Tíminn - 29.04.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.04.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. apríl 1989 Tíminn 9 Tímamynd: Pjetur ■mS ***». sitt af mörkum til þess að halda nauðsynlegri kyrrð á vinnu- markaði meðan endurreisnar- starfið stendur yfir. Þessi von um þjóðarsamstöðu á erfiðum og viðkvæmum tímum í efnahagsframvindunni brást. í stað hófsemi og raunsæis hefur þjóðin leiðst út í kjaradeilur og verkföll sem ekki sér að fullu fyrir endann á. Vekur furðu að tiltölulega vel settir starfshópar í landinu skuli velja neyðartíma í þjóðarbúskapnum til þess að æða fram úr öðrum í kaupkröf- um. Röng viðmiðum BHMR Það er lýðum ljóst að hin fjölmennu samtök háskóla- menntaðra starfsmanna ríkisins hafa aðallega orðið til þess að rjúfa samstöðu um skynsamlega launastefnu. Það voru þessi sam- tök sem höfðu forgöngu um verkfallapólitík og óbilgjarnar kröfur, sem ekki er hægt að verða við. Kröfugerð og viðmiðanir há- skólamenntaðra starfsmanna ríkisins um laun sín eru byggðar á röngum forsendum. Þar geng- ur allt út á það að bera kjörin saman við það sem þeir halda fram að viðgangist í einkageir- anum og hafa nánast búið til viðmiðunarstéttir í huga sínum, sem ekki eru til í raunveru- leikanum. Kjarasamanburður milli einkageirans og opinbera geirans getur ekki leitt til skynsamlegrar niðurstöðu með þeim hætti sem BHMR beitir í kjarakröfum sínum. Hér er ólíku saman að jafna. Aðstaða launþega á þessum mismunandi sviðum þjóðarbúskaparins er gerólík í reynd. Ef eitthvað hallar á um laun í einn tíma eða annan, sem vel má vera, þá er ólíku saman að jafna um at- vinnuöryggi og margs konar önnur kjaraatriði sem vega þar á móti. Bandalag háskólamennt- aðra starfsmanna hefur í raun- inni engan rétt til að miða launastiga sína og önnur kjör við annað en það sem fyrir liggur um laun og kjaraatriði hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, þar sem er að finna aðra starfshópa í opinbera geiranum. Slíkur samanburður mun leiða það í ljós að háskólamenntaðir starfsmenn eru almennt í efri launastigum hjá ríkinu og hafa betri launakjör en þeir ríkis- starfsmenn, sem hafa skemmri skólagöngu að baki og minni sérmenntun. Þegar öllu er á botninn hvolft tekur launakerfi ríkisins tillit til menntunar og sérfræðiþekking- ar að því leyti að háskólamennt- að fólk nýtur þessa þegar launa- flokkar eru ákvarðaðir. Um hitt má e.t.v. deila endalaust, hvort háskólamenntaðir menn eigi að njóta meiri launamismunar á kostnað annarra starfsmanna ríkisins en þeir þegar gera. Þeir sem aðhyllast meiri launamun eftir menntun eru þá a.m.k. engir sérstakir launajöfnunar- menn. Þeir eru miklu fremur forréttindasinnar. Stéttaþing Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla íslands, ritar stutta hugvekju í Þjóðvilj- ann um síðustu helgi og nefnir Stéttaþing. Páll hefur grein sína með þeim orðum að sér virðist það „almenn skoðun“ að samn- ingum um kaup og kjör í landinu sé ekki skynsamlega háttað. Prófessorinn segir að skoðanir almennings á miður skynsamleg- um háttum í samningagerð um kaup og kjör virðist sér sprottnar af því „ósamræmi“ sem ríkir í kröfum launþegasamtaka og milli þeirra launakerfa sem við lýði séu. Jafnframt telur prófess- orinn að fólki mislíki sá launa- munur sem viðgengst í landinu bæði hjá hinu opinbera og hjá fyrirtækjum í einkaeign. „Verkföll, sem bitna á þeim sem síst skyldi, verða svo til þess að almenningi blöskra vinnubrögð samningsaðila,“ segir Páll Skúlason. Prófessorinn telur að bæta verði þá hætti sem viðgangast í samningamálum. Tillaga hans til úrbóta er sú að stéttir allra þeirra sem semja um kaup og kjör „verði kallaðar saman á þing“ til að samræma vinnu- brögð sín og launakerfi og til að setja nýjar og betri leikreglur um það hvemig staðið skuli að samningum. Þetta stéttaþing þarf að halda með þátttöku atvinnurekenda ásamt fulltrúum ríkisvalds og sveitarfélaga, segir Páll Skúlason. „Verkföll úrelt“ Dálkahöfundur Þjóðviljans fjallar meira um stéttaþingið, þótt hér verði ekki nánar rakið. En hann ræðir ýmislegt fleira sem snertir kaupgjaldsmál og samningahætti um kaup og kjör, þ. á m. drepur hann á verkföll og verkfallsrétt, sem er eitthvert hið munntamasta orð þeim sem standa í kjarabaráttu. Páll Skúlason bendir á að svo sé komið að enginn hafi efni á langvinnum verkföllum, m.a. af því að allir eru skuldugir. „Verk- föll voru vopn eignalausra og auralausra manna sem höfðu engu að tapa en allt að vinna“, segir prófessorinn. Og hann heldur áfram: „Verkföll í dag era úrelt vegna þess að það græðir enginn á þeim... Samt kjósa sum félög ríkisstarfs- manna að fara í verkföll, telja verkfallsréttinn jafnvel heilag- an.“ Heimspekilegar spurningar Hugleiðing Páls Skúlasonar um nauðsyn „stéttaþings" er býsna athyglisverð, ekki vegna þess að svipuðum hugmyndum hafi ekki verið hreyft áður af ýmsum „sérvitringum" sem svo eru kallaðir, ef þeir hugsa ekki í þessum efnum eftir því mynstri sem eftir er farið á hallelújasam- komum sérhagsmunasamtaka, heldur af því að hún er samin og birt í miðri verkfallsbaráttu stéttarbræðra prófessorsins, menntamannastéttarinnar, sem þykir hlutur sinn fyrir borð bor- inn eins og alþjóð er kunnugt. Hér skal ekkert um það fullyrt, hvort forsvarsmenn Bandalags háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins telja sig hafa tíma til að velta fyrir sér heimspekilegum spurningum um sína eigin vinnuhætti. Hins vegar sýnist þeim hollt að gera það við tækifæri. Þótt Páli Skúla- syni skuli ekki lögð í munn fleiri orð en hann hefur sagt og ekki verði gengið lengra í að túlka orð hans en tilefni er til, þá verður mál hans ekki skilið öðru vísi en svo, að vinnubrögð við samningagerð um kaup og kjör séu almenningi blöskrunarhella og verkfallapólitík launþega- hreyfingarinnar úrelt, ef ekki vegna þess skaða sem hún vinn- ur á saklausum þolendum þessa 19. aldar fyrirbæris í samninga- gerð, s.s. sjúkum á sjúkrahús- inu, slösuðu fólki, börnum, skólanemendum, sjómönnum, bændum o.s.frv. o.s.frv., þá vegna þess að umbjóðendur verkfallsstjórnenda hafa engan hag af verkföllum, heldur óhag. Gildi þessa heilaga réttar öreiga- stéttarinnar fyrir 100 árum hefur snúist heilan hring eða öllu held- ur hvolfst við, sem er ofur eðlileg afleiðing af gerbreyttu þjóðfé- lagi. Örþrifaráð hinna eigna- lausu og matarlausu á 19. öld er ekki annað en áttavilla og tíma- skekkja í þjóðfélagi almennrar velferðar, þar sem keppst er um að gera velsældina að vandamáli með tilbúningi sífellt nýrra þarfa og krafna um fullnægingu þeirra í stað þess að líta á efnisgæðin sem afgreitt mál í bili, en taka fyrir önnur mál á dagskrá. Þrátt fyrir allt er nokkur von til þess að sú reynsla, sem fengist hefur í yfirstandandi kjaradeil- um, verði til þess að launamál verði tekin nýjum tökum eftir- leiðis. Þar skiptirmestu að heild- arsýn um efnahagsástandið og raunsætt mat á efnahagshorfum ráði ferðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.