Tíminn - 29.04.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.04.1989, Blaðsíða 12
24 Tíminn Laugardagur 29. apríl 1989 Styrkir til umhverfismála LANDVERND mun á næstunni hafatil ráðstöfunar nokkuð fjármagn, til verkefna á sviði umhverfis- mála vegna hlutdeildar í sölu á plastpokum í verslunum. Hér með eru lausir til umsóknar styrkir vegna verkefna á sviði náttúruverndar, landgræðslu og annarra umhverfismála. Væntanlegir styrkir eru sérstaklega ætlaðir félag- asamtökum og sveitarfélögum sem hafa að mark- miði úrbætur í ofangreindum málaflokkum. Æskilegt er að framkvæmd verkefnanna geti sem mest verið í höndum sjálfboðaliða. Sérstök nefnd mun fjalla um umsóknir og raða í forgangsröð. Umsóknir um styrki þessa þurfa að berast skrif- stofu Landverndar fyrir 15. maí næstkomandi. LANDVERND Skólavörðustíg 25,105 - Reykjavík. ^IRARIK ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rfmagnsveiturríkisinsóska eftirtilboðum í eftirfar- andi: RARIK 89003 10 MVA Aflspennir. Opnunardagur: Fimmtudagur 8. júní 1989 kl. 14.00. Tilboðum skal skila til skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 2. maí 1989 og kosta kr. 300.- hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118,105 Reykjavík. Hjúkrunar- fræðingar Elli- og hjúkrunardeild Hornbrekku, Ólafsfirði aug- lýsir eftir hjúkrunarforstjóra. Starfið er laust frá 15. maí n.k. í óákveðinn tíma vegna forfalla. Allar upplýsingar varðandi starfið svo og um húsnæði og þess háttar gefur forstöðumaður í síma 96-62480 eða formaður stjórnar í síma 96-62151. Veiðifélag Elliðavatns Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (12-16 ára) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns. Óska eftir að kaupa keðjudreifara, heydreifikerfi og matara. Upplýsingar eftir kl. 20.00 í síma 93-47729. CfcCttCtfC iJULi lllllllllllllll. MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Helgi Hannesson frá Sumarliðabæ Fæddur 23. júní 1896 Dáinn 23. apríl 1989 í dag verður kvaddur hinstu kveðju Helgi Hannesson, fyrrum kaupfélagsstjóri, oftast kenndur við fæðingarheimili sitt, Sumarliðabæ í Ásahreppi. Kynni undirritaðs af Helga voru eingöngu bundin við síðustu sextán ár ævi hans. Ég hreifst strax af kjarnmiklu tungutakinu og fljótlega fór ég að bera djúpa virðingu fyrir þessum stefnufasta, einarða og vammlausa manni. Mörg gaf hann mér heilræðin en fæstum fór ég eftir og er það minn skaði. Helgi hafði nær þrjá um nírætt þegar hann lést. Á sinni löngu ævi varð hann vitni að meiri breytingum á högum þjóðar sinnar, en orðið höfðu á nokkru öðru tímabili í sögu hennar. Þegar Helgi fæðist er engin bifreið til á landinu. Löngu áður en hann deyr fara menn til tunglsins á skemmri tíma en ferðalag milli landshluta tók á uppvaxtarárum hans. Þó Helgi hafi verið framsýnn maður og framfarasinnaður held ég að hann hafi efast um að margt af því, sem nú er talið til framfara, sé almenningi til heilla. Helgi braust til mennta af litlum efnum og nam fyrst í Hvítárbakka- skóla, þá í Bændaskólanum á Hvanneyri og fór síðan til Norður- landa til að kynna sér nýjungar í landbúnaði. Heim kominn fór hann víða og miðlaði af þekkingu sinni. Hann hafði á ferðum sínum með sér plóg og plægði fyrir bændur, en plógar voru þá fátíðir. Handverk hans munu því lengi lifa í landinu, þó yfir fyrnist hver handtökin vann. Fyrirlestra hélt hann víða á vegum Búnaðarfélags Islands. Helgi var kominn yfir fertugt þeg- ar hann festi ráð sitt með gæðakon- unni Margréti Sigurðardóttur frá Brekkum í Holtum. Þá var Helgi heppnastur í lífínu. Margrét dó fyrir tveim árum, eftir erfið veikindi. Börn Margrétar og Helga eru: Heiður, blaðamaður í Reykjavík; Hugi, verkamaður í Reykjavík; Fríður, bókasafnsfræðingur í Kan- ada; Þrúður, verkstjóri, Reykjavík; og Hilmir, verkamaður, Akureyri. Barnabörn eru 12 talsins. Helgi var fyrsti kaupfélagsstjóri og aðalhvatamaður að stofnun Kaupfélagsins á Rauðalæk, sem síð- ar varð Kaupfélag Rangæinga. Helgi stýrði félaginu áfallalaust í gegnum kreppuna miklu og tók um árabil lítil önnur laun en fæði handa fjöl- skyldu sinni. Sjálfum finnst mér að forráða- menn þess félags hafi aldrei sýnt Helga þann sóma, sem honum bar fyrir brautryðjendastarfið. Helgi var eldhugi og hafði mjög ákveðnar skoðanir á þeim málum, sem honum þótti einhverju skipta. I baráttu fyrir hugsjónum sínum var Helgi fastur fyrir, bæði í ræðu og riti, og stundum nokkuð óvæginn. Guðmundur Daníelsson rithöfundur segir í bók sinni „Vefarar keisarans“ sem út kom árið 1973: „Helgi Hannesson frá Sumarliða- bæ, síðar kaupfélagsstjóri á Rauðalæk, um tíma kenndur við Ketlu, nú búsettur á Strönd á Rangárvöllum, hugrakkasti rit- snillingur okkar tíma sunnan- lands, svipa og samviska aldarinn- ar dáður af mörgum, illa þokkaður af syndaselum vildi ekki sitja hjá er hann heyrði vopnagnýinn frá orustu þeirri sem nú var háð á Suðurlandi um það, hvort skoð- anafrelsi og ritfrelsi skyldi líðast, eða bannfært og afnumið.“ Hér verður ekki farið nánar út í málavöxtu, í því tiltekna máli sem Guðmundur Daníelsson vitnar til en ummælin undirstrika að Helgi horfði aldrei aðgerðarlaus á þegar hann taldi menn eða málleysingja órétti beitta, heldur þeyttist fram á ritvöll- inn með skoðanir sínar, málfarið meitlað og réttlætiskenndin sterk. Stundum sveið þá undan sem fyrir urðu. Engan hef ég séð rita betra mál en Helga. Vafalaust hefur hann í rit- smíðum sínum búið að íslendinga- sögunum, sem hann taldi dýrustu djásn íslenskrar menningar. Þær hafði hann ávallt í seilingarfjarlægð og viss er ég um að varla leið svo vika, eftir að hann komst til vits og ára, að hann hafi ekki gluggað í þær. Um þær skrifaði hann fjölda greina, sem enn eru margar óbirtar. Helgi skrifaði alla ævi greinar um þjóðmál og greinar fræðilegs eðlis. Nú síðast í janúar, þá 92ja ára, sendi hann alþingismönnum kjarnyrta ádrepu fyrir að samþykkja bjórfrum- varpið. Helgi gerði nokkur ljóð, en hélt þeim lítt á lofti, en í sumum þeirra var að finna aðra hlið á Helga, en þá sem oftast sneri út. Ég get ekki stillt mig um að láta hér fylgja örstutt ljóð sem heitir „Lítil lind“: Lindin myndar lækinn, lækinn svelgir áin, áin fellur í fljótið, fljótið út í sjáinn. Litla tæra lindin lækinn gerir tærri, fljótið fagurblárra, fegurð hafsins skærrí. Þú ert lind og lækur. Láttu strauma þína fegra mannlífsfljótið, fram um eilífð skína. Helgi var einnig mikill áhugamað- ur um ættfræði og gerði ógrynni af ættartölum og ekki fannst honum hann þekkja nokkum mann, nema vita ættir hans. Helgi hefði vafalaust getað orðið leiðandi maður í ís- lensku þjóðlífi, til þess hafði hann bæði greind, kjark og framsýni. Hann var hinsvegar mjög frábitinn öllum vegtyllum, skoðanir hans óbif- anlegar og málamiðlanir honum ekki að skapi. Helgi hafði mikið dálæti á sögu landsins og landinu sjálfu. 1 dag verður hann lagður til hvílu í landinu sem hann unni. Mér finnst við hæfi að ljúka þess- um minningarorðum með einni vísu úr lengra ljóði eftir Helga, sem heitir „Seldu mér loga þinn sól“: „Ég vil syngja í þjóð mína þrótt og þor inna djörfustu Ijóða og yl inna göfgustu glóða. Eg vil glaðvekja svefnþunga drótt! Ég vil syngja út sérgæzkunótt! Ég vil syngja inn bræðralag þjóða. “ Atli Ásmundsson. t Helgi Hannesson frá Sumarliðabæ, fyrrum kaupfélagsstjóri á Rauðalæk verður jarðsunginn frá Háteigskirkju laugardaginn 29. apríl kl. 13.30. Þelm er vildu minnast hans er vinsamlega bent á íslenska skógrækt. Heiður Helgadóttir Hugi Helgason Fríður Helgadóttlr Þrúður Helgadóttlr Hilmlr Helgason og aðrir vandamenn t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar eiginkonu minnar, móður, fósturmóður tengdamóður, ömmu og langömmu Þórhildar Vigfúsdóttur Sölvholti, Hraungerðishreppi. Þórður Jónsson Börn, fóstursonur, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í renniloka (solide wedge gate valves). Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 7. júni 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 15 ára strákur óskar eftir sveitaplássi. síma 657018. Er vanur. Upplýsingar í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.