Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. apríl 1989 HELGIN 13 hún fyrir bát hans er hann sigldi út með firðinum og bað hann að flytja sig út á Kambsnes, sem er nesið milli Álftafjarðar og Seyðisfjarðar. Þetta var auðsótt og Ingibjörg sté um borð. En á móts við hið gamla heimili hennar, Tröð, sló skipinu flötu. Árni og skipverjar hans kom- ust á kjöl og voru brátt sóttir úr landi. en Ingibjörg sökk og drukkn- aði. Henni skaut þó fljótlega upp og náðist líkið. Er þess getið að hún hafi verið með brennivínsflösku undir hempu sinni, sem hún ætlaði að gefa hjónunum góðu á Eyri. Og að Eyri komst hún þrátt fyrir allt von bráðar, því á Eyri var hún grafin. Þótti mjög kynlegt hve fljótt sá vindur hljóp upp sem hvolfdi skip- inu, því hvítalogn hafði verið er Ingibjörg kom um borð. Sögðu menn að hún hefði átt í deilunt við konu í Vestmannaeyjum, sem lagt hefði það á hana að hún skyldi drukkna vestur á fjörðum, hvað og hér gekk eftir. Var nú maður hennar orðinn einmana ekkjumaður og enn átti eftir að aukast á raunir hans, því sonurinn, Christophur Bogi, andað- ist hálfum mánuði eftir jólin næstu. Andleg stoð Jóns þumlungs Að nokkrum árum liðnum festi Jón sér aftur konu og leitaði enn inn í Seyðisfjörð. Var konan Þorbjörg Einarsdóttir. ráðskona á Uppsölum. Setti hann saman bú á Uppsölum og þar bjuggu þau í fintm ár, eða (ca) til ársins 1650 . Þá hafði fornvinur hans, Ari í Ögri, fengið honum lil ábúðar konungsjörðina Eyrardal í Álftafirði. Þó varð hann að leita á náðir konungs, Friðriks þriðja, til þess að mega sitja á jörðinni, eftir að Ari lést. 1652. En þetta var veitt og leigði konungurinn honum jörðina án afgjalds meðan hann lifði. Hann var þá margsinnis búinn að skrifa Austurindíafélaginu í von um að hræra hjörtu eigenda þess til misk- unnar vegna fötlunar sinnar, en allt hafði það verið forgefins. Jón var því fluttur í Eyrardal, þegar hann kcmur lítillcga við sögu í víðfrægum galdramálum Jóns prests Magnússonar, sem kallaður var þumlungur. Hann hefur sem kunnugt er lýst ofsóknum djöfla og púka á hendur sér í hinni makalausu „Píslarsögu" sinni. Meðan djöfla- gangurinn stóð sem hæst flúði Jón þumall heimili sitt á Eyri við Skutuls- fjörð og út í Arnardal, sem þó dugði ekki, því djöflarnir hömuðust á honum einnig þar. Getur prestur þess að „Jón Olafsson, sem kenndur er við þá austindisku reisu“ og sent hafði verið eftir, hafi legið yfir honum ásamt heimafólki í Arnardal, þá hann (presturinn) hélst ekki við í rúminu fyrir ofsóknunum heldur lá á pallafjölum og fólkið studdi hönd- um ofan á hann. Lýsir prestur því hvernig vini hans, Óstindíafaranum, hafi legið við ofbjóði, þegar djöfl- arnir einnig tóku að skríða upp eftir honum! Þessi fáorða frásögn er mælsk um tíðarandann og líka þá virðingu sem hinn víðförli heiðurs- maður naut af háum sem lágum í umhverfi sínu. Mun Jóni þumlungi ekki hafa þótt örvænt um að djöfla- skarinn hræddist nokkuð annan eins mann! Barnakennarinn Jón Óstindíafari eða Indíafari, eins og menn nefna hann nú til dags, varð gamall maður, en hann andað- ist í Eyrardal daginn fyrir kross- messu vorið 1679 og var þá á áttug- asta og sjöunda aldursári. Þá hafði hann lifað Þorbjörgu, síðari konu sína, í tvö ár. Hann stundaði kennslu barna á elliárum sínum, bæði pilta og stúlkna. og kenndi þeim að lesa og skrifa. Og honum gáfust nú nógar stundir til þess að festa minningar sínar á blað, sögurnar frá því er hann 1616 kom til Englands, sögurn- ar um vistina undir merkjum kon- ungsins í Höfn og á skipum hans og sögurnar af Indlandsförinni miklu. Og sannarlega megum við landar hans hugsa í þökk til hans fyrir skrifin - og þó en frekar Danir, sem eiga honum svo óborganlegar þjóð- lífsmyndir að þakka frá einu litrík- asta og merkasta skeiði sögu sinnar. \þá er komiö að því 3 að velja fermingar- gjöfina í ár Óskalistinn frá Heimilistækium bvður upp á fjölmargar, cLmmtileqar og spennandi lausnir • ,,Tracer“ Sérlega vönd- * V / M uðrakvél. , A MjghÆ Tveir rakhausar. HHks^ðHJfliufli Hvor um sig með 15 sjálf- skerpandi hnífum. Stór bartskeri. Einnig hægt að beintengja. Ferðapoki fylgir. Fáanleg í bláu og gráu. • PHILIPH Ljósarmurinn. | ( /T ;: Þennan fallega fjölhæfa .Jp lampa köllum við Ljós- arminn. Hann veitir birtu frá halogen-peru í þá átt sem eigandinn kýs. Því hálfkúlunni með perustæðinu má snúa næstum heilan hring og arminum 70°. Hentar jafnt til að fá gott vinnuljós sem notalegt andrúmsloft. Því stilla má Ijósgjöfinafrá0-100% (Dimmer). • Fullkominngeislaspil- jHijl ' v» ari frá PHILIPS, svo lítill JSó • og handhægur að nýtist [>*:&...A .& nánast alls staðar. 1 ~ Vegur aðeins 1 kg. með rafhlöðum. Mögulegt er að tengja spilarann rafmagni og nýtist hann þá sem fullkominn geislaspilari við hljómtækin heima fyrir. • Stereo kassetu- og útvarpstæki. Gæðatæki í vasastærð með léttu ^— heyrnartóli. \ Kassettutæk- ■CIMBÍÍÍIÍMÍ 'ö spólar fram ogafturog stoppar sjálf- krafa. Beltisspenna. • Utvarp í millistærð. Sérstakur bassa- og diskanthátalari FM og miðbylgja með loftneti fyrir hvora um sig. Traust handfang • Stereóvasadiskó. Já, stereóskil í fislétt heyrnartólin. Hraðspólun. k Stoppar sjálft. Beltisklemma. M Rautt og svart. • PHILIPS HWTi.] Útvarpsklukkan I W j 4 Þessi býr yfir ^mí ~ mörgum kostum; HmH Næmt útvarp, ný 1 ’ ' ’ ' einföld stilling fram og áftur. Vekur tvisvar með útvarpi og/eða suðandi tóni. Sjálflýsandi stillihnappar, nýjung frá Philips. • Fullkomin PHILIPS hljómtækjasamstæða. 1 Geislaspilari með lagaleitara og 20 laga minni. Hálfsjálfvirkur reimdrifinn plötuspilari, 33 og 45 snúninga með keramískum tónhaus. Stafrænn útvarpsmagnari með stöðvaleitara og 10 stöðva minni. Tvöfalt kassettutæki. 2X40 Watta magnari (Equalizer). Tveir 60 Watta hátalarar. • Bose Acoustimass. Tækninýjung í hljómflutningi 100 Watta hátalarar sem heyrist í. Stærð: 18,5x9x 10 / cm parið. — Otrúleg hljómgæði. I Pú verður að heyra til þess að trúa. 8 • Handlétta hárþurrkan. Tvær hitastillingar 750 og 1500 Watta. Hljóðdeyfð. Fer vel I hendi. • Geislaspilarinn H| ’ * 1 * \ frá brautriðj- m | andanum PHILIPS til- i' §L >■ Mlt heyrir nýrri kynslóð. ■.■Z.'ITT.T*. . Möguleikamir eru ótrúlegir, tæknin nánast fullkom- in. Sjálfvirkt afspilunarminni fyrir allt að 785 lög/rásir. Aðeins á Philips. Sjálfvirk afspilun. Forrit á allt að 20 lögum/rásum, lagaheitum eða tímalengd- um og m.fl. Sjón er sögu ríkari. • Gas-ferða- krullujárn. H Þú getur tekið það með^ þér hvert sem er, hvenær sem er og það er fljótt að hitna. Áfylling er venju- legt kveikjaragas. Gott innlegg I nútímaþjóð- félag. • Tvöfalt stereó jvHL kassettutæki og -■|§s -/ útvarp. Ný útfærsla á sambyggðu tæki með öllum helstu möguleikum í upptöku og flutningi, þ.á.m. síflutn- ingi og upptöku á tvöföldum hraða. Tengi fyrir hljóðnema og heymartól. Innbyggðir hátalarar fyrir full hljómskil og AFC-stilling á FM-bylgjunni. Heimilistækí hf Sætúni 8 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SÍMI:6915 20 l/cd e/títoSueýýa/deyA C SQHuattíjuhc QiraTAL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.