Tíminn - 29.04.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.04.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 29. apríl 1989 ÍÞRÓTTIR Tap í hörkuleik Frá Margréti Sandecrs íþróttafréttamanni Tím- ans á Suðumesjum: Svíar unnu íslendinga með 93 stigum gegn 78 í hörkuskemmtileg- um leik í Njarðvík í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 52-43. Svíar áttu frumkvæðið í byrjun, komust í 12-4, en íslendingar minnk- uðu muninn í 17-15. Á þessum kafla hittu íslendingar ekki nógu vel, en bættu það upp með stórgóðri vörn og náðu oft knettinum af Svíum. Um miðjan hálfleikinn kom góður kafli hjá Svíum er þeir gerðu 8 stig í röð og forystan var þeirra út hálfleik- inn 52-43. íslendingar byrjuðu síðari hálf- leikinn á því að minnka muninn í 5 stig, en Svíar héldu samt ávallt forystunni, sem mest var 17 stig. f>ó voru íslendingar ekki á því að gefast upp og börðust þeir vel allan leikinn. Guðmundur Bragason stóð sig vel í leiknum bæði í vörn og sókn, en Körfuknattleikur - Norðurlandamót: Finnar taplausir Finnar eru enn taplausir á Noröurlandamótinu í körfuknatt- leik á Suðurnesjum. í gær unnu þeir enn einn sigurinn, sinn stærsta til þessa á mótinu, þó ekki hafi skorið verið mikið. Andstæðingar þcirra voru Danir, sem töpuðu öllum 4 létkjum sínum á mótinu. Leikurinn fór fram í Grindavík. Lokatölur leiksins voru 68-55. Stigahæstur í liði Finna var Pekka Markkanen með 23 stig, en hjá Dönum var skorið mjög jafnt. Henrik Norre Nielsen og Staffan Reinhold gerðu 10 stig hvor, en Henrik Nurup gerði 9. Svíar unnu léttan sigur á Norð- mönnum í Keflavík 101-69. Thor- bjöm Gehrke gerði 20 stig fyrir Finna, Joon-Olav Karlsson gerði 17 og Oscar Lefworth 16. Hjá Norðmönnum vom stigahæstir Haakon Austefjord með 20 stig og Torgcir Biyn með 19 stig. BL varð að fara af leikvelli með 5 villur þegar 7 mín. voru eftir. Guðmundur átti 9 fráköst í leiknum. Jón Kr. Gíslason stórnaði leik liðsins af snilld, átti 9 stoðsendingar og Guð- jón Skúlason stóð sig vel í fyrri hálfleik, einnig átti Teitur Örlygsson góðan leik. Athygli vekur hve lítið Valur Ingimundarson fær að leika með liðinu. Hjá Svíunum var Matti- as Sahlström bestur bæði í vörn og sókn, tók meðal annars 11 fráköst. Staffan Person hirti 8 fráköst. Leikurinn var harður og barátta var mikil. íslendingar virðast vera á réttri leið í körfuknattleiknum og oft á tíðum er gaman að fylgjast með leik liðsins. Stigin ísland: Guðjón 20, Guð- mundur 16, Teitur 14, Birgir 7, Magnús 6, Jón Kr. 5, Tómas 4, Axel 2, Guðni 2 og Falur 2. Svíþjóð: Sahlström 31, Person 20, Örjan Anderson 13 aðrir minna. Staðan á NM Finnland . 3 3 0 214-191 6 Svíþjóð . .. 3 3 0 297-224 6 Noregur .. 3 1 2 227-241 2 ísland .... 3 1 2 231-240 2 Danmörk . 4 0 4 273-346 0 Valur Ingimundarson hefur lítið leikið með íslenska landsliðinu á Norður- landamótinu, en landsliðsþjálfarinn mun ekki vera ánægður með varnarleik hans þessa dagana. Valur náði ekki að skora gegn Svíum. Tímamynd Pjetur. „Byggjum framtíöar íþrótta og útivistarsvæöi í Fossvogsdal“ „Þó það kosti okkur vatnið“ - segir Heimir Pálsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjóm Kópavogs hcfur út- í bænum starfa landssvæðum undir hlutað íþróttafélögunum fjórum sem starfsemi sína. Þetta var gert í hófi Formenn íþróttafélaganna í Kópavogi með skjöl þau er eigna félögum þeirra íþróttasvæði í Kópavogsbæ. Tímamynd Pjetur. Laugardagur kl. 13:45 '''i 'ícia ""'Ao""íi""4'rio'ri.I'''j""í' 17. LE IKV IKA- 29. A PRIL 1989 111 ll! 2 Leikur 1 Aston Villa - Middlesbro Leikur 2 Luton - Derby Leikur 3 Man. Utd. - Coventry Leikur 4 Millwall - Tottenham Leikur 5 Q.P.R. - Charlton Leikur 6 Sheff. Wed. - West Ham teningur Leikur 7 Wimbledon - Newcastle Leikur 8 C. Palace - W.B.A. Leikur 9 Hull - Watford Leikur 10 Oxford - Man. City Leikur 11 Portsmouth - Blackburn Leikur 12 Stoke - Leeds Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. sem bæjastjórnin hélt á fímmtudag- inn. Þá fengu félögin einnig fyrstu greiðslu bæjarins til framkvæmda á svæðunum. Það svæði sem augu flestra beinast að er svæðið í Fossvogsdal, sem Kópavogsbær hefur nú úthlutað íþróttafélagi Kópavogs, ÍK. Með úthlutun svæðisins hafa bæjarstjóm- armenn endanlega tekið af skarið varðandi hugsanlega lagningu hraðbrautar, Fossvogsbrautar, eftir endilöngum dalnum. Samningur Kópvogsbæjar við Reykjavíkurborg um makaskipti á landi í dalnum í tengslum við Fossvogsbraut er því úr sögunni. „Við erum ákveðnir í því Kópa- vogsbúar, að byggja upp íþrótta og útivistarsvæði í Fossvogsdal hvað sem það kostar, þó það kosti okkur vatnið,“ sagði Heimir Pálsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs er hann af- henti íþróttafélagi Kópavogs svæðið. Formaður ÍK hafði á orði er hann tók við svæðinu, að Kópavogsbúar þyrftu að huga að því að fara að æfa nýja íþróttagrein í bænum, vatnsburð. Auk þess að ÍK fær svæðið í Fossvogsdal undir starfsemi sína, þá var Breiðabliki, elsta íþróttafélaginu í bænum, úthlutað svæði í Kópa- vogsdal, vestan við Kópavogsvöll. Fimleikafélagið Gerpla á íþróttahús við Skemmuveg og fékk leyfi til þess að byggja við húsið. Þá hefur HK lýst yfir áhuga á að setjast í framtíð- inni að í Fífuhvammslandi, en þar er fyrirhugað að reisa stórt íbúða- hverfi. Félögin þrjú, Breiðablik, ÍK og Gerpla, fá á þessu ári 3 milljónir hvert til framkvæmda á svæðum sínum og á fimmtudaginn fengu félögin afhenta fyrstu milljónina. HK fékk 600 þúsund króna heiður- sstyrk fyrir góðan árangur í hand- knattleik í vetur. Gert er ráð fyrir því í skipulagi íþróttasvæðanna tveggja í Kópa- vogsdal og Fossvogsdal, að aðstaða verði sem best fyrir sem flestar íþróttagreinar. Hæst ber þó að á svæði Breiðabliks í Kópavogsdal, er gert ráð fyrir að byggður verði gervigrasvöllur. Afstaða bæjarstjómar Kópavogs varðandi Fossvogsdal, er sigur fyrir íþrótta og útivistarfólk og jafnframt alla sem láta sig umhverfi sitt varða, en ósigur fyrir blikkbeljuna og áfall fyrir borgarstjómarmeirihlutann í Reykjavík. BL MÁLMHÚS Málmhús eru létt stálgrindarhús boltuð saman á byggingarstað. Allir stálbitar eru sérmótaðir og galvaníseraðir. Upplýsingar hjá söluaðilum og framleiðanda: Málmiðjan hf. sími: 680640 Blikksmiðjan Funi sf. sími 78733 Málmiðjan hf., Ármúla 19, 108 Reykjavík, sími 680640, Telefax 680575

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.