í „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ Félag leikstjóra á íslandi hefur gert ályktun þar sem segir að stjórnin sjái sig knúna til að gera athugasemd við ummæli Helga. í athugasemdinni segir meðal annars: „Opinberar yfirlýsingar af þessu tagi um aðgerðir listamanna eru að dómi félagsstjórnar í eðli sínu heimskulegar og geta ekki vakið skynsömum mönnurn spurningar um neitt annað en hugarfar þess sem lætur slíkt frá sér fara." Einnig er minnst á að í lögum félagsins sé kveðið á um að hver sá meðlimur sem starfi andstætt hags- munum þess megi sæta brottrekstri. Félag íslenskra leikstjóra mun halda fund varðandi þetta málefni í heild sinni áföstudaginn kemur. Þarverða að öllum líkindum lagðar fram og ræddar yfirlýsingar sem beðið er eftir frá Leikfélagi Akureyrar og Ingu Bjarnason auk ummæla Helga og Arnórs Benónýssonar. María Kristjánsdóttir formaður félagsins sagði Tfmanum að miðað við þau viðbrögð sem hún hefði orðið vör við, bæði meðal leikara og leikstjóra, þá teldi hún líklegt að til brottreksturs Helga gæti komið. „Ég stend alveg við það sem ég sagði og við öll. Aumingja mann- eskjan réð ekkert við þetta. Tilvilj- unin ein réði því að það var ég sem sagði þetta þegar ég sat fyrir svörum hjá útvarpinu. Ég heyrði tilkynningu þess efnis að Inga Bjarnason þvægi hendur sínar af sýningunni í hádegis- fréttum og því hefði verið hálf kjánalegt að svara ekki þegar ég var spurður hvernig á þessu stæði í útvarpsþætti seinna sama dag,“ sagði Helgi Skúlason í samtali við Tímann. „Það skondnasta við þetta er að Félag leikstjóra á íslandi hefur ekki haft samband við okkur varðandi málið. Jafnvel þó að helmingur leik- arahópsins sé í félaginu.“ En Helgi er auk þess að vera einn af stofnend- um félagsins fyrsti formaður þess. „Þetta virkar allt saman mjög fyndið á mig og ég get ómögulega tekið þessa samtryggingu hinna óhæfu alvarlega. Einn brandarinn í viðbót er síðan að í þriggja manna stjórn félagsins er Inga Bjarnason gjaldkeri," sagði hann. Helgi benti jafnframt á að sér þætti furðulegt að Félag íslenskra leikstjóra ætlaði að halda fund á föstudaginn kemur þar sem þetta mál verður tekið fyrir. „Hjá leik- stjóra- og leikarafélögum eru alltaf haldnir fundir á mánudögum eða þriðjudögum þegar leikhús sýna ekki. Manni dettur einna helst í hug að föstudagurinn hafi verið valinn vegna þess að þá er einmitt sýning hjá okkur á Akureyri og því útilokað að við Helga komumst á fundinn." Helgi sagði að fyrir sig myndi brottvikning úr félaginu ekki skipta nokkru einasta máli. Hann hefur ekki leikstýrt í ein fjögur ár og er því orðinn aukafélagi. „Það eina sem gerist er að ég hætti að fá rukkun fyrir félagsgjöldum sem ég hef greitt árlega frá stofnun félagsins.“ jkb Leikfélag Akureyrar: Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Föstudaginn 17. febrúar frum- sýndi Leikfélag Akureyrar leikritið „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“, eftir bandaríska leikrita- höfundinn Edward Albee. Leikrit- ið var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1964, en frumsýning þess var á Broadway árið 1962 við mikla hneykslun áhorfenda en jafnframt hrifningu. Að sögn Arnórs Benónýssonar leikstjóra gerist verkið á einni næturstund í gleðskap tvenna hjóna. Það leiðist síðan útí rökræð- ur og uppgjör og endar í fullkomnu einvígi milli eldri hjónanna. Þetta er svona dæmigert uppgjörspartý um ástir ósamlyndra hjóna. Ann- ars er ekki vert að segja of mikið um verkið, það leikur svolítið laus- um hala, sagði Arnór. Eldri hjónin eru leikin af þeim Helgu Bachmann og Helga Skúla- syni, en þetta er í fyrsta skipti sem þau hjón leika hjá L.A. Yngri hjónin eru leikin af þeim Ellert A. Ingimundarsyni og Ragnheiði Tryggvadóttur, en þau hafa bæði leikið á Akureyri áður. Aðrir að- standendur sýningarinnar eru Ingvar Björnsson sem hannar lýs- ingu, Guðrún Svavarsdóttir sem hannaði leikmynd og búninga, Leifur Þórarinsson sem samdi tón- listina og hljóðstjórnandi er Gunn- ar Sigurbjörnsson. HÍA, Akureyri Skrá yfir íslensk skip 1989 komin út: MEDALALDURISLENSKRA FISKISKIPA ER 17,5 ÁR 1103 þilfarsskip voru skráð í aðalskipaskrá 1. janúar 1989. Af þeim eru 957 skráð sem fiskiskip, 32 þilfarsskip eru skráð sem vöruflutningaskip og önnur skip, sem eru skráð með hliðsjón af verkefnum sínum, svo sem varðskip, farþegaskip, rannsóknaskip o.s.frv. eru sam- tals 114 talsins. Elsta skráða skipið í flotanum er smíðað 1912, en meðalaldur fiskiskipa er nú 17,5 ár og hefur lækkað um 1 ár frá því 1. janúar 1988. Þetta kemur fram í nýútkominni „Skrá yfir íslensk skip 1989“ sem Siglingamálastofnun ríkis- ins gefur út. Um stærð skipanna kemur fram að af þessum 1103 skipum eru 1011 skip samtals 199.838 brúttórúmlestir og 92 skipanna alls 3.281 brúttótonn. Mismunandi mælieiningar eru vegna nýrra reglna sem nú er farið að skrá eftir. í stað brúttórúmlesta verða skip eftirleiðis mæld í brúttótonnum. 32 þilfarsskipin sem skráð voru sem vöruflutningaskip voru 64.861 brúttórúmlestir að stærð. Meðal- stærð þeirra fiskiskipa sem mæld eru í rúmlestum var þann 1. janúar 1989, 135.1 brúttórúmlestir. Meðal- stærð þeirra 82 fiskiskipa sem mæld eru í brúttótonnum er 38,7 brúttó- tonn. Opnir vélbátar sem eru á skrá hjá Siglingamálastofnun ríkisins voru þann 1. janúar 1.623 talsins, alls 6.560 brúttórúmlestir. Við áramótin 1988 voru á skrá 1037 þilfarsskip, alls 187.829 brúttó- rúmlestir. Á árinu voru skrásett 25 skip, samtals 20.303 brúttórúmlestir að stærð og 74 skip 3.100 brúttótonn að stærð. Af skrá voru tekin 33 skip, samtals 7.314 brúttórúmlestir að stærð. Á árinu fjölgaði þilfarsskipum um 66 og brúttórúmlestastærð þeirra jókst um 12.009 brl og 3.218 brúttó- tonn. Fiskiskipum fjölgaði um 58 og jókst heildarstærð þeirra um 2.155 brúttórúmlestir og 3.173 brúttótonn. Vöruflutningaskipum fækkaði um tvö, en heildarstærð þeirra jókst um 9.884 brúttólestir. Opnum vélbátum fjölgaði um 137 báta, samtals um 1.079 brúttórúmlestir að stærð. Búið er að semja um smíði, eða í smíðum eru 22 þilfarsskip hér innan- lands og erlendis eru 14 fiskiskip í smíðum fyrir íslenska aðila. -ABÓ Herstöðvaandstæðingar: Varaflug- völlur er hernaðar- framkvæmd Samtök herstöðvaandstæðinga hafa beint þeirri áskorun til ríkis- stjórnarinnar að hún beiti sér gegn því að Nató kosti byggingu flugvallar hérlendis. Samtökin samþykktu ályktun á fundi sínum nýverið þar sem meðal annars segir „Kostnaðar- tölur fyrir þennan umrædda flug- völl eru það háar að augljóslega er um hernaðarframkvæmd að ræða.“ Þeir telja að framkvæmd við lengingu flugvalla sem fyrir eru, þannig að þeir nýtist sem alþjóð- legir flugvellir, sé aðeins um 2- 300 milljónir. Hins vegar yrði kostnaður við Nató-völlinn um 9-10 milljarðar. „Nató mun ekki leggja í slíkan kostnað við völl sem ekki er ætlunin að nota.“ Samtökin telja yfirlýsingar Nató þess efnis að flugvöllurinn verði ekki notaður á friðartímum lítils virði. Þau minna í þessu sambandi á ratsjárstöðvarnar sem sagt var að gætu nýst íslensk- um fiskiskipum. „Nú er komið í ljós að engar ratsjár eru í þessum stöðvum. jkb

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.