Tíminn - 24.02.1989, Side 14

Tíminn - 24.02.1989, Side 14
14 Tíminn Föstudagur 24. febrúar 1989 AÐ UTAN 100 ára afmælis Hitlers minnst: Nýnasistar boða hátíðahöld Öfgasinnaðir hægri menn í Vestur-Þýskalandi hafa fullan hug á að minnast 100 ára afmælisdags Hitlers 20. apríl nk. „á sérstakan hátt“. Sú þekking sem öryggisyfirvöld í Sambandslýðveldinu hafa viðað að sér um fyrirhuguð hátíðahöld gefur ekki til efni til annars en að óttast hið versta. Þau hafa t.d. komist að því að fyrst og fremst standi til að reka herferð gegn Gyð- ingum og útlendingum í tilefni afmælisins. Það er líka fast- lega reiknað með því að ofbeldisaðgerðir verði hafðar í frammi. Forystusauður nýnasista í Vestur-Þýskalandi er álitinn Michael Kiihnen, sem hér sést á miðri mynd í hópi skoðanabræðra þegar þeir minnast dauða Rudolfs Hess. Ráðuneytið sem á að sjá um að stjórnarskráin sé haldin skýrir frá stofnun „Nefndar til að undirbúa hátíðahöldin vegna 100. afmælis- dags Adolfs Hitler". Sú nefnd segir sig hluta af evrópskri hreyfingu og skipuleggjendurna tilheyra „Frjálsa þýska verkamannaflokkn- um“ (FAP), samsafni öfgasinnaðra þýskra hægri manna. Potturinn og pannan í þessari hreyfingu er álit- inn Michael Kúhnen, forystusauð- ur bannaðra samtaka og fangelsis- limur fyrir að hafa æst almenning til uppþota. Er nýnasistum a ð vaxa fiskur um hrygg í Vestur-Þýskalandi? FAP-samtökin hyggjast kanna styrk sinn með því að taka þátt í kosningum í Frankfurt til Evrópu- þingsins. En ráðstefna innanríkis- ráðherra í þýsku ríkjunum ætlar innan skamms að komast að niður- stöðu um hvort eigi að banna flokkinn eður ei og það er trúlegt að þeir hafi bak við eyrað óvæntan kosningasigur nýnasista til þingsins í Vestur-Berlín fyrir skemmstu. En öryggissérfræðingar eru andsnúnir þanni. Þeir óttast að algert bann geti gefið stuðnings- mönnunum frekar byr undir vængi. í innanríkisráðuneytinu í Bonn er það látið heita svo að það hafi forgang að fá skýringu hægri öfga- sinnanna á pólitískum hugsunar- hætti sínum. í kosningunum til Evrópuþings- ins er þegar einn hægriöfgaflokkur, DVU búinn að bjóða fram. Þeim flokki hefur þegar tekist að ganga fram af stjórnmálamönnum stóru flokkanna. 13. september sl. fékk flokkurinn 3,41% atkvæða í þing- kosningum í Bremen. Eftir 20 ára hlé settist þá í fyrsta sinn aftur hægriöfgasinni á þýskt ríkisþing. Og sama dag fékk DVU m.a.s. 5,3% atkvæða í borgarstjórnar- kosningum í Bremerhaven og tvo menn kjörna. „Þverrandi trú á hæfni lýðræðisflokkanna“ I skýrslu stjórnarskrárverndar- nefndarinnar er sagt að í herbúðum hægriöfgasinna ríki „gleðilæti þeirra sem bjartsýnir eru um fram- tíðina“. í skýrslunni er sú niður- staða fengin að orsök kosninga- sigra og fjölgunar félaga í hægri- öfgasamtökum sé „þverrandi trú hjá hluta kjósenda á hæfni lýðræð- isflokkanna“. Áróðurssvið hægriöfgasinna sem nefnd eru í skilgreiningu stjórnar- skrárnefndarinnar á ástandinu eru t.d. tilnefnd: ★ Útlendingavandinn, sérstak- lega varðandi Tyrki og „gervi- flóttamenn“, sem brjótist út í tilhneigingu til kynþáttafor- dóma. Þessa fordóma verður að setja í samhengi við atvinnu- leysiseymdina, umræðuna um ellilífeyri, glæpi útlendinga og vandann við að samlaga þjóð- ina. ★ Evrópubandalagsvandinn, en í bandalaginu ríkir ekki alltaf sami skilningur í landbúnaðar- málum eins og fram kemur í slagorðum s.s. „Sambandslýð- veldið, féhirðir Evrópu'* og „í Þýskalandi slær eitt sameigin- legt hjarta“. Þessi ágreiningur innan bandalagsins er notaður haglega í áróðursskyni til að ala á þjóðernistilfinningu. ★ Vandinn við að endursameina Þýskaland í eitt ríki, sem sam- kvæmt útleggingu hægriöfga- sinnanna hefur ekki verið sett eins á oddinn eftir „vendipunkt- inn 1982“ og vænst hefði verið, þar sem samsteypustjórnin í Bonn hafi sætt sig við skiptingu Þýskalands og tapið á austustu héruðum Þýskalands - sam- kvæmt hinni „sósíalisku-frjáls- lyndu“ stefnu í samskiptum við Austur-Evrópu. Sögukennsla hefur fallið í skuggann fyrir þjóð- félagsfræðum sl. 20 ár Hagstæð fyrir árangursríkan áróður hægriöfgamannanna er að áliti stjórnarskrárverndarnefndar- innar kynslóðaskil meðal þjóðar- innar. Yngri árgangarnir hafa enga eigin reynslu af nasismanum. Sú skuggalega mynd nasismans sem eldri kynslóðin kynntist svo vel er þcim yngri lítt kunn. Þar við bætist „flótti frá sög- unni“. Síðustu tvo áratugi hafi stefnan í menntamálum einkennst af því að leggja frernur áherslu á nám í þjóðfélagsfræðunt og snið- ganga sögukennslu. Þannig hafi akurinn verið plægður fyrir að hugsanagangur, kenningar og hug- myndafræði „yrði aftur hofmóðug- ur“, sem hafði virst endanlega úr sögunni eftir 1945. I skýrslu stjórnarskrárnefndar- innar er því slegið föstu að ungt fólk hafi enga yfirsýn. Ungt fólk standi oft hjálparlaust gagnvart því verðmætamati og reglum sem eru viðtekin í lýðræðisríki, leiti oft árangurslaust að sannfærandi fyrir- myndum og tileinki sér að lokum „einfaldar lausnir" sem öfgasinn- aðir lýðskrumar hafa í frammi áróður fyrir. Margir unglingar reyni að fá uppbót fyrir þann skort á viður- kenningu sem þeir verða að þola í mannlegum samskiptum með því að ganga í hópa þar sem þeir taka þátt í varðeldarómantík með þjóð- ernissinnuðu ívafi eða stórkarla- legri háreysti með nasistaslagorð- um. 450 nýnasistar tilbúnir að grípa tilvopna I skýrslunni er því ennfremur haldið fram að herskáir öfgasinn- aðir nýnasistar haldi því fram að síðan á áttunda áratugnum hafi öryggi ríkisins og lögum og reglu í landinu stöðugt verið ógnað. Og framvegis megi alltaf búast við ofbeldisverkum róttækra hægri manna. T.d. hafi á síðustu árum fundist í fórum nýnasista: ★ 120 skotvopn, m.a. vélbyssur ★ Meira en 12.000 byssukúlur ★ Fjöldinn allur af sprengjum Stjórnarskrárverndarnefndin álítur að af núverandi 28.300 með- limum í 71 hægriöfgasinnuðum hópum séu um 450 „herskáir“, þ.e. tilbúnir til að grípa til ofbeldis. Svo að bara sé talað um árin 1983-1987 hafi verið skráð 1200 ofbeldisað- gerðir hægriöfgasinnaðra, þ.á m. 29 árásir hryðjuverkamanna. Fallegar pillur lækna fljótar - sýnir markaðsrannsókn! Ef frönsk kona þarf að taka meðal í töfluformi vildi hún gjarnan að pillan væri blá og hjartalaga með hvassan brodd. Hvað þetta varðar er sú franska allsendis ólík flestum öðrum konum um víða veröld, sem yfirleitt hafa ímugust á bláum pillum og sömuleiðis þeim með hvössum oddum. Þetta er ein niðurstaðan úr könn- un Scantest, markaðsrannsóknar- fyrirtækis í Manchester í Englandi sem hefur rannsakað viðbrögð neytenda við töflum af margs kon- ar lögun, litum ogstærðum í tvö ár. Læknarskýra svo frá aðef sjúkling- um finnist meðalið þeirra „líta rétt út“ séu meiri líkur til að þeir taki það og njóti læknandi áhrifa af þeim. Það var svissneska lyfjafyrirtæk- ið Sandoz sem lét gera könnunina og.gerir sér þar með vonir uni að geta aukið sölu framleiðslu sinnar með því að fara að óskum neytenda í fagurfræðilegum efnum. Þúsundum manna í Bandaríkj- unum, Japan og Evrópu voru sýnd- ar hinar og þessar gerðir af pillum og þeir voru beðnir um að raða pillunum niður í þeirri röð sem þeim líkaði bcst. Síðan voru nánar skilgreindar hugmyndir þeirra um hvað þeim litist best á. Litu pillurn- ar út fyrir að vera mildar, sterkar, gamaldags, náttúrulegar með fáar hliðarverkanir. tljótverkandi og hættulegar, henta vel ungum börn- um o.s.frv.? Könnunin leiddi í Ijós að vissir litir og lögun þóttu traustvekjandi og gefa til kynna samræmi við meðalið sem pillurnar innihéldu. Það yki við lækningarmáttinn. Aðrar virtust orsaka tortryggni og kvíða og minni líkur væru til að sjúklingarnir tækju pillurnar eins og læknirinn hefði sagt til um. Bill Dunning, forstjóri Scantest, segir: „Könnunin okkar gefur til kynna að innst inni hafi fólk í huga ákveðið val og þýðingarmikil hug- renningatengsl um hvaða ásig- komulagi eða veikindum pillan virðist hæfa, og hvaða aðra eigin- leika hún kunni að hafa, s.s. hvort hún linar sársauka, er sterk eða mild, hefur yfirleitt einhver áhrif og hversu hratt hún verkar. Sem dænii má nefna suma liti. eins og t.d. virðast Bretar álíta Ijósrauðan lit hættulegan og ljós- rauðar töflur gætu orðið til þess að fólk tæki ekki þau meðul sem því eru bráðnauðsynleg. Það er þó nokkur merkjanlegur munur á þjóðernum í þessum efnum. T.d. er Ijósrauði liturinn ekki álitinn hættulcgur í Banda- ríkjunum. En yfirleitt virðast við- brögðin svipuð víðast hvar hvað sem landfræðilegum og menning- arlegum mismun líður.“ Meðal annarra þátta sem hafa áhrif á viðbrögð sjúklinga má nefna fjölda og dýpt skora á pillunum og hversu bogadregnar útlínur pill- anna eru. Jafnvel yfirborðsharkan (það glampar meira á pillu með hörðu yfirborði) virtist skipta máli þegar fólk veltir fyrir sér hversu auðvelt eða erfitt hljóti að vera að gleypa töflu og hafi þannig áhrif á hvernig sjúklingur svarar áhrifum lyfsins. Sumar lyfjatöflur verður að selja í mismunandi lit og lögun til að aðgreina þær vegna þeirra hættu- legu efna sem í þeim eru. Markaðsrannsóknaaðferð Scantest hefur líka verið beitt varð- andi umbúðir sem er mikilvægt svið, ekki síst í Bretlandi þar sem fyrir dyrum stendur að leggja niður þann gamla sið að setja töflurnar í brúnt glas með álímdum miða þar sem handskrifað er hvernig um- gangast skuli innihaldið, og í stað- inn teknar upp meginlandssiðvenj- ur þar sem klukka og almanak á umbúðunum gefur til kynna hve- nær skuli taka pillurnar. Til þcssa hefur Scantest aðállega unnið að því að þróa vöru sem ekki er enn orðin söluvarningur, svo að ekki liggja enn fyrir upplýsingar til að sanna að mælanlegur árangur sé á því að útlit lyfja geti gert lækning- una áhrifaríkari.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.