Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 8
18 T HELGIN Laugardagur 1. apríl 1989 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL , SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ Hann gerði nauðgun að fjölskyldumáli Hann var þjófur og falsari en lifði góðu lífi á kostnað skattgreiðenda. Hann nauðgaði tveimur konum og slapp við kærur. Var þetta réttlæti? Fáum finnst það en loks kom að því að hann gekk of langt.. Mehmet nokkur Kalender var lát- inn laus úr unglingafangelsi í Her- ford þann 1. nóvember 1984 og sendur aftur til Bielefeld. Báðir þessir staðir cru borgir í norðan- verðu Þýskalandi. Mehmet Kalender er ekki dæmi- gert þýskt nafn og Mehmet var heldur ekki dæmigerður Þjóðverji. Raunar var hann Tyrki og einn af fjölmörgum farandverkamönnum í Þýskalandi. Satt að segja reyndist hann ekki mikill til verka þegar á rcyndi og kaus fremur að eyða dcginum í það sem gaf meira af sér fyrir minna erfiði en vinna, svo sem rán og svindl. Þegar á allt er litið var ekki í lítið ráðist af kauða. Hann hafði aldrei áður komið út fyrir landsteina heimalands síns, talaði ekki þýsku og af því hann sá sjaldan lögreglu- þjóna, þóttist hann viss um að slíkir væru aðeins sárafáir í nýja landinu. Fljótlega komst hann þó að því að þar skjátlaðist honum og hann var enn undir lögaldri þegar hann kom fyrir unglingadómstól scm er ekki þekktur fyrir að taka hart á afbrotum skjólstæðinga sinna. Hámarksrefs- ing þar er 10 ár, hvert sem brotið er og Mehmet fékk þau 10 ár en sat ekki nema tæpan fjórðung af sér. f Þýskalandi er talið að sé um ein milljón farandverkamanna, margir þeirra frá Tyrklandi og þeir eru ekki vinsælir meðal Þjóðverja. Mehmet þótti einstaklega heppinn að vera ekki vísað úr landi eftir dóminn. Þegar honum var sleppt, var hann nýlega orðinn 22 ára, hafði lært töluvert í þýsku í fangelsinu og hann lét verða sitt fyrsta verk að sækja um bætur frá því opinbera. Því næst för hann að leita sér að húsnæði. Þar sem hið opinbera ábyrgðist leiguna, leið ekki á löngu þar til piltur var kominn í húsnæði og það við hliðina á fyrrverandi mágkonu sinni ogsvila. Anneliese og Joachim Peukert voru sem .sagt húsverðir í númer 22 við Heck Strasse. Nauðgaði grannkonunni Mehmet hafði um skamma hríð verið kvæntur systur Anneliese, Christel sem var 10 árum eldri en hann. Þau eignuðust tvíbura saman, áður en lögreglan sótti húsbóndann. Christel skildi við hann meðan hann sat inni. Hún hafði smekk sem hneigðist að framandi karlmönnum og um þessar mundir bjó hún með manni frá Senegal, sem fæddur var í Frakklandi og hafði brasilískt vega- bréf. Senegalmaðurinn var risi að vexti og harður í horn að taka svo Mehmet gerði enga tilraun til að hitta fyrrver- andi konu sína og börn. Þess gerðist heldur ekki þörf, því hann var það aðlaðandi útlits að hann átti ekki í minnstu erfiðleikum með að verða sér úti um aðrar konur. Hvað tvíburana varðaði, sem voru stúlkur, hafði Mehmet ekki mikinn áhuga á þeim, enda voru þær of ungar. Raunar var hann aldrei alveg viss um að hann .væri faðir þeirra, því Christel átti það til að vcra óvarkár í slíkum málum, ef hún fékk sér neðan í því, sem var alloft. Því var það að Mehmet flutti inn við hlið tengdafólks síns sem honum kom vel saman við, fékk greiddar bætur, endurnýjaði gömul kynni og varð hinn ánægðasti meö tilveruna. Ekki var hægt að segja að Heck Strasse 22 væri íbúðarhús í háum gæðaflokki. Raunar var það í eigu hins opinbera og hýsti fólk sem ekki gat greitt eðlilega húsaleigu. Húsið var þriggja hæða blokk með 18 íbúðum en að áliti Mehmets var þetta hreinasti íburður. Hann flutti inn um miðjan nóv- ember 1984 og það næsta sem um hann heyrðist var miðvikudagsmorg- uninn 31. janúar 1985 þegar einn íbúi hússins, hin 35 ára gamla Gisela Mangel bankaði upp á hjá tengda- fólki hans, húsvörðunum. Hún var grátandi og í miklu uppnámi þegar hún sagði Peukert-hjónunum að Mehmet hefði nauðgað henni. Þau buðu henni þegar í stað inn í eldhús, báru fyrir hana kaffi og koníak og báðu hana að segja sér alla söguna. Bettina Siederdassen var þriðja fórnarlamb nauðgarans að unn- usta sínum ásjáandi. Skömmin varð yfirsterkari Gisela kvaðst hafa mætt Mehmet kvöldið áður í einum súlnaganganna sem lágu þarna milli húsanna á svæðinu. Þau tóku tal saman og hann kvaðst vera einmana af því kona hans hefði stungið af með öðrum. Síðan bauð hann Giselu upp á tebolla í íbúð sinni. Gisela þáði boðið. Hún var frá- skilin og næstum nógu gömul til að vera móðir hans en hafði hitt hann áður. Þó hún vissi að hann var fyrrum tugthúslimur, taldi hún það ekki koma í veg fyrir að komið væri fram við hann eins og hvern annan. Hefði hún hugsað á hinn veginn væri næsta líklegt að hún væri kunningja- fá því flestir íbúar húsánna við Heck Strasse voru vandræðagripir með misjafna fortíð. Gisela fékk þó ekkert te. Varla voru þau fyrr komin inn en Mehmet læsti að þeim, stakk lyklinum í vasann og skipaði Giselu að afklæða sig. Þegar hún neitaði því, dró Mehmet upp stóra, svarta skamm- byssu, beindi að höfði hennar og gaf henni þá kosti eina að Iáta undan eða deyja ella. Sannfærð um að hann gerði alvöru úr hótun sinni, tíndi Gisela Mangel af sér spjarirnar og næstu tvo klukkutímana var henni nauðgað hvað eftir annað á margvíslegan hátt og svo hrottalega að hún var öll í marblettum og skrámum. Joachim var vísað úr eldhúsinu meðan Anneliese kannaði áverka Giselu en þegar hann kom aftur, var Anneliese að grátbiðja Giselu að fara ekki til lögreglunnar. - Hann var mágur minn og þetta væri hræði- leg skömm fyrir okkur öll, sagði hún. -Þú hefurheldurengarsannan- ir, bætti Joachim við. Eftir meira kaffi og ábót á koníakið, auk frómra huggunarorða Puekert-hjónann-a fór Gisela til síns heima og lofaði að gera ekkert úr málinu. - Þetta hefur verið henni að kenna, sagði Joachim við konu sína. - Viö hverju bjóst hún þegar hún fór með honum heim? Forboðið kjöt og laukur Joachim Peukert var stakt snyrti- menni og vandur að virðingu sinni í hvívetna. Hann bjó aðeins í þessu húsi vegna þess að hann fékk vel borgað fyrir að vera þar húsvörður. Anneliese kona hans var hins vegar einkar frjálslynd og sérkennileg í útliti og klæðaburði þó þar jafnaðist hún hvergi á við Christel systur sína, sem var nánast fígúra í Ninu Hagen- stíl eða eitthvað álíka. Anneliese Puekert hylmdi yfir með nauðgara. Þegar hún sjálf varð fórnarlamb hans kom annað hljóð í strokkinn. - Það skiptir engu hvort á sökina, sagði Anneliese. - Mehmet er í fjölskyldunni og við höfum ekki ráð á að lenda í hneykslismáli. Það er víst nóg að hann sé nýsloppinn úr' fangelsi. Eftir allsnörp orðaskipti um hvort Mehmet tilheyrði fjölskyldunni lengur eða ekki, var málið látið niður falla án þess að ákvörðun væri tekin. Mehmet hélt áfram að koma í heimsókn og gekk þarna út og inn næstum eins og hann ætti heinta í íbúðinni. Anneliese sagðist seinna hafa vorkennt honum af því systir hennar hafði yfirgefiö hann á svo kuldalegan hátt. Hálfum mánuði eftir nauðgunina, á föstudagskvöldinu 15. febrúar var Mehmct boðið í mat hjá Peukert- hjónunum. Það var ekki óalgengt, því hann borðaði þar oft, ýmist boðinn eða óboðinn. Kvöldið hentaði vel fyrir notalega fjölskyldusamkomu. Úti var leið- indaveður og kyngt hafði niður miklu krapi í slyddu allan daginn. Á matseðlinum var kálfakjöt- skássa sem raunar var úr svínakjöti því það var mun ódýrara. Mehmet var múslími og mátti ekki neyta svínakjöts. Þess vegna hafði Anne- liese cinfaldlega látið svínið heita kálf eins og svo oft áður. Upp kom smávandi sem ekki tengdist þó kjötinu, heldur því að laukinn vantaði. Anneliese hafði gleymt að kaupa hann og nú var klukkan orðin sjö og allar búðir lokaðar. - Ég á lauk, sagði Mehmet. - Komdu með mér yfir um, þú getur fengið það sem sem þú þarft. Aftur var þagað Anneliese og Mehmet fóru saman yfir til hans en Joachim var að horfa á knattspyrnu í sjónvarpinu og sá enga ástæðu til að slást í förina. Leikurinn tók þó enda og þá áttaði Joachim sig skyndilega á að kona hans hafði verið ansi lengi fjarver- andi ásamt Mehmet bara til að velja sér nokkra lauka. Hann var staðinn upp og á leið til dyra í þeim tilgangi að athuga málið þegar hurðinni var hrundið upp og Anneliese geystist inn, ein og hágrát- andi. - Hann nauðgaði mér líka, kvein- aði hún. - Hann svipti pilsinu upp yfir höfuðið á mér og gerði það við mig. - Bannsettur... hrópaði Joachim og kallaði fyrrum svila sinn orði sem ekki er prenthæft. - Ég skal skera undan honum. En Anneliese stökk upp um háls eiginmanns síns. - Nei, nei, Joachim, hrópaði hún grátandi. - Hann er með stóra, svarta byssu. Hann drepur þig. Hann er glæpamaður. - Er hann ekki í fjölskyldunni? hvæsti Joachim og slengdi framan í hana hennar eigin orðum. - Þetta verður okkur vanvirða. Er hann búinn að vanvirða þig nóg núna? - Það verður enn verra ef við förum til lögreglunnar, kveinaði kona hans. - Þá það, okkur skjátlað- ist. Hann nauðgaði Giselu eins og hún sagði en við erum í sömu aðstöðu. Hvernig getum við sannað þetta á hann? - Blæðir úr þér? spurði Joachim. - Nei, mig svíður bara. - Það er rétt mátulegt á þig, hrópaði Joachim. - Að systir þín skuli hafa verið gift þessu... Hér notaði hann orð sem heldur er ekki prenthæft og verra en það fyrra. - Það varst þú sjálf sem bauðst honum hingáð. Það var raunar ekki alveg satt því fram að þessu hafði Joachim ekki haft neitt sérstakt við unga Tyrkjann að athuga. Nú tóku hjónin að rífast heiftarlega og á því gekk fram eftir nóttu. Lögreglan kemst í málið Peukert-hjónin fóru ekki til lög- reglunnar, að minnsta kosti ekki strax. Anneliese dró mjög í efa að lienni yrði trúað þegar hún segði að fyrrum mágur sinn hefði nauðgað sér alveg upp úr þurru. Hins vegar hafði atburðurinn mik- il áhrif á Joachim. Hann sat í þungum þönkum í tvo daga en fór svo til lögfræðings og sótti um skilnað. Hann kvaðst ekki trúa sögu konu sinnar. Hún hefði bara reynt að finna afsökun til að geta haft mök við Mehmet. Anneliese bálreiddist og tilkynnti að hún hreyfði engum mótbárum. Síðan flutti hún heim til Christel, tvíburanna og Senegalmannsins. Þegar hún hafði hugsað um hvernig hún næði best fram hefndum, ákvað hún að fara til lögreglunnar. Þegar hún lauk sögu sinni frammi fyrir dolföllnum varðstjóra, var henni vísað inn til Juliusar Wagner, lögregluforingja sem sérhæfði sig í kynferðisglæpum. I Bielefeld búa um 350 þúsund manns og þar er nóg um kynferðisglæpi til að halda slíkri deild í fullu starfi. Wagner hlýddi á frásögn Anne- liese með öllu minni tortryggni en undirmaður hans. Þetta var ekki fyrsta svona frásögnin sem hann hafði heyrt. - Ætlar vinkona þín, frú Mangel líka að kæra? spurði hann þegar sögunni var lokið. - Þú gerir þér Ijóst að þegar svona langt er um liðið, verður læknisrannsókn ófull- nægjandi. - Það er ekkert langt, svaraði Anneliese. - Ég finn ennþá til. Wagner stundi. - Max, sagði hann við félaga sinn í næstu skrifstofu. - Viltu fara með frú Puekert til læknis- ins og láta hann skoða hana. Max kinkaði kolli og vísaði Anne- liese um gangana rétt eins og hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.