Tíminn - 21.02.1989, Qupperneq 12

Tíminn - 21.02.1989, Qupperneq 12
12 Tíminn Þriðjudagur 21. febrúar 1989 FRETTAYFIRLIT Kabul — Forsætisráðherra Afganistan, Mohammad Hass- an Sharq sagði af sér i gær samhliða því að 20 manna yfirstjórnarnefnd hersins tók við völdum í landinu. Islamabad - Deiiur miiii strangtrúaðra og hófsamra á ráðgjafaþingi skæruliða í Afg- anistan töfðu framgang samn- ingaumleitana við að koma á fót bráðabirgðastjórn í landinu. Brussel — Diplómatar sögðu í gær að samkomulag væri í grundvallaratriðum um jsað innan Evrópubandalags- ins að kalla heim sendiherra EB landa frá íran til þess að mótmæla opinberum tilskipun- um íranskra stjórnvalda um að breski rithöfundurinn Salman Rushdie, höfundur bókarinnar SöngvarSatans, sé réttdræpur hvar sem er. Belarad — Júgóslavneskir útgefendur virðast gefa lítið fyrir hótanir múhameðstrúar- manna og kepptust um að fá að prenta hina fordæmdu bók, Söngvar Satans, á sama tíma og forsætisráðherra írans, Ali Khamenei kom þangað í opin- bera heimsókn. Moskva - Mikail Gobatsjov flaug í aær til Úkraínu í kosn- ingaferðalag. Opinberir em- bættismenn í Sovétríkjunum sögðu að hann myndi koma við í kjarnorkuverinu í Chern- obyl, í fyrsta sinn eftir hið hörmulega slys er varð þar árið 1986. Varsja — Nú standa yfir samningaviðræður milli pólskra stjórnvalda og hinna bönnuðu verkalýðssamtaka Samstöðu um efnahagsum- bætur í landinu, en slíkar um- bætur eru nú orðnar mjög brýnar. Samningaviðræður þessar hófust í kjölfar sam- komulags þessara aðila um breytta tilhögum á kosningafyr- irkomulagi í landinu. Jóhannesarborg - Tvö suður-afrísk ungmenni komu fyrir rétt í aær ákærð fyrir að hafa drepið þeldökkan lækni sem var aðalvitni í málatilbún- aðinum í kringum meint morð lífvarða Winnie Mandela á unglingi fyrir skömmu. Dublin — írski lýðveldisher- inn lýsti í gær ábyrgð á hendur sér vegna sprengingar í búð- um hermanna í Shropshire í Englandi Kuwait — Trúarleiðtogar í Líbanon hittust í gær í Kuwait til viðræðna sem lýst hefur verið sem síðasta möguleikan- um til að koma á sáttum milli stríðandi aðila. ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllllilli Rússar rétta Israelum sáttahönd: Shevardnadse bauð Arens upp á fund Óvænt boð Eduards She- vardnadse, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, til utan- ríkisráðherra Israels, Moshe Arens, um að koma til við- ræðna í Kaíró gefur til kynna bætt samskipti ríkjanna á sama tíma og Rússar eru reiðubúnir að taka meiri þátt í friðarumleitunum í Mið- Austurlöndum. Sovétríkin, sem slitu öllum stjórn- málasamskiptum við fsrael í stríðinu 1967, hafa í tvo áratugi sent helstu óvinum Ísraelsríkis, Sýrlandi og PLO, vopn og veitt allan þann stuðning sem þau hafa mátt. En nú er haft eftir ísraelskum embætt- ismönnum og erlendum sendifull- trúum að Rússum sé farið að skiljast að þeir verði að hafa jákvæð áhrif á báða aðila í átökum Araba og fsra- ela. Rússar séu farnir að skilja að þeir verði að hafa samskipti við ísraels- menn til að geta tekið þátt í því að koma á friði. Þeir geri sér líka grein Sovéski utanríkisráðherrann drekka vinarskál með fsraelum fyrir því að samvinna við lsrael vinni þeim frekari tiltrú í Bandaríkjunum, sem á hinn bóginn hafi hafið viðræð- ur við PLO. Shevardnadse sagði í Damaskus á sunnudag að viðræðunum í Kaíró væri ætlað að sigrast á þrjóskulegri afstöðu ísraelsmanna, en þeir hafna alþjóðlegri friðarráðstefnu eða friðarumræðum við PLO. En ísraelskir embættismenn sögðu að í einkasamtölum létu sovéskir forystumenn í ljós meiri skilning á áhyggjum fsraelsmanna og virtust vera að leita annarra leiða til að hrinda af stað friðarumleitunum, ásamt Bandaríkjamönnum. Aðstoðarmenn Arens sögðu að hann myndi segja Shevardnadse að ekkert minna en endurupptaka á fullum stjórnmálasamskiptum við ís- rael gæfi Rússum rétt til að taka þátt í tilraunum til að koma á friði. Háttsettur ísraelskur embættis- maður hefur sagt að stöðugt benti æ fleira til þess að Rússar hafi í hyggju að endurreisa stjórnmálasambandið á þessu ári og að það væri óhyggilegt að hafna boði Sovétmanna á þessu stigi málsins. SmRússar hafa leyft fleiri gyðingum að flytjast til ísrael en fyrr, heimilað samskipti á menningar- og íþrótta- sviðum, þegið með þökkum aðstoð fsraelsmanna eftir jarðskjálftann í Armeníu og þakkað fsraelsríki opin- berlega fyrir að hafa bundið hljóð- lega enda á flugvélarán sem framið var í Sovétríkjunum í desember sl. og endaði í Tel Aviv. Rússar hafa líka unnið að því að fá bandamenn sína í Mið-Austur- löndum til að taka hófsamari afstöðu til ísraels. Skoðun Sovétmanna er sú að besta lausnin væri stofnun tveggja ríkja, þar sem stofnað yrði ríki Palestínumanna á vesturbakkanum og Gaza, sem hafa verið hernumin af ísraelum síðan í stríðinu 1967. Tíminn til ferðar Shevardnadse um Mið-Austurlönd, þar sem hann hefur mælt fyrir tillögum um að smátt og smátt verði komið á friðar- ráðstefnu undir vernd Sameinuðu þjóðanna, virðist valinn til að taka frumkvæði á þeim tíma sem ný ríkisstjórn Bandaríkjanna er að endurskoða varlega stefnu sína. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpi á sunnudag að bandarísk stjórnvöld myndu fara sér hægt í átökum Araba og ísraela og styðjast þar við viðræð- ur sem ekki yrði haft hátt um. Þíða í hormóna- stríði EB og BNA Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins samþykktu í gær vopnahlé í viðskiptadeilunni við Bandaríkin vegna svokallaðs horm- ónakjöts. þ.e. kjöts sem hefur verið meðhöndlað með hormónum, að sögn talsmanns Evrópubandalags- ins. Utanríkisráðherrarnir ákváðu að hrinda ekki af stað hefndarað- gerðum þar sem goldið yrði líku líkt eftir að embættismenn bandalagsins sögðust hafa samþykkt frið við bandaríska viðskiptasamningamenn í viðræðum sem fram fóru í Was- hington um helgina. Deilan gaus upp vegna banns Evrópubandalagsins á innflutning á kjöti frá Bandaríkjunum af naut- gripum sem meðhöndlaðir hefðu verið með vaxtarhormónum. Banda- lagið setti bannið á 1. jan. sl. vegna krafna neytenda. Því sem næst allt nautakjöt í Bandaríkjunum er meðhöndlað á þennan hátt og yfirvöld í Washing- ton héldu því fram að innflutnings- bann Evrópubandalagsins væri ósanngjarnt og bryti alþjóðleg lög. Viðbrögð bandarísku stjórnarinn- ar við innflutningsbanninu á horm- ónakjötinu voru að leggja tolla upp á 100 milljónir dollara á vörur frá þjóðunum 12 sem skipa Evrópu- bandalagið. Evrópubandalagið hafði hugleitt að mæta þeim með lista yfir aðgerðir sem hafði verið samþykktur og settur í geymslu. „Listinn er enn gildur, það vantar ekkert á hann nema dagsetninguna þegar hann tekur gildi," sagði tals- maður bandalagsins. Á laugardaginn var sættust svo málsaðilar á að taka sér 75 daga frest til að reyna að róa sig niður og verður hann notaður til að leita lausnar á deilunni. Evrópskir neytendur hafa mótmælt því að keypt sé hormónakjöt frá Bandaríkjunum. Sjálfir hafa þeir þó ekki hreinan skjöld í þessum málum og í fyrra kom upp hneykslismál í Þýskalandi þegar upp komst að hormónum var sprautað í kálfa. Ráðherrar bandalagsins sögðu þetta samkomulag spor f rétta átt segir talsmaður bandalagsins. En hvorugur aðilinn vill láta líta svo út að hann hafi látið undan. 82ára ítalskur Rómeó“ ítalskt gamalmenni á sínu 83. aldursári, sem hafði verið gert að dveljast í stofufangelsi fyrir að hafa myrt ástkonu sína, liggur nú undir grun um að hafa ennfremur myrt konuna sína, að sögn lög- reglu. Slökkviliðsmenn sem brutust inn í íbúð gamla mannsins, Gu- elfo del Gobbo, og konu hans þegar íbúðin stóð í björtu báli fyrir skömmu, komu að eiginkon- unni látinni á stofugólfinu, en Guelfo del Gobbo hafði læst sig inni á baðherbergi. Gamli maður- inn þurfti að fara á sjúkrahús vegna reykeitrunar en þegar hann var fyrir rétti vegna morðsins á 64 ára gamalli ástkonu sinni fyrir tveimur árum sagðist hann hafa stungið hana í afbrýðiskasti þegar hann kom að henni í rúminu með öðrum manni. Kasparov skrifar bréf til fyrrverandi heimsmeistara: VIII að Fischer tefli Garry Kasparov, heimsmeistari í skák hefur skorað á fyrrverandi heimsmeistara Bobby Fischer að koma fram og tefla á skákmótum á ný. Það var bandaríski stórmeistar- inn Boris Gulko, sem áður lék fyrir hönd Sovétríkjanna, sem skýrði frá því að Kasparov hefði sent Fischer bréf í tilefni af því að hann hyggst fara til Washington síðar í vikunni. Kasparov mun hafa byrjað bréfið á orðunum „kæri meistari og félagi'", en Fischer varð sem kunnugt er heimsmeistari 1972 og varði þann titil aldrei þegar Karpov fékk hann 1975. Erindi Kasparovs til BNA er að fá bandaríska þingmenn til að styðja þá tilhögun að undirbúningur fyrir heimsmeistarakeppnina á næsta ári verði færður úr höndum Alþjóða skáksambandsins yfir í hendur Sam- taka stórmeistara.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.