Tíminn - 21.02.1989, Side 15

Tíminn - 21.02.1989, Side 15
r' r n þ hO II triC*K» nnirv i'r K '• Þriöjudagur 21. febrúar 1989 MINNING Guðmundur Björnsson bóndi Fæddur 2. september 1896 Dáinn 27. janúar 1989. Guðmundur Björnsson bóndi á Arkarlæk í Skilmannahreppi andað- ist á Sjúkrahúsi Akraness þann 27. jan. sl. og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 3. febr. sl. Guðmundur var fæddur að Innsta- vogi við Akranes 2. sept. 1896 og var því orðinn 92 ára gamall. Aldur sinn bar hann vel þar til fyrir ári síðan að hann varð að leggjast á sjúkrahúsið og átti ekki afturkvæmt þaðan. For- eldrar Guðmundar voru hjónin Björn Jóhannsson frá Kárastöðum í Borgarfirði og Sesselja Ölafsdóttir frá Einarsnesi í sömu sveit. Vel gefin myndarhjón. Þau eignuðust átta börn, sex syni og tvær dætur. Guð- mundur var yngstur og kom það í hans hlut að taka við búi foreldra sinna og annast þau í ellinni. Árið 1923 hóf Guðmundur búskap í Litla-Lambhaga en flutti að Arkar- læk 1939 og átti þar heima til ævi- loka. Arkarlækur mun lengi bera hinum mikla ræktunarmanni fagurt vitni. Þar breytti hann kotbýli í kostajörð. Öll hús jarðarinnar byggði hann að nýju og ræktaði mest allt land, sem hægt er að rækta. Auk þess var hann í fremstu röð bænda með framleiðslu á kartöflum. Hann var framsýnn og duglegur bóndi. Rak lengi stórt bú og arðsamt. Um 40 ár ævinnar var hann jafnframt sjómaður. Verður vikið að því síðar. Guðntundur kvæntist 23. júní 1929 Ástu Jónsdóttur frá Arkarlæk. Hún lést 1975. Börn þeirra eru sex. Þau eru þessi talin í aldursröð: Guðjón framkvæmdastjóri á Akra- nesi, kvæntur Huldu Pétursdóttur úr Vatnsdalnum. Björn Jóhann fram- kvæmdastjóri að Hólabraut í Reykjadal, kvæntur Guðnýju S. Kolbeinsdóttur úr Mývatnssveitinni. Sesselja gift Gísla Búasyni hrepp- stjóra á Ferstiklu, Bjarnfríður gift Sigurði Magnússyni vélvirkja á Akranesi, Valdimar Ingi vélstjóri Akranesi, kvæntur Júlíönu Sigur- laugsdóttur frá Ragnheiðarstöðum í Flóa og Ásmundur bóndi á Arkar- læk, kvæntur Sigríði Sigurlaugsdótt- ur frá Ragnheiðarstöðum. Fyrir hjónaband eignaðist Guð- mundur son með Ingibjörgu Sigurð- ardóttur frá Akrakoti. Er það Guð- mundur Óskar verkstjóri á Akra- nesi, kvæntur Þorgerði Ólafsdóttur frá Efraskarði. Öll börn Guðmundar er dugnaðar- og manndómsfólk og afkomendur alls komnir yfir 80. í félagsmálum var Guðmundur mjög liðtækur og oft brennandi í andanum. Hann var í áratugi for- maður Búnaðarfélags Skilmanna- hrepps, lengi í stjórn Kaupfélags Suður-Borgfirðinga á Akranesi o.m.fl. Hann varfélagshyggjumaður af lífi og sál. Sá þann kost bestan til góðs árangurs í lífsbaráttunni og góðra samskipta manna almennt að úrræðum samvinnunnar væri þar beitt. Ég átti lengi mikið og gott samstarf við Guðmund í Framsókn- arfélagi Borgarfjarðarsýslu. Hann var ódeigur baráttumaður og rækti þar öll sín félagsstörf af lifandi áhuga. Sótti vel fundi og hvatti í ræðum sínum til drengilegrar bar- áttu fyrir þeim málstað, sem hann taldi skipta miklu máli, alveg sér- staklega fyrir bændur og íslenskan landbúnað. Þótt Guðmundur á Arkarlæk væri öndvegis bóndi og mikill ræktunar- maður var sjómennskan honum í blóð borin. Hann var stoltur af því að hafa verið meira og minna starf- andi á sjónum í 40 ár samfleytt eða frá 1909-’48. Honum fannst sjórinn og störfin þar heillandi og leggja traustan grunn að fjárhagslegri af- komu heimilisins. Draumur hans Arkarlæk, Skilmannahreppi _______________________ ævintýri, en sýna jafnframt hversu framan af ævi var að gera sjó- mennskuna að lífsstarfi sínu og ganga á sjómannaskólann en af því gat ekki orðið af sérstökum ástæð- um. Það þótti honum mjög miður. Guðmundur gerði ítarlega grein fyrir sjómennsku sinni í viðtali við blaðið Magna á Akranesi fyrir 8 árum. Hann ræður sig á skútu aðeins 12 ára gamall með aðstoð Oddgeirs Ólafssonar á Akranesi, sem á þeim árum var skútumaður. Honum gekk illa að fá samþykki foreldra sinna fyrir ráðningu þessari og taldi að móðir sín hefði raunar aldrei sam- þykkt hana, enda lágu til þess gildar ástæður. Skúta þessi hét Haraldur litli og var gerð út af Ziemsen í Reykjavík. Þetta var minnsta skútan í flotanum. Þarna var Guðmundur júlí og ágúst 1909. Aflahlutur hans þessa fyrstu vertíð gerði kr. 90, sem þóttu miklir peningar á þeim árum, auk þess fékk hann talsvert tros handa heimili sínu. Hann afhenti föður sínum kr. 80 í heimilið en keypti sér smáhluti fyrir kr. 10, þar á meðal leðurveski fyrir kr. 3, sem entist honum ævina út. Næsta sumar kemst hann á skútuna Ragnheiði úr Reykjavík. Jafnframt verður hann að semja um að verða settur í land í byrjun sept. því þá skyldi ferma hann í Akraneskirkju. Honum var skotið í land á ísafirði. Eftir mikla hrakninga komst hann svo til Akraness 2 dög- um fyrir ferminguna, svo hann rétt slapp nógu snemma. Almennt munu unglingar á þeim árum ekki hafa farið til sjós fyrr en eftir fermingu og alveg sérstaklega á stútur. Þegar horft er til baka líta skútuferðir Guðmundar 12 og 13 ára út sem Afmælis* og minningargreinar Þcint, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. bráðþroska og kappgjarn hann var. Þetta var upphatið að sjómennsku hans í 40 ár eða til 1948. Eftir að skútuöldinni lauk, sem Guðmundur hefur gefið mjög góða lýsingu af, var hann lengi á vertíðarbátum frá Akranesi. Síðast á m/b Farsæl mcð Jóhannesi Guðjónssyni á Ökrum. Að dómi Guðmundar var sjó- mennskan oft skemmtileg - jafnvel spennandi þegar vel gekk - og gaf miklu meira af sér en búskapurinn. Guðmundur í Arkarlæk var greindur vel og hugsandi maður. Hann braut heilann um hina útrúleg- ustu hluti og velti fyrir sér rökum tilverunnar í smáu sem stóru. Hann var ákaflega nærgætinn. tilfinninga- næmur og vinafastur með afbrigð- um. Hann hafði lifandi áhuga fyrir mörgum framfaramálum og studdi þau með ýmsum hætti. Afstaða hans var alltaf hvetjandi. Hann horfði alltaf fram á veginn og trúði á hið góða í tilverunni. Hann gat einnig verið fastur fyrir og stífur á meining- unni væri hann sannfærður um að málstaðurinn væri rangur. Slíkt er einkenni manndómsmanna. Hann hafði yndi af Ijóðum og gerði talsvert af því að yrkja sér og öðrum til ánægju. Ævi Guðmundar á Arkarlæk var orðin löng og dagsverkið mikið. Hann lifði nánast tvö aldarskeið - gerólík. Frá bamæsku mundi hann er skip fórst við Flösina á Akranesi síðari hluta dags í sept. 1905 með 11 mönnum, þar af 3 bræður hans á besta aldri. Á Akranesi vissi enginn um slysið fyrr en birti af næsta degi. Þá voru öll fjarskipta- og símasam- bönd óþekkt og enginn höfn á Akra- nesi. Þá varð fólkið við slíkt að búa. Skyldi það ekki vera ráðgáta ungu fólki í dag, hvernig slíkt var hægt? Þréttán árum síðar heyrði liann ógnþrunginn veðurgnýinn kveða feigðaróm að eyrum sér við tangana í Innstavogi er fjórði bróöirinn drukknaði, ásamt nágranna sínum og vini, skammt frá landi. Slíkir örlagadagar gleymast aldrei og setja á manninn mark. Þegar hin greinargóða lýsing Guð- mundar á skútulífinu fyrir 70-80 árum er borin saman við aðbúnaðinn á togaraflotanum nú, er sem um tvo ólíka heima sér að ræða. Sama hefur gerst með alla búskaparhætti í sveit- um landsins. Maður sem lifað hefur fránum sjónum frá síðustu aldamót- um á að baki sér mikla lífsreynslu og víðan sjóndeildarhring, þegar dagur er að kveldi koininn. Að lokum þakka ég Guðmundi alla þá góðvild og umhyggju, sem hann sýndi mér og áhugamálum mínum um langt skeið. Ég hygg að ýmsir aðrir hafi söniu sögu að segja og eigi þakkir að gjalda er lciðir skilja. Blessuö sé minning Guö- mundar á Arkarlæk. Megi hún verða börnum hans og öðrum afkomend- um sem Ijós á ævibrautinni. „Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Pað besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. “ (D.St.) Daníel Ágústínusson. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu Steinvarar Ingibjargar Gísladóttur ibúöum aldraöra, Hlíð, ísafiröi Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki og íbúum á Hlíð. Skarphéðinn Njalsson börn, tengdabörn og barnabörn. Tíminn 15 Styrkir til rannsókna í kvennafræðum Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var einnar milljón eitt hundrað og fjörutíu þúsund króna - kr. 1.140.000 - fjárveiting færð til Háskóla íslands til rannsókna í kvennafræðum. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir aug- lýsir hér með, í umboði Háskólans, eftir umsóknum um styrki til rannsókna í kvennafræðum, en til kvennafræða teljast allar þær rannsóknir sem á einhvern hátt varða konur, eru unnar á forsendum kvenna og frá þeirra sjónarhóli. Veittir verða launastyrkir fyrir rannsóknir í minnst þrjá mánuði og skulu þeir miðast við byrjunarlaun lektors. Þó getur nefndin veitt styrki til skemmri tíma ef sérstaklega stendur á. Ekki verða veittir styrkir til sama verkefnis oftar en tvisvar sinnum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi sem svarartil meistaraprófs eða kandidatsprófs og/eða sýnt fram á hæfni sína til rannsóknastarfa með öðru móti. í umsókn skal greina ítarlega frá þeim rannsóknum sem sótt er um styrk til og fjáröflun til þeirra frá öðrum. Við lok styrktímabils skal styrkþegi senda úthlutunarnefnd framvinduskýrslu. Áhugahópurinn vill vekja athygli á því að hægt er fyrir fólk á ólíkum fræðasviðum að sameinast um rannsóknarverkefni og vill hvetja til samstarfs sem gæti orðið upphaf að röð rita um líf og stöðu íslenskra kvenna frá sjónarhóli mismunandi fræði- greina. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum, sem fást á aðalskrifstofu Háskóla íslands. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k. Umsóknir sendist til Áhugahóps um íslenskar kvennarannsóknir b.t. Guðrúnar Ólafsdóttur, dósents Jarðfræðahús Háskóli íslands 101 Reykjavík Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn í framhaldi af lyktum handritamálsins hafa dönsk stjórnvöld ákveöiö aö veita íslenskum fræöimanni styrktil handritarannsókna viöstofnun Árna Magnússonar (Det arnamagnæanske Institut) í Kaupmanna- höfn. Styrkurinn veitist til allt að sex mánaöa dvalar og nemur nú um 15 þúsund dönskum krónum á mánuði, auk feröakostnaðar. Umsókn- arfrestur er til 15. mars n.k. Nánari upplýsingar um styrkinn og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla íslands. Menntamálaráðuneytið, 16. febrúar 1989. Jörð til sölu Tíl sölu er jörðin Miðfjarðarnes 3, Skeggjastaða- hreppi, Norður-Múlasýslu. Á jörðinni er íbúðarhús, 108 ferm, úr timbri byggt 1977, fjárhús fyrir 400 fjár með vélgengum áburð- arkjallara, byggt 1979 og samsvarandi flatgryfja, byggð 1980. Upplýsingar í síma 97-31676 Styrkir til háskólanáms á Ítalíu ítölsk stjórnvöld bjóöa fram styrki handa íslendingum til náms á Ítalíu á háskólaárinu 1989-90. Styrkirnir eru einkum ætlaöir til framhalds- náms eöa rannsókna viö háskóla aö loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla. Styrkfjárhæðin nemur 600.000 lírum á mánuöi. Umsóknum, ásamt staöfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skal skilaö til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vík, fyrir 15. mars n.k. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 17. febrúar 1989.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.