Tíminn - 21.02.1989, Page 20

Tíminn - 21.02.1989, Page 20
AUGLÝSINCASÍMAR: 680001 — RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 _ fiármál eru okkarfaQ'- VV VtHflBRtFflVtflSKim SARflUIMMUBANKANS SUÐURLANDS8RAUT 18. SiMI: 688568 ÖNNUMST SMÍÐI OG VIÐHALD LOFTRÆSTI- KERFA OG ALLA ALMENNA BLIKKSMÍÐI ( IBDBEABBUHX ST) Vagnhöfða 9, 112 Reykjavík S 68 50 99 NÝJA SÉNDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 Varað IPXIL l!| ^ K við snjó- IFolk hvatt til að flóða- ■ H ■ m ■ ■ V M11 VII M V hættu á u Æu Æ 1 * * Siglu- Ivfiraefa hus sm firði: ■ VlllgwlW I IUv wl 11 Varað var við mikilli snjóflóðahættu á Sigluflrði í gær og fór lögreglan í þau hús sem í mestri hættu voru og tilkynnti húsráðendum um ástandið og mæltist til þess að fólk yfirgæfi hús sín. Hættan á snjóflóðum var talin vera mest í vesturhlíðinni beint fyrir ofan bæinn. Átta hús við Suðurgötu, Hólaveg og Fossveg voru í mestri hættu þar sem þar hafa snjóflóð fallið áður. Starfsmenn bæjarins voru á vakt í áhaldahúsinu í alla nótt. sett hvort það hlítir tilmælunum og flytur úr húsum sínum. ísak Ólafsson bæjarstjóri sagði í við- tali við Tímann um kvöldmatar- leytið í gær að hann vissi um eina fjölskyldu sem hafði yfirgefið heimili sitt, en búist var við því að fleiri fjölskyldur myndu gista hjá ættingjum í nótt. ísak sagði jafnframt að fólk virtist taka þessu rólega enda væri stillt veður og fólk mæti því málið þannig að hættan væri ekki tiltakanleg. Isak sagði að snjórinn væri mjög léttur í sér, þannig að ef það færi að vinda gæti þetta farið á hvorn veginn sem væri. Veðurspáin fyr- ir nóttina hljóðaði upp á norð- austan stinningskalda. Götur voru illfærar á Siglufirði í gær vegna snjóþyngsla en reynt í gær hafði snjó kyngt niður í tvo sólarhringa á Siglufirði og norðvestanátt verið ríkjandi. 1 þeirri vindátt skefur upp á fjalls- brúnirnar og þá er hætta á að hengjur falli. I'ess má geta að frá því klukkan 9 til 17 í gær hafði snjóað sem svaraði 40 sentimetr- um á veðurathugunarstöðinni á Siglunesi. Snjóflóðahættan er metin þannig að starfsmaður Veðurstofunnar sem staðsettur er á Siglufirði gerir reglulegar mælingar á snjóþykkt og úrkomu- magni. Þessar upplýsingar eru sendar Vcðurstofunni sem síðan metur aðstæður og gcl'ur út snjóflóðaspár. í gærmorgun gaf Veðurstofan út viðvöruni vegna hættuástands á Siglufirði. Fólki er eðlilega í sjálfsvald Varað var við snjóflóðahættu á Sigluflröi í gær. var að halda helstu leiðum opnum. Vegurinn til Siglufjarðar var lokaður í gær og fyrradag en fyrirhugað var að ryðja hann í dag. Þess má svo geta að lokum að hinn 13. febrúar í fyrra féllu mikil snjóflóð á Siglufjörð. Engin slys urðu á fólki og tjón varð ekki fyrir utan að skúr sem stóð við kirkjugarðinn splundraðist er hannvarðfyrirsnjóflóðinu. SSH Bjórinn seldur á 200 kr. í afmæli Þó svo að bjórinn sé ekki kominn í áfengisverslanir eða öldurhús borgarinnar þá gafst gestum í af- mælisveislu sem haldin var á laug- ardagskvöld og fram á sunnudags- morgun tækifæri á að taka forskot á sæluna og kaupa sér dós af Beck's bjór fyrir 200 krónur. Afmælisveislan var haldin í Fé- lagsheimili tónlistarmanna hf. sent er til húsa að Vitastíg 3 og stóð langt fram undir morgun. Á barn- um var hægt að velja um ofan- greindan bjórogvodka. Svo virðist sem almenningur hafi átt greiðan aðgang að staðnum og kom blaða- maður Tímans ásamt nokkrum öðrum, sem sótt höfðu þennan stað undanfarnar helgar, í hófið um þrjúleytið aðfaranótt sunnu- dags og var þá skemmtun í fullum gangi. Var þarsamankominn fjöldi fólks sem heimildarmenn höfðu séð þar nokkrar helgar í röð. Að sögn Signýjar Sen fulltrúa lögreglustjóra þarf undir venjuleg- um kringumstæðum að sækja um leyfi til að mega selja áfengi, þ.e. í Vitastígur 3, þar sem bjór var seldur á 200 kr. á laugardaginn var. þeim tilfellum þegar salir í eigu félagasamtaka eru framleigðir til skemmtanahalds. Að því er næst verður komist var ekki veitt vín- veitingaleyfi fyrir þessa skemmt- un og því stður leyfilegt að selja bjór fyrr en 1. mars n.k. Axel Einarsson hjá Félagsheim- ili tónlistarmanna hf. sagði í sam- tali við Tímann að á laugardags- kvöldið hafi salurinn verið í leigu til afmælishalds. Aðspurðursagðist hann ekki vita hvort áfengi hafi verið selt á staðnum, enda væri það mál þess sem leigir salinn að útvega sér viðkomandi leyfi. -ABÓ Skipstjóri Sigurvíkur VE dæmdur í Vestmannaeyjum í gær: 180 þúsund króna sekt Dómur yfir skipstjóranum á togar- anum Sigurvík VE, sem staðinn var að veiðum með ólögleg veiðarfæri í álnum milli lands og Eyja á föstudag, var kveðinn upp laust fyrir hádegi í gær, hjá bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum. Skipstjórinn var dæmdur í 180 þúsund króna sekt til Landhelgissjóðs og voru öll veiðar- færi skipsins og afli gerð upptæk. Þá var ákærði einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Dómnum skal fullnægt innan 15 daga frá birtingu hans. Varðskip stóð bátinn að ólögleg- um veiðum á föstudag og færði hann -ö til hafnar í Vestmannaeyjum. Möskvar vörpunnar reyndust við mælingar vera of litlir og reyndist meginhluti ýsuafla bátsins vera undirmálsfiskur. -ABÓ Könnun Dansráðs íslands: Ófaglærðir kenna dans Dansráð íslands kannar þessa dagana hvort mikið sé um að ófaglærðir kennarar kenni dans. Hefur ráðið haft spurnir af því að sífellt fleiri kenni án menntunar. Til stendur að birta niðurstöður úr könnuninni á næstu dögum. Danskennaranám á íslandi er fjögur ár, en starfið er ekki lögverndað.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.