Tíminn - 21.02.1989, Page 11

Tíminn - 21.02.1989, Page 11
10 Tíminn Þriðjudagur 21. febrúar 1989 Þriðjudagur 21. febrúar 1989 Tíminn 11 :!ii ÍÞRÓTTIR Jlllll lll'lliliillll (ÞRÓTTIR Handknattleikur: Frábær sigur þrátt fyrir mikið mótlæti fslenska landsliðið í handknattleik vann það v-þýska í gær, er liðin mættust í milliriðli í B-keppninni í handknattleik í Strasborg í Frakk- landi í gær. Lokatölur voru 23-21, t eftir að V-Þjóðverjar höfðu verið yfir í hálflcik 10-9. íslendingar hófu leikinn af krafti og Guðmundur Guðmundsson gerði fyrsta markið. ísland komst síðan í 3-1 og 4-2, en V-Þjóðverjar jöfnuðu úr tveimur vítaköstum. Þjóðverjar komust tveimur mörkum yfir 8-6 en munurinn í leikhléinu var I mark eins og áður segir 10-9. í síðari hálflcik gerðu V-Þjóðverj- ar aðeins 1 mark á fyrstu 13 mín. á Körfuknattleikur: ÍBK sigur ÍBK sigraði Hauka 97-86 í Flug- leiðadeildinni á sunnudagkvöld eftir að staðan í hálfleik var 54-44. Sigurð- ur Ingimundarson skoraði 30 stig fyrir ÍBK og Axel Nikulásson 26 og hjá Haukum gerði Pálmar 18 og ívar 21 stig. meðan íslendingar gerðu 6 mörk. Staðan var 15-11 fyrir ísland þegar Kristján Arason fékk sína þriðju brottvísun og var hann þar með útilokaður frá frekari þátttöku í leiknum. Góður leikkafli V-Þjóð- verja á næstu mín. þar sem þeir gerðu 4 mörk gegn einu fslendinga gaf þeim vonir um að sigra, en staðan var 16-15 fyrir ísland. Þá gripu frönsku dómararnir til þess ráðs að útiloka Alfreð Gíslason frá leiknum, með því að vísa honum af leikvelli í þriðja sinn. Það blés því ekki byrlega fyrir okkar mönnum með tvo sterkustu mennina jafnt í vörn sem sókn með rauð spjöld. En maður kemur í manns stað og þeir Sigurður Sveinsson og Héðinn Gils- son sýndu hvað í þeim býr á loka- mín. og þeir tryggðu íslandi sigur 23-21. Þeir félagar gerðu 6 af síðustu 8 mörkum íslands með þrumuskot- um. Sigur ísland í þessum leik var mikið afrek því allt gekk okkar mönnum á móti. Dómgæslan var V-Þjóðverjum mjög í hag og þeir Kristján og Alfreð voru hreinlega teknirfyrir. Einar Þorvarðarson lok- aði markinu á síðustu mín. þegar útlitið var hvað svartast. Sigurður Sveinsson var hetja íslands í þessum leik. Hann var óhræddur við að láta skotin vaða í v-þýska markið og sömu sögu er að segja um Héðin. Guðmundur Guðmundsson átti ein- nig góðan Ieik og skoraði mikilvæg mörk. Sigurður Gunnarsson gerði 2 glæsileg mörk og Alfreð gerði 3 mörk. Annars á allt íslenska liðið hrós skilið fyrir góðan leik. Leikurinn var mjög skemmtilegur á að horfa og spennandi. V-Þjóð- verjar hafa valdið vonbrigðum í keppninni með því að tapa fyrir Sviss og ekki bætir ósigurinn í gær úr skák. Þessi sigur var mjög mikilvæg- ur fyrir íslenska liðið í baráttu þess fyrir sæti í A-keppninni. Það sæti ætti að vera tryggt með þessum sigri. í dag mæta fslendingar Svisslend- ingum og á morgun verður leikið gegn Hollendingum. Mörkin: Sigurður Sveinsson 9/4, Guðmundur Guðmundsson 4, Héð- inn Gilsson 3, Alfreð Gíslason 3, Sigurður Gunnarsson 2, Kristján Arason 1 og Valdimar Grímsson 1. Hjá V-Þjóðverjum gerði Fratz 8 mörk. BL Körfuknattleikur: Hreinn gerði útslagið NlmrAvilrinnar InnnAii cinnm finrAtl l<‘ÍL Njarðvíkin|>ar töpuðu sínum fjórða leik í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik á sunnudagskvöld er þeir léku gegn Vals- mönnum að Hlíöarenda. Lokatölur leiks- ins voru 15 sliga sigur Valsnianna 90-75 og stærsta tap Njarðvíkinga í vetur var staðreynd. „Við eruin að spila leiki núna sem skipta engu máli, við höfum fyrir löngu tryggt okkur rctt til að leika i úrslita- keppninni og einbeitinguna virðist skorta í leikjum okkar þessa dagana. Þetta getur komið sér illa fyrir okkur í úrslitakeppn- inni, ef við náum ckki upp baráttu og einbeitingu,” sagöi Teitur Örlygsson Njarðvíkingur eftir leikinn. Valsmenn voru með yfirhöndina fram- an af leiknum, en Njarðvíkingar náðu forystunni um miðjan hálfleikinn 19-21 og 21-22. Það var í eina skiptið sem gestirnir voru yfir og Valsmenn náðu 8 stiga forskoti stuttu fyrir leikhlé, 40-32. Þegar gcngið var til búningsherbergja í leikhléinu voru Valsmenn 7 stigum yfir 47-40. Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu þegar að minnka muninn í 1 stig með því að skora 3 körfur í röð og staðan var oröin 47-46. Valsmenn komu í veg fyrir að gestirnir næðu að jafna og voru 6-9 stigum vtir lengst af síðari hálfleik. Munurinn jókst í 11 stig 68-57 og þegar 4 mín. voru til leiksloka voru Valsmenn komnir 13 stigum yfir 81-68. Mótlætið fór mjög í skapið á Njarövíkingum og ísak Tómassyni var vísað af leikvelli fyrir að henda boltanum í Sigurð Val Halldórsson dómara. Stuttu síðar varö besti maður vallarins, Hreinn Þorkelsson Val, að fara af leikvelli með 5 villur, eftir að hafa átt stórleik og skorað 31 stig. Ekki kom það að sök og Valsmenn innbyrtu öruggan sigur 90-75. Fimmtán stiga ósigur Njarðvíkinga og undirritaður man ekki eftir svo stóru tapi hjá liðinu í mörg ár. Hittni liðsins í þessum leik var mjög slök alls staðar á vcllinum. Víta- hittnin var til að mynda varla mikið yfir 20%. Helgi Rafnsson stóð upp úr hjá Suöurnesjamönnum að þessu sinni og var sá eini sem hitti í Valskörfuna á tímabili. Athyglisvert var að Helgi skoraði 3 körfur í stðari hálfleik af löngu færi, en hann er vanur að skora sín stig undir körfunni. Teitur Örlygsson og Hreiðar Hreiðarsson skoruðu báðir 16 stig, en hittni þeirra mjög slæm. Kristinn Einarsson, ísak Tómasson og Friðrik Ragnarsson hittu einnig illa og þegar allir þessir leikmenn eiga slæman dag er varla við öðru að búast en ósigri hjá liðinu. Hreinn stóð uppúr hjá Valsliðinu og honum geta þeir þakkað sigurinn, Tómas Holton átti einnig góðan leik í síðari hálfleik og Ragnar Þór Jónsson og Matt- ías Mattíasson léku vel. Njarðvíkingar hafa mjög misst flugið í dcildinni að undanförnu. Það hlýtur að vera áhyggjuefni þvt mikilvægustu vikur keppnistímabilsins eru framundan hjá liðinu, sem bæði er í fjögurra liða úrslitum í dcildinni og bikarnum. Þessi sigur Valsmanna er þeint mjög mikilvægur í baráttunni við Grindvíkinga um sæti í úrslitakeppninni. Valsmenn eru 4 stigum á eftir, en eiga frestaðan leik á móti Tindastól til góða. Þá eiga Valsmenn eftir að leika gegn Þór, en Grindvíkingar eiga eftir að mæta Njarðvíkingum. Liðin eiga síðan eftir innbyrðis leik sín á milli, en hann verður í Grindavík 5. mars. Ef að líkum lætur verður það úrslitaleikur um hvort liðið kemst í úrslitakcppnina ásamt Njarðvíkingum. í hinum riðlinunt komast Keflvíkingar í úrslitakeppnina og KR-ingar fylgja þeim að öllum líkindum eftir. Leikinn dæmdu þeir Sigurður Valur Halldórsson og Leifur Garðarsson og höfðu þeir góð tök á leiknum. BL Kjörin sem aukabúgrein fyrir bændureöatil búháttabreytinga. Bátasmiðjan sf. Drangahrauni 7 220 Hafnarfirði Sími 652146 Kvöldsími 666709 Handknattleikur: Alfreð átti góðan leik íslendingar urðu í öðru sæti í C-riðli á B-heimsmeistaramótinu í handknattleik í Frakklandi um helg- ina. í síðasta leik sínum í riðlinum töpuðu Íslendingar fyrir Rúmenum 21-23. Leikurinn var mjög jafn og spenn- andi en Rúmenar höfðu yfirleitt frumkvæðið. Þeir komust í 1-4 í upphafi en ísland náði að jafna. Síðan var jafnt á öllum tölum allt þar til ísland komst í 10-8. Rúmenar jöfnuðu og staðan í hálfleik var 10-10. Rúmenar komust í 10-13, en Is- land jafnaði 14-14. Aftur komust Rúmenar yfir 16-18 og þegar 5 mín. voru eftir var staðan 18-22. Enn náðu íslendingar að sækja á brattann og minnka muninn í 21-22. Síðasta markið var rúmenskt og þeir sigruðu því 21-23. Leikurinn var mjög vel leikinn og íslenska liðið lék vel þrátt fyrir tapið. Rúmenska liðið var mjög sterkt og er til alls líklegt í keppn- inni. AlTerð Gíslason átti stórleik í íslenska liðinu og skoraði 9 mörk, en aðrir leikmenn stóðu vel fyrir sínu. Mörkin ísland: Alfreð 9/3, Krist- ján 5, Sigurður Gunn. 2, Guðmund- ur 2, Valdimar I, Héðinn 1 og Þorgils Óttar 1. BL Létt hjá Grindavík Grindvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með að sigra Stúdenta er liðin mættust í Grindavík á sunnu- dagskvöld í Flugleiðadeildinni. í hálfleik var staðan 38-26 og þegar Guðmundur Guðmundsson lék vel í leik fslendinga og V-Þjóðverja í B-keppninni í gær. Hér skorar hann í leik gegn A-Þjóðverjum á Ólympíuleikunum í Seoul. Tímamynd Pjetur. IR vann UMFN-b ÍR sigraði b lið Njarðvíkur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum bika- rkeppni KKÍ í gær með 87 stigum gegn 71. ___________ upp var staðið höfðu Grindvíkingar sigrað 83-56. Stigin UMFG: Guðmundur 20, Steinþór 12, Rúnar 11, Ólafur 9, Sveinbjörn 9, Ástþór 7, Jón Páll 6, Hjálmar 5, Eyjólfur 2 og Dagbjartur 2. ÍS: Valdimar 19, Guðmundur 11, Helgi 10, Sólmundur 4, Auðunn 4, Jón4, Heimir2, Bjarni 1 ogGísli 1. Harlem Globtrotters til Islands í apríl - snillingarnir veröa meö tvær sýningar á Laugardalshöll „Það bendir allt til þess að körfuknatt- leikssnillingarnir Harlem Globtrotters komi hingað til lands og haldi tvær sýningar í Laugardalshöll 22. og 23. apríl,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri KKf í samtali við Tímann í gær. „Við eigum aðeins eftir að fá endanlega staðfestingu frá umboðsfyrirtæki Glob- trotters, en það bendir allt til þess að þeir Körfuknattleikur: Misskildu leiktímann Leikur KR og Tindastóls sem vera átti á Hagaskóla á sunnudaginn kl.14.00 fór ekki fram. Ástæðan var sú að norðanmenn mættu ekki til leiks, þar sem þeir töldu að leikurinn ætti að fara fram kl.20.00. Þegar hringt var norður á Sauðár- krók, kom í Ijós að þeir töldu að leikurinn ætti að fara fram kl. 20.00. Þeir báðu um frest til kl. 17.30 en KR-ingar höfnuðu því. Sigurður Valgeirsson dómari leiksins flautaði leikinn því af, sem þýðir að KR sigraði 2-0. Tindastólsmenn vildu ekki una þessum málalokum og sóttu fast að leikurinn yrði settur á að nýju. í gærmorgun samþykktu KR-ingar að verða við þeim óskum og verður leikurinn því leikinn í byrjun mars. BL komi. Það komu 11 þúsund manns að sjá 3 sýningar hjá þeim þegar þeir komu hingað 1982 og við vonum að fólk komi og sjái þessa frábæru snillinga sýna listir sínar. Það er rándýrt að fá liðið hingað þannig að við verðum að fá all marga áhorfendur til þess að þetta standi undir sér. í augnablikinu er staðan sú að Glob- trotters verða með tvær sýningar hér að þessu sinni, en ef aðsókn verður góð er aldrei að vita nema reynt verði að hafa þriðju sýninguna," sagði Pétur. Færri komust að en vildu þegar snilling- arnir í Globtrotters heimsóttu ísland árið 1982. ísland var 100. landið sem þeir heimsóttu og sýningar þeirra hér voru hreint frábærar. Fólki er ráðlagt að fylgjast vel með hvenær forsala aðgöngumiða hefst, því ásókn í miðana verður áreiðan- lega ekki minni nú, en fyrir 7 árum. BL lítasjónvarp er fjárfestíng ív-þýskum gæöumog fallegum IlTfitum SKIPHOLTI 7 SIMAR 20080 & 26800 FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða h/f verður haldinn þriðjudaginn 21. mars 1989 í Kristalsal Hotels Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og breyting á 4. gr. samþykkta því til samræmis. 3. Breytingar á samþykktum félagsins: a) Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins, um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með áskrift nýrra hluta. b) Tillaga um breytingu á 10. gr., um að frestur til boðunar aðalfundar verði minnst 2 vikur. c) Tillaga um breytingu á 6. mgr. 9. gr., um að fellt verði út ákvæði um takmörkun á meðferð atkvæða í félaginu. d) Tillaga um breytingu á 4. gr. 3. mgr., 3. málsgreinin orðist svo: „Til frekari hækkunar hlutafjár þarf samþykki hluthafafundar. Ákvæði 2. mgr. 17. gr. samþykkta gilda um tillögur um hækkun hlutafjár." e) Tillaga um að aðalfundur sé lögmætur, ef hann sækja hluthafar eða umboðsmenn þeirra, sem hafa yfir að ráða meira en helmingi hlutafjárins (11 - gr.). Tillögur um að samþykktum Flugleiða um aukinn meirihluta við atkvæða- greiðslur, um breytingar á samþykktum, verði breytt til samræmis við ákvæði hlutafélagalaga, sbr. 76. gr. hlutafélagalaga (4. gr. og 17. gr. samþykkta). f) Tillaga um að 2. mgr. g. liðar 5. gr. falli niður. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 14. mars n.k. frá kl. 09.00 til 17.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða h/f. Frá heimsókn Harlem Globtrotters til íslands 1982. Eins og sjá má var Laugardalshöllin troðfull af áhorfendum og hrifningin skín úr andlitum barnanna. JAFNAR TÖLUR • ODDATÖLUR • HAPPATÖLUR Þetta eru tölurnar sem upp komu 18. febrúar. Heildarvinningsupphæð var kr. 5.115.168,- 1. vinningur var kr. 2.354.802,- Einn var með fimm tölur réttar. Bónusvinningur (fjórar tölur + bónustala) var kr. 409.464,- skiptist á 3 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 136.488,- Fjórar tölur réttar, kr. 706.314,-, skiptast á 134 vinningshafa, kr. 5.271,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.644.588,- skiptast á 4.153 vinningshafa, kr. 396,- á mann. Sölustaðirnir eru opnlr frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.