Tíminn - 11.03.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.03.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. mars 1989 15 HELGIN lesa annars vegar bækur og blaða- greinar Þórbergs og hins vegar aðra dæmigerða texta frá sama tíma. Afmörkuð atriði, af sviðum mál- fræði eða orðaforða, liggja þar nefni- lega hreint ekki opin fyrir á borðinu. Kannski eiga þau eftir að koma í Ijós ef cinhver tekur sér fyrir hcndur að rannsaka orðaforða og setningaskip- an Þórbergs með aðferðum tölvu- tækninnar. En þangað til geri ég mér þess fulla grein að létt verk er fyrir fræðinga að ráðast á hugmyndir á borð við þessar, telja þær ófræðilcg- ar og þar með að litlu hafandi. Slíkt verður þá bara að hafa sinn gang. Góður málfræðingur Og annað atriði er líka varðandi Þórberg sem menn ntega ekki gleyma, og það er hve góður mál- fræðingur hann var í rauninni. Hann sökkti sér árum saman niður í fornrit og málvísindi okkar, gömul og ný. Það má heldur ekki gleyma því að hann var afkastamikill í orðasöfnun sinni, sem hann vann að í allmörg ár á akademískum grundvelli fyrir styrk frá Alþingi. Það hefur, mér vitanlega, aldrei verið dregið í efa af málfræðingum að þar hafi hið þarf- asta verk verið unnið í þágu íslenskr- ar málsögu og af fullri fræðilegri alúð. Hið sama er líka að segja um málfræði- og málþekkingu Þórbergs. Það dylst, held ég, engum að maður- inn hefur búið yfir gífurlegri þekk- ingu á íslensku máli, ásamt óbilandi kunnáttu í öllum reglum og lögmál- um sem um það gilda. Þá er enn eitt ónefnt, sem ég hygg að megi hafa haft töluverð áhrif á alla stílþróuh og það sem kannski mætti nefna máldirfsku Þórbergs. Það eru bæði löng og náin kynni hans af alþjóðamálinu esperanto. Hann sökkti sér niður í þetta tungumál á árunum milli 1930 og 1940, náði á því mjög góðum tökum og hefði reyndar haft alla burði til þess að vcrða ágætur rithöfundur á þessu máli. Um þetta má fræðast af mörgum greinum, sem hann skrifaði um þetta brennheita áhugamál sitt og eru í ritgerðasöfnum lians. Líka skrifaði hann þykka bók um esper- anto, Alþjóðamál og málleysur (1933) og gaf út í því þrjár kennslu- bækur á árunum 1937 og 1939. Þar á meðal er mjög ýtarleg málfræði alþjóðamálsins, sem enn má segja að sé í fullu gildi og ber í öllum atriðum glöggun vott unt trausta og góða grundvallarþekkingu höfundar síns á þessu efni öllu. Áhrif frá esperanto Nú æxluðust mál þannig að þetta alþjóðamál náði ekki þeirri almennu útbreiðslu um heiminn sem menn bjuggust við á fjórða áratugnum að það myndi þá gera innan fárra ára. En hitt er þó vitað að málkerfið í esperanto er um margt sérstætt, og fyrst og fremst einkcnnist það af því hvað það er reglubundið, en þó á sama tíma ákaflega rökfast og ein- falt. Sjálfur hef ég kynnst þessari málfræði, og svo er skemmst frá að segja að ég hef lengi hallast að þeirri skoðun að af henni hafi Þórbergur mjög trúlega getað lært töluvert um A 85 ára afmæli sínu 1974 var Þórbergur hylltur af fjölmenni sem fór blysför heim til hans. Hér er hann á svölunum á Hringbraut- inni við það tækifæri. (Timamynd: Gunnar.) Þórbergur á 85 ára afmælinu. (Tímamynd: Gunnar). almenna málbeitingu. Að minnsta kosti þarf ekki að draga í efa að þegar maður með málfræðiburði hans hefur farið að sökkva sér niður í þetta efni þá hefur hann verið fljótur að tileinka sér í því þau atriði sem niáli skiptu. Esperantoáhrif á Þórberg hafa hins vegar ekki verið rannsökuð skipulega, svo að þess er ekki kostur enn að fullyrða um það í einstökum atriðum í hverju þau gætu legið. Þó hefur mér til dæmis virst að á ýmsum stöðum í verkum Þórbergs minni notkun hans á lýsingarhætti nútíðar á það sem gerist í esperanto. Og í heild hygg ég að það fari ekki á milli mála að kynnin af rökhyggjunni í allri málfræðinni og málbyggingunni í esperanto hafi um margt getað auðveldað Þórbergi að skrifa þann rökrétta og markvissa stíl sem hvað lengst var aðalsmerki hans. Ádeilur En ræturnar að ritsnilld Þórbergs lágu þó vitaskuld miklu víðar en í alþjóðamálinu. Á sama hátt komu gáfur hans mun víðaY fram en í einni saman kunnáttu hans í málfræði. Þegar að því kemur að menn fari að vega og meta verk og persónu Þórbergs Þórðarsonar nieira í ljósi sögunnar en samtíðarmönnum hans hefur verið mögulegt til þessa, þá kæmi mér ekki á óvart að þeir ættu eftir að staldra töluvert við eitt atriði er þetta varðar. Það er það hvað hann hefur í rauninni verið ákaflega mikill vísindamaður eða rökhyggju- maður í sér. Nú kann þetta að mega kallast öfugmæli um mann sem var jafn trúgjarn og opinn fyrir yfirnáttúrleg- um hlutum og hann. En að því er að gæta að svo er að sjá sem Þórbergur hafi í rauninni ekki búið yfir veru- lega miklu skáldlegu og skapandi ímyndunarafli. Menn verða að niuna að hann skrifaði engar skáldsögur, til dæmis í líkingu við Halldór Laxncss. Þvert á móti var hann ákaflega rökfastur og málefnalegur í öllurn ádeiluskrifum sínum. Og á sinn hátt er í rauninni alls ckki fráleitt að halda því fram að hann hafi komið fram sem töluvert mikill vísinda- maður í þessum sömu ádeiluskrif- um. Þetta vcrður til dæmis Ijóst þegar menn lesa Bréf til Láru. Á þcini tíma hafði Þórbergur snúið baki við guðspckinni og var orðinn sanntrú- aður sósíalisti. Sósíalisma þessara ára fylgdi mjög hörð andstaða gcgn kristinni kirkju. Þctta átti sér rætur aftur á öldina sem leið, og skýringin er yfirleitt talin hafa verið sú að sósíalistar litu þá nokkuð almennt á kirkjuna sem verkfæri í höndum auðvaldsins til þess að kúga alþýð- una. Þarf rautiar ekki að fara lengra en aftur í skáldskap Þorsteins Er- lingssonar og Stephans G. Stcphans- sonar til að sjá glögg dæmi um þetta, en þau eru þó til mun víðar. BréftilLáru Þegar ádeiluskrif Þórbergs frá þessum árum eru skoðuð, fyrst og fremst Bréf til Láru. þá vaknar fljótlega sú hugsun hvort það hal'i í rauninni ekki verið nánast ein saman söguleg tilviljun að hann varð sósíal- isti en ekki eitthvað allt annað. Að því er að gæta að á þessum milli- stríðsárum voru menn um lieim allan mjög uppteknir afhugmyndum um þjóðfélagslegar umbætur. í sós- íalismanum sáu menn á þeim árum nýja útópíu. nýtt sæluþjóðfélag. þar sem allir myndu verða jafnrr og öllum myndi líða vel. Þess vegna er eiginlega enginn kominn til með að segja að Þórberg- ur hefði endilega orðið sami sósíal- istinn og hann varð ef hann heíði verið í blómti ritferils síns á öðrum tíma og við aðrar aðstæður. Hann bjó yfir ritsnilli og fádæma rökfestu. og fyrir hvort tveggjii þurfti hann skiljanlega að fá útrás. Sósíalisminn hefur því á sinn luítt komið líkt og himnasending upp í hendur hans. Þar var á ferðinni rökfast hugmynda- kerfi sem gaf Þórbergi, jafnt sem öðrum fylgjendum sömu stefnu. kost á traustum og nokkuð skotheldum rökum um nánast hvaðeina er varð- aði þjóðfélagsmál. jal'nt hér heima sem erlendis. Þetta hefur kveikt í því sem ég nefndi hér áðan vísindamanninn í Þórbcrgi, og veitt honum liinn ákjós- anlegasta farvcg fýrir hæfileika sína. Hefði luinn ekki haft farveg sósíal- ismans til að veita kröftum sínum útrás cftir þá væri Bréf til Láru ekki svipur hjá sjón. Og þá hcfði til dæmis cin frægasta grein hans, Eld- vígslan, trúlega aldrei verið skriluð. Þá hcfði ekki átt sér stað þarna sú samhæfing þessara tveggja þátta, annars vegar ritmenntunar og rit- snilldar Þórbergs Þórðarsonar og hins vegar hinnar vísindalegu rök- hyggju hans, sem er, þegar öllu er á botninn hvolft, það tvennt sem renn- ur saman í samofna heild í Bréfi til Láru og gerir bókina að því listaverki sem raun ber vitni. Bréf til Láru er vissuiega mikið áróðursrit fyrir sósíalisma og jafn- framt gegn guðspeki, spíritisma og kristinni kirkju. En hér mega menn ekki láta boöskap og bókmenntalega stöðu renna saman í eitt fyrir sér. Hér þarf að gæta að því að bókin er afsprengi síns tíma. Hér þarf líka að gæta að því að á ritunartíma hennar litu menn töluvert öðrum augum á sósíalisma nítjándu aldar og fram- tíðarmöguleika hanshelduren menn gera nú á dögum. Og þannig má draga það töluvert í efa, svo vægt sé til oröa tekið, að Þórbergur myndi koma fram sem sami sósíalistinn ef hann væri að skrifa Bréf til Láru í dag. Líktt er meir en vafasamt að hann myndi ráðast jafn eindregið gegn kirkjunni í dag eins og liann gerði árið 1924. Ástæðan er sú að núna gera menn sér aörar hugmyndir um sósíalism- ann en á l'yrstu áratugum aldarinnar, og menn eru mina farnir að líta töluverl öðrum augum á þjóðkirkj- una en sumir gerðu á þeim árum. Líka má ineir cn vera að bæði sósíalismi og kirkja hafi tekið breyt- ingum í tímans rás og kalli af þeim sökunt á aðra afstöðu núna en þá. Þegar menn lesa í dag verk eins og Bréf til Láru og Eldvígsluna, svo aðeins tvö séu nefnd. þá verða þcir að hal'a þetta i huga. Þessi verk veröur að lesa sem bókmenntalcg listaverk og sem heimildir um liugs- unarháttinn í því þjóöfélagi scm þau eru sprottin upp úr. Eftir meir cn sextíu ár er skiljanlcga farið ;iö slá dálítið i boöskapinn og röksemdirn- ar. En ritsnilldin stendur eftir söm viö sig. Hcnnar vcgna standa þau enn. -esig Skil á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15 HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RlKISSKATTSTIÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.