Tíminn - 21.02.1989, Page 9

Tíminn - 21.02.1989, Page 9
Þriðjudagur 21. febrúar 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Svar Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við grein Harðar Bergmann í Tímanum 11. janúar sl. Öðrum til fyrirmyndar Svar við skrifum Harðar Bergmann Samningur um sérfræðingshjálp milli Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar ríkisins hefur talsvért verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á undanförnum vikum. í grein í Tímanum miðvikudag- inn 11. janúar sl. fullyrti Hörður Bergmann að þessi samningur væri óhagkvæmur. 1 greininni beinir Hörður ýmsum spurningum til þeirra sem bera ábyrgð á samn- ingnum og ítrekar þessar fyrir- spurnir sínar í grein í Þjóðviljanum 28. janúar sl. Hér á eftir verður leitast við að svara þessum spurningum Harðar, og eins reynt að skýra út á hverju það samkomulag byggist sem náð- ist milli Tryggingastofnunar ríkis- ins og Læknafélags Reykjavíkur um störf lækna utan sjúkrahúsa í tilteknum greinum læknisfræðinn- ar öðrum en heimilis- og embættis- lækningum. Hagsmuna almennings gætt Hörður spyr í grein sinni „hve- nær hagsmuna almennings verði gætt“. Á öðrum stað í greininni segir hann að þessi samningur tali skýru máli um það hve veikir tilburðir stjórnvalda séu til að draga úr sérfræðikostnaðinum. Það er sjálfsagt oft á tíðum álitamál hversu vel stjórnmála- mönnum eða embættismönnum tekst að gæta hagsmuna almenn- ings. Það er hins vegar trú þeirra sem að þessari samningsgerð stóðu að í samningum hafi verið reynt eftir fremsta megni að gæta hags- muna almennings. í fyrsta lagi með því að al- menningur á áfram kost á læknis- þjónustu utan sjúkrahúsa. í öðru lagi með því að draga úr kostnaði við sérfræðilæknishjálp um 86 milljónir króna eða rúm 10% af heildarútgjöldum til sér- fræðilæknisþjónustu og koma þannig í veg fyrir sífellda útgjalda- auka á þessum hluta heilbrigðis- þjónustunnar. Á milli áranna 1986 og 1987 hækkaði þessi liður heil- brigðisþjónustunnar um 26% á föstu verðlagi og á milli áranna 1987 og 1988 um 17%. Með þessum samningi er stefnt að því að lækka sérfræðilæknisþjónustuna um 10%. í þriðja lagi að koma í veg fyrir það að sérfræðingar settu sér sína eigin gjaldskrá, sem vafalaust yrði langtum hærri en sú gjaldskrá sem samningurinn við Tryggingastofn- un ríkisins byggir á. Og þá hefði almenningur þurft að greiða að fullu fyrir alla sérfræðilæknishjálp. Hálaunahópur - ekki hálaunahópur í grein sinni telur Hörður „að samningur þessi gefi glögga innsýn í vanmátt og ábyrgðarleysi stjórn- valda og embættismanna sem eigi að gæta hagsmuna almennings gagnvart hálaunahópi, sem á sinn þátt í að þyngja skattbyrði á alþýðu manna." Ég hygg að að sé rétt hjá Herði að læknar teljist til hálaunahóps í þjóðfélaginu. Þó eru laun þeirra mjög mishá. Það þurfa Hörður og fleiri að hafa í huga þegar þeir tala um há laun og lág laun að ævitekjur manna þurfa ekki endilega að ráð- ast af því hvort menn hafi há eða lág laun á tilteknum tímapunkti. Ævitekjur hvers einstaklings skipta auðvitað mestu máli, en þær ráðast um margt af því á hvaða tíma og hversu langan tíma ævinnar menn vinna við launuð störf. Sá tími sem læknar hafa til að vinna fyrir sínum ævitekjum er styttri en hjá mörgum öðrum stéttum. Ævitekjur þeirra þurfa því ekki endilega að vera hærri en t.d. hjá iðnaðarmanni, eða einhverri starfstétt sem litla skólagöngu hefur að baki en hafa þess í stað öðlast sinn lærdóm og starfsþjálfun í atvinnulífinu á laun- um gagnstætt því sem er hjá lækn- um sem eyða stórum hluta ævinnar í skóla. Þar að auki hafa læknar, sem og aðrir langskólamenntaðir menn þurft að leggja í mikinn kostnað við sitt nám. í greinum Harðar gætir nokkurs misskilnings þegar hann er að fjalla um mánaðarlaun lækna. Hörður segir að þeir sem séu í fullu starfi inni á stofnun fari að veita afslátt þegar þeir séu komnir með kr. 192.000 mánaðarlaun sem auka- vinnu, en þeir sem eingöngu starfa á eigin stofu fari að veita afslátt þegar mánaðarlaun þeirra séu komin í kr. 385.000 á mánuði. Hér gætir nokkurs misskilnings. I fyrsta lagi er hér ekki um mánaðarlaun að ræða heldur mán- aðartekjur. í samningnum er gert ráð fyrir því að 50% af tekjunum fari í kostnað. Laun skv. þessu væru því kr. 96.000ogkr. 192.500. í öðru lagi hafa þeir læknar sem eru í fullu starfi, þ.e. 100% stöðu inni á stofnun rétt skv. kjarasamn- ingum til að vinna sem svarar 9 klst. á viku á eigin stofu eða 36 klst. á mánuði. Sennilega er ekki óab gengt að menn vinni 50 klst. í yfirvinnu á mánuði hverjum að meðaltali. Ég held að sá yfirvinnu- tímafjöldi sé t.d. ekki óalgengur hjá kennurum. Þvf má áætla að þessir sérfræðingar hafi kr. 600 á klst. eftir greiðslu launatengdra gjalda. Hvort þetta eru há laun til sérfræðings eða ekki ætla ég ekki að dæma um, en því er ekki að leyna að margir læknar hafa mjög há laun og í sumum tilfellum finnst manni að greiðslur til einstakra manna fari upp fyrir það sem hægt er að sætta sig við. Með samningi þessum er einmitt reynt að taka á slíkum mönnum með því að þeir hæstu veiti afslátt af sinni vinnu. f bókun með samn- ingnum er einnig gert ráð fyrir því að Tryggingastofnun ríkisins geti sett hámark á einingafjölda ein- stakra lækna telji stofnunin að reikningar séu óeðlilega háir m.v. grundvöll samningsins. Þessi atriði eru mjög mikilvæg fyrir stofnunina að geta hámarki gagn- vart þeim læknum sem eru með óeðlilega háar tekjur. í grein sinni vitnar Hörður í orð mín íTímanum, þarsem haft vareftir mér að meiningin væri að ná fram sparnaði með því að taka upp svokallað tilvísanakerfi, sem felst í því að fari sjúklingur til sérfræðings skal hann hafa með sér tilvísun frá sínum heilsugæslu- eða heimilis- lækni. í almannatryggingalögum er gert ráð fyrir því að slík tilvísun sé forsenda fyrir greiðslu á reikn- ingi fyrir sérfræðilæknishjálp. Með samningnum er ákveðið að fresta tilvísanakerfinu um eitt ár og sjá til hver árangurinn verður af Guðmundur Bjarnason. því afsláttarkerfi sem upp var tekið. Hörður spyr hvers vegna tilvís- anakerfið hafi ekki verið tekið upp. Ástæðan fyrir því er einföld. Þegar til lengri tíma er litið er talið líklegt að það megi ná fram veru- legum sparnaði með tilvísanakerf- inu þó það sé erfitt að sannreyna. Tilvísanakerfið er hins vegar fyrst og fremst til að koma á eðlilegum samskiptum milli heilsugæslu- og heimilislækna annars vegar og sér- fræðinga hins vegar. Þar sem þetta kerfi hafði ekki verið við lýði í nokkur ár og læknisþjónustan þró- ast í ákveðinn farveg var talið Ijóst að ekki væri hægt að taka tilvísana- kerfi upp að nýju nema með ítar- legri endurskipulagningu á því formi sem áður var í gildi og með meiri undirbúningi, einkum á sviði heilsugæslu- og heimilislækninga sem vart er undir það búið í dag, að taka við tilvísanakerfinu af fullum þunga. Því var ákveðið að freista þess að ná samningum við sérfræðinga án tilvísanakerfis en um leið að láta á það reyna hvort sá sparnaður sem stefnt var að í fjárlögum næðist með því kerfi sem samið var um. Afsláttarkerfið í fjárlögum ársins 1989 er gert ráð fyrir því að spara 90 milljónir króna í sérfræðilæknishjálp og hag- ræðingu í rannsóknarlækningum. Með því afsláttarkerfi sem ákveðið var að taka upp er stefnt að 86 milljón króna sparnaði. Þetta afsláttarkerfi byggir á því að þeir læknar sem gegna 30% stöðu eða meira hjá stofnun sem rekin er fjárhagslega af ríkissjóði veiti afslátt af einingum (hver ein- ing er greiðsla fyrir ákveðið lækn- isverk), sem eru 2001-3000, af þeim skal veita 10% afslátt en 30% afslátt af 3000 einingum og þar yfir. Þeir læknar sem eingöngu starfa á eigin stofum eða eru í minna en 30% starfi hjá stofnun, sem rekin er fjárhagslega af ríkissjóði, veita 10% afslátt af 4001-5000 einingum og 30% afslátt af yfir 5000 eining- um. Þannig er áætlað að spara 27 milljónir króna. í samningnum er gerð breyting á gjaldskrá fyrir rannsóknir. Sú breyting jafngildir 15-25% afslætti af meinefnarannsóknum og 3% afslætti af blóðrannsóknum. Áætl- að er að þessi afsláttur af rannsókn- um muni spara 46 milljónir króna á árinu 1989. Samkvæmt fyrri samningi áttu sérfræðingar inni frá 1. júní 1988 3,5% hækkun launaliðar gjald- skrárinnar er verðstöðvun var sett á á sl. hausti. Jafngildir hækkun þessi kr. 1,50 pr. einingu. Sér- fræðingar falla frá þessari hækkun, þó þannig að verði tilvísanir teknar upp mun grunneiningarverðið, kr. 96.20, hækka um 0.50, eða í kr. 96.70. Þannig munu sparast 13 milljónir króna. Markmiðinu náð Þegar þau markmið um sparnað sem stefnt er að í fjárlögum virtust geta náðst með þessu móti taldi ég sjálfsagt að ganga til samninga á þessum grundvelli. Þar að auki með því að beita hámarksákvæði samninganna á einstaka lækna tel ég að verulega megi draga úr kostnaði til viðbótar við það sem að framan er nefnt. Með því að setja tilvísana- kerfið á og fá hvorki afslátt né aðrar breytingar hefðu menn rennt alveg blint í sjóinn með það hver sparnaður hefði orðið af þessum samningi. Því var þessi leið valin en jafnframt ákveðið að skoða og meta síðan árangurinn af þessu kerfi og hvort þau markmið sem sett voru með samningnum náist og fresta því framkvæmd tilvísana til ársloka 1989. Komi það hins vegar í Ijós að þau markmið sem menn settu sér með samningnum nást ekki, þurfa menn auðvitað að leita annarra leiða í sparnaði og láta þá á það reyna hvort tilvísanakerfið gefi betri árangur en það afsláttarkerfi sem um var samið. Þórarinn Þórarinsson: Kosningabaráttan í Sovétríkjunum Páskadagurinn 26. mars verður sögulegur dagur í Sovétríkjunum. Þá fara fram fyrstu þingkosningar þar eftir vestrænni fyrirmynd og telja má nokkurn veginn frjálsar, ef farið verður eftir þeim reglum, sem hafa verið tilkynntar. Þá ætti að fást skorið úr því hversu öflugt fylgi perestrojka Gorbatsjovs hefur. í fulltrúadeild hins nýja þings, sem kosið verður 26. mars næst- komandi, munu eiga sæti 2250 þingmenn og eru þeir kjörnir þannig: 750 verða kosnir í ein- menningskjördæmum, sem öll verða jafnfjölmenn. 750 verða kjörnir í fylkjum og hafa þau jafna þingmannatölu, án tillits til fólks- fjölda. Loks skiptast 750 þingmenn milli félagasamtaka og verður skipting milli þeirra miðuð við félagsmannatölu þeirra. Stærstur verður því hlutur verkalýðssam- takanna, samtaka samvinnufélaga og Kommúnistaflokksins. Ýmis fámenn samtök, eins og frímerkja- safnarar fá þó nokkra þingmenn í því augnamiði að gætt verði hags- muna þeirra á hinu nýja þingi. Eitt af verkefnum fulltrúadeildar þingsins verður að kjósa æðsta ráðið, sem skipað er 544 fulltrúum eða efri deild eða öldungadeild svo miðað sé við vestrænt fyrirkomu- lag. Fulltrúadeildin kemur saman tvisvar á ári og stendur í einn dag eða örfáa daga og staðfestir þá lög og reglugerðir, sem búið er að undirbúa í nefndum. Staðfesting þingsins er aðeins formlegs eðlis. Æðsta ráðið eða efri deildin á að koma saman vor og haust og standa þá í 3-4 mánuði. Þetta er eiginlega ný stofnun, en áður var fulltrúa- deild kölluð æðsta ráðið. Nú ber efri deildin það nafn, en fulltrúa- deildin kallast þing. Formlega hefst kosningabarátt- an vegna þingkosninganna 24. febrúar og stendur því í einn mánuð. í raun má segja, að hún hafi hafist 25. janúar, en þá hófst tilnefning frambjóðenda og átti henni að vera lokið 23. febrúar. Eins og nú horfir munu til jafnaðar fimm frambjóðendur keppa um hvert þingsæti. Mikill fjöldi fram- boðsfunda hefur verið haldinn í Sovétríkjunum undanfarinn mán- uð og hefur kennt þar mjög ólíkra grasa. Flestir frambjóðenda munu þá hafa lýst fylgi við perestrojkuna, en sumir með ýmsum fyrirvörum. Bein andstaða gegn henni mun þó óvíða eða hvergi hafa komið fram. Margir fréttaskýrendur telja þó, að kosningarnar snúist um hana en niðurstaðan muni ekki koma í ljós fyrr en þingið kemur saman. Hér fer á eftir stutt grein frá APN, þar sem fjallað er m.a. um val á frambjóðendum: „Moskvu, APN. Áður fyrr var það svo í kosningum hér í Sovét- ríkjunum, að þegar frambjóðandi kom fram fyrir kjósendur sína hafði hann engan keppinaut, og var þannig aðeins einn frambjóð- andi í hverju kjördæmi. Nú eru að meðaltali fimm fram- bjóðendur um hvert þingsæti, svo maður kynnist hér raunverulegri kosningabaráttu eins og hún tíðk- ast á Vesturlöndum. Isvestía birtir daglega viðtöl við fulltrúa frá kjörnefndinni til að útskýra fyrir lesendum réttindi og skyldur frambjóðenda og kjósenda í þessari kosningabaráttu. Frambjóðandi má hafa með sér stuðningsmannalið, sem má þó ekki vera fleira en 10 manns sam- kvæmt sovéskum lögum. Frambjóðandi má ávarpa kjör- dæmi sitt á fundum eða hafa á því hvert það fyrirkomulag sem hentar honum best. Lögin tryggja öllum jafnan rétt til að ávarpa kosningafundi og aðra fundi sem þeir kjósa, koma fram í útvarpi og sjónvarpi og skrifa í blöðin. Tíminn sem fram- bjóðendur fá í útvarpi og sjónvarpi er iafn fyrir alla frambjóðendur. I hverju kjördæmi er frambjóð- endum tryggð aðstoð frá kjör- nefndinni. Þeir hafa einnig rétt til að mynda stuðningshópa, gefa út dreifibréf og bæklinga, þar sem þeir ávarpa kjósendur og biðja þá að kjósa sig, en ekki keppinauta sína. Ríkið fjármagnar kosningabar- áttuna. Framlög úr sjóðum ríkisins að upphæð 150 milljón rúblur fara í að gefa út dreifibréf og bæklinga þar sem frambjóðendurnir birta kosningaprógrömm sín. Lögin banna á engan hátt að auk þess leggi stuðningsmenn frambjóð- enda fé af mörkum til styrktar framboði þeirra. „Eru þá einhverjar takmarkanir á áróðri frambjóðenda og stuðn- ingsmanna þeirra?“ spurði frétta- maður Isvestíu fulltrúa kosningan- efndarinnar. „Kosningaprógrammið má ekki vera í andstöðu við stjórnarskrána. Ekki heldur í andstöðu við sovésk lög. Einnig er óleyfilegt að fara niðrandi orðum um persónulegt líf mótframbjóðendanna, eða viðhafa um þá móðgandi ummæli á nokk- urn hátt“.“ Með kosningunum 26. mars lýk- ur ekki kosningabaráttunni í Sovétríkjunum á þessu ári. Kosn- ingar til æðstu ráða eða þinga í einstökum lýðveldum fara fram í haust. Spáð er að þær geti orðið sögulegar, t.d. í Eistlandi, Lett- landi, Litháen, Armeníu og Ge- orgíu, og geti ýtt undir sjálfstæðis- baráttuna þar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.