Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 6
16 HELGIN Laugardagur 1. apríl 1989 ir, kominn til Kcflavíkur og hélt uppi mjög öflugu félagslífi, allt til 1904, en þá flutti hann til Reykjavík- ur. Stúkustarfsemin varð fljótt öflug og hún varð driffjöðrin í menningar- lífinu. Liggja rætur frá henni yfir í annars konar félagsstarfsemi, bæði beint og óbeint. Til dæmis reisti hún fyrsta samkomuhúsið nokkru eftir stofnun. Það stóð við Hafnargötu, þar sem nú er verslunin Stapafell. 1Ú05 reistu Templarar svo annað hús við Kirkjuveg, skammt frá kirkj- unni. Það brann 1935 og var þá orðið eign ungnrennafélagsins. Templarar stofnuðu líka lestarfélag um 1890, sem starfaði í einhver ár. Var nýtt lestrarfélag stofnað 1911 og starfaði það með hléum fram á stríðsárin, þegar hreppurinn tók við rekstri þess og er það upphaf núverandi bæjarbókasafns. íþróttamál og starf ungmennafélagsins Árið 1869 stofnuðu kaupmenn og verslunarmenn í Keflavík Skotfélag Keflavíkur, en í því voru engir nema menn þeirrar stéttar. Það starfaði í að minnsta kosti þrjú eða fjögur ár og var með svipuðu sniði og Skotfé- lagið í Reykjavík, enda líklega stofnað fyrir áhrif frá því. Hittust félögin og höfðu með sér mót og skotæfingar. Þeir reistu í Keflavík svonefnt Skothús og stóð það í Grófinni, ofanvert við Duushúsið. Ekki er getið um íþróttafélag í bænum eftir þetta fyrr en 1910, en þá er ungmennafélag konrið á fót. En um það finnast litlar heimildir. Það virðist ekki hafa starfað lengi, en 1929 er Ungmennafélag Keflavík- ur stofnað og starfar það enn í dag. Hefur það haft svo mikil áhrif á íþrótta- og félagslíf að of löng saga er að rekja það hér. Það stóð að lestrarfélaginu, byggingu sundlaug- ar, leikstarfsemi o.fl. Driffjöðrin í leikstarfseminni var Helgi S, Jóns- son og í leikfélaginu reis starf hans hæst, einkum á árunum 1940-1950. Draga fer þó úr leikstarfseminni eftir 1950, enda er þá orðið það mikið um að vera í atvinnulífinu að tími manna var orðinn mjög knappur. En 1961 var Leikfélagið Stakkur stofnað í samvinnu við Njarðvíkinga og hélst svo til 1965, þegar Njarðvíkingar stofna eigin leikflokk og Leikfélag Keflavíkur er myndað, sem starfar enn. Þá má ekki gleyma að ungmenna- félagið lagði drög að byggðasafni, sem lengst af hefur lítið farið fyrir, en er nú meira komið á dagskrá. Þar átti Helgi allra manna mestan hlut að máli, enda má segja að hann hafi verið hugmyndasmiður félagsins. Ef við víkjum að kvikmyndasýn- ingum, þá hófust þær í gamla Templ- arahúsinu við Kirkjuveg 1916 og líklega hefur það verið Guðmundur Hannesson, einn helstur stúkufrum- kvöðlanna, sem stóð fyrir því fram- taki. En 1927 innréttar Elinntundur Ólafsson kvikmyndahús í gamla Duus pakkhúsinu og er þar með bíósýningar um tíma, en þó varla lengi. Um 1935 er Nýja bíó svo stofnað og rak það Eyjólfur Ásberg, kaupmaður og bakari, og Friðrik Thorsteinsson verslunarmaður. Gerf að fiski með gamla laginu á Hafnargötunni í Keflavík 1912. Knudtzons verslun í baksýn, síðar hús ungmennafélagsins. (Ljósm. Magnús Olafsson). 1958. Þannig heldur þróunin svo áfram fram undir 1970, en þá fer þetta að breytast. Þá fer að draga úr útgerð og hafnarskilyrði orðin góð í Sandgerði og Grindavík og margir farnir að róa þaðan. Þaðan er og styttra á mið en frá Keflavík. Má geta þess að Vestmannaeyjagosið og truflun atvinnulífs í Eyjum hafði töluverð áhrif í þessu sambandi, enda jókst þá mjög löndun í Grinda- víkurhöfn. Var afla ekið þaðan til Keflavíkur og eins frá Sandgerði. En svo kom afturkippur í þessa athafnasemi, bæði í sambandi við fiskigöngur og veiðar, eins og al- þekkt er, og veiðikvóta var komið á. En svo við höldum okkur við þróun útgerðar, þá var það 1939 að Keflvíkingar eignuðust fyrsta stóra bátinn. Þá hafði Samvinnuútgerðar- félag Keflavíkur látið smíða Keflvík- ing í Njarðvíkum og var hann 70 lestir. Hann var lengi langstærsti báturinn, sem frá Keflavík gekk, og var mikið happaskip, bæði á síld og þorskveiðum. Fyrsta íshúsið reist Fyrsta íshúsið var reist 1897 og var að því mikil framför, sem skilja gefur. Um 1916 byggðu útgerðar- menn svo sérstakt hús fyrir ís- geymslu og risu vegna þess rniklar deilur, því Duus verslun hafði verið með íshúsreksturinn og vildi halda áfram að selja mönnum beitu einsog áður. Bannaði verslunin mönnum t.d. aðgang að miðbryggjunni, en á cndanum varð verslunin að snúa aftur með þetta. Reis húsið innar- lega við Hafnargötu og ísfélag Kcfla- víkur var stofnað. Það er nú horfið og stendur stórt hótel á lóðinni. Duus rak þó áfram sitt íshús og þar var seinna stofnað hlutafélagið Keflavík, sem þar rak frystihús allt til 1983 er húsið brann. Á árunum 1935-1936 var reist hraðfrystihúsið Jökull, sem var fyrsta hraðfrystihús- ið í bænum, og eftir þaö fjölgar hraðfrystihúsum, enda bylting að eiga sér staö í atvinnuháttum. T.d. voru fjögur eða fimm hraðfrystihús reist á stríðsárunum og skapaði það mikla atvinnu. Var hraðfrysting burðarás útvegsins næstu árin, þótt saltfiskverkun væri alltaf mikil. Far- ið var að salta Faxaflóasíld á árunum 1934-1935. Það varÓskar Halldórs- son, sem þar átti mcstan hlut að, en hann bjó í Keflavík 1930-1937, ef ég man rétt, og var mikill athafnamað- ur. Um svipað leyti hófst skreiðar- verkunin. Togaraútgerð byrjaði 1944, þegar Ólafur Einarsson kcypti togarann Hafstein. Var togarinn gerður út frá staðnum um tíma, en svo gáfust menn upp á því, vegns slæmrar aðstöðu. Loks 1948 stofnaði hrepp- urinn svo togaraútgerð og keypti togarann Keflvíking. Gerði sveitar- félagið hann út til 1955. Þá varskipið selt og hafði mikið tap verið á því vegna tilkostnaðar, þótt oftast fisk- aði það vel. Menningarlífið Því er ekki að lcyna að fátækt var mikil í Keflavfk á nítjándu öld, og þar var nær engin millistétt, eins og var t. d. á ísafirði og á Akureyri. Þar hélt millistéttin uppi alls konar skemmtanalífi og menningarlífi, gef- in voru út blöð og fjörugri leikstarf- semi haldið uppi. En í Kcflavík var ekki um að ræða nema fátæklinga eða daglaunamenn og svo verslunar- stjóra og kaupmenn. Þarna var því töluvert djúpt bil. Því er ekki getið um neina al- ntenna félagsstarfsemi, fyrr en 1887, en þá var stúkan Vonin stofnuö. Var þá Þórður Thoroddsen, héraðslækn- Úr sýningu Leikfélags Keflavíkur á „Sjóleiðinni til llagdad" eftir Jökul Jaknbsson. Fjöldi báta var mestur ■ Keflavík um 1960. Þessi mynd er tekin í janúar 1963 og gefur góða mynd af athafnaseminni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.