Tíminn - 11.03.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.03.1989, Blaðsíða 6
byrja með töluna 501. Sá keppandi sem fyrr stendur á núlli stendur uppi sem sigurvegari. Þó er þetta ekki alveg svo einfallt. alt. Til þess að leikmaður geti lokið leiknum veröur hann að skjóta sig út með því að hitta tvöfaldan reit. Dæmi: Eigi lcikmaður eftir 32, þarf hann að hitta í tvöfaldan 16. Skjóti Itann í einfaldan 16 á hann eftir tvöfaldan 8, skjóti hann aftur r einfaldan þá verður hann að reyna við tvöfalda 4 og svo koll af kolii. Flestir kastarar reyna við reitinn 20, í upphafi, enda gefur sá reitur flest stig. Efst í reitnum er tvöfaldi reiturinn og í miðjum geiranum er Laugardagur 11. mars 1989 hafi gefið honum pílukastborð og pílur, í afmælisgjöf. Anne var uppi á fyrri hluta 16. aldar, eða þar til hún var hálshöggvin 19. maí 1536. Alfræðibókin Encyclopedia Brit- annica segir unt pílukast að fyrstu skráðu heimildir af leiknum séu frá því 1620 er landnemar á leið til Bandaríkjanna styttu sér stundir um borö í skipinu Mayflower, með pí- lukasti. En hvað sem segja má um upphaf- ið er það staðreynd að í dag stunda milljónir manna pílu, (sem er ágætt orð yfir þessa íþrótt) víðsvegar um heim. íþróttin er án efa vinsælust á Bretlandseyjum og greinir frá því í Britannica að árið 1960 hafi um sex milljónir manna stundað pílu. Þar af hafi ein milljón verið virkir meðlimir í skipulögðum píluklúbbum. í dag er það viðurkennd staðreynd að píla er vinsælasta íþróttagrein Breta. Þessu til stuðnings má nefna að stóru sjónvarpsstöðvarnar á Bretlandseyjum sýna á besta tíma frá pílumótum og er horfun mikil. 501 algengasti leikurinn En hvað cr píla? Flestir kannast við kringlótta borðið með tuttugu tölusettum reitum og miðju hring. Þeir sem ekki hafa kynnt sér íþrótt- ina standa margir í þeirri meiningu að miðpunkturinn (Bull) sé sá reitur sem beri að hitta. Sjónvarpsleikurinn, er svokallað- ur 501. Tveir keppendur leika og Vinsælasta íþrótt á Bretlandi er pílukast, eða „dart“ eins og tjailinn kallar það. íslendingar sem komið hafa á knæpur erlendis, og þá sérstaklega á Bretlandi, hafa eflaust veitt því eftirtekt að pílukastborð hanga á veggjum og oftar en ekki eru þau upptekin, sérstaklega er líður á kvöldið. Leikurinn virðist nokkuð flókinn fyrir þá er ekki þekkja til. En þetta var ekki flókinn leikur í upphafi - allavega það sem sumir telja hafa verið upphafið. Brotnar örvar Óstaðfest saga hermir að upphaf pílukasts hafi verið er tveir ónafn- greindir bogamenn Englandskon- ungs duttu fyrir tilviljun niður á þessa íþróttagrein. Þeir voru tveir saman og höfðu leitað skjóls undan rigningu á krá. Eftir nokkrar kollur af bjór gekk annar útfyrir og kastaði af sér vatni. Hann tók með sér bogann, enda var hann ávallt við hendina. Þar sem hann gekk inn aítur, rann hann á þröskuldinum og datt á örvamælinn svo tvær örvar brotnuðu. Nokkuð fauk í hann við þetta óhapp því viðstaddir hlógu. Hann tók brotnu örvarnar tvær og í fússi grýtti hann þeim út í horn. Þar stóð afsag af trjádrumbi og vissi sárið í átt að bogamanninum. Báðar örvarnar lentu í miðju afsaginu. Félagi hans tók örvarnar úr sárinu og vildi veðja við hann að hann gæti ekki leikið þetta aftur. Þeir veðjuðu og aftur flugu örvarnar í miðju. Upp úr þessu segir sagan að afsagið hafi verið hengt upp á vegg og þar sé komið upphaf pílukasts. Þetta er saga sem pílukastarar segja gjarnan og meir í gamni en alvöru. Hinsvegar eru til heimildir um að rómverskir hermenn hentu litlum spjótum í nokkurskonar pílu- borð. Þar var um að ræða undanfara frekari æfinga með spjót til hernað- arnota. Upphafið á 16. eða 17. öld? Til eru heimildir um að Anne Boleyn, önnur kona Hinriks VIII, John Lowe sá eini sem átt hefur „níu pílu leik“ I sjón- varpi Hinrik VIII fékk pílusett í af- mælisgjöf þrefaldi reiturinn. Á hann miða allir enda gefur hann 3x20 eða 60. Allar þrjár pílurnar geta því mest gefið 180 stig, fari þær allar í þrefaldan 20. Það gefur augaleið að slíkt skot færir leikmann niður í 321 í einu skoti og vænkast hagur hans að sama skapi við svo háa skor. Svarti punkturinn í miðjugefur50 og rauði hringurinn utan um hann 25. Þegar komið er niður í 170 geta leikmenn skotið sig út. Sem dæmi má nefna; leikmaður á eftir 160. Hann skýtur tvisvar í þrefaldan 20 og fær fyrir það 120. Hann á 40 eftir. Tvöfaldur tuttugu færir honum sigur. Annað dæmi; eftir eru 139. Þref- aldur 19 gefur 57, miðpunktur gefur 50. Eftir eru 32. Tvöfaldur 16 og leiknum er lokið. Eigi spilari eftir 8 og reyni við tvöfalda fjóra, en hitti óvart í 18 eða 13 er hann sprunginn. Telja pílurnar þá ekki og hann bíður þar til keppi- nauturinn hefur lokið sér af. Oft keppa menn þannig að leiknir eru þrír leikir og sá er sigrar tvo vinnur. Stofnkostnaður við pílu er ekki mikill í samanburði við aðrar íþróttagreinar sem hægt er að stunda í heimahúsum. Gott keppnisborð fæst fyrir um 3000 krónur og viður- kenndar pílur, t.d. 21 grantrn kosta Haldast bjórinn og pílan I hendur? Sem sjá má er stíll kastara mjög mismunai HELGIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.