Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.04.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. apríl 1989 HELGIN I 17 Dráttarbrautin í Keflavík og Grófarbryggjan. (I íiiiaiuvnd (i.K.) Sýndu þeir í húsi ungmennafélags- ins, uns Eyjólfur byggði nýtt hús við Hafnargötu í stríðslok, stórhýsið Nýja bíó, sem enn stendur. 1936 tók verkalýðsfélagið svo í notkun sam- komuhús sitt, sem stendur við Tún- götu, og þar voru einnig hafnar bíósýningar. Þar er nú Félagsbíó. Þá vil ég ekki láta hjá líða að minnast á að í kring um 1910 er stofnaður lúðraflokkur í bænum. Þar var að verki Vilhjálmur Hákon- arson, kaupmaður, en hann hafði verið í Vesturheimi og kynnst lúðra- sveitum þar. Flokkurinn starfaði í nokkur ár og lék í bænum og í nágrenninu, oft á Hjallatúni, sem er skammt ofan við bæinn, og var nokkurs konar útisamkomustaður. Þá er gaman að geta þess að Vil- hjálmur hefur líklega eignast fyrstur Keflvíkinga grammófón. Ferðaðist um með áhaldið og lofaði fólki að hlusta gegn gjaldi. Vihjálmur rak verslun við Hafnargötu, sem brann 1912. Hafði Stefán Bergmann, Ijós- myndari, sem var afi Árna Berg- mann, ritstjóra, búið í húsinu um hríð. Hann var fyrsti Ijósmyndarinn í bænum og í þessum bruna fórst allt hans plötusafn. Reisti hann annað hús á sama stað og bjó þar til dauðadags. Hann var líka með út- gerð og bíla, sem voru í förum milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Fluttu þeir ekki síst fisk, en Reykvíkingar keyptu alltaf mikinn fisk af Suður- nesjum, bæði til neyslu og verkunar. Keflavík nútímans Við höfum haldið okkur við fyrri daga, það sem nú má kalla gömlu Keflavík og er auðvitað ólík Kefla- vík okkar daga. Líklega eru íbúar í bænum nú rúmlega sjö þúsund, en eins og ég sagði fór fjölgun íbúanna að verða jafnari eftir 1960, þótt alltaf væri mikið aðstreymi. Þetta jafnvægi varð til þess að nú var hægt að fara út í ýmsar framkvæmdir, til dæmis við gatnagerð og þá ekki síst malbikun, sem orðið hafði að sitja á hakanum, meðan fjölgun var mest. Fyrst var malbikuð Hafnargatan, 1954, og þá Faxabraut og Hringbraut í þremur áföngum 1958-1960. 1970 var svo gerð áætlun um að malbika og olíubera allar götur í kaupstaðnum og það tókst. Við það breyttist bærinn gífurlega mikið, en áður hafði mikið verið fundið að því hve mjög bar á giröingarræflum, forar- pollum og slíku. En þctta átti sér skýringu í því hve fjölgunin hafði' verið hröð og að allir fjármunir fóru í vatnslagnirog aðrar brýnustu fram- kvæmdir. Atvinnumynstrið í bænum hefur líka breyst síðustu árin og færst meir til þjónustu og ýmiss konar iðnaðar. Þá hefur útgerðin dregist saman og margir sækja vinnu til annarra ver- stöðva í grenndinni, enda vegir mjög góðir. Já, margt hefur áunnist. Það hafa verið byggðir skólar, t. d. nýr gagn- fræðaskóli 1962, sem hefur verið stækkaður nokkrum sinnum. Fjöl- brautaskólinn var stofnaður 1976 og Ný og glæsileg hótel hafa risið í Keflavík á allra síðustu árum. Hér sést Hótel Keflavík. er hann í húsi sem iðnskólinn áður hafði og var nýlegt. Hann er rekinn af sveitarfélögunum. Þá hafa íbúða- byggingar og aðrar byggingar verið miklar og lengst af töluverðar á hverju ári. Sem dæmi vil ég nefna stórhýsi Sparisjóðsins, sem er að rísa við Tjarnargötu og ný sundlaug er í byggingu við aðal íþróttasvæðið. Þar verður bæði úti og innilaug. Samvinna sveitarfélaga Þýðingarmikil með tilliti til breyttra viðhorfa er aukin samvinna sveitarfélaganna. Hún eykst mikið eftir 1970, þótt fyrsta sameiginlega átakið hefði verið bygging sjúkra- hússins í Keflavík 1944-54, en það var ætlað 25 sjúklingum. Þetta var mikið átak, en það var líka átak að sannfæra menn á Suðurnesjum um hve nauðsynlegt þetta væri. 1970 mynduðu sveitarfélög í Reykjaneskjördæmi öllu samband sín á milli, en um 1975 sögðu Suðurnesjamenn sig úr því, þar sem þeim þótti þeir ekki eiga leið nieð sveitarfélögum á Reykjavíkursvæð- inu. Stofnuðu þeir skömmu síðar Samband sveitarfélaga á Suðurnesj- um. Rekur það ýmsa starfsemi, svo sem Fjölbrautaskólann, sorpeyðing- arstöð, sjúkrahús og heilsugæslu. Hefur þetta auðvitað skapað sterkari grundvöll undir þessa starfsemi en var. Mál málanna eru þó ávallt at- vinnumálin og þar hefur verið við ramman reip að draga á ýmsan hátt. Veldur þessu samdráttur í útgerð, fjölgun skuttogara úti um land og bætt hafnaraðstaða í grannbyggð- um. Samt hefur vinna auðvitað hald- ist í sambandi við flugvöllinn. Þjón- usta er og veruleg í sambandi við Hraðfrystihús Keflavíkur. flugið og á ég þá ekki síst viö þá miklu breytingu scm ný og glæsileg hótel í bænum hafa valdið. Nú geta menn dvalið í Keflavík áður en lagt er í flugfcrð og útlendingar koma meira suður eftir. Þá er komið að ferðamálum. en átak þarf að gera í sambandi viö kynningu á Suðurnesjum sjálfum. Of mikið er um að menn fari þarna í gegn, án þess að sjá ncinn af mörgum fögrum stöðum, sem um- hverfið hefur að bjóða. Margir möguleikar bjóðast líka í tengslum við heitavatnið og mætti koma upp ágætri aðstöðu fyrir fcrðamenn, eins og Bláa lónið sannar. Á afmælisári Sitthvaö hcfur verið undirbúið til þess að fagna 40 ára afmælinu. Málverkasýning er í Fjölbrauta- skólanum og þá vcrður Leikfélag Keflavíkur með leiksýningu í léttum dúr, og er hún byggð á ýmsum atvikum úr sögu bæjarins. Aðalaf- (l.jósni. <;.P.) mælishátíðin er svo í dag, I. apríl. Bæjarstjórnin mun halda hátíðafund í Flughótclinuogþarkosinn heiöurs- borgari og forscti íslands hcimsækir okkur. Væntalega munu cinhverjar samþykktir verða gcrðar á fundinum sem tíðindum munu sæta, en af þeint hafa fréttir enn ekki borist. Þarna mun Icikfélagið vcrða með dagskrá og ýmis gleðskapur annar um hönd haföur. Sjálfum er mér efst í huga að Kcflvíkingar hlúi að sögu sinni og uppruna og hlúi sem best aö þcim fáu minjum um liöna tíð, sem í bænum eru, bæði gömlum húsum og eins örnefnum og flciru. Það þarf að stuðla að því að reist verði hús undir byggðasafnið og gcra gangskör að ritun sögu staðarins. Þeir sem á eftir okkur koma munu spyrja ýmissa spurninga um okkur og ekki síst þá sem á undan okkur voru. Það cr skylda okkar að leggja þeim til öll þau gögn sem við megum, og því þarf að halda heimildum til haga og halda áfram að safna þeim. ÆTLAR ÞU AÐ VEITA VEÐLEYFI / / / IÞINNIIBUÐ? Hafðu þá í huga, að ef lán- takandinn greiðir ekki af lán- inu, þá þarft þú að gera það. Getir þú það ekki, gæti svo farið að þú misstir þína íbúð á nauðungaruppboð. Um slíkt eru fjölmörg dæmi. VEÐLEYFIER TRYGGING Með því að veita veðleyfi í íbúð, hefur eigandi hennar lagt hana fram sem tryggingu fyrir því að greitt verði af láninu, sem tekið var, á réttum gjald- dögúm. ÞÚ GÆTIR ÞURFT AÐ BORGA Greiði lántakandinn ekki af láninu á tilskildum gjalddögum, þá þarf íbúðareigandinn að gera það, eða eiga á hættu að krafist verði nauðungar- uppboðs á íbúð hans. Hafðu eftirfarandi hugfast áður en þú veitir vini þínum eða vandamanni veðleyfi í íbúð þinni: GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI? Við leggjum til að þú fylgir þeirri reglu að veita aldrei öðrum veðleyfi í íbúð þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um að lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA. HAFÐU ÞITT Á HREINU RÁDGIAFASTOÐ HUSNÆÐISSTOFNUNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.