Tíminn - 29.04.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.04.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. apríl 1989 Tíminn 3 Jóhannes Nordal, formaður bankastjórnar Seðlabankans á ársfundi bankans í gær: Launahækkun eykur verð- bólgu en ekki kaupmátt I.APA - góöur kostur í bílokaupum BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF ' Ármúla 13 - 108 Reykjavík - ® 681200 ADA 89 Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er stefnt að því að þingstörfum ljúki 6. maí n.k. Að sögn Guðrúnar Helgadóttur forseta sameinaðs þings er ekkert sem bendir til annars en að sú áætlun geti staðist. Ekki eru allir þingmenn á sama máli og forsetinn. Þeirra á meðal eru Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðis- flokki og Kristín Halldórsdóttir Kvennalista. Ólafur G. vakti máls á störfum þingsins utan dagskrár í gær og sagði sagði ljóst að á þeirri viku sem eftir væri af starfsáætlun þings- ins gæfist ekki tími til að afgreiða mörg mál og þaðan af síður stór. Undir þetta tóku fleiri flokksbræður Ólafs og Kristín Halldórsdóttir. Ólafur vakti einnig á því athygli að enginn listi hefði borist frá ríkis- stjórninni um mál sem hafa ættu forgang í afgreiðslu þingsins. Guðrún Helgadóttir sagði í svari sínu að falast hefði verið eftir slíkum lista frá ríkisstjórninni, en hann ekki fengist. -ÁG að 6. maí Tímamynd:Árni Ðjarna Guðrún Helgadóttir forseti sam- einaðs Alþingis um áætluð þinglok: Enn stefnt Tökum gamla LADA bílinn upp í nýjan og semjum um eftirstöðvar. Veitingar verða á boóstólum. „Sannleikurinn er sá, að við núverandi afkomuskilyrði atvinnuveganna og þjóðarbúsins í heild, geta launahækkanir eingöngu leitt til frekari verðbólgu, en engra raunverulegra kjarabóta. Svo hefur reyndar virst, að menn væru almennt að gera sér grein fyrir þessu, ekki síst eftir hagstæð áhrif verðstöðvunartímabilsins á síðasta ári. Því miður virðast nú önnur sjónarmið vera að ná yfirhöndinni, fyrstu kauphækkan- irnar hafa þegar orðið og alvarlegar kjaradeilur standa yfír.“ innlánsstofnunum en næstu ár þar á undan.“ Síðan nefndi seðlabanka- stjóri innlánsstofnanir sérstaklega og sagði að hreinn hagnaður þeirra eftir skatt væri um 900 milljónir króna. Þrátt fyrir góða eiginfjárstöðu bank- anna hefði hún þó versnað og eigin- fjárhlutfall lækkað úr 9,5% niður í 8,9%. Loks gerði seðlabankastjóri að umræðuefni vaxtamál og lækkun vaxta. Benti hann á að raunvextir hafi verið að lækka t.d. hafi mark- aðsvextir spariskýrteina ríkissjóðs lækkað um 2,5% frá miðju síðasta ári. Hins vegar sagði hann að ljóst væri að vextir væru ekki aðalatriði í vanda margra atvinnufyrirtækja heldur hátt hlutfall lánsfjár í fjár- mögnun á rekstrinum og léleg eigin- fjárstaða fyrirtækja. í því sambandi nefndi hann breytingar á skattakerfi sem hugsanlegar úrbætur til að gera hlutafj áreign eftirsóknarverðari. - BG Jóhannes Nordal á ársfundi Seðlabankans í gær. gerðiraf LADA bílum helgina 29. og 30. apríl frákl. 10-17. Mikið úrval skrásettra bíla til afhendingar strax. Þetta sagði Jóhannes Nordal for- maður bankastjórnar Seðlabankans meðal annars á ársfundi bankans sem haldinn var í gær. Þessi orð féllu þegar Jóhannes var að ræða um verðbólguþróunina síðastliðið ár og árangur verðstöðvunarinnar á síð- asta ári. Sagði hann að verðstöðvun- in sem gilda átti í sex mánuði hafi haft í för með sér að árshraði verðbólgunnar hafi lækkað úr 40% um mitt ár í fyrra og niður fyrir 5% á síðasta ársfjórðungi. „Yfir árið hækkaði verðlag því um nálægt 20%, sem var litlu minni hækkun en árið áður.“ Seðlabankastjóri sagði enn fremur að þrátt fyrir að hugarfars- breyting hafi orðið samfara hjöðnun eftirspurnar og fjárfestingagleði hafi ekki tekist að treysta undirstöðurnar nægjanlega til að árangur verðstöðv- unarinnar yrði varanlegur. Hækkun óbeinna skatta, skuldasöfnun er- lendis og í Seðlabanka, lækkun á gengi og óhjákvæmilegar verðhækk- anir í kjölfar verðstöðvunarinnar leiddu til þess að verðbólgan jókst að nýju og var hún fyrstu 3 mánuði ársins um 20%. En Jóhannes segir ennfremur: „Ekki væri þó réttmætt að draga þá ályktun af þessari aukn- ingu verðbólgunnar, að ekkert hafi áunnist. Verðhækkanirsíðustu mán- aða stafa fyrst og fremst af aðgerð- um, sem bæði hafa bætt afkomu ríkissjóðs og styrkt samkeppnis- stöðu atvinnuveganna. Kæmu ekki frekari innlendar kostnaðarhækkan- ir til mætti búast við ört hjaðnandi verðbólgu." Sem áður segir telur Jóhannes að blikur séu á lofti um að kauphækkanir, sem nú er verið að semja um séu þær kostnaðarhækk- anir sem komi í veg fyrir þá hjöðnun verðbólgu sem hann telur að annars hefði getað orðið. í ræðu sinni gerði seðlabankastjóri að sérstöku umræðuefni ummæli Steingríms Hermannssonar forsætis- ráðherra sem féllu á Alþingi fyrir skömmu um mikinn gróða í banka- og sjóðakerfinu. Orðrétt sagði Jó- hannes: „Ýmsir hafa haldið því fram að undanförnu, að ágóði innláns- stofnana sé óhóflega mikill. Þetta virðist mér ekki eiga við rök að styðjast, enda þótt árið 1988 hafi verið rekstrarlega mun hagstæðara wúi VÍDSJA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.