Tíminn - 21.02.1989, Page 8

Tíminn - 21.02.1989, Page 8
8 Tíminn Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 í anda stjórnleysis Þegar erfiðleikar steðja að íslensku þjóðinni, stórir eða smáir, sest ritstjóri Dagblaðsins Vísis við tölvu sína og skammar þjóðina. Hann lætur hana yfirleitt í friði þegar vel gengur, og beinir þá skömmum sínum frekar að einstaklingum og fyrirtækjum fyrir að vera á margvíslegum spenum. Nú hefur þessi ritstjóri gripið tækifærið vegna fáránlegra ofsókna grænfriðunga á hendur íslendingum, og líkir í leiðinni forseta íslands, forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra við þá Mussolini og Mobutu. Sökin liggur í því að þessir þrír aðilar hafa skrifað starfsbræðrum í Vestur- Pýskalandi, væntanlega til að óska eftir því að vita hvert stefnir í viðskiptum milli ríkjanna. Geðvonskuköst af þessu tagi eru svo sem ekkert ný hjá ritstjóra DV. En þau eru að því leyti frábrugðin fyrri köstum hans, að nú seilist hann til þeirra sem skipa æðstu virðingarstöður þjóðarinnar og leggur mannorð þeirra með óskiljanlegum hætti til jafns við kóna á borð við Mussolini og Mobutu. Það hlýtur að vera upplýsandi fyrir lesendur DV, sem enn munu vera þó nokkrir, að lesa svona tilskrif eftir ritstjórann, sem hefur árang- urslaust, en árum saman, reynt að hafa áhrif í þjóðfélaginu. Þjóðfélag sem tók við Mussolini og gerði hann að „II Duce“, bjó fyrir við ákveðið stjórnleysi. Áreiðanlega hafa ritstjórar á Ítalíu talið sig vera að leysa vanda þjóðar sinnar með því að tína til lognar og sannar ávirðingar í tíma og ótíma. Sumir þeirra hafa orðið fyrir vonbrigðum yfir að hafa ekki verið gerðir að „II Duce“. Pað féll hinsvegar í hlut Mussolinis, sem var einn af ritstjórunum. Hann flaug inn á stjórnleysinu. Skrif ritstjóra DV frá fyrstu tíð benda til þess að hann langi til að verða Mussolini á íslandi. Heilög vandlæting ritstjórans, sem líkir bréfa- skriftum æðstu manna landsins við bréfaskriftir manndrápara á borð við Mobutu, er svo fáránleg að væri ekki um þennan sérstaka ritstjóra að ræða og alþekkta geðvonsku hans ásamt venjulegum klunnaskap manns, sem kann engar rökræður, myndu lesendur hafa rekið upp mikið stærri augu en raun ber vitni um. Látum vera hvað sagt er um ráðherra í þessu blaði ritstjórans. Öðru máli gegnir um forseta íslands, sem á erfitt með að verja sig fyrir árásum af þessu tagi. í fyrsta lagi hefur aldrei tíðkast að deila á forsetaembættið, hvað þá að nefna Mussolini og Mobutu í sömu andrá. í öðru lagi er forseta íslands leyfilegt án ritskoðunar ritstjóra DV, að skrifa öðrum þjóð- höfðingjum. Forseti íslands nýtur óvenjumikilla vinsælda og hefur orðið okkur til sóma hvarvetna. Svo er enn og svo verður. Þriðjudagur 21. febrúar 1989 GARRI GERVIUSTAMENN Sýning Leikfélags Akureyrar á Hver er hræddur við Virginíu Woolf? hefur verið dálítið í fréttum að undanförnu. Ráðinn leikstjóri hætti nokkrum vikum fyrir frum- sýningu og annar tók við. Engin skýríng var gefin á hinni skyndilegu brottför leikstjórans. Einn af leik- urunum í verkinu, Helgi Skúlason, lét hins vegar hafa eftir sér í útvarpi að viðkomandi leikstjóri hefði ekki valdið verkefninu og það hefði veríð ástæðan fyrir því hve stutt varð í leikstjórn hans. Garra brá hins vegar um helgina þegar útvarpið tilkailaði formann einhvers sem heitir víst Félag leik- stjóra. Sá aðili hafði uppi stór orð um að þetta hefði Helgi Skúlason ekki átt að segja. Kvaðst formaður- inn rcikna með að á næsta fundi yrði borín fram tillaga um brott- rekstur Helga Skúlasonar fyrir þessi ummæli. Þessi tillaga taldi formaðurinn fullvíst að yrði sam- þykkt og Helga Skúlasyni þar með vikið úr samtökum leikstjóra. Refsigleðin Hér þykir Garra eiginlega að nokkuð mikil refsigleði sé á ferð- inni. Þó tekur hann fram að hann veit engin deili viðkomandi leik- stjóra. Aftur á móti er hann í hópi þeirra Ijölmörgu sem um árabil hafa notið þess að sjá og heyra Helga Skúlason á sviði. Það þarf hvorki að fræða Garra né neinn unnan, sem horft hefur, um það að Helgi Skúlason er einn af alfremstu leikurum okkar og úrvalslistamað- ur sem hverju félagi er heiður að því að hafa innan sinna raða. Og þar af leiðandi hefur Garri eigin- lega þá trú að Helgi Skúlason viti hvað hann er að segja þegar hann lætur frá sér ummæli á borð við þessi. Núna síðustu dagana höfum við hins vegar heyrt hinar óheyrílegu fréttir af því að ríkisstjórn írans hafi lagt fé til höfuðs rithöfundi nokkrum sem varð það á að skrífa bók scm erkiklerkarnir austur þar töldu móðgun við trúarbrögð sín. Á þessu hafa menn vitaskuld hneykslast og talið þetta vitnisburð um úreltan miðaldahugsunarhátt. Meira að segja heyrði Garrí ekki betur í útvarpinu en að Rithöf- undasamband íslands hefði látið í sér heyra og mótmælt. Jafnt bókabrennur sem aftökur listamanna eru til allrar hamingju hlutir sem hér á Vesturlöndum heyra fortíðinni til. Þegar fram koma í þessum löndum listamenn, sem ekki ná máli, þá eru þeir einfaldlega þagðir í hel. Og gleym- ast þá venjulega á skömmum tíma. Það þykir yfirleitt ekki taka því að refsa fólki, sem langar til að slá í gegn, þó því takist það ekki. Margir kallaðir... Það gildir nefnilega í öllum greinum fagurra lista að þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Allir vita að skólaganga og próf gera engan að listamanni, þó að listamaður geti lært margt gagnlegt í góðum skóla. En vanti hann hæfileika fást þcir ekki í skóla. VÍTTOG BREITT Allir þekkja dæmi um fólk sem komið hefur hcim frá útlöndum sprenglært í einhverrí listgrein og gert sig líklegt til að leggja þjóðina að fótum sér. Þegar til verkanna hefur átt að taka hefur hins vegar komið í Ijós að þar hefur vantað hæfileikana sem skilja milli venju- legs fólks og listamanna. Verkin hafa veríð steingeld og ekki vakið áhuga nokkurs manns. Þar gildir nefnilega að al- menningur er býsna naskur á að finna það út hvar er bitastæða list að finna. Gildir það jafnt um leikhús, málaralist og bókmenntir. Reynslan sýnir að fólk fer ekki á leiksýningar, kaupir ekki málverk og les ekki bækur nema þar sé um áhugaverða hluti að ræða. í öllum listgrcinum á það við að þar koma alltaf með reglulegu millibili fram einstaklingar sem ekkert bitastætt hafa að bjóða nema eina saman gervilist. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það almenningur í landinu sem leikararnir eru að leika fyrir, málararnir að mála fyrir og skáldin að skrifa fyrir. Hvort sem gervilistamönnum líkar betur eða verr er almenningur hæstirétt- ur í því hvað teljist góð list í landinu. Nú tekur Garri fram að hann þekkir ekkert tU verka leikstjórans sem hætti á Akureyri og getur í sjálfu sér engan dóm á það lagt hvort þar sé alvöru- eða gervilista- maður á ferðinni. En hitt þorír hann að fuUyrða að Helgi Skúlason sé alvörulistamaður. I túlkun hans á sviði er allt heUt og grómlaust. Þess vegna á ekki að refsa honum þó að hann hafi látið sig hafa það að segja meiningu sína umbúða- laust þegar tU ágreinings var þama komið. Hvað þá ef hér eru kannski gervilistanienn að gera aðför að alvörulistamanni. Garrí. „Dýrt að vera íslendingur“ „Það er dýrt að vera íslending- ur,“ sagði Þorvaldur í Síld og fisk þegar fréttamaður spurði hann hvers vegna íslensk skinka er þrisv- ar til fjórum sinnum dýrari en dönsk. Það er samt ekki dýrara en svo að fyrirtæki hans, Ali, þarf ekki að vikta umbúðirnar með sinni skinku og selja þar með plastið á 150 til 200 krónur, eins og margar aðrar kjötvinnslustöðvar leyfa sér að bjóða viðskiptavinun- um. Sleppum leiðindatali um lögbrot. Virt tímarit sem sérhæft er í viðskiptum og fjármálaumsvifum kannaði fyrr í vetur hverjir væru ríkustu menn á fslandi. Hinn aldni athafnamaður Þorvaldur Guð- mundsson var þar fremstur í flokki og er metinn á 1,5 milljarða. Kem- ur engum á óvart því maðurinn er dugnaðarforkur og farsæll. Annar vel efnaður góðborgari, Flosi Ólafsson, rithöfundur o. fl., er athugull hvað varðar umsýslu fjármuna, lét tölfróðan mann reikna út fyrir sig hve mikið maður þarf að þéna til að verða eins ríkur og Þorvaldur. Eignaaukningin nemur 1 milljón á viku langa æfi því maðurinn er hátt á áttræðis- aldri. Þessu kjaftaði FIosi í blöðin og lét fylgja með að verkamaður er 2500 ár að vinna fyrir sömu upphæð og er þá miðað við núgildandi taxta. Dýrir á fóðrum Aldrei hefur það heyrst að verkamaður kvartaði yfir að það væri dýrt að vera íslendingur, að- cins að það sé dýrt að sjá sér farborða. Hins vegar sjá umsvifamiklir at- hafnamenn í hendi sér hvað það er upplagt að fslendingar séu dýrir á fóðrunum og að það er hægt að selja þeim skinkuna á þrefalt hærra verði en t.d. Danir létu sér detta í hug að kaupa hana fyrir. Meðalverð á íslenskri skinku er 234% hærra á íslandi en í Dan- mörku og kemur sá munur fram í vinnslustiginu en ekki í verði til bænda. Allt tal um fóðurgjald og allskyns kostnað við svínaeldi og opinberar álögur er út í hött þegar reynt er að klóra yfir muninn á skinkuprísum á Danagrund og á Fróni. Hafi menn auga fyrir því hve dýrt er að vera íslendingur og dug til að hagnast á því er ekkert sem komið getur í veg fyrir að slíkir menn græði milljón á viku alla æfina og verði milljarðamæringar. Tækifærið mikla Mörg fyrirtæki vinna skinku og er hún nokkuð mismunandi dýr, en munar ekki miklu sé miðað við hinn ósvífna mun sem er á inn- lendri og erlendri framleislu þess- arar matartegundar. Það eru ber- sýnilega margir aðrir en Þorvaldur Guðmundsson sem sjá hagnaðar- vonina í að dýrt sé að vera íslend- ingur, en það er nú einu sinni svo að hann er skinkuframleiðandinn sem lýsti þessu yfir eftir að könnun Verðiagsstofnunar á skinkuverði var gerð heyrinkunn. Því er til hans vitnað hér og auðsöfnunar mannsins, sem allt eins getur helg- ast af því að hann kann betur með fé að fara en hinir skinkuframleið- endurnir. Nema náttúrlega að þeir séu á góðri leið með að verða milljarðamæringar líka. Það er dýrt að vera íslendingur vegna þess að skinkan er þrisvar til fjórum sinnum dýrari en annar staðar. Það er dýrt vegna þess að litli maðurinn sem er 2000 ár að vinna fyrir milljarði er slíkur fá- ráðlingur í fjármálum. að hann kaupir skinkuna á hærra verði en tekst að selja hana annars staðar í veröldinni. Það er dýrt að vera íslendingur vegna þess að verðandi milljarðamæringar leika sér að því að margfalda verð á vöru og þjón- ustu miðað við það sem gerist meðal siðaðra þjóða og leika sér sífellt að því að kenna stjórnvöld- um um okrið, en neytandinn er ruglaður og borgar og borgar og hefur ekki hugmynd um sannvirði á nokkrum hlut, síst af öllu matvæl- um. Ekkert skynsamlegt samhengi er milli verðs og gæða skinkunnar, að því er Verðlagsstofnun upplýsir. Sumir framleiðendur eru sam- viskusamir og senda góða vöru á markað, aðrir selja fitu, vatn og umbúðir fyrir verð sem sæma mundi kavíar úr Volgustyrju. En meðan íslenskir neytendur eru svo bláeygir að kasta laununum sínum í dýrustu matarkaup saman- lagðra neysluþjóðfélaga heimsins verður dýrt að vera íslendingur og þeir sem vit hafa á leika sér að því að verða milljarðamæringar. ísland er nefnilega land tækifær- anna. Tækifæra þeirra sem vita af hverju það er dýrt að vera íslend- ingur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.